Morgunblaðið - 04.01.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985
29
Þór Sandholt
Kveðjuorð
Feddur 26. október 1964
Dáinn 26. desember 1984
Á kveðjustundum leitar hugur-
inn til liðins tíma og þeir sem
mörgum kynnast hljóta líka að
kveðja marga. Surnir skilja lítið
eftir í endurminningunni, aðrir
mikið.
Þór J. Sandholt var einn þeirra
æskumanna sem trauðla gleym-
ast. Því sárara — og óskiljanlegra
— er að hann skyldi hrifinn brott
af okkar tilverusviði nú án nokk-
urra skynsamlegra raka og þrátt
fyrir alla getu læknavísinda til að
hafa áhrif á starfsemi mannslík-
amans. En það stafar birtu frá
kynnunum af honum og við mis-
sinn kann sú hugsun að leita á
hvort það er ekki, þrátt fyrir allt,
betra að eiga bæði endurminning-
una og sársaukann en hafa hvor-
ugt eignast, ef vilji eftirlifenda
mætti ráða á kveðjustundu. Góðir
samferðamenn og kærleiksríkir
ástvinir eru eitt af því sem gerir
mannlifið einhvers virði. Og það
er gæfa kennara að kynnast góðu
æskufólki.
Þór var nemandi minn í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
fyrsta vetur sinn þar. Hann vakti
strax athygli fyrir mjög góðar
námsgáfur, óvenju mikinn þroska
og þar með gott vald á íslensku
máli. Ef til vill hentaði honum
ekki alltaf að taka ritgerðarefni
sömu tökum og aðrir, en tök hans
voru traust. Hugur hans stefndi
til skáldskapar. Hann orti í skóla-
blöð og gaf út fyrstu ljóðabók sína
í skóla 1983, Hanastél hugsana
minna. Hún benti til þess að hann
hefði orðið liðtækur á því sviði. Nú
tjáir ekki að tala um það. Ljóðin
hans verða ekki ort og aðrir verða
að taka á sig þau störf sem hann
hefði unnið íslenskri menningu.
Þór var í Hamrahlíðarkórnum
síðustu árin, ein traustasta stoðin
af mörgum traustum. Nú er þar
opið skarð og ófyllt sem hann var.
Hann tók þátt í Japansferð kórs-
ins sl. sumar, ferð sem varð ís-
lenskri menningu og norrænum
þjóðum til sóma, en kórinn var þar
fulltrúi Norðurlanda.
Þessi kveðjuorð skulu ekki höfð
fleiri. Þau eru aðeins til að þakka
góðum nemanda og góðum félaga
ljúf kynni á stuttum tíma. En eft-
irlifandi ástvinum, unnustu og
fjölskyldu, votta ég samúð með
þessum fátæklegum orðum mín-
um.
Árni Böðvarsson
„Með hverju orði
sem þú lest
færistu nær
endinum.”
Um jólin frétti ég lát Þórs
Sandholts, sem var þá nýorðinn
tvítugur. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum við Hamra-
hlíð sl. vor, eftir hálfs fjórða árs
nám.
í skóla, sem hýsir nokkuð á ann-
að þúsund nemendur á ýmsum
aldri, fer ekki hjá því að sumir
skilja meir eftir en aðrir í hugum
samferðamannanna. Þór Sandholt
verður löngum í hopi okkar minn-
isstæðustu nemenda. Þrátt fyrir
erfiðan sjúkleika, sem oft hélt
honum frá skóla, sóttist honum
námið vel, og hann tók virkan þátt
í skólastarfinu á mörgum sviðum.
Ég heyrði eftir honum haft að
hann hefði í sjúkdómslegu snúið
sér að ljóðalestri. Síðan fór hann
að yrkja, og á árinu 1983 kom út í
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
á vegum bóksölu skólans, ljóðabók
eftir Þór, Hanastél hugsana
minna. Þar eru mörg athyglisverð
ljóð, vel samin og glöggt hugsuð,
meðal annars „Nálgun" sem birt
er hér að framan.
Það er með ólíkindum hverju
Þór Sandholt kom í verk innan
skólans, án þess að það bitnaði á
námi hans og þrátt fyrir stopula
heilsu. Hann var leikari á sviði
nemendaleikhúss skólans, starfaði
í málfundafélagi, vann í bóksölu
o.fl. Að lokum skal þess getið að
Þór var í kór Menntaskólans við
Hamrahlíð og starfaði í Hamra-
hlíðarkórnum eftir að hann
brautskráðist, eftir því sem heils-
an leyfði. í sumar sem leið tók
hann þátt í söngför kórsins til
Japan.
