Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 19
19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985
Hitchcock leikstýrir Madeleine Carroll og Robert Donat á fyrsta tökudegi
The Thirty-Nine Steps.
Meistarinn og
matsveinar hans
Myndbond
Árni Þórarinsson
Kvikmyndagerðarmenn, stórir
sem smáir, hafa gegnum tíðina ekki
veigrað sér við að seilast í listrænt
dánarbú Alfred Hitchcocks. Fyrir
utan ómæld áhrif þessa meistara á
aðferðir og byggingu myndfrásagnar
hafa verk hans og þær sögur sem
þau eru sótt í verið gerð upp á ný
með ýmsum hætti. Þannig hafa
menn reynt að slá sér upp á nafni
hans og afla fjár með uppsuðu úr
hráefnum hans og verkkunnáttu.
Jafnvel hefur verið reynt að stofna
til framhaldssyrpu á grundvelli einn-
ar frægustu hrollvekju Hitchcocks,
þar sem er Psycho II sem hér var
sýnd í fyrra og tókst þokkalega vel.
Ein mynda Alfred Hitchcocks
hefur verið endurgerð tvisvar. Það
er The Thirty-Nine Steps (39 þrep).
Handrit þeirra Alma Reville, eig-
inkonu Hitchcocks og Charles
Bennett byggði á njósnasögu eftir
John Buchan, en fylgdi henni ekki
í smáatriðum; af henni var lítið
eftir nema hlutskipti söguhetj-
unnar Maður nokkur kynnist
fyrir tilviljun konu sem kemur á
daginn að er njósnari. Þegar hún
deyr með voveiflegum hætti er
maðurinn grunaður um morðið og
á fótum sínum fjör að launa.
Þannig fjallar Hitchcock enn eina
ferðina um grandalausan hvers-
dagsmann sem flækist — ekki síst
af völdum konu — inn í hringiðu
flókinna og hættulegra atburða —
í þessu tilviki njósnamál sem leið-
ir hann á flótta undan lögreglu til
Skotlands, þar sem hann síðan
kemst í tæri við hina raunveru-
legu sökudólga.
39 þrep er bráðskemmtileg
blanda af spennu, kímni og róm-
antík eins og meistaranum er ein-
um lagið að hrista saman og er,
þrátt fyrir þröngar skorður stúd-
íóvinnslunnar, jafn ánægjuleg af-
þreying í dag og hún var þegar
hún var frumsýnd 1935. Næsta út-
gáfa af þessari sögu var gerð 1960
af Ralph Thomas og bauð upp á
Kenneth More í hlutverki sögu-
hetjunnar sem Robert Donat
gegndi með sóma í mynd Hitch-
cocks. Þrátt fyrir trúmennsku við
verk Hitchcock, ef ekki hreinlega
eftirlíkingu, varð útkoman dauf-
leg. Betur tókst til árið 1978 þegar
Don Sharp gerði þriðju atrennuna
með Robert Powell í aðalhlut-
verkinu. Sharp og Michael Rob-
son, handritshöfundur sneru aftur
til skáldsögu Bucans hvað varðar
tíma og atburðarás fremur en að
kópíera mynd Hitchcocks og skil-
uðu ansi hressilegri spennumynd
með sjálfstæðu skemmtigildi og
fallegri kvikmyndun John Coquill-
on.
Árið eftir, 1979, var gerð önnur
tilraun til að hleypa lífi í hnign-
andi kvikmyndagerð Breta með
því að stela blóði úr banka Hitch-
cocks. t báðum þessum tilvikum
var það hið dauðvona stórveldi
Rank sem stóð fyrir framkvæmd-
unum. Nú skyldi reyna að hita upp
The Lady Vanishes, — annan kóm-
ískan njósnaþriller meistarans frá
árinu 1938. Gamla myndin er pott-
þétt skemmtun um tvo farþega,
unga konu og ungan karl í lest á
leið frá Sviss til Englands sem
rannsaka hvarf eins af samfar-
þegum sínum, gamallar konu. En
hér fór allt í handaskolum. Leik-
stjórinn, Anthony Page, náði eng-
um tökum á efninu og Cybill
Shepherd og Elliott Gould voru
jafn utangátta í aðalhlutverkun-
um og Margaret Lockwood og
Michael Redgrave voru samvaxin
þeim í verki Hitchcocks.
Þessar afburða skemmtimyndir
Alfred Hitchcocks og nýju ensku
afkvæmin tvö má fá á mynd-
bandaleigunum hér. Fyrir utan af-
þreyinguna er fróðlegt að skoða og
bera saman hvernig hráefni fær
ólíkt bragð og útlit eftir því hver
kokkar og kryddar.
