Morgunblaðið - 17.01.1985, Page 21

Morgunblaðið - 17.01.1985, Page 21
21 undaðar í bókarlok segir meðal annars að „harka ríkisins" hafi kallað á samstöðu, „harka sem átti rætur í þeirri fullvissu ýmissa for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins að hægt væri að brjóta Verka- lýðshreyfinguna á bak aftur“. Síð- an segir: „Það var ekki Sjálfstæð- isflokkur Jóns Þorlákssonar, Ólafs Thors eða Bjarna Benediktssonar sem mætti til leiks á haustdögum. Flokkur sem byggði á lagahyggju og reyndi að taka mið af sjónar- miðum allra stétta. Nei, það var „prinsipslaus" flokkur sem gróf sig í skotgrafir yst á hægri væng íslenskra stjórnmála. Flokkur frjálshyggjumanna." Málatil- búnaður höfunda um Sjálfstæðis- flokkinn í verkfallsátökunum mið- ast við það að „sanna" þessa full- yrðingu. Þeir sieppa því að vísu, að það var Sjálfstæðisflokkurinn með Matthías Á. Mathiesen sem fjármálaráðherra og Geir Hall- grímsson sem forsætisráðherra sem beitti sér fyrir því 1976 að opinberir stafsmenn fengu verk- fallsrétt. Til átaka sem þessara gat því aldrei komið á tímum Jóns Þorlákssonar og Ólafs Thors eða Bjarna Benediktssonar. Þá voru þau alfarið bönnuð með lögum. Hins vegar urðu oft hörð verk- fallsátök á meðan þeir voru í for- ystu Sjálfstæðisflokksins og var þá jafn harkalega ef ekki harka- legar á þá ráðist en forystumenn Sjálfstæðisflokksins nú. „Harka ríkisins" er að sjálf- sögðu afstætt hugtak. í bókinni er lítið haft fyrir því að skýra efna- hagslegar aðstæður, stöðu ríkis- sjóðs og aðrar forsendur fyrir því að 30% krafa BSRB eða krafan um kauptryggingu átti ekki rétt á sér. Höfundar dylgja mikið um skattalækkunarleiðina sem ýmsir sjálfstæðismenn og ekki síst for- maður flokksins, Þorsteinn Páls- son, taldi vænlegustu leiðina. Auð- vitað má um það deila hvort sú leið hafi í raun verið fær við ríkj- andi aðstæður. Hitt er ljóst, að forystumenn BSRB vildu aldrei kanna það til nokkurrar hlítar. Þeir einblíndu á eigin kröfugerð. Ekki er unnt að skella sökinni af því á Sjálfstæðisflokkinn. Höfundar birta lista, óformlegt plagg úr viðræðum Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins, þar sem nefndar eru hugmyndir um niðurskurð á ríkis- útgjöldum eða „niðurskurð á til- færslum og rekstri", eins og segir í bókinni. Engar sönnur færa höf- undar á, að þessi listi sé kominn frá Sjálfstæðisflokknum, enda er það óframkvæmanlegt. Hefðu höf- undar gjarnan mátt verja nokkr- um tíma til að grafast fyrir um það hvort listinn í bókinni væri t.d. ættaður frá Alþýðusamband- inu eða Vinnuveitendasamband- inu. Heimildamenn mínir segja, að listinn í bókinni sé plagg Ál- þýðusambandsins. Höfundar stunda samanburðar- fræði þegar þeir ræða um Sjálf- stæðisflokkinn og Framsóknar- flokkinn, stjórnarflokkana. Og komast að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokkurinn sé að minnsta kosti ívið verri en Fram- sóknarflokkurinn, ef ekki miklu verri. Það hafi verið þeir Davíð og Albert sem „brutu lög“ á verk- fallsmönnum með því að borga þeim ekki laun eftir 4. október. Framsóknarmennirnir Páll Pét- ursson og Stefán Valgeirsson eru sérstaklega nefndir til sögunnar sem skilningsríkir stjórnmála- menn. Næsta furðulegt er að lesa eftir á um upphlaup Kristjáns Thor- laciusar vegna ummæla Þorsteins Pálssonar í sjónvarpi 14. septem- ber og þeirrar yfirlýsingar Al- berts Guðmundssonar 26. septem- ber, að hann felldi tillögu sátta- semjara. Hinn 13. september strax og sáttatillagan var lögð fram, samþykktu stjórn og samn- inganefnd BSRB að hvetja félags- menn til að fella tillöguna. For- usta BSRB taldi hana sem sé óvið- unandi og hóf áróður gegn henni. Hinn 14. september kom Þorst- einn Pálsson fram í sjónvarps- fréttum og sagði, að afleiðing af óraunhæfum kjarasamningum yrði að sínu mati mjög aukið at- vinnuleysi eða tafarlaus gengis- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 felling og aukin verðbólga. í bók- inni er sagt að Þorsteinn hafi lýst því yfir „að ef sáttatillagan yrði samþykkt" yrðu afleiðingarnar eins og áður var lýst. En þessi rangfærsla á ummælum Þorsteins var höfð uppi strax. Neitaði Kristján Thorlacius á forsendum hennar að ræða við ríkisstjórnina fyrr en eftir atkvæðagreiðsluna, sem fram fór 24. og 25. september. 