Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985
Draumsýn heilsu-
gæslulæknisins
— eftir Ingimund
Gíslason
Gunnar H. Guðmundsson,
heilsugæslulæknir, birti grein i
Morgunblaðinu 13. desember síð-
astliðinn undir fyrirsögninni
„Hver eru forgangsverkefni í ís-
lenskri heilbrigðisþjónustu?" Ég
get ekki látið hjá líða að gera fá-
einar athugasemdir við grein
þessa, en í stuttu máli er innihald-
ið þetta: Veitið meira fjármagni í
heimilislækningaþjónustuna og
munu þá margir skæðir sjúkdóm-
ar, sem okkur hrjá, hverfa og við
íslendingar komast á efri ár við
góða heilsu. Auðvitað er æskilegt
að vel sé búið að heimilislæknum
og heilsugæslustöðvum. Það hefur
líka verið gert undanfarin ár eins
og víða sést úti á landi. Hins vegar
er það rangt að „sjúkrahúsbáknið“
hafi stóraukist undanfarna ára-
tugi, og síst af öllu hér í Reykja-
vík. Fjármagn til sérhæfðrar
læknisþjónustu hefur hlutfalls-
lega dregist saman og er nú svo
komið, að við erum að dragast aft-
ur úr nágrannaþjóðum okkar á
mörgum sviðum. Eitt þeirra at-
Fasteignasala
Hverfisgötu 82
22241 - 21015
2ja herbergja:
Laugavegur, 85 fm steinhús,
miöhæö, bakhús, allt nýtt. v.
1200 þ.
Leifsgata, 65 fm 2. hæö, v.
1450 þ.
Gullteigur, 45 fm miöhæö, v.
1150 þ.
3ja herbergja:
Höfóatún, 102 fm 2. hæö,
steinhús, v. 1400 þ.
Álfhólsvegur, 80 fm efri hæö, v.
1700 þ.
Háaleitísbraut, 95 fm kjallari,
sérinng., v. 1850 þ.
Geitland, 90 fm jaröhæö, sér-
garöur og -svalir, v. 2000 þ.
4ra herbergja:
Jörfabakki, 110 fm, v. 2100 þ.
Ljósheimar, 105 fm, 1. hæö, v.
2000 þ.
Nökkvavogur, 100 fm, m. bíl-
skúrsrétti, v. 2300 þ.
5 herbergja:
Bugóulækur, 130 fm ásamt
bilskúrsrétti. Tvennar svalir, v.
3200 þ.
Eínbýtishús:
Austurgata Hafn., kjallari, hæö
og ris, samt. 170 fm, v. 2900 þ.
Seilugrandi, 108 fm einbýlishús
frá Húsasmiðjunni, v. 3975 þ.
Fjöldi annarra eigna á
skrá — Hringiö og leitiö
upplýsinga.
22241 — 21015
OpiA frá 9.00—20.30.
Friörik Friðriksson lögfr.
„Þá er ekki alltaf svo
audvelt aö beita forvarn-
araögerðum. Á aö koma
í veg fyrir reykingar
meö algjöru reykinga-
banni? A aö halda fitu-
efnum í blóöi innan
eölilegra marka með því
aö banna feitt lamba-
kjöt? Hver á aö fylgjast
meÖ og framfylgja slíku
banni í hinu sjúkdóms-
lausa sæluríki?“
riða er skilur þróað þjóðfélag frá
vanþróuðu er góð og fullkomin
læknisþjónusta. Þó að erfitt sé að
mæla árangurinn, er ég þess full-
viss að fullkomin læknisþjónusta
er ein forsenda „góðrar afkomu
þjóðarbúsins" eins og oft er að
orði komist.
