Morgunblaðið - 08.01.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1985
15
Texti: Hallur Hallsson. Myndir: RAX
Á vesturhluta Jan Mayen hafast
um 25 Norðmenn við I búðum sín-
um.
um Norðurhöf vísbendingar um að
minnsta kosti þrjú eldgos. Hið
fyrsta var á dögum hollenskra
hvalfangara á 15. öld. Þeir stund-
uðu hvalveiðar og höfðu bæki-
stöðvar sínar á Jan Mayen. Frá
þeim eru sagnir um eldgos.
Árið 1732 hafði Anderson, borg-
meistari í Hamborg, eftir sæ-
farendum að eldbjarmi hefði sést
frá eyjunni. Árið 1818 skýrði Scor-
esby yngri frá eldbjarma sem
hann hafði séð frá hlíðum Bjarn-
arfjalls og fylgdi því öskufall. Það
var á sama stað í Bjarnarfjalli og
eldgosið 1732.“
— Eru einhver tengsl milli eld-
virkni á Jan Mayen og íslandi?
„Jan Mayen hefur myndast á
sama tímabili og ísland og eld-
virknin á Jan Mayen er í tengslum
við úthafshrygginn, það er
Reykjaneshrygginn, sem gengur
gegnum fsland, norður um Þing-
eyjarsýslu og um Kolbeinsey, hinn
svokallaða Kolbeinseyjarhrygg.
Jan Mayen er jaðarsvæði, svipað
og eldfjallasvæðið á Suðurlandi
um Heimaey, og tengslin eru
óbein.
Hins vegar er Jan Mayen í fjór-
um veigamiklum atriðum keimlík
Snæfellsnesi. Efnafræðileg sam-
setning bergsins, tíðni eldgosa,
framleiðni eldgosa, það er magn
hrauns sem upp kemur og lands-
lag bera sterkan svip af Snæ-
fellsnesi. Jan Mayen er nánast
spegilmynd af Snæfellsnesi. En á
rekbeltunum á Norðurlandi og
Reykjanesi er eldvirknin meiri,
hraunmagn meira og oftar gýs
auk þess að samsetning bergs er
með allt öðrum hætti."
— Er nokkru hægt að spá um
framhald gossins?
„Nei, í raun og veru ekki. Þetta
gos getur allt eins dáið út eins og
að færast í aukana eða verða
langt. Til þess vitum við allt of
lítið um eldvirkni á Jan Mayen. En
Bjarnarfjall er nyrsta eldfjall í
veröldinni, sem nær upp úr sjó.
Gosið nú er heldur norðar en gosið
1970, þannig að við getum sagt, að
þetta eldgos sé hið nyrsta sem
mannlegt auga hefur séð.
Af Bouvet-öya hinni
norsku í Suðurhöfum
„Og þó Bjarnarfjall sé eina eld-
fjalliö á Norðurlöndum utan ís-
lands er það ekki hið eina undir
norskum fána. Eldfjallaeyjan
Bouvet-öya, sem liggur langt suð-
vestur undan ströndum S-Afríku,
er norskt landsvæði. Franskur
skipstjóri kom fyrstur að eyjunni
en Norðmenn köstuðu eign sinni á
hana. Bouvet-öya er þakin snjó að
langmestum hluta, ekkert undir-
lendi er þar og eyjan sæbrött, al-
gerlega óbyggileg. Ég skrifaði I
samvinnu við tvo Norðmenn og
Dana ritgerð um jarðfræði og
bergfræði eyjunnar fyrir nokkrum
árum,“ sagði Páll Imsland að síð-
ustu.
Við komum inn yfir Melrakka-
sléttu um hálffimmleytið og lent-
um á Akureyri skömmu síðar til
að taka eldsneyti. Laust fyrir
klukkan hálfsjö I gærkvöldi lent-
um við á Reykjavíkurflugvelli.
Liðlega sjö tíma flug norður til
Jan Mayen var að baki.
Jarðeldamir á Jan Mayen:
Ekki ástæða til að
flytja Norðmenn
brott frá Jan Mayen
ObIÓ, 7. jinúar. Frá fréttaritara MbL
Jan Erik Lauré.
FLUTNINGUR þeirra 25 Norð-
manna, sem hafazt við á Jan Ma-
yen, er enn ekki tímabær vegna
eldgossins í eldfjallinu Beeren-
berg. Varðskipið Senja var þrátt
fyrir það sent til Jan Mayen og var
væntanlegt þangað um miðnætti
og átti það að vera til taks, ef eld-
virknin í fjallinu ykist og nauðsyn
bærí til að flytja Norðmennina á
brott
Það er fjarskiptadeild norska
hersins sem rekur stöðina á Jan
Mayen, þar sem Norðmennirnir
25 starfa. Norðmennirnir eru
rólegir þrátt fyrir tíða jarð-
skálfta að undanförnu og elds-
umbrotin. Gosið sást ekki I gær
frá stöðinni, sem er í um þriggja
kílómetra fjarlægð frá eldstöðv-
unum, en bjarminn var sýni-
legur.
