Morgunblaðið - 08.01.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö.
Skipulagsmál
Sinfóníu-
hljómsveitarinnar
Deilur um opinber afskipti
af lista- og menningar-
málum hafa löngum snúist um
það, hvort af skattfé eigi að
styrkja slíka starfsemi. Hér á
landi hefur niðurstaðan orðið
sú, að Sinfóníuhljómsveit,
Þjóðleikhús og fleiri máttar-
stólpar í menningarlífinu eru
alfarið reknir með þeim hætti,
að kæmi ekki til opinber fjár-
stuðningur legðist reksturinn
niður. Auk þess standa opin-
berir sjóðir að stuðningi við
lista- og menningarstarf sem
til er orðið fyrir frumkvæði
einstaklinga en er ekki lög-
verndað eins og Sinfóníu-
hljómsveitin og Þjóðleikhúsið.
Morgunblaðið er þeirrar
skoðunar, að eðlilegt sé að
starfsemi máttarstólpa í
menningarlífi sé lögvernduð
og staðið að rekstri þeirra með
opinberum stuðningi til að
hann sé snurðulaus og örugg-
ur. Morgunblaðið er hins veg-
ar andvígt því að slík starf-
semi sé einokuð af ríkinu.
Hvað segðu menn ef enginn
annar mætti flytja hér sinfón-
íska tónlist en ríkið? Eða
standa fyrir leiksýningum?
Þannig er þessu háttað í út-
varpsrekstri og þarf að breyta.
Paul Zukofsky, bandarískur
fiðluleikari, hljómsveitarstjóri
og leiðbeinandi í tónlist, hefur
ritað grein um skipulagmál
Sinfóníuhljómsveitar íslands
sem birtist í Morgunblaðinu á
laugardag. Þar tekur hann
með málefnalegum hætti á
þeim þætti í opinberum
rekstri sem er og verður
hvimleiðastur og dýrkeyptast-
ur hvort heldur litið er til fjár-
muna eða listrænnar sköpun-
ar eins og í þessu tilviki. Hann
segir á einum stað: „Og loka-
niðurstaðan í málefnum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands
verður því sú, að 19 manns
standa í hring og benda á
þann, sem næstur stendur
(þetta er ekki mér að kenna
heldur honum!).“
Alþingi samþykkti lög um
Sinfóníuhljómsveit Islands
fyrir tiltölulega skömmu. Eins
og jafnan ræddu menn aðal-
lega fjárhagslega hlið þeirrar
lagasetningar og deildu um
fjölda hljóðfæraleikara. Minni
athygli beindist að því hvernig
að því skuli staðið að ná þeim
markmiðum sem að er stefnt
með sinfóníuhljómsveit. Paul
Zukofsky vekur máls á þessum
þætti á þann veg, að hvorki
stjórnvöld né þeir sem unna
framgangi menningar og tón-
listar á íslandi geta látið
ábendingar hans lönd og leið.
í stuttu máli leggur Paul
Zukofsky til, að við stjórn
opinbers fyrirtækis eins og
Sinfóníuhljómsveit íslands er
taki menn sér rekstur einka-
fyrirtækja til fyrirmyndar:
„Það eru nægilega mörg vel
rekin fyrirtæki starfandi hér á
landi, til þess að menn ættu að
kannast við af eigin raun,
hvernig réttu og virku rekstr-
arfyrirkomulagi er háttað í
reynd," segir hann. Þessa
ábendingu rökstyður hann
með fullri virðingu fyrir tón-
listinni, hljóðfæraleikurum og
unnendum menningar. Hún á
ekki aðeins við um Sinfóníu-
hljómsveitina heldur allan
opinberan rekstur hér á landi.
Blæbrigðin á
Þjóðviljanum
Isamtölum manna á meðal
um nafnlausar ritstjórn-
argreinar blaða er greinilegt
að þeim er oft meira kappsmál
að vita hver ritaði umrædda
grein en að átta sig á því sem í
henni stendur. Því hefur verið
misjafnlega háttað hér á
landi, hvernig að ritstjórn-
argreinum er staðið. Morgun-
blaðið hefur markvisst og af
fastheldni fylgt nafnleynd að
þessu leyti. í því felst styrkur
blaðsins og staðfesting á þeirri
samstöðu sem einkennir og
einkennt hefur ritstjórn þess.
Því er þetta rifjað upp hér
og nú, að ritstjórar Þjóðvilj-
ans hafa ákveðið að hefja að
nýju að merkja sér forystu-
greinar blaðsins. Össur Skarp-
héðinsson segir að þessi
ákvörðun eigi rætur að rekja
til þess „blæbrigðamunar" og
jafnvel „skoðanamunar" sem
er milli þeirra sem greinarnar
rita. Þessari óvenjulegu
hreinskilni ritstjóra Þjóðvilj-
ans ber að fagna. í henni felst
á hinn bóginn að Þjóðviljinn
sem slíkur hefur enga skoðun,
frekar en önnur blöð sem
merkja leiðara höfundi.
Ástandið er sem sé þannig á
ritstjórn Þjóðviljans að þar
hafa menn gefist upp við að
láta blaðið hafa skoðun.
í Morgunblaðsviðtali segir
Össur Skarphéðinsson, að það
sé engin „stjórnmálaflækja á
bak við þetta“ á Þjóðviljanum.
Þau orð skulu e'kki rengd hér
og nú. En á bak við þetta er þá
önnur flækja sem gerir Þjóð-
viljann stefnu- og skoðana-
lausan.
