Morgunblaðið - 04.01.1985, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985
Símamynd/AP.
Móðir Teresa í Eþíópíu
Medal þeirra mörgu sem lagt hafa hönd á plóginn við hjálparstarfið á hungur- og þurrkasvæðunum í Eþíópíu er
Móðir Teresa sem hlotið hefur Nóbelsverðlaun fyrir líknarstörf. Á meðfylgjandi mynd er hún í flóttamannabúð-
um í Jijiga og gantast við lítið barn sem tekist hefur að bjarga.
Borgar Union Carbide 350
milljarða í skaðabætur?
Nýiu Delhí, 3. ianúar. AP.
BANDARISKUR lögfreðingur, John
McAuley, sem hefur verið að meta
heilsutjón þeirra sem urðu fyrir eitr-
uninni í Bhopal á dögunum, hefur
sagt að forysta Union Carbide-sam-
steypunnar, sem er eigandi efna-
verksmiðjunnar sem eiturgasið lak
úr, mætti búast við því að þurfa að
reiða fram þter hestu skaðabetur
Bretland:
sem um getur í Bandaríkjunum, allt
að 350 milljarða dollara.
McAuley hefur verið að störfum
í Bhopal í tiu daga, en hann er
ekki fulltrúi allra þeirra sem urðu
eitrinu að bráð. Skaðabótakröf-
urnar verða reknar í bandarískum
réttarsölum og bandarískir lög-
fræðingar munu fara með umboð
margra hinna indversku fórnar-
lamba. McAuley sagði að allt að
200.000 manns hefðu annað hvort
látið lífið eða beðið meira og
minna varanlegt heilsutjón. Yfir-
völd í Madhya Pradesh-riki þar
sem Bhopal er eru þó ekki hrifin
af því og segja bandarísku lög-
fræðingana „handbendi Union
Carbide og útsendara þeirra". Ind-
verska ríkið mun sjálft vera að
undirbúa sameiginlega kröfu fyrir
fórnarlömbin.
Fimmtán börn
biðu bana í
sprengingu
Bugkok, 3. janúar. AP.
FIMMTÁN skólabörn á aldrinum
10—12 ára biðu bana og 21 slasaðist
þegar handsprengja sprakk í skóla í
Norður-Thailandi.
Einn nemandinn hafði fundið
handsprengjuna á akri nokkrum, en
missti hana þegar hann og leikfélag-
ar hans höfðu leikið sér með hana, í
þann mund er þeir fóru inn í skól-
ann.
Arne Treholt
Noregur:
Treholt í
áframhaldandi
varðhaldi
SAKADÓMUR Óslóborgar hefur úr-
skurðað Arne Treholt, sem grunaður er
um njósnir, í áframhaldandi geslu-
varðhald. Skal það standa í átta vikur,
eða þar til mál hans kemur fyrir rétt
hinn 25. febrúar nk.
Arne Treholt hafði krafist þess að
verða látinn laus, og fór hann fram á
umhugsunarfrest til þess að taka af-
stöðu til úrskurðarins.
Veður
víða um heim
Akureyri 7 skýjað
Amsterdam ±2 skýjað
Aþena 11 heiðskírt
Barcelona 8 léttskýjað
Berlin -4 skýjað
Brussel 3 snjðkoma
Chicago -i-10 heiðskirt
Dublin 5 heiðakírt
Feneyjar 2 heiðskírt
Frankfurt 0 skýjað
Genf 0 snjókoma
Helsinki +7 heiöskírt
Hong Kong 22 heiöskírt
Jerúsalem 9 skýjaö
Kaupmannahöfn +3 heiðskírt
Las Palmas 20 skýjaö
Líssabon 11 akýjað
London 4 skýjaö
Loa Angeles 22 hsiöskirt
Luxemborg 44 skýjaö
Malaga 16 skýjaö
Mallorca 11 skýjaö
Miami 25 skýjaö
Montreal 47 heióskírt
Moskva 44 skýjaö
New York 14 skýjaö
Osló 4« heiöskírt
París 4 skýjaö
Peking 1 heiðskirt
Reykjavik 7 rigning
Rio de Jeneiro 31 skýjaó
Rómaborg 7 skýjaö
Stokkhóimur 42 skýjaö
Sydney 26 heióskirt
Tókýð 6 skýjaö
Vinarborg 44 snjókoma
bórshöln 2 skýjaö
Kinnock í verkfalls-
vörslu við kolanámu
London, 3. janúar. AP.
