Morgunblaðið - 04.01.1985, Síða 2

Morgunblaðið - 04.01.1985, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 Brennur og flug- eldar á þrettándanum VEGNA óvedurs í gamlárskvöld varð að hstta við að kveikja í flest- um brennum í Reykjavík, enda lagði lögreglan bann við slíku vegna hsttu á slysum og tjóni á mannvirkj- um. Að sögn Bjarka Elíassonar yfir- lögregluþjóns verður kveikt í þess- um brennum á þrettándanum nk. sunnudag. Eru allar líkur á því að þrettándinn verði með líflegasta móti að þessu sinni, því að sögn Bjarka hættu margir við að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld vegna veðurofsans og hyggjast gera það á þrettándanum. Raufarhöfn: Roskin kona lést í bílslysi Kauruborn. 4. jaanar. BANASLYS varð í umferðinni hér á Raufarhöfn í gærkveldi, er roskin kona, Oddný Guö- mundsdóttir, varð fyrir bifreið. Náttmyrkur var og snjólaust, svo að myrkur var mikið og var Oddný dökkklædd. Hún lézt skömmu eftir slysið. Enginn læknir var hér á staðnum, er slysið varð og heldur ekki hjúkrunarkona. Læknir var sóttur frá Kópa- skeri, en konan lézt skömmu eftir að hann kom. Oddný Guðmundsdóttir fæddist 15. febrúar 1908 og var því tæplega 77 ára. Hún var þjóðkunn kona, var höfundur nokkurra skáldsagna og hafði m.a. skrifað reglulega pistla í dagblaðið Tímann og síðar i NT. — Helgi Vörur með söluskatti hækka um 0,4 % Bensínlítrinn hækkaði í 25,90 kr. UM áramótin hækkaði söluskatt- ur um '/2% úr 23,5% i 24% Við þetta hækka þær vörur sem sölu- skattur er lagður á um 0,4% Söluskattur er ekki lagður á mat- vörur og ýmis þjónusta er einnig undanþegin söluskatti. Bensínlítrinn hækkaði um 10 aura, úr 25,80 i 25,90. Raftæki sem kostaði 10 þúsund krónur fyrir áramót hækkar um 40 krónur og kostar nú 10.040 kr. og bifreið sem kostaði 500 þús- und kr. hækkar um rúmar 2 þúsund krónur og kostar nú 502 þúsund krónur svo dæmi séu tekin. Oddný Guðmundsdóttir Nigel Watson leikur einn í sýningunni. Velskt ferðaleikhús sýnir á Kjarvalsstöðum DAGANA 6.—14. janúar nk. mun velska ferðaleikhúsið Theatr Tali- esin sýna á Kjarvalsstöðum leik- verkið Stargazer sem byggir á nýj- ustu endursögninni á ensku á hinu sígilda indverska verki Panchat- antra eftir Ramsay Wood { bók hans Kalila & Dimna. Ferðaleik- húsið sem hingað er komið fyrir milligöngu Alþýðuleikhússins sam- anstendur af tveimur mönnum, Stuart Coz og Nigel Watson, og hafa þeir fært verkið i leiksviðs- búning. Theatr Taliesin-ferðaleikhúsið er með höfuðstöðvar í Cardiff í Wales og hefur sýnt Stargazer í 93 skipti í Englandi, Wales og Skotlandi. Á fundi sem forráða- menn Alþýðuleikhúsins héldu með blaðamönnum i vikunni, að viðstöddum þeim Cox og Wat- son, kom m.a. fram að markmið leikhússins er að bjóða upp á vönduð listræn leikverk og jafn- framt ná til breiðs hóps áhorf- enda. Watson leikur einn og í verkinu Stargazer fer hann með 35 ólík hlutverk. Kvaðst hann myndu reyna að flytja hér nokk- ur atriði á íslensku, en hann var eitt sinn búsettur á íslandi i fímm ár. Er þetta í fyrsta sinn sem ferðaleikhúsið sýnir Star- gazer utan Stóra-Bretlands. Fyrsta uppfærsla tvímenning- anna á Stargazer var ætluð fyrir börn en síðar breyttu þeir henni fyrir fullorðna. Sögðu þeir félag- ar að verkið væri sigilt og fjall- aði um allt milli himins og jarð- ar, trúmál, stjórnmál o.fl., en væri fyrst og fremst með gam- ansömu sniði. Munu sögur Ramsey Wodd fyrst hafa verið skráðar fyrir hartnær 2.000 árum og hafa ver- ið endursagðar hvað eftir annað í gegnum tíðina. Var Panchat- antra, sem nú er að mestu óþekkt á Vesturlöndum, haft þar i