Síðast gaus Bjarnarfjall i
septembermánuði 1970 og voru
þá 39 Norðmenn fluttir úr eynni,
eftir að fjallshlíðin rifnaði upp á
fjórum stöðum og gosmökkurinn
náði 5 kilómetra hæð.
Áður en eldsumbrot hófust
hafði orðið vart 60 til 70 jarð-
skálftakippa á klukkustund. Vis-
indamenn segja að ekki sé ljóst
hvort jarðskálftamir standi í
beinu sambandi við eldsumbrot-
in eða stafi frá Norður-Atlants-
hafshryggnum, sem er mjög
virkt jarðskjálftasvæði. Ef
jarðskálftarnir standa hins veg-
ar i sambandi við eldsumbrotin,
er ástandið mun alvarlegra,
samkvæmt upplýsingum Hilm-
ars Bungum, jarðskálftafræð-
ings í skjálftastöðinni „Norsar"
utan við Osló.
Mjög tíðir skjálftar mælast á
Atlantshafshryggnum og þeirra
verður oft vart á Jan Mayen.
„Við getum þvi ekki staðhæft
hver séu upptök skjálftanna,
fyrr en nánari upplýsingar
liggja fyrir frá Jan Mayen,"
sagði Bungum. Norsar-stöðin
mældi sjálftana og reyndust þeir
vera 5 stig á Richtersskala, en
það er nokkuð minni styrkleiki
en kom fram á mælum á Jan
Mayen. í Norsar-stöðinni eru þó
mun betri mælitæki en til eru á
Jan Mayen, þótt fjarlægðin frá
upptökunum sé mjög mismun-
andi.
Jarðskálftavirknin á Jan May-
en um helgina er mjög svipuð
þeirri hrinu, sem varð á árinu
1972, en þá mældust um 1.000
litlir jarðskjálftar á klukku-
stund.
Morgunblaðið/Júltus
Á þessari mynd má sjá hvar iðnaöarmenn eru að vinna við að leggja niður keilubrautirnar í hinni nýju íþróttamiðstöð
sem er að rísa í öskjuhlíðinni.
Styttist í að hægt verði
að keila í Öskjuhlíð
hægt sé að panta fasta tíma.
Þjálfaðir leiðbeinendur verða á
staðnum strax í upphafi og munu
þeir leiðbeina fólki.
Nefhjól brotnaði
NÚ STYTTISr í það að hægt verði
að leika „keilu" I hinni nýju og
glæsilegu íþróttamiðstöð sem er að
rísa í Öskjuhlíð. Senn fer fyrsta
áfanga byggingarinnar að ljúka, en í
honum verða 12 keilubrautir. Nú er
unnið dag og nótt við framkvæmdir
og gert er ráð fyrir því að opnað
verði um næstu mánaðamóL
I þessum áfanga verður líka um
að ræða ýmsa aðra starfsemi svo
sem „billiard" o.fl. Svo virðist sem
mikill áhugi sé fyrir keiluíþrótt-
inni því að sífellt eru að berast
fyrirspurnir um staðinn og hvar
NEFHJÓL eins hreyfíls kennsluflug-
vélar, TF-OU, brotnaði og lét undan í
lendingu vélarinnar á Reykjavíkur-
flugvelli skömmu eftir hádegi sl.
föstudag. Skrúfa vélarinnar barðist í
brautina við lendinguna og skemmd-
ist lítillega. Engin slys urðu á fólki. í
vélinni voru þrír menn: flugkennari,
flugnemi og einn farþegi.
„Þetta var sárasaklaust og einfalt
óhapp,“ sagði Pétur Einarsson,
flugmálastjóri, í samtali við blm.
Mbl. „Flugmaðurinn hefur gefið
sína skýrslu og hún fer sina venju-
legu leið.“
Við getum haldið tyrir þig KKm
konunglegar veislur hvar sem er
og bvenær sem er og iaHGBl
gestafjöldinn skiptir engu máli.
Ef þú þarft aö halda 10 manna veislur eöa 1.000 manna risosamkomur gœtifyrsti
leikurinn veriö símtcd til matreiöslusn illinganna í Veitingahöllinni Þeir eru sér-
frœöingar í oö útbúa konunglegar krœsingar hvort sern erfyrir hópa sem mæta á
staöinn (aö vísu ráöum viö ekki alveg viö 1.000) eöa viljafá sent heim í eigin haUir.
ÞaÖ skiptir okkur ekki öllu máli hve margir gestimir eru viö tryggjum alltaf sömu
gæöin.
Hringdu í 33272 og fyrr en varír ertu kominn í sælkeraheim Veitmgahallarínnar og Hallagarðsins fyrir hreint
almúgaverð.
wiölliri,
u
í Húsi verslunarinnar
vid Kringlumýrarbraut
^mmmmm
mmmmmmmm