26. september ræddu Kristján og félagar við þá Steingrím Her- mannsson og Þorstein Pálsson. Síðan segir í bókinni „á meðan á fundinum stendur lýsir Albert því svo yfir við fréttamenn nokkrum dögum áður en talning atkvæða fer fram, að hann hafi sagt nei við sáttatillögunni og það frétta þeir félagar (Kristján Thorlacius og fé- lagar, innsk. Bj.Bj.) þegar þeir koma af fundinum". Hvað er hneykslanlegt við þetta? Atkvæðagreiðslu BSRB er lokið, hvað svo sem líður talningu at- kvæða. Fjármálaráðherra varð að taka afstöðu sem hann gerði í samráði við ríkisstjórnina. Ráð- herrann hlýtur einn að ráða því hvenær hann skýrir frá afstöðu stofu Ríkisútvarpsins sl. laugar- dagskvöld fengu rangtúlkun hjá þremur stjórnarandstöðuþing- mönnum í röð í fréttum Ríkisút- varpsins í hádeginu á sunnudag- inn. Sú túlkun var flutt af frétta- mönnum." Ekki er vitnað til þess- ara orða Ragnhildar Helgadóttur í bókinni. Þess er ekki heldur getið, að ummæli Alberts Guðmunds- sonar um kennarastéttina, sem flutt voru að kvöldi fimmtudags- ins 11. október, komust ekki í há- mæli á Alþingi fyrr en mánudag- inn 15. október, og höfðu þó tugir þingmanna flutt ræður þar á milli. í ræðu hinn 15. október þeg- ar Albert bað kennara afsökunar, sagði hann m.a.: „Ég harma það því að fjölmiðlar, Ríkisútvarpið á ég við í þessu tilfelli, sem nú geng- ur manna á meðal sem útvarp BSRB, skuli taka upp á þann hátt sem það gerði fréttaflutning frá umræðu um þetta mál þar sem, í fyrsta sinn að því er mér er sagt, meiri áhersla var lögð á frammík- öll en á ummæli eða ræðu viðkom- andi þingmanns. Það skilst mér að sé einsdæmi og ber að harma." Þessi ummæli Alberts Guð- um miðbik vikunnar að það hefði boðið upp á ófyrirsjáanleg átök ef einkastöðvunum hefði ekki verið lokað. Hópar manna litu svo á að rekstur þeirra væri slík ögrun við löglegt verkfall BSRB, auk þess að vera í blóra við landslög, að ef ákæruvaldið gripi ekki í taumana væri ekki um annað að ræða en að loka þeim með valdi.“ Höfundum er sérstaklega í nöp við stöðina Frjálst útvarp sem þeir nefna reyndar Valhallarút- varpið til að tengja hana örugg- lega Sjálfstæðisflokknum. Til þess að sanna að Frjálst útvarp hafi unnið gegn hagsmunum BSRB vitna þeir í BSRB-menn sem segja að „alltaf þegar Ragnar Stefáns- son var í verkfallsvörslu þá sagði Valhallarútvarpið þannig frá að verkfallsverðir hefðu komið undir stjórn Ragnars Stefánssonar o.s.frv." Ragnar er einn af forvíg- ismönnum Fylkingarinnar, er berst fyrir heimsbyltingu komm- únismans. Gefið er til kynna að Páll Guðmundsson, skólastjóri i Mýrarhúsaskóla, sem stjórnaði verkfallsvörslunni hafi aldrei ver- ið nefndur á nafn, enda „ekki Úr Karphúsinu á lokastigi samningsgerðar. sinni. En Kristján Thorlacius var ekki af baki dottinn. Hann sagði í blaðaviðtali af þessu tilefni: „Þetta eru forkastanleg vinnu- brögð. Það var ekki einu orði minnst á að ríkisstjórnin hefði ákveðið að fella sáttatillöguna. Maður hlýtur að fordæma svona framkomu af hálfu þeirra sem eiga að heita ábyrgir aðilar í þjóð- félaginu." Hvað á þessi æsingur að þýða? Ef einhver reyndi að hafa áhrif á félagsmenn BSRB var það stjórn BSRB og samninganefnd. Móðgunargirni Kristjáns Thor- laciusar er hlægileg, en hafði ótrú- leg áróðursáhrif. Athyglisvert hefði verið að sjá úttekt höfunda á áhrifamætti fréttastofu hljóðvarps ríkisins á meðan hún