Ronald Reagan og Andrei Gromyko funda í Hvfta húsinu. Viðræður þeirra á nýliðnu hausti ruddu brautina fyrir
viðræðurnar f Genf núna.
Viðræðumar í Genf:
Vaxandi bjartsýni
í alþjóðamálum
eftir Arne Œav
Brundtland
Við áramótin 1983/84 ríkti kuldi
í samskiptum Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna. Sovétmenn höfðu
slitið afvopnunarviðræðunum og á
ný varð andrúmsloft kalda stríðs-
ins ráðandi í samskiptum austurs
og vesturs.
Nú um þessi áramót ríkir
bjartsýni um árangur í afvopnun-
arviðræðum stórveldanna og þar
með minnkandi spennu. Stórveld-
in hafa ákveðið að ganga að nýju
til samningaviðræðna um afvopn-
un og munu þær viðræður bæði
taka til kjarnorkuvopna og geim-
vopna. Þetta felur í sér, að öll þau
vandamál sem varða strategísk
vopn og meðaldrægar eldflaugar,
og upp komu í fyrri viðræðum
verða tekin fyrir að nýju og á
breiðari grundvelli.
Við áramótin 1983/84 heyrðust
þær raddir frá ráðamönnum á
Vesturlöndum, að engin ástæða
væri til að örvænta þó að samn-
ingaviðræðurnar hefðu farið út
um þúfur því einungis væri um
millibilsástand að ræða. Nú hvetja
þessar sömu raddir til hóflegrar
bjartsýni. Björninn er ekki unn-
inn. Þessa dagana er fyrsta skref-
ið stigið því nú fara fram í Genf
viðræður á milli utanríkisráðherr-
anns Andrei Gromyko og George
Shultz. Nú fyrst ættu hjólin að
fara að snúast í samningaviðræð-
unum.
Meiri samningsvilji
Svo virðist sem meiri samn-
ingsvilji ríki nú hjá stjórnvöldum
beggja stórveldanna. Ymsar póli-
tískar vísbendingar gefa þetta til
kynna auk þess sem samningavið-
ræðurnar snúast um víðtæka
málaflokka. Þá er einnig athygl-
isvert að bæði ríkin virðast nú frá-
hverf þeirri hugmynd, að unnt sé
að sigra í samningaviðræðum á
kostnað andstæðingsins.
Komið hafa fram vísbendingar
frá báðum aðilum sem gefa til
kynna, að viðræðurnar fari fram í
þægilegra andrúmslofti en verið
hefur og kostað verði kapps um að
slaka á spennunni sem ríkt hefur í
samskiptum ríkjanna. Þetta atriði
er mjög mikilvægt ekki síst þegar
haft er í huga hve mikil spenna
ríkti í fyrri viðræðum. Þá töldu
Bandaríkjamenn og aðildarríki
NATO að helsta takmark Sovét-
manna væri að reka fleyg í sam-
starf NATO-ríkja. Sovétmenn
lýstu því yfir, að Bandaríkjamenn
vildu einungis takmarka áhrif
Sovétmanna um heim allan. Svo
virðist sem þessi barátta, sem að
sjálfsögðu kemur alltaf við sögu í
samskiptum stórveldanna, eigi
ekki að setja mark sitt á núver-
andi samningaviðræður. Þetta at-
riði ætti að geta stuðlað að samn-
ingum. Áður en verulegar póli-
tískar breytingar koma til, verður
ástandið í alþjóðamálum aftur að
færast í eðlilegt horf og þá aukast
möguleikarnir á, að ríkin tvö kom-
ist að samkomulagi.
Viðræðurnar 1983
f samningaviðræðunum árið
1983 hafði myndast ómælisgjá á
milli ríkjanna tveggja vegna
þeirra hagsmuna, sem þau þurftu
að gæta í viðræðunum. Sovétmenn
stefndu fyrst og fremst að því, að
tryggja yfirburði sína á sviði
nákvæmra og hreyfanlegra kjam-
orkuflauga í Evrópu. Þegar það
tókst ekki og hafin var uppsetning
bandarískra eldflauga í Evrópu
slitu Sovétmenn samningaviðræð-
unum.
í Start-viðræðunum vildu Band-
aríkjamenn einbeita sér að þeim
vopnabúnaði sem er mikil-
vægastur fyrir Sovétríkin, þ.e.a.s.
langdrægum eldflaugum sem
staðsettar eru á landi. Þessu mót-
mæltu Sovétmenn og sögðu
Bandaríkjamenn krefjast einhliða
afvopnunar.
Síðsumars settu Sovétmenn
hins vegar fram kröfu sem fól í sér
nánast einhliða afvopnun Bandar-
íkjamanna þegar þeir fóru fram á
viðræður um geimvopn. Á því
sviði hafa Bandaríkjamenn for-
skot og virðast hafa alla burði til
að auka það verulega. Þessi krafa
Sovétmanna náði ekki fram að
ganga því vitaskuld vildu Bandar-
íkjamenn ekki ræða málið á svo
takmörkuðum grundvelli.
Þróunin 1984
Á því ári sem er nýliðið hefur
staðan í samningamálum stór-
veldanna breyst að því marki, að
báðir aðilar hafa fundið fyrir
þeirri spennu, sem fylgir óbreyttu
ástandi, sem þar að auki hefur
gefið svigrúm til áframhaldandi
vigbúnaðarkapphlaups. Árið 1984
ríkti allsherjar taugastríð í af-
vopnunarmálum, sem menn bæði í
austri og vestri fundu fyrir, þótt
með ólíkum hætti væri.
Fyrri hluta árs 1984 kom upp