Morgunblaðið - 04.01.1985, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ útskrifar fyrstu stúdentana
Vinningsnúmer
í happdrætti
Styrktarfélags
vangefinna
FYRIR nokkru var dregið í happ-
drætti Styrktarlélags vangelínna og
komu vinningar á eftirtalin númer:
1. vinningur Citroen-bifreið nr.
59704, 2. vinningur Daihatsu Char-
ade-bifreið nr. 92667, 3. vinningur
bifreið að eigin vali að upphæð kr.
260 þús. nr. 66273, 4.—10. vinningur
húsbúnaður að eigin vali hver að
upphæð kr. 80 þús. nr. 3321, 9089,
10524, 25332, 76452, 90929, 98357.
(Fréttatilkynning)
íbúðir afhent-
ar á Þingeyri
Þingeyri, 2. janúar.
SVEITARSTJÓRINN á Þingeyri,
Jónas Ólafsson, afhenti miðviku-
daginn 19. desember kaupendum
verkamannaíbúða lyklana að þeim.
Viðstaddir þá athöfn var, auk kaup-
enda, byggingarnefnd verkamanna-
bústaða. Jónas rakti byggingarsögu
þessa parhúss, en framkvæmdir
hófust í september 1982. Verktaki
var Hefill hf. á Flateyri. Bygg-
ingarkostnaður nemur um 7 millj-
ónum króna eða um 1750 þúsundum
á íbúð — að viðbættum vaxta-
kostnaði á byggingartímanum. Um
er að ræða fjórar fullfrágengnar
íbúðir, hver þeirra 87,5 fermetrar að
stærð. Alls hafa þá verið byggðar
hér á Þingeyri 15 íbúðir á félagsleg-
um grunni.
— HuMa
RÉTT fyrir jólin lauk fyrsti hóp-
urinn stúdentsprófi í hinum ný-
stofnaða Fjölbrautaskóla í Garða-
bæ. Fjórir luku prófi á eðlisfræði-
braut, þrír á náttúrufræðibraut,
tveir á heilsugæslubraut, einn á
uppeldisbraut, einn á tónlistar-
íslendingafélagið í Kaupmanna-
höfn hefur sent Alþingi áskorun, sem
varðar kosningarétt til handa íslensk-
um ríkisborgurum erlendis. Á hinum
árlega aðalfundi félagsins, sem hald-
inn var í október sl., var samþykkt
einróma, að senda Alþingi íslendinga
eftirfarandi áskorun:
„Aðlfundur íslendingafélagsins í
Jónshúsi, haldinn þann 15. október
sl., skorrar á Alþingi íslendinga að
gera þegar þær breytingar á kosn-
ingalögunum sem þarf til að at-
kvæðisbærir íslenskir ríkisborgar-
ar búsettir erlendis njóti þeirra
grundvallarmannréttinda, sem fel-
ast í réttinum að kjósa til Alþing-
is.“
braut, einn á félagsfræðibraut og
einn á viðskiptabraut. Bestum
námsárangri á stúdentsprófi náði
Elísabet Jóhannesdóttir á nátt-
úrufræðibraut með 156 einingar.
Hátíðleg athöfn var haldin í
skólanum í tilefni þessa atburðar
Hin nýkjörna stjórn tslendinga-
félagsins í Kaupmannahöfn telur
það með öllu óviðunandi að íslend-
ingar búsettir erlendis haldi áfram
að vera hornreka íslenska lýðveld-
isins.
Stjórnin ætlar að tala íslenskra
rikisborgara á Norðurlöndum ein-
um skipti þúsundum. Fjöldi þess-
ara íslendinga dvelur erlendis í
þeim tilgangi að afla sér reynslu og
þekkingar á sviði atvinnu- og
menntamála, sem í fjölda tilfella er
í þágu og hag íslenska ríkisins.
Þess vegna er það bæði óréttlátt og
vanhugsað að gera íslenska ríkis-
borgara „þegnlausa" og án réttar
til að móta það þjóðfélag, sem þeir
og fluttu ávörp m.a. Þorsteinn
Þorsteinsson, skólameistari, sem
afhenti prófskírteini, Jón Gauti
Jónsson, bæjarstjóri Garðabæjar
og sr. Bragi Friðriksson, sókn-
arprestur.
telja sig tilheyra.
Samkvæmt íslenskum lögum i
dag eru það eingöngu læknar og
námsmenn (í skemmri tíma), sem
halda kosningarétti við búsetu er-
lendis. Stjórnin telur það sjálfsagt
að læknar haldi kosningarétti sín-
um, en á annars bágt með að skilja
að réttur til alþingiskosninga geti
verið stéttbundinn.
Á aðalfundi félagsins var í fyrsta
skipti í langri sögu félagsins kosin
hrein kvennastjórn. í stjórninni
eru: Bergþóra S. Kristjánsdóttir,
Guðrún Valdemarsdóttir, Kristín
Oddsdóttir Bonde, Sigrún J. Brun-
hede, Kristjana L. Rasmussen, Ás-
laug Svane og Guðrún Eiríksdóttir.
