Morgunblaðið - 08.01.1985, Page 32

Morgunblaðið - 08.01.1985, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 t Úttör EMILÍU BORG veröur gerö frá Dómkirkjunni í dag, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóö frú Stefaníu Guð- mundsdóttur, leikkonu. Framlögum er veitt móttaka hjá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Aöatandendur. t Eiginkona mln, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, HREFNA HJÖRLEIFSDÓTTIR, Sjafnargötu 10, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 10. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag fslands. Haraldur Ólafsson, Ólafur Haraldsson, Ásgeröur Höskuldsdóttir, Höröur Haraldsson, Haraldur Haraldsson, Ragnheiöur Snorradóttir, Rafn Haraldsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Frændi minn, ÓLI KR. JÓNSSON, Hringbraut 84, Raykjavlk, sem lést i Landakotsspítala á gamlársdag, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 9. janúar kl. 10.30. Fýrir hönd vandamanna, Jenný Anna Baldursdóttir. + Móöir okkar, tengdamóöír og amma, RAGNHEIÐUR EINARSDÓTTIR, Sunnuflöt 2, Garöabæ, er lést 26. desembner sl. veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miö- vikudaginn 9. janúar kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Hrafnkelssjóö. Minningarkortin eru afgreidd i bókabúö Braga, Lækjargötu. Sigurveig Sveinsdóttir, Ólaffa Sveinsdóttir, Pélmar Olason, Jón Jóhannsson, Ragnheióur Pálmarsdóttir, Sveinn JÓnsson, Sveinn óli Pálmarsson, Sólveig Jónsdóttir, Hrafnkell Pálmarsson, + Systir okkar, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni miövikudaginn 9. janúar kl. 15.00. Jarösett veröur í gamla kirkjugaröinum við Suöurgötu. Ráöhildur Guömundsdóttir, Tómas Guömundsson, Ingimundur Guömundsson. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍDUR KARLSDÓTTIR frá Tjaldbúöum, Staöarsveit, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. janúar kl. 10.30. Marfa Bjarnadóttir, Jón Pálsson, Finnbogi Bjarnason, Málmfrföur Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, VALDÍS JÓNSOÓTTIR, Langholtsvegi 8, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju í dag, 8. janúar, kl. 13.30. Jenný Jónsdóttir, Anton G. Axelsson, Kristfn J. Jónsdóttir, Jens Hinriksson, Esther Jónsdóttir, Hlööver Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur, ANDRÉSAR MARKÚSSONAR, Engjavegi 73, Selfossi. Jónfna Kristjánsdóttir, Halldór Andrásson. Emilía Borg — Minning Fædd 13. janúar 1901 Dáin 24. desember 1984 Þegar aldnir hverfa héðan af heimi verður það áleitið umhugs- unarefni þeim sem eftir lifa hversu mikið af fróðleik og reynslu kynslóðanna hverfur með hverjum og einum. Þegar mér var sagt andlát Emilíu Borg leikkonu fyrir skömmu var það ekki að til- efnislausu að þvílíkar hugsanir sóttu á mig. Við Emilía þekktumst ekki persónulega fyrr en á síðasta ári. Að sjálfsögðu vissi ég um hana og fjölskyldu hennar. Þau voru þekktir Reykvíkingar sem höfðu lagt mikið af mörkum til fram- dráttar íslenskri leiklist og nöfn úr þeirra hópi ber þar hátt. Atvikin höguðu því svo að ég þurfti að leita til Emilíu Borg vegna verkefnis sem ég hefi haft með höndum að undanförnu. Ævi og störf íslenskra kvenna er svið sem ég