Morgunblaðið - 04.01.1985, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANtÍAR 1985
Lengi lifir í göml-
um trönuglæðum
Wastaington, 3. jnnnnr. AP.
„WOLF“, síberísk trana af sjaldgæfri tegund hefur komiö i óvart og stund-
um verið í fréttum sökum langlífis. Wolf er 75 ira gamall og býr í dýrafrið-
landi sem heitir Baraboo og er í Wisconsin. Það er ekki nóg með að Wolf sé
eitthvert elsta dýr sem alið hefur verið í dýragarði eða friðlandi, heldur
leikur nú grunur i því að hann sé að verða faðir og þykir mönnum að lengi
lifi í gömlum glæðum.
Símamynd/AP
LEIÐTOGAFUNDUR
Joan Fordham er eftirlitsmaður
i Baraboo og hún segir að það
verði að sanna faðerni Wolfs með
blóðprufu þar sem yngri karltrana
er þarna á höttunum og í harðri
samkeppni við öldunginn, hins
vegar séu starfsmenn Baraboo
þeirrar skoðunar að blóðprufan sé
ekkert annað en formsatriði, því
trönustúlkan unga sem er í þann
mund að klekja út eggjum hefur
að sögn þeirra tekið áleitni Wolfs
til muna betur en yngri karlsins.
Hinn trönukarlinn heitir Tilli-
man, en unga móðirin Hirakawa.
Kvennamál Wolfs hafa verið
skrautleg. Það fer engum sögum
af þeim fyrstu árin í dýragörðum í
Sviss og Vestur-Þýskalandi, en ár-
ið 1979 kom hann til Baraboo og
var þá fyrir roskin kventrana sem
Tonin, Póllandi, 3. jnnúnr. AP.
TtíRUN heitir pólsk borg á bökk-
um Vislu, 200.000 manna borg, og
fáir utan Póllands hafa kannast
við nafnið þar til nú, þrátt fyrir
talsverða sagnfræðilega frægð.
Það var nefnilega í Torun, að
pólskir leynilögreglumenn myrtu
prestinn Popieluszko eftir að hafa
rænt honum og misþyrmt hroða-
lega. Og í Torun fara nú fram rétt-
arhöldin yfir mönnunum, sem eru
fjórir. Þrír eru sakaðir um ránið
og morðið, hinn fjórði fyrir að vera
í vitorði með þeim og veita aðstoð.
Réttarhöldin fara fram í
dómshúsi borgarinnar, en varla
meira en 200 metra í burtu er
kirkja sem byggð var á 13.öld.
Þangað streyma Pólverjar dag
hvern og fara með bænir sínar
fyrir framan myndir af hinum
fallna presti. Morðið er skoðað
sem guðlast af meirihluta Pól-
verja og slíkt er með verstu glæp-
um hjá trúrækinni þjóð.
Vestur-þýska sendiráðið í Prag;
Helmingur Austur-Þjóð-
verjanna farinn heim
Prag, 3. janúar. AP.
TÓLF Austur-Þjóðverjar, sem um
nokkurt skeið hafa dvalið sem póli-
tískir llóttamenn í sendiráði Vestur-
Þýskalands í Prag, fóru þaðan á
brott í dag með áætlunarbifreið til
Austur-Þýskalands. I gær yfirgaf
annar hópur austur-þýsks flótta-
fólks, 17 manns, sendiráðið og hélt
heim á leið. Talið er að enn séu 28
Austur-Þjóðverjar í byggingunni.
Austur-þýsk stjórnvöld segja að
fólkinu verði ekki refsað fyrir til-
raun sína til að fara með ólög-
mætum hætti úr landi og það geti
sótt um leyfi til að flytjast á brott
þegar það snýr aftur heim, en eng-
in vilyrði um að við beiðninni
verði orðið sé unnt að gefa fyrir-
fram.
Á síðasta ári fengu 40 þúsund
Austur-Þjóðverjar að flytjast úr
landi og hafa þeir aldrei verið
fleiri.
hét Phyllis. Tilraunir til að koma
þeim saman enduðu með skelf-
ingu, því Wolf drap Phyllis. Það
var ekki fyrr en Wolf fékk sam-
keppni frá Tilliman árið 1983, að
glóðirnar urðu að eldi hjá Wolf.
Konald Reagan Bandaríkjaforseti og Margrét Thatcher forsætisráðherra Breta áttu með sér fund í embættis-
bústað forsetans í Camp David í Maryland skömmu fyrír jól, svo sem áður hefur verið greint frá hér í blaðinu.
Á fundinum var m.a. rætt um fyrirhugaðar viðræður utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem
hefjast í næstu viku.