Með stúdentahópnum á mynd-
inni eru Gísli Ragnarsson, aðstoð-
arskólameistari, t.v. og Þorsteinn
Þorsteinsson, skólameistari, t.h.
Nemendur skólans voru tæplega
300 á haustönn 1984.
Sú síðastnefnda, Guðrún Eiríks-
dóttir, er mörgum kunnug bæði hér
og heima. Hún er nú að hefja sitt
31. starfsár sem stjórnarmeðlimur
í íslendingafélaginu. Fyrir 5 árum
fékk Guðrún Eiríksdóttir fálkaorð-
una fyrir störf sín í þágu íslend-
inga hér í borg.
Fyrsta verkefni hinnar nýju
stjórnar er þegar leyst af hendi. Á
aðalfundi félagsins var stjórninni
faiið að leita eftir enduraðild að
SÍDS — félagi Islendinga á Norð-
urlöndum.
Meðal annarra verkefna SfDS er
að semia um verð á flugferðum til
og frá Islandi í þágu félagsmanna.
(ílr rrétUlilkynningu)
íslendingafélagið í K.höfn:
„íslendingar búsettir erlendis hornrekur“
Haraldur Gíslason,
Húsavík - Minning
Fæddur 28. apríl 1915
Dáinn 27. desember 1984
Þann 27. desember sl. andaðist í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri Haraldur Gíslason mjólkur-
bústjóri á Húsavík. Með honum er
genginn einhver 1 itríkasti og um
leið ágætasti maður sem ég hef
kynnst.
Haraldur Gíslason fæddist að
Haugi í Gaulverjabæ 15. apríl
1915 og var því á sjötugasta ald-
ursári er hann lést svo skyndilega.
Hann fór snemma að vinna
fyrir sér, enda fjölskyldan stór og
fjárráð heimilisins ekki mikil.
Fjórtán ára að aldri fór hann í
fyrsta sinn til sjós og stundaði
vorvertíð hjá frændum sínum er
réru á sexæringi frá hinni fornu
verstöð Loftstaðasandi, sem var
útræði til forna og allt fram eftir
þessari öld.
Haustið eftir, árið 1931, fór
hann svo til Reykjavíkur og gerð-
ist sjómaður á togaranum
Tryggva gamla, sem ólafur
Ófeigsson stýrði. Allt til vorsins
1934 stundaði Haraldur sjó-
mennsku frá Reykjavík.
Vertíðina 1933—34 var hann á
línubát og ætlaði siðan að komast
í Stýrimannaskólann fyrir vertíð-
arpeningana sem í vændum voru,
var búinn að fá pláss í skólanum.
En vertíðin gekk illa og línu-
veiðarnar brugðust gersamlega.
Ctgerðin fór á hausinn og bank-
arnir hirtu bátinn. Eftir stóð
hann, 19 ára unglingurinn, með
örfáar krónur í launaumslaginu
sínu og öll áform um að komast í
Stýrimannaskólann voru að engu
orðin.
Nokkru áður en þetta gerðist
var Haraldi boðin vinna Mjólkur-
búi Flóamanna. Hann afþakkaði
það boð þá, en þegar hann sá að
hinar fáu krónur sem hann átti,
eftir misheppnaða vertíð, dygðu
engan veginn fyrir skólavist í
Stýrimannaskólanum, tók hann
fegins hendi við þessu atvinnutil-
boði og hóf störf í mjólkurbúinu.
Haraldur hefur sagt mér frá því
sjálfur að Mjólkurbú Flóamanna
þótti ekki eftirsóknarverður
vinnustaður í þá daga. Hinn
danski Jörgensen er þar réð ríkj-
um var harður húsbóndi og vinnu-
harkan í búinu var með ólíkindum.
Byrjað var kl. 4 á morgnana og
vinnutíminn stóð oft yfir til kl.
22—23 á kvöldin.
En vinnuharkan og þrautseigj-
an hefur verið aðal Haraldar
Gíslasonar í gegnum árin og
kannski hefur þessi langi vinnu-
tími átt betur við hann en marga
aðra. Eg held líka að Haraldur
hafi alltaf verið sáttur við það
hlutskipti að fara í mjólkuriðnað-
inn og strax og hann hóf störf hjá
MBF komst hann að sem lærling-
ur í þeirri iðngrein.
Eftir tveggja ára verklegt nám í
mjólkurbúinu hélt hann til Dan-
merkur. Þar hélt hann áfram
verklegu námi í tvö ár á tveimur
mjólkurbúum. Innritaðist síðan í
mjólkuriðnaðarskólann á Lade-
lund á Jótlandi og útskrifaðist
þaðan sem mjólkurfræðingur vor-
ið 1939.
