Morgunblaðið - 04.01.1985, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985
25
Stúdentarnir flmmtán er voru útskrifaðir á haustönn. Morpinbi»óið/E.G.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja:
989 nemendur á haustönn
Votfum, 2. janúar.
SKOLASLIT haustannar Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja voru 16. desember
sl. í Keflavíkurkirkju. Brautskráðir
voru 38 nemendur. Brautskráðir
voru 15 stúdentar, þar af tveir af
tveim brautum, 14 flugliðar, 8 af
iðnbraut og 1 af tveggja ára heilsu-
gæslubraut.
Nemendur voru 989 í skólanum
á haustönn, sem er það mesta í
sögu skólans. f dagskóla voru 539
nemendur, í öldungadeild voru 214
nemendur, í starfsnámi var 101
nemandi, í námsflokkum voru 65
nemendur, í réttindanámi vél-
stjóra voru 25 nemendur og í
saumi og trésmíði voru 45 nem-
endur.
Á haustönn var bryddað upp á
ýmsum nýjungum í skólastarfinu
þar sem tekist hefur að auka veru-
lega tengsl milli skólans við at-
vinnuvegina og almenning.
Settur skólameistari í vetur er
Ingólfur Halldórsson og aðstoð-
arskólameistari er Hjálmar Árna-
son. Formaður skólanefndar frá
stofnun skólans er Gunnar
Sveinsson.
E.G.
Ársrit
Útivistar
ÚIVIST, ársrit Útivistar 1984, er
komið út. Kitstjóri er Ingibjörg S.
Ásgeirsdóttir.
Greinar ritsins eru; Esjan eftir
Hauk Kristjánsson, Eyjafjalla-
pistlar II eftir Jón Jónsson,
Nokkrir íslenskir sveppir eftir
Hörð Kristinsson, Litast um af
Leiðólfsfelli eftir Jón Jónsson,
Tölt um Tíðagötur eftir Guðrúnu
Guðvarðardóttur, Búðasandur —
Maríuhöfn? eftir Magnús Þork-
elsson, Ferð á Herðubreið 1927
eftir Jóhannes Áskelsson, Steina-
og plöntusöfnun eftir Axel Kaab-
er. Einnig er frásögn af vígslu Út-
Útivist
10
ivistarskála og loks er í ritinu
ársskýrsla Útivistar. Litmyndir
eru í ritinu eftir 18 ljósmyndara.
Skákskólinn
Innritun hefst í dag, föstudag, laugardag og
sunnudag frá klukkan 2—7 alla dagana. Kennt
veröur í manngangsflokki á mánudögum frá kl.
5—6.30. Byrjenda- og framhaldsflokkar aöra
daga frá kl. 5—7. Fulloröinsflokkar kl. 8—9.30
miðvikudags- og fimmtudagskvöld.
Klúbbfélagar: Opiö hús á innritunartímanum.
Geymið og sýniö auglýsinguna.
Skákskólinn, Laugavegi 51,
sími 25550.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
húsnæöi i boöi
Húsnæði
Óska eftir 50—60 fm húsnæöi undir léttan
iönaö.
Tilboð merkt: „lönaöur — 0670“ skulu send
augld. Mbl. fyrir 8. janúar.
JÍk,
íbúð í Kaupmannahöfn
Bandalag háskólamanna hefur tekiö á leigu
íbúö í Kaupmannahöfn sem fyrirhugaö er aö
framleigja félagsmönnum, sem þurfa aö
dvelja í Kaupmannahöfn um skemmri tíma
vegna endurmenntunar eöa rannsókna.
íbúöin er tveggja herbergja og er nr. 96 viö
Norrevoldgade. Hún er búin húsgögnum og
eldhúsáhöldum.
Þeir félagsmenn sem hafa hug á aö taka
íbúðina á leigu, skulu snúa sér til skrifstofu
BHM, Lágmúla 7, s. 82090 og 82112.