Þrúgað andrúmsloft í Torun, borg réttarhaldanna:
„Hræðileg tilfinning sem
minnir á nærveru dauðans“
Torun var stofnuð í fornöld af
riddurum Tevtóna. Pólskir kóng-
ar sátu þar í eina tíð og stjörnu-
fræðingurinn frægi, Kópernikus,
fæddist í Torun. En það er það
sem verið er að skrá á spjöld sðg-
unnar þessa dagana í Torun, sem
íbúunum líkar illa, þeir álíta
morðið og réttarhöldin blett á
borg sinni. Þeir vilja að guð fyrir-
gefi þeim. „Það er einhver hræði-
leg tilfinning f borginni sem
minnir á nærveru dauðans,“
sagði sextug kona sem hafði ný-
lokið við að biðjast fyrir. Hún
bætti við að öllum konum í Torun
liði eins og Popieluzsko hefði ver-
ið þeirra eigin sonur. „Sumir
lögreglumannanna bölva
starfsbræðrum sínum. Sumir
þeirra eru á okkar bandi," sagði
gamla konan að lokum. 65 ára
gamall maður sem var spurður
um andrúmsloftið í borginni
sagði: „Ég fer í kirkjuna daglega
til að horfa á ásjónu þessa manns
sem var myrtur fyrir að berjast
fyrir réttindum okkar. Og ég fer
líka af því ég er kaþólskur. Það
var hræðilegt sem þeir gerðu."
Banna
notkun
plastpoka
Rómaborg, 3. janúar. AP.
Iðnaðarráðuneytið ítalska greindi
frá því í dag, að frá og með árinu
1991 myndi notkun plastpoka verða
bönnuð í landinu. Einnig verður
bannað frá sömu áramótum notkun
á öllum pokum, töskum og pakkn-
ingum sem eru úr efnum sem ekki
er hægt að nota aftur að notkun lok-
inni.
Plastpokar eru taldir miklir
mengunarvaldar, ekki bara á ft-
alíu, heldur í mörgum löndum öðr-
um, ítalir hafa hins vegar orðið
fyrstir til að ríða á vaðið með
banni gegn notkun þeirra. Plast-
pokar kæfa fiska og önnur vatna-
og sjávardýr þar sem mengunin er
mikil og það er hún afar víða.
Færri flúðu
yfir þýsku
landamærin
Berlín, 3. janúar. AP.
FÆRRI flóttamenn sluppu heilir á
húfl yfir landamæri Vestur- og
Austur-Þýskalands á árinu 1984
heldur en árið á undan. Aðeins 140
manns. Til samanburðar sluppu
14.000 fyrsta árið eftir að Berlínar-
múrinn var reistur og landamærin
öll víggirt árið 1961.
Óvíst er með öllu um fjölda
flóttatilrauna sem hafa farið út
um þúfur. Á hinn bóginn hefur
stóraukinn fjöldi Austur-Þjóð-
verja fengið leyfi yfirvalda til að
flytja vestur, eða 30.000 á árinu,
en til samanburðar hafa samsvar-
andi tölur allt frá árinu 1968 verið
8.000 til 10.000.
Nýrnasteinum eytt með höggbylgjum
BANDÁRÍSKA matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur fallist á notkun
tækis, sem brýtur niður nýrnasteina með höggbylgjum og gerir
það að verkum, að þeir hverfa úr líkamanum á eðliiegan hátt án
þess að til uppskurðar þurfi að koma.
Það er vestur-þýska fyrirtæk-
ið Dornier System GmbH, sem
tækið hefur smíðað, og ljúka
bandarískir vísindamenn miklu
lofsorði á það. Dr. George W.
Drach, sem vann að tilraunum
með það í Bandaríkjunum,
sagði t.d. um tækið, að það væri
„kraftaverki líkast og bylting í
læknavísindunum". Á hverju
ári gangast 100.000 Bandaríkja-
menn undir uppskurð vegna
nýrnasteina en þegar högg-
bylgjutækin verða komin í
gagnið verður slíkur uppskurð-
ur óþarfur fyrir flesta.
Tækin eru raunar dýr, kosta
um 1,7 millj. dollara hvert, en
talið er, að þau muni spara um
2000 dollara á hvern sjúkling.
Áætlað er að kaupa 100 tæki
fyrir 170 millj. dollara og ef
gert er ráð fyrir 80.000 sjúkling-
um fyrsta árið munu sparast
160 millj. dollara. Fljótlega
verður því um að ræða veru-
legan sparnað fyrir bandarísku
heilsugæsluna. Mestu skiptir
þó, að nýja tækið losar sjúkl-
ingana við þjáningarnar strax,
teflir ekki heilsu þeirra f tví-
sýnu með uppskurði og gerir
þeim kleift að taka fljótt upp
fyrri störf.
Lækningin fer þannig fram,
Myndin sýnir hvernig höggbylgju-
tækinu er beitt gegn nýrnasteinun-
um. Sjúklingurinn liggur ofan í
vatni og lítill neisti kemur bylgj-
unni af stað.
að sjúklingurinn, sem er með
meðvitund en staðdeyfður, er
settur ofan í ker fullt af vatni
og tvö röntgentæki látin miða
út steininn þannig að unnt er að
beina höggbylgjunni á ná-
kvæmlega réttan stað. Neisti
ofan í vatninu kemur högg-
bylgjunni af stað en hún er ekki
nema 1,5 sm á breidd og stendur
aðeins í hálfan milljarðasta úr
sekúndu. Höggbylgjunni er
komið af stað i hvert sinn, sem
hjartað hvflist milli slaga,
þannig að fjöldinn ræðst af
hjartslætti sjúklingsins. Höggið
fer í gegnum líkamsfitu og
vöðva án þess að skaða vefinn
en tekur hins vegar strax til við
að vinna á stökkum steinunum,
sem venjulega brotna upp eftir
200—400 högg.
Þessi aðferð á aðeins við þeg-
ar steinarnir eru enn í nýrun-
um, ekki þegar þeir eru komnir
niður í blöðru eða þvagrásina.