Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 31

Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 31 VÖRUHAPPDRÆTTI 1. fl. 1985 VINNINGA SKRÁ Kr. 100.000 71154 Kr. 25.000 54666 56431 4406 12887 4536 14531 7099 16402 12355 17038 12360 18476 19562 25526 20920 25835 22Ó64 25869 22536 29673 25076 34564 Kr. 6.000 38188 45534 39395 46366 40092 46551 44270 48054 45343 50148 50572 56540 51841 56723 54379 59076 55206 60240 55428 60963 62629 67518 62830 67526 62883 67540 66262 68839 66544 70437 Kr. 3.000 73 1397 502 1422 505 1506 518 1684 536 1691 577 1764 615 1829 702 1940 737 2026 810 2043 996 2177 1089 2216 1184 2223 1313 2269 1348 2467 1331 2340 1388 2660 2678 4368 2779 4618 2904 4758 2993 4834 3123 4874 3267 4984 3326 5170 3366 5225 3376 5323 3541 5365 3831 5755 3976 5767 4096 5823 4246 5853 4486 3933 4487 3942 4357 3971 5987 7023 5990 7082 6016 7225 6026 7264 6075 7452 6201 7487 6219 7603 6346 7614 6348 7784 6399 7873 6771 7974 6779 8012 6861 8086 6866 8148 6905 8168 6938 8467 6947 8375 8629 9712 8710 9846 8722 10037 8777 10107 8815 10165 9037 10192 9071 10219 9087 10394 9099 10416 9124 10548 9195 10565 9197 10602 9271 10620 9294 10646 9339 10673 9346 10737 9375 10834 10884 12160 10945 12173 11090 12226 11266 12285 11336 12306 11385 12372 11430 12455 11474 12543 11512 12726 11329 12734 11585 12739 11649 12741 11677 12762 11754 12805 11774 12828 11849 12839 11964 12940 13195 14425 13249 14458 13280 14476 13341 14582 13349 14627 13373 14637 13538 14639 13552 14873 13591 14876 13606 14895 13784 15081 13961 15089 13963 15155 14064 15201 14093 15417 14101 15426 14393 15436 15506 17004 15567 17023 15844 17046 15867 17176 15869 17208 15961 17219 15989 17302 15991 17312 16041 17327 16264 17368 16345 17385 16422 17396 16482 17435 16543 17564 16578 17580 16601 17826 16979 17976 Kr. 3.000 17VV7 22530 18067 22761 18341 22928 18376 23101 18769 23142 18801 23274 18831 23312 18841 23433 18853 23443 18933 23452 19108 23597 19175 23681 19241 23701 19258 23763 19338 23776 19344 2396V 19370 24047 19943 24098 20107 24262 20126 24292 20248 24356 20397 24389 20401 24655 20454 24671 20491 24687 20541 24729 20543 24777 20562 25006 20824 25039 20883 25055 20919 25059 20935 25068 20943 25131 20982 25150 21143 25168 21195 25278 21257 25325 21322 25352 21377 25373 21597 25383 21601 25498 21606 25519 21666 25547 21699 25554 21782 25711 21863 25764 21932 25874 21970 25966 22054 26015 22205 26214 22282 26229 26395 29922 26465 29929 26518 29938 26522 29944 26586 29956 26590 30104 26594 30326 26634 30376 26725 30416 26758 30472 267V0 30490 26810 30522 26831 30600 26867 30682 26909 30762 26912 30824 26977 30861 26994 30898 27089 30912 27149 31110 27220 31236 27437 31451 27590 31611 27599 31634 27612 31744 2'7628 31892 27643 31920 27725 32151 27920 32218 28019 32276 28248 32282 28398 32283 28451 32292 28636 32327 28690 32773 28719 32774 28775 32801 28789 32838 28820 32869 29058 33144 29106 33306 29196 33442 29274 33460 29332 33479 29435 33514 29448 33555 29544 33557 29808 33627 29858 33808 29074 33957 29912 34115 34130 38715 34133 38738 34545 38772 34548 38781 34610 38799 34792 38814 35037 38843 35294 38880 35343 39079 35351 