hávegum á 19. öldinni. Theatr Taliesin verður með sex sýningar í Kjarvalssal dag- ana 6., 9., 10., 11., 12. og 13. janú- ar. Hefjast sýningarnar allar kl. 20.30. Hafnargjöld hækka um 30 % HAFNARSTJÓRN Reykjavíkur hefur samþykkt að frá og með 4. janúar 1985 skuli gjöld fyrir þjón- ustu hafnarinnar hækka um tæp- lega 30% frá gildandi gjaldskrám, sem tóku gildi 1. febrúar sl. Um er að ræða gjöld fyrir hafnsögu- og dráttarbáta, festar, vatn, vigtun, legugjald fyrir trillur, kranagjald og hafnsögugjald. Formaður Sjálfstæðisflokksins um boðaðar efnahagsaðgerðir: Þolum ekki áframhaldandi stríðsátök eða kollsteypur í meginatriöum samþykkur tillögunum um stjórnskipunarbreytingar ÞORS'l'KINN Pálsson, formaður Sjáifstæðisflokksina, segir, að eng- um þurfi að koma á óvart að „taka þurfi í taumana" f efnahagsmálum, eins og máhim sé komið. Þá segist hann í meginatriðum vera samþykk- ur framkomnum tillögum um breyt- ingar á stjórnskipun, sem skýrt var frá í Mbl. í gær, en tillögurnar segir hann ekki hafa verið afgreiddar af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn var spurður álits á yf- irlýsingum forsætisráðherra um að vænta mætti ákvarðana um nýjar aðgerðir í efnahagsmálum alveg á næstunni, jafnvel fyrir samkomudag Alþingis, eftir jóla- leyfí þingmanna, 28 janúar nk. Þorsteinn tiltók þrjú meginatriði sem hann sagði brýn i þeim að- gerðum, sem nú væru til umfjöll- unar innan stjórnarliðsins. Hann sagði: „1 fyrsta lagi er að undirbúa jarðveginn fyrir lausn kjarasamn- inga, þannig að unnt verði að treysta kaupmátt ráðstöfunar- tekna og ná þvi fram með friðsam- legum hætti. Við þolum hvorki áframhaldandi stríðsátök né held- ur slíkar kollsteypur, sem teknar voru á síðasta ári. í annan stað þarf að tryggja þaö að þau áform sem uppi hafa verið um að hleypa nýju lifi í atvinnu- starfsemina og auka framleiðnina fari að sjá dagsins ljós. Og i þríðja lagi þarf að gera þær aðhaldsað- gerðir sem geta dugað til þess að hemja verðbólguna, sem nú geng- ur býsna hratt upp á við aftur." Þorsteinn var spurður hvaða leiðir hann teldi helst færar til þess. Hann svaraði: „Það eru ýmsar leiðir í þeim efnum og þetta erum við að ræða á þessu stigi.“ Um timasetningu aðgerðanna sagði formaður Sjálfstæðisflokks- ins: „Ég er enginn spámaður i þeim efnum. Aðalatriðið er að menn taki þessi verkefni alvarleg- um tökum og freisti þess að ná saman um skynsamlega stefnu- mörkun til þess að snúa gangi mála í rétta átt.“ Aramóta- ró ( Frið- arhöfn ÞETTA er höfnin í Vest- mannaeyjum, lífæð Eyj- anna. Venjulega iðar hér allt af lífi og fjöri en um áramótin var allt kyrrt og hljótt. Togarar og bátar voru í höfn og frystihúsin lokuð. BÉMéé Morgunblaðið/SÍKurReir Þorsteinn var að lokum spurður hvert álit hans væri á framkomn- um tillögum nefndar sem skipuð var til að endurskoða stjórnskip- unina og skýrt var frá á baksíðu Mbl. í gær. Hann sagði störf þeirr- ar nefndar sem gekk frá tillögun- um lið i vfðtækari áformum um margskonar breytingar í stjórn- kerfinu. Nefndin hefði yfirfarið þessar tillögur í ljósi umræðna eftir að þær hefðu fyrst komið fram. „Ég vænti þess að um þær geti orðið samstaða," sagði þann. „Auðvitað er það svo að sitt sýnist hverjum í þessu efni og þarna er meira um skipulag og stjórnun- arhætti að ræða en stjórnmál." Hann kvaðst í stórum dráttum vera fylgjandi tillögunum eins og þær lægju fyrir en auðvitað hefðu verið ýmsir agnúar á, sem ræddir hefðu verið. Hann sagði tillögur þessar ekki endanlega afgreiddar af hálfu Sjálfstæðisflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.