NEIL Kinnock, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, gekk í dag til
liðs við 40 verkfallsverði samtaka kolunámumanna við Celynen-
námuna í Islwyn-héraði í suðurhluta Wales.
Þetta er í fyrsta sinn frá því hið
umdeilda verkfall námumanna
hófst fyrir níu mánuðum að Kinn-
ock slæst i hóp verkfallsvarða,
sem eru að reyna að hindra að fé-
lagar þeirra komi til starfa, en
hann hefur mjög verið hvattur til
þess af róttækum vinstrisinnum í
Verkamannaflokknum. Skoðana-
kannanir benda hins vegar til þess
að verkfallið hafi dregið úr fylgi
flokksins.
Um þrjátíu námumenn gátu
gengið til starfa sinna í Celynen
þrátt fyrir verkfallsvörsluna og
nutu þeir til þess atfylgis hóps
lögreglumanna.
Islwyn er kjördæmi Kinnocks,
sem sjálfur er sonur kolanámu-
manns.
Að sögn talsmanns ríkisreknu
kolanámanna sneru 235 námu-
menn, sem verið hafa í verkfalli,
til vinnu í dag og hafa þá 635 verk-
fallsmenn komið til starfa eftir að
vinna hófst að nýju eftir hátíðirn-
ar. Fyrir jól voru um 70 þúsund
námumenn að störfum, en samtals
eru námumenn 189 þúsund.
AP-mynd.
Kambódíumenn á flótta fra heimalandi sínu til Thailands. Myndin var tekin nokkrum dögum eftir árás Víetnama á
flóttamannabúðirnar í Rithisen.
Breska ríkisbókasafnið:
Rithisen í Kambódíu:
Verður senn að taka
peninga fyrir útlánin
Víetnamar hröktu
skæruliða á brott
Bangkok, 3. janúar. AP.
STÓRSKOTALIÐI Víetnama, sem ráða nú Rithisen-flóttamannab-
úðunum í Kambódíu, sem eru rétt við landamæri Thailands, tókst í
dag að verjast árás skæruliða Þjóðfrelsishreyfíngar khmera
(KPNLF) á búðirnar og hrekja þá á brott.
Lundúnaborg, 3. janúar. AP.
EITT elsta og fregasta almenn-
ingsbókasafn veraldar, breska
ríkisbókasafnið í Lundúnum, hef-
ur haft þá sérstöóu öll sín 225 ár,
aó það hefur ekki kostað viðskipta-
vinina grenan eyri að fá bekur að
láni. Nú er öldin önnur og á þessu
ári geti farið svo að breyting til
hins verra hvað varðar viðskipta-
vini, en til hins betra hvað varðar
rekstraraðilann verði ofan á.
Forstöðumaður safnsins,
Fredrick Dainton, laumaði þess-
um tiðindum næstum kæruleys-
islega að er hann las upp skýrsl-
ur safnsins á árlegum blaða-
mannafundi í ársbyrjun.
„það verður dimmur dagur er
við neyðumst til að krefjast
greiðslu og þá verðum við sokkn-
ir svo djúpt að við nemum við
botninn. En sannast sagna sjá-
um við ekki fram úr vandræðum
okkar með öðrum leiðum og því
gætum við hreinlega neyðst til
að taka möguleikann til athug-
unar,“ sagði Dainton við frétta-
mennina sem voru saman komn-
ir.
Dainton svaraði síðan spurn-
ingum fréttamanna í fundarlok
á þá leið, að viðskiptavinir safns-
ins hefðu ekkert að óttast á
þessu nýja ári, hins vegar væri
hugsanlegt að breyting yrði á
hlutunum á árinu 1986.
Engar fregnir hafa borist um
mannfall f þessum átökum.
í Rithisen-búðunum, sem Víet-
namar hertóku á jóladag, bjuggu
um 62 þúsund manns, sem nú hafa
flúið til Thailands. Skæruliðar
KPNLF, sem ásamt öðrum skæru-
liðahópi andkommúnista hafa
myndað útlagastjórn með Rauðu
khmerunum, hafa höfuðstöðvar
sínar í flóttamannabúðum í Amp-
il, sem er 20 km fyrir norðan búð-
irnar. Er ekki talið ólíklegt að
Víetnamar hyggist sæta lagi og
ráðast einnig á þær búðir innan
skamms. Flest fólk, sem þar hefur
búið, um 23.500 manns, hefur af
þeim sökum yfirgefið búðinar og
leitað skjóls innan landamæra
Thailands.