Framar öðru kom Þór Sandholt
mér fyrir sjónir sem drengur góð-
ur. Ég votta foreldrum hans, unn-
ustu og öðrum ástvinum innilega
samúð mína og samstarfsmanna
minna í Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
Örnólfur Thorlacius
Fyrir réttu ári áttum við saman
góðar stundir í Svignaskarði,
skólafélagar úr Menntaskólanum
við Hamrahlíð. Þar léku allir við
hvern sinn fingur, ekki síst Þór,
sem þá var nýbúinn að fá útgefna
Ijóðabók sína „Hanastél hugsana
minna". Þessi hópur, ásamt
nokkrum öðrum, myndaði síðan
útskriftarhóp sem átti margar
gleðistundir vorönnina 1984. En
skjótt skipast veður í lofti. Aðeins
tæpu ári seinna kveðjum við fé-
laga okkar, skáldið okkar, kórfé-
laga, leikara og ræðusnilling, —
driffjöður útskriftarhópsins,
hinstu kveðju með söknuði.
Þór var mjög félagslyndur og
virtist hafa mikla þörf fyrir að til-
heyra einhverjum ákveðnum hóp.
Mannleg samskipti og hópstarf
var honum mikils virði og var
hann virkur í fleiri hópum en út-
skriftarhópnum. Þór var söng-
maður mikill og hnyttinn ræðu-
maður, meðlimur tenórfélags kórs
Menntaskólans við Hamrahlíð og
síðar Hamrahlíðarkórsins. Hann
var áberandi í félagslífi MH, sér-
staklega starfi leiklistarfélagsins.
Veturinn 1982—83 sat Þór í rit-
nefnd skólablaðsins Beneventum
og var mál manna að aldrei fyrr
hefði útgáfustarfsemi í MH verið
jafn öflug og þann vetur. Síðasta
ár sitt í skólanum vann Þór ötul-
lega að framgangi mælskulist-
arinnar. Hann sat í stjórn
málfundafélagsins og var einn
þeirra sem skipuðu sigursveit
MH-inga í ræðukeppni fram-
haldsskólanema. f keppninni við
Breiðhyltinga var Þór valinn
ræðumaður kvöldsins, ekki að
ósekju því hann var mjög vel máli
farinn og í ræðupúltinu sameinuð-
ust leikrænir hæfileikar, örugg
framkoma, rökfesta og frumleg
kímni. Það var sama í hverju Þór
tók þátt, alltaf var hægt að
treysta á atorku hans og einbeitni.
Hann vann alltaf af fullum krafti
að því verkefni sem fengist var við
hverju sinni og fórnaði öllu til að
koma því heilu í höfn. Hann var í
senn hugmyndaríkur, frumlegur
og drífandi framkvæmdamaður.
Hann var hreinskilinn og ófeim-
inn við að láta skoðanir sínar í ljós
en slíkt fólk er oft umdeilt. Þór
gat verið hviklyndur, jafnvel upp-
stökkur enda mikil tilfinninga-
vera, en ekki langrækinn. Ein-
lægni og persónulegt viðmót ein-
kenndi framkomu hans. Á manna-
mótum var Þór hress og kátur,
hrókur alls fagnaðar og bar ekki
áhyggjur sinar af veikindunum á
torg heldur reyndi að leyna þeim
eða gleyma þeim með fram-
kvæmdaseminni.
Fæst okkar gerðu sér sennilega
grein fyrir því hversu veikur Þór
var fyrr en hann tók að láta á sjá
og skörð mynduðust í skólagöngu
hans. Hann kvartaði ekki en ef
þetta barst í tal sló hann því upp í
kaldhæðnislegt grín. Minnisstæð-
ur er okkur morgunninn þegar við
stúdentsefnin dimitteruðum og
hófum þann dag heima hjá Þór,
þar sem við nutum gestrisni fjöl-
skyldu hans í ríkum mæli, hvorki í
fyrsta né síðasta skipti þá önn.
Við höfðum útbúið okkur sem
Kínverja, m.a. með því að farða
okkur gulbrún og varð Þór þá að
orði að ekki þyrfti hann að farða
sig því andlitslitur hans væri nú
þegar vel við hæfi. Varð ýmsum þá
bilt við, þó engan hefði grunað að
jafn stutt yrði á milli gleði þessa
vordags og sorgarinnar nú að
hálfu ári liðnu.
