Morgunblaðið - 04.01.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANUAR 1985
Ferðaskrifstofan Úrval:
Beint leiguflug á
frönsku RMeruna
Ferðaskrifstofaii Úrval býður við-
skiptavinum sínum f sumar mögu-
leika á að ferðast í beinu leiguflugi
héðan á frönsku Rívíeruna. Hægt
verður að dvelja í bæjunum SL Laur-
ent du Var og Juan Les Pins. Þá
býður ferðaskrifstofan upp á mögu-
leika á gistingu í Cap d’Agde sem er
skammt vestan við borgina Mont-
pellier.
Hér fer á eftir fréttatilkynning
frá Ferðaskrifstofunni Úrval:
„Ferðaskrifstofan Úrval býður
nú íslendingum upp á þá nýjung
sumarið 1985 að geta ferðast i
beinu leiguflugi á frönsku Rívler-
una. Úrval hefur vandað mjög til
við valið á gisti- og dvalarstöðum
fyrir farþega sína á Rívíerunni.
Fyrir valinu urðu tveir litlir bæir,
St. Laurent du Var og Juan Les
Pins, sem staðsettir eru mitt á
milli stórborganna Cannes og
Nissa. í Juan Les Pins eru ein-
hverjar bestu baðstrendur Riv-
íerunnar og bærinn sjálfur, sem er
samvaxinn hinum fræga bæ Anti-
bes, er ein iðandi mannlifsbrekka.
Allt þetta er i göngufæri frá íbúð-
arhótelinu Mas de Tanit, sem Úr-
val býður farþegum sínum i Juan
Les Pins. St. Laurent du Var er
lítill, gamall og fallegur bær, um 4
km frá Nissa og þar er íbúðahótel-
ið Heliotel Marine sem er frábær-
lega staðsett, um 50 m frá strönd-
inni og smábátahöfninni. I þessu
íbúðahóteli er allt til alls sem
ferðamaðurinn þarfnast til að
gera fríið sem ánægjulegast.
Einnig býður Úrval upp á gist-
ingu í Cap d’Agde sem er sumar-
leyfisbær skammt suðvestan við
borgina Montpellier. Bærinn hef-
ur eingöngu verið byggður fyrir
orlofsgesti og hefur svo sannar-
lega ekkert verið til sparað. Fleiri
kílómetrar af sandströnd til sól-
baða, Aqualand-skemmtigarður-
inn sem er 36000 m’ að stærð, þar
sem allt snýst um vatn, vatns-
rennibrautir, öldusundlaugar,
sprautuverk o.fl. Hér er í boði
glæsilegt nýtt ibúðahótel, Al-
hambra, þar sem Úrvalsfarþegar
Eyjaskeggj-
ar fleiri en
nokkru sinni
eftir gos
Vestmannaeyjum, 3. janúar.
ÍBÚAR í Vestmannaeyjum eru
nú fleiri en nokkru sinni síðan
árið 1973 þegar gosið margfræga
umbylti allri búsetuþróun á
Heimaey á einni nóttu. Ibúar um
áramótin voru alls 4.815 og hafði
fjölgaö um 71 frá áramótunum á
undan.
Mikil hreyfing var á fólki i
og úr bænum. Þannig fluttu
hingað á árinu 278 manns en
274 fluttu úr bænum. Einnig
var mikil hreyfing á fólki inn-
an bæjarins að þvi er Áki
Heinz Haraldsson á bæjar-
skrifstofunum sagði i samtali
við blm. Morgunblaðsins. Hann
sagðist telja að allt að fjórði
hver bæjarbúi hefði staðið í
einhverjum flutningum á ár-
inu.
Fæðingum fjölgaði allnokk-
uð á árinu, alls fæddust hér 102
börn á árinu 1984, 52 stúlkur
og 50 drengir. 35 manns létust
árið 1984, sem er mun hærri
dánartala en undanfarin ár.
- hkj.
geta notið alls hins besta sem völ
er á.
Brottfarir eru:
25. mai — 17 nætur.
12. júní — 21 nótt og á þriggja
vikna fresti til 4. september.
Auk þessa verður Úrval áfram
með sínar vinsælu vikuferðir til
Parísar, sem byrja með sérstakri
páskaferð 3. apríl og svo tvær sér-
stakar skíðaferðir í frönsku Alp-
ana, til Couchevel, i dölunum
þrem, þann 15. mars og 29. mars.
Nær uppbókað er nú i fyrri ferð-
ina.
Frá sumarlcyfisbænum Cap d’Agde.
Þú svalar lestrarjxirf dagsins
lans ,
mpö stórum stat'.
_ : súlnasai
^ö^ns c)ans5.ýr>“'"-3
ipikiunum ' Lor? C./P,r Magnusar J
sftssss-:
^ssss^
A sgutbergs 09 er la9i«
sssajSS"*-®
Húsiö OPnaÖ
GILDIHF