einokaði fréttaflutning í landinu eftir að frjálsu út- varpsstöðvunum hafði verið lokað 10. október og raunar einnig áður en það gerðist. Ragnhildur Helga- dóttir menntamálaráðherra hélt því til dæmis fram, að fréttastofa hljóðvarpsins hefði mistúlkað um- mæli sín um lögmætar og ólög- mætar aðgerðir í verkfallinu. í þingræðu um málið komst Ragn- hildur þannig að orði: „Það sem ég sagði í Ríkisútvarpinu var þetta, að mörg lagabrot hefðu verið framin þessa dagana, að skoða yrði þau öll í heild." í bókinni seg- ir að þessi orð Ragnhildar hafi sennilega orðið „fleygustu um- mæli haustsins, ef undan eru skil- in ummæli Alberts Guðmundsson- ar um kennarastéttina á Alþingi nokkrum dögum seinna". Hér skal fullyrt að hvorki um- mæli Ragnhildar né Alberts um kennarastéttina hefðu orðið „fleygustu ummæli haustsins" ef fréttamenn hljóðvarps ríkisins hefðu ekki tekið þau sérstaklega upp á sína arma. Ragnhildur sagði á Alþingi: „Þannig er mál með vexti að ummæli mín við frétta- mundssonar birtast að sjálfsögðu ekki í bók þeirra Baldurs Krist- jánssonar og Jóns Guðna Krist- jánssonar. Fjölmiðlafárið í þeim köflum bókarinnar sem fjalla um fjölmiðlun i verkfallinu er annars vegar lýst óraunsæjum tilraunum starfsmanna NT til þess að ná sérsamningum við Fé- lag bókagerðarmanna og hins veg- ar írafárinu sem varð meðal opinberra starfsmanna, þegar frjálsu útvarpsstöðvarnar hófu sendingar í Reykjavík eftir út- göngu starfsmanna sjónvarps og útvarps. Erfið einkamál starfs- manna NT leiði ég hjá mér. í upphafi frásagnarinnar um frjálsu útvarpsstöðvarnar segir „en þó verður að benda á, að nýju útvarpsstöðvarnar áttu sér lengri aðdraganda en tvo daga“. Engin rök eru færð fyrir þessari full- yrðingu en hún er liður í þeim al- menna áróðri bókarhöfunda, að hér hafi verið eitthvert samsæri sjálfstæðismanna á ferðinni, enda segja þeir „verður ekki framhjá því horft að hér gerði Sjálfstæðis- flokkurinn, eða öfl innan hans, til- raun til að taka landslög í sínar eigin hendur, á þann hátt sem enginn stjórnmálaflokkur á ís- landi hefur áður gert.“ Þeir telja að útvarpsstöðvarnar hafi komið af stað „öngþveiti" í höfuðborginni og menn hafi gengið um og spurt: „Hvað gerir saksóknari?" Því er lýst, að svo mikil hafi spennan orðið meðal starfsmanna Ríkis- útvarpsins út af þessu öllu, að út- varpsstarfsmenn hafi ætlað sér að hefja útsendingar á fréttum í hljóðvarpinu hvort heldur þeir fengju til þess heimild eða ekki. Og síðan segir einnig: „Hitt telur bókarhöfundur sig geta fullyrt að slíkur hiti var hlaupinn í þessi mál nokkur leið að koma komma- stimpli“ á hann. Að minnsta kosti einu sinni var skýrt frá því í frétt- um Frjáls útvarps að Páll Guð- mundsson hefði stjórnað verk- fallsaðgerðum BSRB við Keflavík- urflugvöll. Þegar höfundar ræða útvarps- málin einblína þeir á, að frjálsu stöðvarnar hafi verið ólögmætar, en gera allt sem þeir geta til að réttlæta útgöngu útvarpsmanna sem skapaði neyðarástand í þjóð- félaginu. Það var gegn þessu ástandi sem menn reyndu að sporna með því að koma út- varpsstöðvunum á fót. Að fjalla um einokun ríkisins á öldum ljós- vakans eins og heilagt mannrétt- indamál BSRB eða eitthvert grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar er út í hött. Eng- inn býst við því að lýðræði á land- inu hverfi úr sögunni með afnámi þessarar ríkiseinokunar, þvert á móti. Hætturnar af ríkiseinokun- inni fyrir lýðræðið sönnuðust best í verkfallinu. Deilan við Höskuld Jónsson Þriðji mesti óvinur opinberra starfsmanna samkvæmt þessari bók fyrir utan sjálfstæðismenn og aðstandendur frjálsu útvarps- stöðvanna var Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu. Verður hann eins konar tákn embættismannavaldsins. Vildu verkfallsmenn brjóta á bak aftur allar opinberar ákvarðanir sem voru þeim ekki að