Morgunblaðið - 14.12.1984, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984
67
byggja upp spennu meðal áhorf-
enda. Persónulega fannst mér það
takast bara nokkuð vel. Angus er
nú alltaf sami gamli góði Angus
og ætla ég ekki að eyða fleiri orð-
um í hann, enda óþarfi.
En það sem virðist hafa farið
mest fyrir hjartað á Finnboga er
að Brian hafi ekki talað nóg á
milli laga og vitnar í mælsku Dav-
id Lee Roth. Brian veit að áhorf-
endurnir koma einungis til að
hlusta á og njóta Rock’n’Roll-tón-
listar sem þeir spila, en ekki á
eitthvert kjaftæði eins og hjá
David Lee Roth.
Fyrir minn smekk hefðu hljóm-
leikar AC/DC á Donington ekki
getað orðið mikið betri. Nú er ég
orðinn 12 sinnum meiri aðdáandi,
en ég var fyrir hljómleikana.
En hvað um það. Dæmi nú hver
fyrir sig.
ÁRMANN KK &NAHSSON
ur hirt egg og dún, svo ég sé að
höfundurinn hefur kynnt sér
þetta allt saman rækilega, það
eykur gildi sögunnar. Hugmynd-
in er ágæt. Og það sem mér
fannst sérstaklega gott sálfræði-
lega er, að báðir strákarnir finna
til geigs, fá óljóst hugboð: Óli
þegar hann er kominn ofan í
veggbekkinn og Maggi þegar
hann horfir niður í gíginn. Ein-
mitt þannig er það í sjálfum
veruleikanum.
Sögulokin er Bogga gamla
birtist að nýju og hjalar við
blessaða fuglana sína í æðar-
varpinu og syngur með þeim, eru
„lyrisk" og falleg.
Þorsteinn Stefánsson
rithöfundur,
Kaupmannahöfn.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til að
skrifa þættinum um hvaðeina, sem
hugur þeirra stendur til — eða
hringja milli ki. 11 og 12, mánudaga
til föstudaga, ef þeir koma því ekki
við að skrifa. Meðal efnis, sem vel
er þegið, eru ábendingar og orða-
skipti, fyrirspurnir og frásagnir,
auk pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn,
nafnnúmer og heimilisföng verða
að fylgja öllu efni til þáttarins, þó
að höfundar óski nafnleyndar.
Sérstaklega þykir ástæða tii að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér í
dálkunum.
Frábær
barnabók
Velvakandi Morgunblaðsins!
Ég er ekki vanur að senda bréf
í lesendadálka ísl. dagblaða, en
nú ætla ég að bregða út af venj-
unni.
Nýlega barst mér í hendur
barnabók Ármanns Kr. Einars-
sonar í ræningjahöndum. Ég
byrjaði strax að lesa bókina við
morgunverðarborðið og gat ekki
sleppt henni fyrr en ég hafði lok-
ið sögunni. Mér finnst sagan af-
bragðs góð. Mál og efni einfalt
og eðlilegt, en þeim mun
sterkara og meira heillandi.
Ég hefi sjálfur sem ungur pilt-
RR BYGGINGAVÖRUR HE
NMhyl 2. AnuiMholu Sámi 887447 og SuðurUixtahraut 4. Sbm 33331
Mörgblöó med einni áskrift!
Metabo
Endlng-Krattur-örvggi
þá má verslunin leggja 20% á vör-
una.
Mig langar að beina þeirri
spurningu til fjármálaráðherra
hvort nauðsynlegt sé að okra
svona á fólki.
Ef maður fer út í búð og kaupir
eitt sjónvarpstæki, borgar maður
tvö. Líklegast myndi ríkið hagnast
jafn mikið, þó þessi tollur yrði
lækkaður, því þá hefðu fleiri efni á
að kaupa sér þessi tæki.
Mér er sagt að myndbandstæki
kosti um 14.000 krónur í Þýska-
landi. Ég er í raun og veru ekkert
hissa á því, þó þeir sem eru í að-
stöðu til að smygla svona tækjum
geri það. Ríkið býður upp á slíkt
með þessu okri.
Það væri fróðlegt ef gerð yrði
verðkönnun á myndbandstækjum
í Evrópu til þess að sjá hvernig við
káemum út í þeim samanburði.
Leggjum fram-
lög í landssöfnun
kirkjunnar
Séra Örn Bárður Jónsson
hringdi:
Ég vil lýsa ánægju minni með
hve Hjálparstofnun kirkjunnar
bregst stórhuga við neyðarkallinu
frá Eþíópíu með því að senda
þangað íslenska flugvél með
hjálpargögn og hjúkrunarfólk. En
þetta tekst auðvitað ekki nema við
öll stöndum saman og leggjum til
framlög í landssöfnun kirkjunnar.