hefi gert tilraun til að draga fram í dagsljósið. í því úr- taki sem athygli hefur verið beint að var sjálfgefið að nafn Stefaníu Guðmundsdóttur móður Emilíu væri ofarlega á blaði. Hún er dáð leikkona sem átti sér glæsilegan og annálsverðan listferil. Frú Stefanía lést á hátindi frægðar sinnar árið 1926, þá tæp- lega fimmtug og hafði leikið meira og minna á sviði í Reykjavík frá árinu 1893. Því miður hefur aðeins litið eitt verið skráð af leiklistar- sögu Stefaníu og með hverju árinu fer þeim fækkandi sem eru til frá- sagnar um hennar tíma. Það kom af sjálfu sér fyrir mig að leita til Emilíu dóttur hennar þegar ég vildi fræðast um ævi og starf móður hennar. Emilía var elst dætra Stefaníu og eitt fjög- urra barna hennar af sex sem upp- komust er fetuðu í fótspor móður sinnar. Það verður mér ógleym- anlegt að hlýða á Emilíu Borg segja frá leikför móður sinnar til íslendingabyggða i Kanada árið 1920. í þeirri för voru einnig þrjú elstu börn Stefaníu, þau öskar, Emilía og Anna og öll tóku þau þátt í leiksýningunum. Upphaf- lega var fyrirhugað að dveljast vestra í sex mánuði en leikflokk- urinn varð þvílíkur aufúsugestur að dvölin lengdist í rúmt ár. Áskorunum linnti ekki um að koma oftar en einu sinni á sömu staðina og með nýjar uppfærslur. Það er sérstök upplifun að lesa blaðagreinar frá þessum tíma um leikförina vestur en fyrir mér varð það enn sterkari upplifun að heyra Emilíu lýsa ferðinni í einstökum atriðum. Það var líkast því að horfa á mynd af tjaldi, svo lifandi og nákvæm var frásögn hennar. Aðeins örlítið brot af því sem hún lýsti átti heima í því verkefni sem ég var að vinna að, en ég bað hana lengstra orða að rita eitthvað af þessu niður eða í það minnsta lesa lýsingu sína inn á segulband. Hún væri ef til vill eini núlifandi ein- staklingurinn sem væri til frá- sagnar. Tilmælum mínum tók hún ljúfmannlega, bar að vísu fyrir sig aldur sinn og heilsufar en sam- sinnti mér. Nú veit ég ekki hvað úr því varð. En þetta er að minnsta kosti enn ein áminning um að láta ekki arf- leifð kynslóðanna hverfa með þeim sem óhjákvæmilega hljóta að verða að víkja af sviðinu. Möguleikarnir til varðveislu eru nægir. En Emilía Borg verður mér minnisstæð sökum Ijúfmennsku sinnar, elsku í garð fjölskyldu sinnar og jákvæðrar afstöðu til manna og málefna. Blessuð veri minning hennar. Björg Einarsdóttir Þegar flett er gerðabókum Zontaklúbbs Reykjavíkur, frá liðnum áratugum, er þess að jafn- aði getið, þá félagar vildu gera sér dagamun, að Emilía Borg hafi set- ið við hljóðfærið, og er ekki svo ýkja langt síðan slíkt var siðast fært til bókar. Emilía Borg, píanókennari og leikkona, var meðal stofnfélaga Zontaklúbbs Reykjavíkur árið 1941, ásamt Þóru systur sinni. Zontahreyfingin er alþjóðleg kvennahreyfing, sem upprunnin er i Bandaríkjunum árið 1919; hreyfingin hefur það meðal ann- ars að markmiði að styrkja stöðu kvenna á ýmsan hátt, stuðla að persónulegum kynnum milli starfsstétta og efla þar með skiln- ing þeirra á milli. Kynni okkar Emilíu hófust þeg- ar ég ung að árum gerðist félagi í Zontaklúbbi Reykjavíkur. Hún var þá orðin roskin kona, en glampi i augunum og brosið bjarta báru vitni um síunga og fagra sál lista- mannsins. Ræktarsemi