Launakjör mjólkurfræðinga
voru smánarleg á þessum árum og
ekkert stéttarfélag var til að berj-
ast fyrir hagsmunum þeirra þá.
Harald langaði því ekkert til að
fara strax heim. Hinsvegar var at-
vinnuástandið í Danmörku afleitt
og lítið var að gera fyrir nýút-
skrifaða mjólkurfræðinga.
Mikill uppgangur var á hinn
bóginn í Þýskalandi og fengu þeir
skólafélagarnir á Ladelund tilboð
um góða vinnu og góð laun þar í
landi. í maí 1939 fer Haraldur svo
til Þýskalands og byrjar að vinna
á mjólkurbúi þar.
En innrás Þjóðverja í Pólland
og það ástand sem skapaðist í
Þýskalandi í byrjun stríðs olli því
að Haraldur hafði ekki áhuga á að
verða um kyrrt og heim til Islands
kom hann með síðustu ferð Gull-
foss fyrir jól 1939.
Þá tók aftur við vinna í MBF og
var Haraldur verkstjóri í búinu
allt til stríðsloka. Til Svíþjóðar og
Danmerkur fór hann svo í ágúst
1945 og kynnti sér ýmsar nýjung-
ar í mjólkuriðnaðinum. Heim kom
hann í apríl árið eftir og tók við
rannsóknastofu MBF.
Um þessar mundir var verið að
byggja mjólkurbú á Húsavik.
Ýmsir urðu til þess að hvetja Har-
ald til að taka að sér stöðu mjólk-
urbústjóra og varð þaö til þess að
hann sótti um starfið og fékk það.
Upphaflega gerði hann ráð fyrir
því að vera aðeins eitt ár á Húsa-
vík. En forlögin höguðu því svo að
hér kynntist hann konuefni sínu,
Valgerði Sigfúsdóttur frá Vogum í
Mývatnssveit. í ágúst 1948 gengu
þau svo í hjónaband og slík
ákvörðun hlýtur að leiða til þess
að lífið og tilveran öðlast nýtt
gildi.
Haraldur sneri ekki aftur frá
Húsavík, hér starfaði hann sem
mjólkursamlagsstjóri til hinstu
stundar. Það tók mörg ár að
byggja upp Mjólkursamlag KÞ og
gera það að því trausta fyrirtæki
sem það er í dag. Enginn maður
hefur átt eins mikinn þátt í því og
Haraldur Gíslason.
Það var þingeyskum bændum
mikið happ að fá til starfa slíkan
mann. Samstarf hans við bændur
hefur verið einkar farsælt. Þeir
gera sér líka fulla grein fyrir því
að ýmis mál sem heyra til sjálf-
sagðra mannréttinda bændastétt-
arinnar væru trúlega ekki í þeim
farvegi nú, ef áræði og framsýni
mikils forustumanns þeirra hefði
ekki notið við.
Starfsmenn hans í mjólkursam-
laginu dáðu hann og virtu og
skrifstofa hans stóð þeim ávallt
opin. Þangað var líka gott að
koma og margt var þar spjallað.
Margar heimsóknir á skrifstofuna
verða mér minnisstæðar og oft
varð viðdvölin þar lengri en erind-
ið beinlínis útheimti.
Frásagnargáfa Haraldar var
með þeim hætti að erfitt var að
finna jafnoka hans í þeirri list.
Það eitt að heyra hann segja frá
einhverju skemmtilegu sem fyrir
hann hafði komið á viðburðaríkri
ævi var líka nægjanlegt tilefni til
þess að staldrað var lengur við á
skrifstofunni en ella.
Haraldi þótti vænt um starfs-
fólk sitt og hann var stoltur af því.
Fá fyrirtæki þekki ég þar sem
mannaskipti eru eins fátíð og í
Mjólkursamlagi KÞ og vissulega
segir það sína sögu um þann mann
sem fyrirtækinu stjórnar.
Haraldur Gíslason var óvenju-
legur maður. Ef til vill dálítið
hrjúfur á yfirborði og þeir sem
þekktu hann lítt hafa trúlega
stundum fengið rangar hugmynd-
ir um hans innri mann. Við sem
þekktum hann betur vissum hins
vegar betur, vissum að hann var
drengskaparmaður með hlýtt
hjarta, ávallt tilbúinn að berjast
fyrir þá sem minna máttu sín.
í dag kveðjum við góðan vin sem
við sjáum á bak alltof snemma.
Tilveran er vissulega fátæklegri
fyrir vikið. En minningin um góð-
an vin og samstarfsmann til
margra ára situr eftir ljúf og hlý.
Að leiðarlokum þakka ég honum
ótalmargar ánægjustundir og
vinsemd um margra ára skeið.
Ég og fjölskylda mín sendum
Valgerði, sonum og þeirra fjöl-
skyldum innilegar samúðar-
kveðjur.
Það er bjart yfir minningunni
um Harald Gíslason. Hvíli hann í
friði.
Þorkell Björnsson