Með slíkri sendingu er um leið
tryg&f að bjálpin kemst örugglega
til skila. Við eigum öll að samein-
ast um að þetta átak geti orðið að
veruleika.
Styðjum orgel-
sjóö Hallgríms-
kirkju
Sigríður Ólafsdóttir hringdi:
Ég hringi vegna bréfs sem birt-
ist í Velvakanda 7. desember sl.
Þar er verið að benda fólki á að
styðja ekki söfnun í orgelsjóð
Hallgrímskirkju. Ég er ósammála
þessu og tel að fólk, sem vill safna
í sjóði til styrktar kirkjumálum,
megi gera það í friði. Hallgríms-
kirkja er þjóðartákn Íslendinga og
hver einasti íslendingur ætti að
vera jákvæður með hvað sem gert
er fyrir þá kirkju. Hún er byggð í
minningu Hallgríms Péturssonar
sem ég tel vera trúarlegt þjóðar-
tákn Islendinga, þar sem Passíu-
sálmar hans o.fl. hefur verið þýtt
á fjölmargar þjóðtungur.
Hitt er annað mál, að allar
björgunarsveitir á íslandi eiga allt
gott skilið og veit ég ekki um
neinn, sem neitar aðstoð við þær.
Eins tek ég undir það að þessar
sveitir eiga að vera skattfrjálsar.
Að síðustu vil ég benda á að
bækur eiga enn rétt á sér, þrátt
fyrir að einhver samdráttur virð-
ist hafa verið í bókaútgáfu að und-
anförnu. Mér finnst bækur vera
besta gjöfin sem maður gefur
fólki.
Leiöiö börnin
yfir götuna
Ein í umferðinni hringdi:
Ég varð fyrir óhugnanlegri
reynslu um daginn. Ég var stödd i
bíl mínum við rautt ljós á horni
Klapparstígs og Laugavegs. Ég
tek þá af tilviljun eftir konu sem
stóð á gangstéttinni. Hún var með
barn á snjóþotu. Þegar grænt ljós
kom á móti mér ók ég hægt af
stað. En þá var konan að fara yfir
Laugaveginn á gangbrautinni og
er komin framhjá bílnum. Ég sá
hana, en ekki barnið á snjóþotunni.
Hefði ég ekki tekið eftir því áður
að hún var ekki ein á ferð, er ekki
að sökum að spyrja.
Ég vil benda fólki á að börn á
snjóþotum sjást ekki úr bíl, ef þau
eru beint fyrir framan hann. Ég
vona að fólk geri sér grein fyrir
þeirri hættu sem þessu fylgir og
leiði börn sín yfir götuna í stað
þess að draga þau yfir á snjóþotu.
Spyr sá sem
ekki veit
Fávís spyr:
{ fyrsta lagi langar mig að
spyrjast fyrir um hvað líði drætti
í happdrætti Harmonikkuunn-
enda. Fyrst átti að draga hinn 15.
október, en því var frestað til 15.
nóvember. Hvenær verður vinn-
ingaskrá birt?
I öðru lagi langar mig að spyrja
hver hafi leyfi til þess að skipa svo
fyrir að til Islands séu send kjarn-
orkuvopn, ef ríkisstjórn íslands er
því mótfallin?
Spyr sá sem ekki veit.
Börn hafa rétt á
aö sitja f strætó
Tvær í Reykjavík hringdu:
Okkur langar til að koma því á
framfæri að börn og unglingar
hafa líka rétt á að sitja í strætó.
Börn eru oft með þungar töskur,
en það er alltaf talið sjálfsagt að
þau standi. Oft kemur fyrir að
fullorðnir segja börnum að standa
upp fyrir sér. En okkur finnst
þetta ekki réttlátt og teljum þau
hafa jafnan rétt á að sitja.
Það
profun
borgar
sig að líta
inn
Hilleröö
hornsófi
Hvergi nokkurs staðar er meira úrval af sófasettum,
kannski eru gerðirnar fleiri en hundrað. Og verðin t.d. af
hornsófum á bilinu 18 þús. — 118 þúa.
Við eigum allskon-
ar skápa í Ijósu og
dökku undir grasj-
urnar þínar og þvi
ekki að fá sár 3
þús. kr. skáp undir
100 þús. kr. tæki.
I svefnsófa deildinni okkar er núna ágastt úrval af sófum sem
hægt er að breikka í 120 cm og allt upp í 160 cm.
r
Tegund Anna
Við erum að taka heim í dag síðustu sendinguna af þess-
um rúmum, sem viö fáum fyrir jól. Verðið eru sérlega
hagstætt eins og áður. Breiddir 90 cm og 140 cm.
HÚS6ACNABÖLLIN
BlLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK * 91-81199 og 81410