Bandalag háskólamanna.
tilkynningar
Bóksalar í Reykjavík og
nágrenni, athugiö
Dreifingarmiöstöö bókaútgáfunnar Skjald-
borgar hf., Hólmgaröi 34, Reykjavík, sími
31599, veröur opin í janúar og febrúar frá kl.
13.00—17.00 til dreifingar, bókaskipta og
móttöku á endursendum bókum.
Skjaldborg hf., bókaútgáfa,
Hólmgaröi 34, sími 31599,
Hafnarstræti 75, sími 96-24024.
kennsla
Lærið vélritun
Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar.
Ný námskeiö hefjast mánudaginn 7. janúar.
Engin heimavinna.
Innritun og upplýsingar í símum 76728 og
36112.
Vélritunarskólinn,
Suðurlandsbraut 20,
sími 685580.
Norræni Healer-skólinn
hefur starfsemi sína á íslandi 12. janúar
1985. Kynningar- og innritunarkvöld er 5.
janúar kl. 20 í Félagsheimili Kópavogs. Skól-
inn veitir innsýn í hinar margvíslegu leiöir
sem stefna aö heilbrigöu lífi og andlegu jafn-
vægi. Allt áhugafólk velkomiö.
Tónlistarskóli
Vesturbæjar
Vesturgötu 17, 3. hæð. Sími 21140.
Kennslugreinar: Píanó, orgel, fiöla, gítar,
blásturshljóðfæri. Forskóli, eldri og yngri
deild.
Nemendur sem sótt hafa um skólavist frá
áramótum 1985 eru beönir aö staöfesta um-
sóknir sínar fyrir 10. janúar nk. Skrifstofutími
skólastjóra er alla virka daga milli kl. 17—18.
Rússneskunámskeið MÍR
Nýr flokkur byrjenda í rússnesku tekur til
starfa nú í janúarbyrjun. Kennari veröur Boris
Migúnov frá Moskvu. Upplýsingar og innritun
aö Vatnsstíg 10 dagana 3.-5. janúar kl.
16—18, sími 17928.
Stjórn MÍR
Kvöldnámskeið ffyrír almenning
Viðhald bifreiöa, þýska,
ítalska
•
Leiösögn sf. býöur þeim námskeið sem vilja
1 læra aö bjarga sér sjálfir og þar meö spara
sér óþarfa útgjöld.
Námskeið í viðhaldi bifreiða
fyrir byrjendur er ætlaö þeim konum og körl-
um sem vilja vita meira um bílinn sinn, átta
sig betur á bilunum og koma í veg fyrir þær.
— Leiðbeinandi: Elías Arnlaugsson kennari
í bifvélavirkjun viö lönskólann í Rvík.
— Kennslan er bókleg og verkleg.
— Tími: Fimmtudagar kl. 20.00—22.00.
Hefst 17. jan. nk.
Þýska fyrir byrjendur
— Kennt er á þýsku eingöngu meö þar til
geröu myndefni (audio-visual kennslu-
tækni).
— Kennari: Christjan Gabríel Favre.
— Tími: Mánudagar og miðvikudagar kl.
20.00—22.00. Hefst 14. janúar nk.
ítalska ffyrir byrjendur
— Kennt er á ítölsku eingöngu meö þar til
geröu myndefni (audio-visual kennslu-
tækni).
— Kennari: Christjan Gabríel Favre.
— Tími: Þriöjudagar kl. 20.00—22.00. Hefst
29. jan. nk.
Innritun aö Þangbakka 10, jaröhæö (vestur-
hliö) íbúöarblokkar í Mjóddinni, Ðreiöholti, kl.
16.30—18.30, þar sem kennslan fer einnig
fram. Upplýsingar í síma 79233 á sama tíma.
LEIÐSÖGN SF
Akurnesingar
Fundur um bœjarmátefni veröur haldinn i Sjaltstæðishusinu sunnu-
daginn 6. janúar kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins mæta á
fundinn.
Sjáltstæðlsfélögin Akranesl.