Gunnar leggur mikla áherslu á
fyrirbyggjandi aðgerðir. Vissulega
eru þær æskilegar og oft áhrifa-
miklar. Til að þær nái að gera sitt
gagn þurfum við að þekkja orsök
og eðli sjúkdóma. Því miður er sú
þekking ennþá oft ófullkomin. Þó
svo að við þekktum orsök einhvers
sjúkdóms, þá er ekki alltaf svo
auðvelt að beita forvarnaraðgerð-
um. Á að koma í veg fyrir reyk-
ingar með algjöru reykingabanni?
Á að halda fituefnum í blóði innan
eðlilegra marka með því að banna
feitt lambakjöt? Hver á að fylgj-
ast með og framfylgja slíku banni
í hinu sjúkdómslausa sæluríki?
Það er nú einu sinni þannig, að
fræðsla og áróður dugar oft
skammt gegn gömlum venjum og
stjórnmálalegum hagsmunum.
Forvarnarstarf er heldur ekkert
einkamál heilsugæslulækna.
Nærtækt dæmi er glákudeildin á
St. Jósefsspítala, Landakoti.
í grein sinni fjallar Gunnar um
hópa fólks. Hann birtir tölulegar
upplýsingar og línurit um afdrif
fjölda fólks þar sem svo og svo
stór hluti hópsins er annað hvort
lifandi eða dauður. j starfi læknis
er það vandamál ákveðins ein-
staklings sem þarf að leysa.
Lausnin felst ekki endilega i að
lengja líf. Hún getur falist í að
bæta líðan, auka starfshæfni eða
lina þjáningar. Sjúklingur með
erfiðan og hættulegan sjúkdóm er
reiðubúinn að verja hárri fjárhæð
til að fá einhvern bata. Við slíkar
aðstæður er spurningin, hvað sé
þjóðhagslega hagkvæmt og hvað
ekki ákaflega innantóm og létt-
væg. Sem betur fer hefur sjúkling-
urinn oftast leyst þau mál með
framlagi sínu til sjúkratrygg-
ingar.
Eitt töfraorð nútímans er frum-
heilsugæsla og efling hennar. Það
gleymist oft í umræðum, að flestir
hinna gömlu heimilislækna voru
sérfræðingar á ýmsum sviðum,
barnalæknar, kvensjúkdómalækn-
ar og meira að segja augnlæknar.
Þessir læknar unnu gott starf og
oft við erfiðar aðstæður. Sérfræð-
ingar munu halda áfram að sinna
frumheilsugæslu að einhverju
leyti, hvað sem reglugerðarákvæð-
um líður. Það starf verður með
öðrum hætti en áður var. Það eru
neytendurnir, sjúklingarnir, sem
munu ráða framvindu þeirra
mála. Ekki sjálfskipaðir skrif-
finnar, sem telja sig einir vita
hvað fólki er fyrir bestu.
Ingimundur Gíslason er augnlækn-
ir rið Landakotsspítala.
Selfoss:
Blysför og flugelda-
sýning á þrettándanum
Selfoni, 2. janúv.
EINS OG undanfarin ár mun Ungmennaféiag Selfoss gangast fyrir blysför,
álfabrennu og flugeldasýningu á þrettándanum. Þessi uppákoma á þrettánd-
anum nýtur mikilla vinsælda hjá bæjarbúum sem hafa fjölmennt í blysförina
og síðan fylgst með glæsilegri flugeldasýningu.
Flugeldasýningin frá bæjarfé-
laginu og nokkrum félögum á
staðnum. Þannig hafa allir lagst á
eitt um að gera þrettándakvöldið
eftirminnilegt fjölskyldukvöld.
í ár mun blysförin hefjast við
Tryggvaskála kl. 20.00. Gengið
verður eftir Austurveginum í
fylgd jólasveina og trölla, um
Reynivelli og á íþróttavöllinn þar
sem kveikt verður í bálkesti. Þeg-
ar hann tekur að loga skellur á
einhver sú glæsilegasta flugelda-
sýning sem sést hefur austan heið-
ar eins og göngu- og brennustjór-
inn, Guðmundur Ingvarsson, orð-
aði það.
