Morgunblaðið - 04.01.1985, Page 30

Morgunblaðið - 04.01.1985, Page 30
I I I I 30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 Syngjandi landsliðs- kvartett Ástarbréf Beethovens á uppboð Bréf frá Ludwig van Beethoven til konu sem haldið er að hafi verið stóra ástin í lífi hans verður selt á uppboði í London í mai næstkomandi. Þá mun mál- verk af tónskáldinu einnig verða til sölu. Beethoven sem kvæntist ekki, var kenndur við margt kvenfólk, en í bréf- um og dagbókum talaði hann um að hafa einungis elskað eina stúlku, en aldrei hefur verið hægt að sanna hver hún var. Bréfið, sem á upp- boðinu verður, var ritað í Vínarborg hinn 6. febrúar árið 1816. Framan af desembermán- uði voru íslenzku lands- liðsmennirnir í handknatt- leik í sviðsljósinu. Upp úr miðjum mánuðinum, er jóla- sveinarnir tíndust hver af öð- rum i bæinn, máttu hand- boltakapparnir gjöra svo vel að víkja af sviðinu. Þeir hafa síðustu tvær vikurnar látið sér nægja að kasta boltanum í æfingasölum, en rauð- klæddu kallarnir úr fjöllun- um hafa sungið og trallað fyrir vini sína um allt land. Fjórmenningarnir á myndinni sýndu þó eitt kvöld skömmu fyrir jól að þeim er fleira til lista lagt en að keppa í handbolta. Þá tróðu þeir upp í veitingahúsinu Safarí og sungu nokkur jóla- lög. Markvörðurinn Einar Þorvarðarson úr Val, stór- skytturnar Þorbergur Aðal- steinsson, Víkingi, og Krist- ján Arason, FH, og línumað- urinn úr FH, Þorgils óttar Mathiesen, syngja af innlifun á myndinni og var gerður góður rómur að frammistöði landsliðskvartettsins. fclk í fréttum HJÓNIN HILMAR OG GUÐBJÖRG „Við erum með græna fingur“ að þarf eflaust mikinn kjark til að taka sig upp eftir ára- tuga búsetu á sama stað úti á landi og flytja í bæinn og setja á stofn fyrirtæki. Þetta gerðu þau hjón Hilmar Magnússon og Guð- björg Kristjánsdóttir þó fyrir skömmu, er þau fluttust frá Laugarási í Biskupstungum þar sem þau hafa rekið um 20 ára skeið garðyrkjustöðina Ekru. Þau reka nú hér í borginni garð- yrkjustöðina Valsgarð við Suðurlandsbraut. Það var þó ekki þetta sem vakti eingöngu forvitni blm., heldur auglýsing sem hljómaði tíðum i útvarpinu fyrir jólin og var eitthvað á þessa leið: „Við erum með græna fingur...” Blm. leit inn hjá þeim hjónum og spurði hvað þau hefðu átt við með þessari setningu. — Konunni minni datt þetta í hug, sagði Hilmar, en foreldrar hennar ráku garðyrkjustöð í Hveragerði og þetta var alltaf sagt við móður hennar að hún hefði grænar hendur og átti þá að vera hól, því henni gekk svo vel að rækta. Við fjölskyldan höfum alla tíð verið við garð- yrkjustörf og erum hér starfandi núna, konan mín, ég, dóttir og tengdasonur, en einn sonur okkar rekur svo garðyrkjustöð í Hveragerði. Okkur hefur um ár- in gengið vel að rækta, svo okkur fannst þetta snjöll setning. Þetta hljómar einnig dálítið öðruvísi og það er ágætt, því við vorum hrædd við að kafna í öllu auglýsingaflóðinu með annað venjulegt nafn á garðyrkjustöð. Ætlunin er nefnilega að breyta Valgarðsnafninu í Grænar hend- ur. — Hvernig vildi það til að þið ákveðið eftir öll þessi ár að flytja suður? — Við hjónin vorum orðin tvö í kotinu, börnin uppkomin og farin og svo dó hundurinn okkar i vor, þannig að þetta var ágætis hugmynd að prófa núna eitthvað nýtt. Það eru auðvitað viðbrigði að koma suður úr rólegheitunum fyrir austan, en við kunnum bara ljómandi vel við þetta. Reyndar erum við ekki alveg flutt ennþá, en það er stefnan. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Hilmar Magnússon, Jóhanna Hilmarsdóttir og Einar Gunnarsson. Jane Fonda síborðandi Jane Fonda segist hafa verið haldin örvæntingu í 23 ár vegna ofáts. Hún heldur því fram að hún hafi belgt sig út af mat 15 til 20 sinnum á dag og verið síborðandi. Fonda, sem nú er 47 ára og þekktur fulltrúi þeirra er stunda líkamsrækt, segir ennfremur að á þessu skeiði í lífi hennar hafi hún tæmt ísskápinn þegar þannig lá á henni og hún hafi lítið annað hugsað um en mat daginn út og daginn inn. „Þetta er hlutur er líkja má við alkóhólisma og sem maður verður háður,“ var haft eftir henni í viðtali, sem birtist í bandarísku tímariti nýlega. Það var frá 12 ára aldri sem hún þjáðist af þessu ofáti og til 35 ára aldurs eða þegar hún varð ófrísk að seinna barni sínu, Troy. COSPER en»

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.