Við höfum misst góðan vin og
hæfileikamann. Þór var góðum
gáfum gæddur, fjölhæfur og and-
ríkur, skáldhneigður og unni
bókmenntum. Hann var vel lesinn
og vel að sér um ljóðlist og hóf
nám í almennri bókmenntafræði
við háskólann í haust en dvaldist
þar stutt vegna heilsuleysis. Þór
var ritfær í besta lagi hvort sem
var í bundnu eða óbundnu máli, en
ljóðformið virðist hafa hentað
honum betur sem tjáningarform.
Hann byrjaði að yrkja 16 ára
Fædd 3. júní 1890
Dáin 26. desember 1984
í dag, föstudaginn 4. janúar kl.
10.30, fer fram frá Fossvogskirkju
útför Jensínu Sæunnar Jensdóttur
sem lést þann 26. desember. Jens-
ína var dóttir Jens Guðmundar
Jónssonar og seinni konu hans
Sæunnar Sigurðardóttur frá
Dýrafirði. Foreldrar Jensínu
bjuggu fyrst í Arnardal en flutt-
ust síðan til Hnífsdals. Jensína
Sæunn Jensdóttir er fædd 3. júní
1890 og var því orðin 94 ára er hún
lést.
Jensína var gift Páli Þórarins-
syni, miklum öðlingsmanni. Hann
lést 1952. Börn þeirra Páls og
Jensínu voru: Guðrún Sólborg, gift
Össuri Aðalsteinssyni kaupm.,
Kristín, gift Þorsteini Hannessyni
söngvara, og Erla, gift Eiríki
Bjarnasyni augnlækni. En sorgin
sótti þau heim. Tvö börn misstu
þau ung, Jens tæplega 4ra ára og
Erlu ekki ársgamla.
Jensína og Páll giftu sig 31. okt.
1920. Þau bjuggu lengi í Hnífsdal
eða til 1946 að þau fluttust til
Skutulsfjarðar, þar sem Páll vann
við rafstöðina til 1951, að þau
fluttust til Reykjavíkur. Páll var
þá búinn að taka sjúkdóm þann er
leiddi hann til dauða. Hann lést
19. janúar 1952.
Frá uppvaxtarárum mínum er.
ljúft að minnast Páls og Sínu
frænku, þangað var gott að koma.
Það var líka hægt að heimsækja
ömmu og afa (meðan hann lifði)
um leið og Sigga systir dvaldi þar
líka um tíma.
Jensína átti tvær alsystur og
allmörg hálfsystkini. Alsysturnar
voru: Asgerður, sem var gift Guð-
jóni Ólafssyni, þau bjuggu í
Hnífsdal. Guðjón lést 1956. Ás-
gerður hefur lengst af síðan dval-
ist hjá Ólafi syni sínum og tengda-
dóttur sinni Filipíu Jónsdóttur
sem nú búa á Akranesi. En nú er
Ása á Dvalarheimili aldraðra á
Akranesi 95 ára. Hin systirin var
móðir mín Guðrún Sólborg. Hún
dó í spönsku veikinni 1918. Faðir
gamall og hafa ljóð hans birst í
ljóðabókunum „Hanastél hugsana
minna" og „Spegilbrot úr helli“
svo og í dagblöðum og Benevent-
um, fyrrnefndu skólablaði Hamra-
hlíðinga. Ljóð Þórs bera sannlega
vott um gott vald á ljóðforminu,
vandvirkni og fágaðan smekk, en
umfram allt tilfinninganæmi, ein-
lægni og frumleika. Þau eru djúp
og margræð án þess að vera tor-
ræð og eru gædd þeim einfaldleika
sem gefur sönnum listaverkum
svo mikið gildi. Þór tókst að yrkja
ljóð eins og hann lýsir svo snilld-
arlega í „Sköpun II“:
Ég vil
að ljóð mitt líði áfram
eins og spegilmynd sálar minnar
á skapadægri þess
Ýmist lygnt og lokkandi
ólgandi
ellegar ísi legið,
með síbreytilegum
bratta, hugmyndum
og hrynjandi.
Þó ávallt
sjálfu sér samkvæmt
og umfram allt
skiljanlega blátt áfram.
(úr „Hanastél hugsana minna“)
í nokkrum ljóðum Þórs kemur
hins vegar fram mikill tregi og
svartsýni, því hann vissi að hverju
stefndi, en líka ótrúlegt baráttu-
þrek eins og þessar Ijóðlínur úr
kvæðinu „Reisn“ bera vott um:
Eitt lítið strá
og fölnað
stóð sperrt
upp úr snjóbreiöunni
eins og það vildi segja:
minn dó líka af afleiðingum
spönsku veikinnar.
