Morgunblaðið - 17.01.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.01.1985, Qupperneq 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Bændur fá verð- laun fyrir að slátra ungkálfum — Til að hamla gegn offramleiðslu á nautakjöti LandbúnaðarráAherra hefur staðfest þá samþykkt Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins að greiða bændum 1.000 krónur verðlaun úr Kjarnfóðursjóði fyrir hvern ungkálf sem þeir slátra. Er þetta gert til að hamla gegn offramleiðslu á nautgripa- kjöti. Talið er að geldneytum hafi fjölgað um 12% frá fyrra ári og ásettum kálfum um 10% þannig að útlit er fyrir verulega offramleiðslu á nautakjöti á næstu árum. Samþykkt Fram- leiðsluráðs er svohljóðandi: „Vegna of mikils framboðs af ungneytakjöti á síðustu mánuð- um, þykir Framleiðsluráði nauðsynlegt og brýnt að koma á meira jafnvægi í framboði og eftirspurn á nautakjöti. Fram- leiðsluráð ákveður því að áskildu samþykki landbúnaðar- ráðherra að greiða bændum úr Kjarnfóðursjóði kr. 1.000 fyrir hvern ungkálf, sem þeir slátra áður en kálfarnir ná 30 kg. fall- þunga. Greiðslan verði innt af hendi mánaðarlega til slátur- leyfishafa samkvæmt slátur- skýrslum. Ákvörðun þessi gildir frá og með 1. janúar. Fjórir sækja stjórastöðu í 15. JANÚAR sl. rann út umsóknar- frestur um stöðu skólastjóra við hinn nýja grunnskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Ragn- ars Júlíussonar, formanns fræðsluráðs, sóttu um stöðuna þau Arnfinnur Jónsson skólastjóri Fellaskóla í Reykjavík, Eggert Valur Þorkelsson kennari á Hvols- velli, Sigurður Hólm Þorsteinsson skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins um skóla- Grafarvogi og Lena Rist kennari við Hóla- brekkuskóla í Reykjavík. Fræðsluráð mun væntanlega gera tillögu til menntamálaráð- herra um veitingu stöðunnar á fundi nk. mánudag, en staðan verður veitt frá 1. júní nk. og verð- ur væntanlegum skólastjóra gert að fylgjast með og vera til ráðu- neytis varðandi undirbúning hins nýja skóla frá þeim tíma sem hon- um verður veitt staðan. Morgunblaðið/Árni Sæberg. í gær var unnið að viðgerð á húsnæði Skífunnar, en tjónið er talið vera á annað hundrað þúsund króna. * Atta rúður brotnar í húsnæði Skífunnar: „Ógnvekjandi atburðiru Segir Jón Ólafsson, forstjóri Skífunnar. Haft hefur verið í hótunum við stjórnarmenn í félagi rétthafa myndbanda „ÞETTA eru ognvekjandi atburðir. Haft hefur venð i hotunum við félaga i samtökum rétthafa myndbanda og nú eru rúður brotnar í fyrirtæki mínu á tveimur stöðum í bænum. Ofbeldisverk sem þetta hafa verið óþekkt hér á landi," sagði Jón Ólafsson, forstjóri Skífunnar hf. en fjórar rúður voru í fyrrinótt brotnar í myndbandaleigu Skífunnar í Borgartúni og aðrar fjórar í húsnæði fyrirtækisins á Laugavegi. Aðfaranótt þriðjudagsins var ein rúða brotin í Skífunni í Borgartúni. , „Fyrir um viku síðan gekk ég í Félag rétthafa myndbanda á Is- landi og var kosin í stjórn samtak- anna. Við höfum að undanförnu farið í myndbandaleigur til þess að kanna hvort myndbönd, sem við höfum umboð fyrir, séu þar á boð- stólum. Ég held að samhengi hljóti að vera þarna í milli, að einhver eigendi myndbandaleigu hafi verið að verki,“ sagði Jón Ólafsson. Samtök rétthafa myndbanda á íslandi hafa að undanförnu kært ólöglega leigu á myndböndum í nokkrum myndabandaleigum. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur haft þessi mál til rannsóknar. Lagt hefur verið hald á hundruð mynd- banda. Á einni myndbandaleigunni var lagt hald á liðlega 200 mynd- bönd. „Menn hafa um áraraðir komist upp með að brjóta lögin hér á landi. Þá á ég við að hafa á boðstólum ólögleg myndbönd. Við höfum að undanförnu gert átak til þess að koma í veg fyrir þessi lögbrot. Hugsanlegt er að einhver eigandi myndbandaleigu eða tengdur þess- um viðskiptum telji sér ógnað. Lík- legt þykir að slíkir hafi verið að verki, en ég vil taka skýrt fram að margir eigendur myndbandaleiga eru miklir ágætismenn, en eins og alltaf eru fáir sem bregða skugga á,“ sagði Friðbert Pálson, formaður samtaka rétthafa myndbanda í samtali við Mbl. „Mér hefur verið hótað af eig- anda myndbandaleigu. Sagt að ef ég léti sjá mig á tiltekinni leigu, þá biði mín kylfa þar. Þá var því hótað að fjölskylda mín, kona mín og börn, gætu orðið fyrir skakkaföll- Um. Þetta er óhugnanlegt," sagði Friðbert. í höndiuuuri Ætlir þú að ávaxta fé þitt í lengri eða skemmri tíma er þér óhætt að setjast niður, loka eyrunum fyrir öllum gyllibtððum og bera saman kjör og öryggi á sparitjármarkaðnum. Niðurstaðan verður áreiðanlega sú að þú velur spariskírteini ríkissjóðs að því loknu og stendur upp með pálmann í hönduniibi. Verðtryggö spariskírteini meö 7% vöxtum. Innleysanleg eftir 3 ár. Verötryjg»ð spariskírteini Verötryg»ö spariskírteini með 6.71 % vöxtum sem greiðast til 18 mánaða með vöxtum sem misserislega. Innleysanleg eftir 5 ár. eru meðaltal vaxta viðskiptabankanna á 6 mán. verðtr. reikn. + 50% VAXTAAUKA. Gei%iítr\ggð spariskírteini með vöxtum til 5 ára. ENGIR LEYNDIR VARNAGLAR - ENGIR LAUSIR ENDAR HREINIR OG KLÁRIR SKILMÁLAR MEÐ MEIRI ÁVÖXTUN OG FULLKOMNU ÖRYGGI. Sölustaóir eru: Seölabanki íslands. viöskiptabankamir, sparisjóöir og nokkrir veröbréfasalar. RJKJSSJOÐUR ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.