við félags- skapinn og einstaklinga, sem i honum voru, fannst mér alltaf einkennandi fyrir hana. Hún var uppörvandi og hvetjandi í sínum viðhorfum, þótt ekki þýddi það gagnrýnisleysi. Samband þeirra systranna, Þóru og Emilíu, var sérstakt. Það einkenndist af gagnkvæmri um- hyggju, hlýju og tryggð við ætt og uppruna. Bernskuheimili þeirra systra á Laufásvegi 5 var eins og kunnugt er mikið menningarheim- ili. Þar ólust þau upp systkinin sex. í endurminningum önnu Borg Reumert, systur Emilíu, segir í bréfi frá henni til föður þeirra: „En eins mikið og hugur og hjarta megna er ég hjá þér og hugsa til þín og elska þig af öllu mínu hjarta. Og það veiztu, að við gerum öll, enda hefur okkur hlotn- azt sú mesta hamingja í lífinu að eiga guðdómlegustu foreldra jarð- arinnar, sem hafa gefið allt sitt líf til þess að gera okkur að sem bezt- um manneskjum." Þau kynni, sem ég hafði af þeim systrum, bera vitni um, að það hafi tekizt. í sömu bók segir frá því, að und- ir suðurgafli stóra, gula hússins á Laufásvegi 5 vaxi hlynur og álm- ur; þar vaxi einnig bak við húsið rósir, sem móðir þeirra Stefanía Guðmundsdóttir leikkona rækt- aði, en það voru fyrstu útirósirnar, sem ræktaðar voru á Islandi. Á hverju sumri, þegar fyrsta la france-rósin sprakk út í garðinum, var það viðburður, sem um var rætt í bænum. Á heimilinu sjálfu spruttu líka upp rósir, dæturnar fjórar sem einnig var talað um í bænum, þeg- ar þær tóku, hver af annarri, að feta í fótspor móður sinnar og veita fólki unað með list sinni. Nú eru þær allar horfnar af sjónarsviðinu. Á Laufásvegi 5 er tjaldið fallið. Guðrún Jónsdóttir arkitekt, formaður Zontaklúbbs Reykjavíkur. Með fráfalli Emilíu Borg á að- fangadag jóla lauk merkum kafla í menningar- og listasögu Reykja- víkur á þessari öld. Emilía var síð- asta systkinið, sem bjó á Laufás- vegi 5, þar sem þau Stefanía Guð- mundsdóttir og Borgþór Jósefsson reistu sér bú, snemma á öldinni, og ólu upp sinn stóra barnahóp. Húsbóndinn háttsettur starfs- maður Reykjavíkurbæjar og hús- freyjan vinsælasta og hæfasta leikkona sinnar samtíðar á fs- landi. Systkinin uxu til vegs og virðingar, bæði heima og að heiman. Við, sem áttum því láni að fagna að verða vinir og heimagangar á Laufásvegi 5 á uppvaxtarárum okkar, sem eru næmust fyrir skaplundaráhrifum og framkomu allri, sáum fyrir okkur dæmin um það hvernig virðing fyrir öðrum og gæflyndi getur áorkað til góðs í samneyti fólks. Hjá Borg-systkin- unum kom það af sjálfu sér, að vinir hvers eins þeirra urðu vinir þeirra allra. Sú vinátta hélst alla ævi. Þetta var svo rótgróið í allri fjölskyldunni, að árin, sem ég var heimagangur á Laufásvegi 5, var Anna Borg farin til Kaupmanna- hafnar, þar sem hún eins og kunn- ugt er komst til vegs og virðingar sem ein af fremstu leikkonum Norðurlanda. Svo þegar ég kom til Hafnar nokkrum árum seinna tók hún mér sem bróðir væri, af því að ég var vinur Geirs bróður hennar. Það var henni nóg einsog það hafði verið systrum hennar heima á íslandi. Á heimilinu var fagurt mannlíf í allri umgengni, jafnt til leiks sem til verka. Þar heyrðist aldrei æðruorð. Menningarmál og listir í hávegum haft á öllum sviðum. Ef hlutlægni mátti merkja, væri það helst, að