Við systkinin 4 vorum þá öll ung
og var okkur síðar komið fyrir hjá
vinum og skyldfólki. Þá var gott
að eiga góðar frænkur eins og
Sínu og Ásu. Og að leiðarlokum
viljum við systkinin þakka Sínu
það.
Áður en Jensína giftist, er hún
var ung stúlka, var hún á ísafirði,
var þar í vist hjá Jóhanni Þor-
steinssyni.
Oft minntist hún á veru sína
þar og var gaman að heyra hana
segja frá menningarlífi þar í þá
tíð. Hún mundi eftir Guðmundi
stórskáldi, Hannesi Hafstein og
fleirum sem settu svip á bæinn. Á
þessum árum lærði hún dönsku og
gat vel lesið hana síðan. Þar eign-
aðist hún marga trygga vini, sem
mátu hana mikils. Seinna var
Jensína einnig í vist í Reykjavik á
Vesturgötunni hjá Þorsteini
Jónssyni járnsmið. Þetta hefur ef-
laust verið Sínu góður skóli.
Þegar mamma dó kom Jensína
blessunin vestur og tók við heimil-
inu, 4 ungbörnum. Auk þess voru
afi og amma þar líka.
Sjálfsagt hefur Jensína haft
nokkurt samband við hálfsystkini
sín og dóttursonur afa af fyrra
hjónabandi Adolf Jakobsson var
alinn upp hjá afa og ömmu. Hann
drukknaði 12. des. 1924.
En minnisstæðust er mér hin
mæta kona Sigríður Jensdóttir.
Milli þeirra systra var alltaf góð
og trygg vinátta. Sína hafði mikið
yndi af söng. Ég held að þær syst-
ur hafi allar verið mjög söngelsk-
ar.
Ég man nú ekki mikið eftir
móður minni. Þó er eins og greypt
í huga minn er hún sat með mig og
söng.
Þegar maður var einn, eða fáir
með Sínu í góðu tómi var oft stutt
í sönginn. Það kom eins og af
sjálfu sér á milli þess sem hún
talaði. Sína var andlega hress
fram á það síðasta. Það háði henni
mjög að hún lærbrotnaði fyrir
Minning:
Jensína Sœunn
Jensdóttir
„Líttu á mig
ég lognast ekki út af
ég hlæ
við geislum vetrarsólarinnar.
Líttu á mig
og láttu eins
bjóddu því byrginn
rístu upp, breiddu úr þér
og bcrðu höfuðið hátt
Sjálfið
er þín stærsta eign.“
(úr „Hanastél hugsana minna“)
En þrátt fyrir sterkan vilja og
mikla lífsgleði varð Þór að kveðja
þennan heim eins og svo fjölmarg-
ir aðrir ungir listamenn, skáld og
tónskáld sem óþarft er að nefna.
Þór átti eflaust margt ósagt, en þó
skáldferill hans væri stuttur var
hann árangursríkur og viljum við
enda þessa minningargrein um
Þór Sandholt með kvæði hans
„Vetrarsýn" um leið og við vottum
fjölskyldu Þórs, unnustu hans,
Sigþrúði Erlu, og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Fyrir utan gluggann minn
liggur lítill fugl
í snjónum.
Hann hefur flögrað um
og sungið mér lög
um vorið,
um sumarið,
um ástina sína.
Nú er hann þagnaður
vængir hans hélaðir,
fótur hans kalinn
hjarta hans frosið
í hel.
(úr „Hanastél hugsana minna)
Útskriftarhópur K, MH vor 1984.
nokkrum árum og átti óhægt með
gang.
Eftir að Sína missti mann sinn
dvaldi hún hjá dóttur sinni Guð-
rúnu og tengdasyni Össuri Aðal-
steinssyni, en seinustu árin var
hún á Hrafnistu. Um jól var Sína
þó venjulega komin til Gunnu og
Össa og þá var stutt í að heim-
sækja frænku.
„Nú er mamma svo lasin að hún
treystir sér ekki,“ sagði Gunna við
mig nokkru fyrir jól, „hún hefur
verið svo lasin undanfarið." Það
var líka stutt í það að hún fengi
hvíldina, sem hún var farin að
þrá. Þrá að hitta vinina horfnu.
Og hún kveið ekki þeirri för.
Blessuð sé minning frænku minn-
ar og hafi hún þökk fyrir allt sem
hún gerði fyrir okkur systkinin.
Að síðustu kveðja frá okkur systk-
inum og fjölskyldum okkar.
Jóakim Pálsson
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.