Morgunblaðið - 04.01.1985, Side 31

Morgunblaðið - 04.01.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1985 31 Neðsta röð frá vinstri: Jónas Kristjánsson forstöðumadur Árnastofnunar, Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra og Knútur Hallsson. í næstu röó má sjá Svövu Jakobsdóttur rithöfund, Jón Hnefil Aðalsteinsson dr. phil., Gunnar Stefánsson dagskrárstjóra í útvarpinu og Jennu Jónsdóttur rithöfund. Fyrir aftan þau sátu Jón Þórarinsson tónskáld, Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, Sigurður Pálsson forstöðumaður rithöfundasambandsins og Markús Örn Einarsson útvarpsstjóri. Þá má sjá í Guðjón Einarsson fréttamann, Kristínu Jóhannsdóttur, kvikmyndagerðarmann, Hildi Baldursdóttur og Ingu Jónu Þórðardóttur aðstoðarmann menntamála- ráðherra. Að lokum má þekkja á myndinni Þór Magnússon þjóðminjavörð, Einar Kárason rithöfund og Elínu Pálmadóttur blaðamann. Við afhendingu rithöfundastyrksins Það hefur verið ríkjandi siður undanfarin 29 ár að á gamlársdag er afhentur rithöfundarstyrkur frá ríkisútvarpinu í Þjóðminjasafninu. Eftir að afhendingu styrksins var lokið bauð menntamálaráðherra, að þessu sinni Ragnhildur Helgadóttir, upp á kampavín. Það var þó ekki gert í tíð Vilhjálms Hjálmarssonar fyrrv. ráðherra, sem kom sér hjá því með að dekka borð í anddyri Þjóðminjasafnsins og bjóða gestum í kaffi og tertur. S.l. gamlársdag var að venju nokkuð af fólki samankomið við afhendinguna og voru þessar myndir teknar við tækifærið af óla K. Magnússyni. r Seltjarnarnes — Vesturbær Frúarleikfimi Kennsla hefst á ný miövikudaginn 9. janúar í létt- um æfingum fyrir konur á öllum aldri. Innritun og upplýsingar 15359 kl. 14—19. i sima L Ballettskóli Gudbjargar Björgvins iþróttahúsinu Seitjarnarnesi Litla sal n i i i i i i i -1 i i i i i i i i j Andrés Björnsson fyrrv. útvarpsstjóri og Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti. Menntamálaráðherra Ragnhildur Helga- dóttir, sem bauð gestum kampavín að lokinni afhendingu styrksins, að ræða við Kristínu Jóhannesdóttur kvikmynda- gerðarmann sem m.a. sá um gerð myndarinnar „Skilaboð til Söndru." I baksýn má sjá í Einar Kárason rithöfund sem m.a. samdi bókina „Djöflaeyjan rís“. Steinar Birgisson: „Ég vil þakka danskennurum Heiðars Ástvaldssonar frábærar liðnai stundir. Auk þess að vera mjög hæfir danskennarar gera þeii danstímana mjög skemmtileqa. Steinar." „Bogart klúbburinna Þessir átta piltar sem eru á myndinni útskrifuðust úr Verzlunarskólanum fyrir nokkrum árum og skemmtu sér þá mikið saman. Þeir ákváðu að halda hópinn þó þessari skólagöngu lyki, og stofnuðu til þess svokallaðan „Bogart-klúbb". Herrarnir hittast alltaf er tækifæri gefst, en það hefur þó verið lítið um það undanfarið þar sem flestir eru við nám erlendis. Þegar þeir þó hittast er það gert með glæsibrag, þeir klæðast smóking og fara saman á ffnustu veitingastaði borgarinnar (og þá flýtur kampavínið). í kvöld leigja þeir veitingahúsið Safarí og bjóða til veislunnar 150 manns, auk þess sem þeir munu selja inn. Þar mun Jón Páll m.a. koma fram og fara í reiptog við dömurnar, Rúrik Vatnarsson, íslandsmeistari í diskódansi, mun taka sporið og á staðnum verður sérstakur „coctailbar". Gísli Steinar Gíslason, Arnór Guðmundur fJieltvedt, Guðmundur Franklín Jónsson, Pétur Allan tiuömundsson, Óskar Jónsson, Pétur Haraldsson e>g Guömundur Már Kristinsson. Á nyndina vantar Adolf ólafsson. Innritun daglega frá kl. 13-19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.