leiklistinni væri gert ívið hærra undir höfði. Og þannig liðu árin. Sigrar og sorgir skiptust á. Anna fórst í flugslysi. Áslaug dó á besta aldri. Óskar og Þóra hafa og verið köll- uð. Vinirnir trístraðir hér og þar svo að jafnvel heimsálfur skildu. Loks kom að því, að Emilía var orðin ein eftir á Laufásvegi 5. Það vildi þó til, að Geir var ekki víðs fjarri. Ást og umhyggja Borg- fjölskyldunnar fyrir ættingjum og vinum hefir gengið í arf til yngri kynslóöanna, sem veittu Emilíu huggun og umhyggju er hún var orðin ein og veikindin sóttu að. Emilía var okkur, gömlu hús- vinunum á Laufásvegi 5, bæði sem móðir, systir og athvarf, sem var okkur ætíð opið og hún gleymdi okkur aldrei. Skömmu áður en hún dó fékk hún að vita, að Geir myndi sennilega hitta gamlan vin á ferð sinni erlendis. „Gleymdu nú ekki að kyssa hann frá mér og segja honum að ég hugsi ávallt til hans og fylgist með hvað hann er að gera,“ sagði hún við bróður sinn. Það var ekki hægt að fá betri kveðju frá vini sem aldrei brást, það hefir verið sagt, að þar sem gott fólk fer, þar séu Guðs vegir. Á þeim slóðum finnum við Emilíu Borg. Friður sé með henni Millu minni. Þökk fyrir allt. New York á gamlársdag 1984. fvar Guðmundsson Á aðventunni kom ég inn á kvist til Millu, og voru þá liðin mörg ár frá því að ég var þar síðast og margt breytt. fbúðin á miðhæðinni stóð auð þar sem Óskar og Beta bjuggu og niðri var Þóra ekki lengur. Allir húsráðendur horfnir til feðra sinna nema Milla í risinu. Hún sat þar ein og gætti föðurleifðar sinn- ar af umhyggju og ástúð. Minn- ingar eru margar en ekki ásæknar og oft óljósar sveimhuganum en hér er Milla fjórða víddin. Tíminn varð að víkja. Jafnvel Borgund- arhólmsklukkan i borðstofunni hjá Óskari átti erfitt um gang. Þar minnist ég jólanna sem haldin voru af formfestu og virðuleik. Þá var Óskar forsöngvari og allir sungu: „Ég á heima á íslandi ... íslandinu góða“ og eftirvæntingin leyndi sér ekki, við áttum von á pakka frá Danmörku frá Önnu og Audu. Óskar lék sjálfur undir á píanettið — kannski var Milla ekki komin. Hjá Betu þreytti ég próflestur og naut natni hennar og alúðar. Ég hafðist við í herbergi Ragnars í ró og næði. Þar munu lærdómsmenn ýmsir hafa stundað iðju sína af alvöru og kostgæfni. f stofunni þar fékk ég fyrsta launa- umslagið mitt afhent. Það var greiðsla fyrir „lykilhlutverk" í „Óla smaladreng". Ég hafði gleymt öllu sem ég átti að segja enda ekki nema sjö ára álfur. Orð- in sem mér var trúað fyrir, „Þú átt að verða kóngur," skyldu mælt til smaladrengsins. Fyrir orðin sem ekki voru sögð fékk ég greiddar 25 krónur. Beta lagaði listagott te og hráefnið var sérpantað frá Aust- urlöndum. Heitu vatni var hellt yfir teblöðin rétt í botninn og látið standa. Eftir góða stund var pott- urinn fylltur af sjóðheitu vatni og þannig framreitt. óskar hellti þvi á undirskál og þaðan í bollann sinn og nú var drykkurinn til- búinn. Orðin hefðu ekki gleymst í Iðnó forðum ef Ijósálfurinn hefði mátt hvísla þeim að óskari. Mér fannst menningin eiga upptök sín á heimili Óskars og Betu. Sögu- fróðir hefðu rakið strauma t.d. til Ameríku og Frakklands. Svo ákveöin voru persónueinkenni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.