Stjömugiöt;
Th» Thérty-Min* Stap* (HHchcock)
Th* Thirty-NiM Step* (Don Sharp) <r*VS
Tht Lady Vantsho* (Hitchcock
Tho Lady Vanisho* (Anthony Pago) *
Leotard, Baye og Richard Berry, hórkarlinn, hóran og löggan í La Balance.
Svínarí í París
FRANSKAR bíómyndir ent sjald-
séðar á myndbandaleigunum, eins
og reyndar myndir annarra þjóóa en
Breta og Bandaríkjamanna. Einna
helst má flnna ævaforna þrillera
meó Alian Delon eða Jean Paul
Belmondo, en einnig nokkrar af
sálfræðilegum sakamálamyndum
Claude Chabrol, auk tilfallandi
mynda annarra af ýmsu tagi. Þeirra
á meðal er einhver frægasta og vin-
sælasta afurð franska kvikmynda-
iðnaðarins á undanförnum árum,
Diva, eftir Jean-Jacques Beineix, og
reyndar einnig forvitnilegt flopp sem
fylgdi í kjölfarið frá sama leikstjóra,
Máninn í göturæsinu.
Alveg nýlega kom svo í hillurn-
ar franskur lögregluþriller sem
erlend blöð hafa líkt við Diva og
segja að slái þeirri rennilegu og
sérkennilegu spennumynd við.
Þetta er myndin La Balance, gerð
1982 og gefin út á því aðsópsmikla
merki CBS/FOX. Markaðssetning-
in er engilsaxnesk og myndin því
dubbuð upp á amerísku, sem er
óþolandi skemmdarverk við
kvikmynd; hljóðrás myndar er
ekki síður mikilvægur hluti heild-
arinnar en sjálft myndmálið, og
ótrúlegt annað en flestir þeir sem
horfa á bíómyndir eins og La Bal-
ance séu orðnir læsir.
La Balance gerist á skugga-
strætum og skúmaskotum Belle-
ville-hverfisins í París, til skiptis
meðal neðanjarðarlýðsins, bóf-
anna og hóranna og lögreglu-
mannanna sem reyna að halda
uppi lögum og reglu en eru fyrir
löngu orðnir meira og minna sam-
dauna ofbeldinu og svínaríinu.
Bob Swaim, höfundur handrits og
leikstjóri, hefur næma tilfinningu
fyrir þessu sögusviði og helsti
kostur La Balance er litrík og
ágeng umhverfismynd. En sögu-
þráðurinn, þar sem byggður er
upp sams konar þríhyrningur, í
senn tilfinningalegur og siðferði-
legur, og franska sakamálamynd-
in Uppljóstrarinn sem Stjörnubíó
sýndi í vetur hvíldi á, er ekki vel
tvinnaður: Ungur hórumangari,
hóran hans og ungur lögreglufor-
ingi reyna að notfæra sér hvert
annað í þágu eiginhagsmuna á
meðan rannsókn á morði upp-
ljóstrara og klófesting undir-
heimakónga eru höfð að yfirvarpi.
Swaim kemst hvorki aftur á bak
né áfram með þetta efni sitt og
lengst af hjakkar myndin i siend-
urteknum eltingaleikjum um
þröng stræti Belleville og gagn-
kvæmum ruddaskap og
misþyrmingum málsaðila. Sú
mynd sem dregin er upp af
lögregluliðinu er ekki féleg, og
heldur ekki trúverðug, en betur
tekst að skapa tilfinningu fyrir
ástarsambandi hórunnar og hór-
karlsins enda úrvalsleikarar i
hlutverkunum — Nathalie Baye
og Philippe Leotard.
Að minu mati kemst sem sagt
La Balance ekki með tærnar þar
sem Diva hafði hælana. En á sinn
kaldranalega hátt er hún áhuga-
verð tilbreyting frá ensku og am-
erísku Dirty Harry-stælingunum.
Stjörnugjöf: La Balance ★ ★
Dúndrandi
útsalal
frá 17,—21. jan.
Efni — bútar — föndurvðrur
— pakkningar — blöö —
handklæöl — hnýtingar.
VIRKA
Klapparstíg 25—27
simi 24747
TBiodroqa \
Nýtt
2000
snyrtivörur
skrúbbkrem frá Biodroga
2000 hreinsar stíflaöa fitukirtla og yfir-|
borösfitu á andliti, bringu og baki.
fella
Bankastræti 3.
S. 13635.
TBiodmga
2000
snyrtivörur.
qJ