skapi. Höskuldi Jónssyni er lýst þann- ig að hann hafi verið „trúr sinni köllun og reyndi af fremsta megni að draga vígtennurnar úr verkfalli bandalagsins og má með nokkrum rétti segja að hann hafi öðrum fremur hleypt fjöri í þetta verkfall með lagatúlkunum sínum." Er töluverðu rými í bókinni var- ið til þess að fjalla um bréf sem Höskuldur Jónsson ritaði til að árétta stöðu ríkisins í verkfallinu. Ráðuneytisbréf af þessu tagi segja ekki endilega lokaorðið. Þeir sem ekki vilja sætta sig við þau geta skotið þeim til dómstóla, einkum ef um túlkun á lagaatriðum er að ræða. Þrátt fyrir allan æsinginn út af þessum bréfum, en stjórn BSRB mótmælti þeim m.a. á þeim forsendum, að með þeim væri „stefnt að því að afnema þau mannréttindi og lýðfrelsi, sem ís- lenskt þjóðfélag byggir á“, kemur hvergi fram að BSRB hafi reynt að leita réttar síns og losna undan „einræðislegri framkvæmd fjár- málaráðherra" og Höskulds Jóns- sonar með því. Nei, BSRB notaði bréfin einvörðungu í áróðurs- tilgangi. Kristján Thorlacius efndi til blaðamannafundar og likti „þessum hótunarbréfum“ eins og bókarhöfundar kalla þau við það sem ætti sér stað í Póllandi og Suður-Ameríku. Við þá lýsingu láta bókarhöfundar sitja og tí- unda síðan „ofbeldisverk" Kjara- deilunefndar og annarra í garð BSRB. Ófullkomin bók Eins og að framan má sjá, tel ég að bók þessi sé ófullkomin að því leyti að hún skýri einvörðungu sjónarmið annars aðilans. Áróð- ursmálefni BSRB meðan á verk- fallinu stóð eru tekin og þau enn einu sinni skýrð BSRB í hag. En mikið vantar á, að þessar skýr- ingar leiði til sannfærandi niður- stöðu, að minnsta kosti í mínum huga. Einnig hefur verið rakin óná- kvæmni varðandi einstök atriði, dagsetningar og fleira. I öllum umræðunum um nauð- syn þess að standa vörð um rétt- arríkið horfa höfundar bókarinn- ar t.d. alveg framhjá því, að starfsmenn Radíóeftirlitsins, sem fóru inn í Valhöll 4. október 1984 þrátt fyrir að verkfall væri hafið, höfðu enga heimild til húsleitar og ekki heldur lögreglan sem á var kallað. Það er fráleitt að ætla að lögreglu- og radíóeftirlitsmönnum sé heimilt að fara þannig inn i húsakynni annarra, enda varð annað uppi á teningnum þegar farið var eftir löglegum leiðum til að loka frjálsu útvarpsstöðvunum. Er helst að skilja frásagnir and- stæðinga frjáls útvarps á þann veg, að þeir telji að einhvers konar neyðarréttarsjónarmið hafi getað ráðið aðgerðum radíóeftirlits- manna og lögreglu í Valhöll hinn 4. október sl. Dregið skal í efa að lýsingar í bókinni á því hvernig staðið var að samningum milli Reykjavíkur- borgar og starfsmannafélags borgarinnar 13. og 14. október séu nákvæmar. Athyglisvert er að bókarhöfundar telja, að flestir fé- lagar í BSRB hafi gagnrýnt sam- komulag borgarinnar „aðallega vegna þess að með því hefði sam- staðan verið rofin“. En eins og kunnugt er, var það efst á baugi á sínum tíma, að efni samningsins hefði verið óviðunandi. Að lokum skal það einnig dregið í efa, að því sé lýst eins nákvæm- lega og gera þyrfti til þess að allar hliðar málsins skýrðust, hvernig það bar til að tollverðir á Kefla- víkurflugvelli hófu full störf eftir allt það sem á undan var gengið. Höfundar hefðu þannig mátt verja mun lengri tíma til þess að skrifa bók sína, ef fyrir þeim hefði vakað að láta lesandanum í té réttar og glöggar upplýsingar um það sem gerðist í „mestu prófraun sem lýðræði á íslandi og íslenskt réttarríki hefur gengið í gegnum", eins og þeir orða það í upphafi bókarinnar. Þessi blaðamannabók er síður en svo til þess fallin að auka tiltrú manna til þess að blaðamenn vandi vinnubrögð sín. Ég fullyrði að dagblað, sem að jafnaði væri ritað af jafnmikilli óvandvirkni og jafn augljósri hlutdrægni og þessi bók, ætti ekki langa lifdaga fyrir höndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.