Morgunblaðið - 08.01.1985, Page 19

Morgunblaðið - 08.01.1985, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 Símamynd/AP. Forseti egypska þingsins faðmar að sér Rifaat El-Mahgoub leiðtoga kopta eftir messu á sunnudag, hinnar fyrstu í rúm þrjú ár. Aflétti Hosni Mubarak forseti hömlum af klerki, sem Sadat forseti greip til á sínum tíma. Egyptaland: Leiðtogi kopta leystur úr haldi Varaformaður mannréttindaneifndar Evrópuþingsins: Hvetur til stuðnings við skæruliða í Afganistan Kmíró, 7. jmnúmr. AP. Leiðtogi kopta, kristinna manna í Egyptalandi, söng í dag messu, þá fyrstu síðan Anwar heitinn Sadat dæmdi hann til útlegðar innanlands árið 1981. í messunni, sem fór fram á aðfangadegi jóla að koptískum sið, hvatti hann kristna landa sína til að „opna hjörtu sín“ fyrir bræðrum þeirra, múhameðstrúarmönnum. Þúsundir manna fylltu kirkju Maríu og Markúsar í miðborg Ka- író þegar Shenouda páfi III flutti fyrstu messu sína eftir að Mubar- ak, forseti, leysti hann úr haldi en þar hvatti hann kristna menn í Egyptalandi til að opna hjörtu sín fyrir bræðrum þeirra, múhameðs- trúarmönnum, og sagði, að allir landsmenn væru eitt og sama holdið. Sadat dæmdi Shenouda til út- legðar eða stofufangelsis í klaustri nokkru í eyðimörkinni eftir að hann hafði haldið fram réttindum kristinna manna i Egyptalandi af mikilli einurð en koptar telja sjálfa sig vera afkomendur þeirra manna, sem reistu pýramídana. Sadat snerist einnig af afli gegn öðrum sem hann taldi sér hættu- lega, en mánuði eftir þessar að- gerðir var hann ráðinn af dögum á hersýningu. Það þykir vera til vitnis um betra samkomulag trúflokkanna í landinu, að Mubar- ak skyldi leysa páfa kopta úr haldi enda var fulltrúi forsetans og múhameðstrúarmanna viðstaddur messuna. Islanubad, PakúUn, 7. janúar. AP. VARAFORMAÐUR mannréttinda- nefndar Evrópuþingsins hvatti í gær vestrænar þjóðir og hinn frjálsaheim til að sjá skæruliðum í Afganistan fyrir meiri og betri vopnum til að auðvelda þeim að leysa landið und- an áþján Sovétmanna. „Meiri vopn, meiri samstaöa skæruliða sjálfra og meiri um- ræða um Afganistan á alþjóða- vettvangi eru nauðsynleg til að koma Sovétmönnum burtu frá landinu," sagði Jean-Francois Deniau, varaformaður mannrétt- indanefndar Evrópuþingsins og fyrrum ráðherra í 'frönsku stjórn- inni, á blaðamannafundi í Islama- bad í gær, þá nýkominn frá leyni- legu ferðalagi um Afganistan. „Ég kom til Afganistans 27. des- ember sl. og vildi með því mót- mæla kúgun Sovétmanna í land- inu og benda þeim á, að umheim- urinn hefði enn ekki með öllu gleymt baráttu afgönsku þjóðar- innar," sagði Deniau, sem var í níu Víetnamskt innrásarlið hafði í kvöld náð á sitt vald þremur fjórðu hlutum mikilvægs vígvirkis kambód- ískra skæruliða í einhverri þyngstu árás í sex ára sögu innrásar Víet- nama í Kambódíu. Víetnamar héldu uppi mikilli stórskotaárás á stöðvar skæruliða áður en þeir létu til skarar skríða úr fjórum áttum. í fylkingar- daga i landinu og fór í fylgd skæruliða frá einu þorpinu til annars eftir ógreiðfærum fjallveg- um. Deniau kvaðst hafa komið til margra þorpa, sem voru algerlega í rúst eftir loftárásir Sovétmanna, en talið er, að þrjár milljónir manna a.m.k. hafi flúið landið til Pakistan. Deniau kvaðst einnig hafa séð fjöldann allan af brunnum herbíl- brjósti voru a.m.k. 20 skriðdrekar, eða fleiri en nokkru sinni áður í innrásinni. Grönduðu skæruliðar a.m.k. þremur skriðdrekanna, sem smíðaðir eru í Sovétríkjunum, og tveimur M-113 brynvögnum. Bardagarnir áttu sér stað við landamæri Thailands og þangað leituðu nokkrir skæruliða skjóls er skriðdrekar Vietnama lögðu til at- lögu. Herir Thailands voru í við- um, skriðdrekum og öðrum farar- tækjum og kynnst nýjasta her- bragði Sovétmanna, smásprengju- regninu. Er sprengjunum pakkað saman og skotið úr fallbyssu en þegar pakkinn kemur niður þá springur hann og smásprengjurn- ar dreifast í allar áttir, um 30 tals- ins á 200 metra svæði. Ef stigið er á sprengjurnar springa þær og valda ýmist dauða eða örkumlum. bragðsstöðu og rúmlega 4.400 óbreyttir thailendingar voru flutt- ir frá svæöinu er sprengjur sprungu innan thailenzku landa- mæranna. Víetnamar hafa sótt hart fram í Kambódíu undanfarna daga með það að markmiði að brjóta and- spyrnu heimamanna til fullnustu á bak aftur. Margrét í lungnaaðgerð London, 7. janúar. AP. A sunnudag fjarlægðu læknar sneið úr vinstra lunga Margrétar Brelaprinses.su, og reyndist æxlið sem numið var á brott góókynja, að því er fram kom í tilkynningu frá skrifstofu prinsessunnar í dag, mánudag. Skurðaðgerðin var fram- fremur, að líðan prinsessunnar kvæmd á Bromton-spítala í vest- væri góð eftir atvikum og væri urhluta Lundúnaborgar og kom búist við, að hún færi af spítal- prinsessan þangað á laugardag anum innan vikutíma. til þess að gangast undir rann- Prinsessan hafði fundið fyrir sóknir fyrir aðgerðina. verk í brjósti og átt við öndunar- í tilkynningunni sagði enn erfiðleika að stríða. Hörð árás Víetnama á Kambódíuskæruliða Ampíl. Kambódiu, 7. janúar. AP. Listamaðurinn Karl Lagcrfeld hefur i samvinnu við CHLOÉ-safnið i Paris hannað þessi gullfallegu matar- og kafTtstell „Kalablómið’ sem Hutschenreuther framleiðir úrpostulini af bestu gerð. @ SILFURBÚÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.