Guðmundur bað fyrir þau skila-
boð til fólks að það gæti komið frá
sér drasli í bálköstinn, spýtna-
braki og þess háttar, en kartöflu-
hýði og þvíumlíkt væri betra að
setja í ruslapokana heima við hús.
Sig. Jóns.
Alkestis
í GREIN Ólafs M. Jóhannessonar í
Morgunblaðinu 3. janúar um flutn-
ing Ríkisútvarpsins á leikritinu
Alkestis eftir Efrípídes í þýðingu
minni hafa slæðzt anzi slæmar
prentvillur inn í textatilvitnun. Með
því að texti þessi hefur hvergi birzt á
prenti og villurnar liggja ekki í aug-
um uppi, langar mig til að biðja blað-
ið fyrir leiðréttingu; en Ijóðlínur þær
sem um ræðir, eru réttar á þessa
leið:
Það sé ég nú hvar nálgast bátur
einróinn;/ og Karon, dauðra ferju-
maður, þrumir þar/ með hönd að
árar-hlummi kreppta og brýnir
raust/ „Hvað dvelur þig svo
lengi? Hafðu hraðan á!“
Eg þakka leiðréttinguna og
biðzt afsökunar á þessum hégóma-
skap.
Helgi Hálfdanarson
Flugliðarnir sem voru viðstaddir við skólaslit haustannar.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja:
Ljósmynd/E.G.
Hefur útskrifad 77 flugliða
Voyum, 2. juúar.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er eini
skólinn í landinu sem kennir náms-
efni til atvinnuflugmannsprófs.
Þessi kennsla hófst árið 1978 og
hafa alls 77 flugmenn verið útskrif-
aðir frá skólanum.
Iðnaðarhúsnæði við Fossháls
1500 fm fullbúiö iönaöarhúsnæöi auk 1300 fm byggingaréttar. Góö bíla-
stæöi, lóö frágengin. Húsnæöiö veröur laust í jan. nk. Teikningar og allar
nánari upplýsingar á skrifstofu Eignamiölunar (ekki í síma).
éicnAfTYÐLunin
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SIMI 27711
iffiis
f Sðéustjórí; Svorrir Krittinsson
Þortorfur Quómundason, iðtum.
Unnttsmn Bock hrl., sími 12320
ÞófóMur Halldórtton, tögfr.
Námsefni hefur verið valið af
fulltrúum frá loftferðaeftirlitinu
og kennurum deildarinnar, og
miðast við að fullnægja þeim kröf-
um sem Alþjóðaflugmálastofnun-
in gerir um flugkennslu.
Kennarar við deildina eru flest-
ir starfandi í fluginu. Að sögn Ing-
ólfs Halldórssonar setts skóla-
meistara hafa þeir sýnt mikinn
dugnað í þessu brautryðjanda-
starfi. Fyrsti deildarstjóri var
Ottó Tynes flugstjóri, en hann
hættir nú kennslu og var honum
sérstaklega þakkað við skólaslit.
Núverandi deildarstjóri er Hjálm-
ar Diego Arnórsson.
Við skólaslit haustannar voru
14 flugliðar útskrifaðir.
E.G.
Álfabrenna á
Víðivöllum
HesUmannafélagið Fákur gengst
fyrir álfabrennu á Félagssvæði Fáks
á Víðivöllum á morgun, laugardag,
kl. 15.30.
Fjölmennur hópur mun ríða um
svæðið í fylgd álfakóngs og
drottningar, s.s. jólasveinar,
grýla, leppalúði, púkar o.fl. Margt
verður til gamans gert t.d. verður
flugeldum skotið á loft, jólasvein-
ar stjórna söng við harmonikku-
leik og margt fleira. Veitingar
verða í nýja félagsheimilinu sem
er í byggingu. Allir velkomnir.
(FrétUtilkynning.)
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamióill!