Morgunblaðið - 08.01.1985, Síða 36

Morgunblaðið - 08.01.1985, Síða 36
36 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1985 fclk í fréttum William prins stal senunni frá litla bróður Elísabet Englandsdrottning kynnti nýjasta barnabarnið sitt, Harry, í sjónvarpinu um jólin. William, eldra barnabarnið, átti að sitja stillt og rólegt meðan á upptökunni stóð, en hann vildi miklu heldur hjálpa sjónvarpsfólkinu og syngja fyrir áhorfendur: „I just called to say I love you“, og leika hund. Þannig að William stal senunni í þaö skiptið frá litla bróður sem sat stilltur allan tímann í skírnarkjólnum í fanginu á mömmu sinni. JÓNlNA BENEDIKTSDÓTTIR „Að eignast hamingjuna í stað þess að horfa á hana“ að kannast flestir við Jónínu Benediktsdóttur, a.m.k. rödd hennar, en hún lærði íþróttafræði við Mc-Gill í Kanada á sínum tíma kom heim og varð kunn m.a. af leikfimiþáttum í morgunútvarpi. Það hefur ekki mikið borið á Jón- ínu undanfarið í líkamsræktinni þar sem hún varð nýlega móðir en blm. leit við hjá henni til að for- vitnast um hvað væri framundan. — Fyrst og fremst er ég nátt- úrulega húsmóðir núna. Ég var að eiga mitt fyrsta barn fyrir þremur mánuðum, Jóhönnu Klöru. Það verður því aðalverkefni okkar næstu árin að ala hana sómasam- lega upp. Ég er i ársleyfi frá kennslu í æfingadeild kennara- háskólans en byrja von bráðar í æfingastöðinni Engihjalla aftur. Ég ætla að kennar þar Jane Konda-leikfimi fyrir barnshafandi konur, aerobic og fleira. Éinnig mun ég sinna þar ráðgjöf þar sem ég leiðbeini fólki um hvaða leik- fimi eða líkamsrækt hæfir því best. Það er ýmislegt fleira í deigl- unni. Þegar maðurinn minn lýkur sínu námi hér heima í læknisfræði stefnir hugurinn út í framhalds- nám og ég er jafnvel að hugsa um að breyta til og skella mér í fjöl- miðlafræði. En þetta er hlutur sem verður bara að koma í ljós þegar þar að kemur. — Hvernig var að taka við morgunútvarpinu eftir öll þessi ár Valdimars og Magnúsar? — Það var erfitt í byrjun, því þeir voru góðir og búnir að vera lengi. Svo kem ég ung stelpa með nýjar róttækar hugmyndir og vildi fara að breyta hlutunum! En þetta var nú skemmtilegt samt. — Er margt fólk með þér í æf- ingunum? — Nei, það er nú misjafnt hvað mér gengur vel að fá fólk upp í útvarp klukkan rúmlega sjö á morgnana. Stundum hjálpa þau mér í morgunútvarpinu María og Stefán. — Finnst þér ekki að hugsun fólks hafi breyst gagnvart lík- amsrækt undanfarið? — Jú mikil ósköp. Þetta er al- Isabella Rossellini Isabella Rossellini dóttír Ingrid Bergman er ein hæst launaóa tyrirsæta heims. Ný- lega birtist viðtal við hana í bandarísku tímariti undir yfir- skriftinni „Þekktar konur sem hafa allt til alls“, og var birt mynd af Isabellu ásamt dótt- urinni Elektru Ingrid. Dynasty- bók komin út Ekki alls fyrir löngu var gefin út Dyn- asty-bók sem banda- ríska bókaforlagið Doubleday gefur út. Þar er hægt að lesa í smáatriðum allt sem viðkemur Carrington- fjölskyldunni góð- kunnu. Flökkusauðir Jón Sveinbjarnarson bóndi í Miðskála undir Eyjafjöllum kom á ritstjórn Morgunblaðsins með þessa mynd af tveimur flökkusauðum, sem hann átti. Hann kvað þessar kindur hafa verið harðduglegar en illviðráðanlegar. Fyrst fundust þær á hólsheiði undir Eyjafjöllum í fyrravor, en sluppu síðan úr girðingu, en fundust aftur um veturinn í háhömrum á Seljavöllum, eigi langt frá Seljavatnslaug. Þeir sem fundu sauðina voru rétar Óskarsson bóndi á Seljavöllum, Eyþór Gunnarsson á Moldnúpi, Ingi Einarsson bóndi í Varmahlíð og Jón Sveinbjarnarson í Miðskála. Á myndinni eru þeir Jón Sveinbjarnarson og Eyþór Einarsson á Moidnúpi, ráðsmaður í Miðskála, með sauðina góðu. Lengstu buxur í heimi eða hvað? Margs konar tilþrif voru sýnd á fimm ára afmælishátíð Hildi- branda í Eyjum milli jóla og nýárs, en á myndinni er formaður félagsins Ásbjörn Garðarsson, að kynna fyrsta atriði skemmtunarinnar í sam- komuhúsi Vestmanna- eyja. Ljósm. Mbl. Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.