39138 35390 39159 35409 39175 35490 39406 35558 39414 35566 39500 35568 39573 35574 39629 35691 39714 35802 39845 35841 40013 36130 40020 36327 40034 36359 40120 36430 40121 36443 40130 36517 40180 36523 40255 36534 40265 36669 40428 36937 40615 36992 40740 37039 40772 37306 40BVB 37307 41211 37318 41256 37636 41392 37656 41549 37696 41610 37702 41630 37716 41637 37725 41777 37832 41784 37961 41839 38108 41847 38206 41946 38334 41966 38364 42001 38375 42035 38495 42043 38565 42057 38609 42146 42227 45647 42358 45648 42419 46021 42504 46178 42629 46273 42743 46370 42750 46729 42811 46789 42819 46918 42856 47013 42861 47050 42899 47073 43045 47077 43089 47114 43538 47132 43569 47198 43757 47237 43850 47281 43885 47306 43925 47336 43962 47374 44003 47389 44024 47433 44103 47449 44158 47464 44229 47605 44233 47695 44234 47867 44248 47895 44319 47923 44347 47937 44411 47947 44447 48020 44452 48105 44470 48144 44537 48269 44589 48603 44636 48703 44681 48956 44722 48992 44760 49023 44780 49053 44852 49112 44957 49135 45167 4V154 45199 49268 45279 49599 45438 49677 45507 49685 45629 49729 45645 49896 49927 53697 50078 53771 50173 53867 50205 53877 50373 53910 50659 53992 50668 54294 50945 54505 51161 54719 51179 54842 51292 54847 51302 54943 51326 54959 51364 54963 51368 55059 51383 55151 51385 55295 51407 55374 51478 55491 51721 55615 51785 55635 51795 56011 51826 56018 51884 56027 51973 56171 51983 56292 52067 56471 52095 56551 52201 56621 52213 56677 52264 56765 52283 56773 52311 56916 52527 56929 52617 57118 52628 57211 52630 57246 52819 57426 52866 57484 52898 57752 53090 57816 53195 58076 53200 58092 53228 58109 53262 58141 53295 58186 53364 581V9 53594 58209 53637 58410 53647 58449 53666 58458 58478 62664 58520 62812 58522 62820 58605 62873 58699 63156 58747 63197 58766 63225 58933 63289 59035 63320 59139 63455 59213 63519 59466 63764 59538 63821 59577 63874 59611 64135 59625 64152 59673 64167 59701 64199 59766 64225 59888 64336 59966 64352 59967 64573 60040 64633 60222 64713 60650 64812 60719 64850 60720 64875 60738 64918 60920 64942 61038 64979 61049 65006 61150 65073 61192 65184 61213 65399 61221 65438 61318 65576 61425 65634 61443 65755 61598 65775 61827 66147 61915 66183 62085 66222 62091 66325 62186 66375 6218V 66381 62225 66409 62265 66422 62460 66620 62533 66654 62582 66665 62637 66830 66855 71183 67012 7137/ 67042 71392 67087 71441 67278 71563 67305 71666 67513 71673 67558 71706 67758 71742 67875 71824 67883 71834 67887 71894 67889 72299 67969 72358 68092 72383 68201 72399 68226 72562 68259 72579 68341 72657 68412 72897 68468 72912 68563 73096 68772 73273 68804 73288 68886 73298 68914 73373 69041 73524 69245 73528 69323 73619 69334 73661 69381 73709 69592 73869 69618 74012 69648 74067 69744 74154 69761 74402 69770 74413 69850 74437 69997 74447 70033 74499 70200 74571 70273 74597 70281 74615 70454 74627 70532 '4615 70624 74947 70703 70939 71029 71048 71089 Áritun vinningsmiða hefst 25. janúar 1985. VÖRUHAPPDRÆTTI S.Í.B.S. Norræna Húsið: Sýning tengd minningu Ludvigs Holbergs í ANDDYRI Norræna hússins stend- ur yflr sýning tengd minningu Lud- vigs Holberg og eru þar sýndar Ijós- myndir frá uppfærslum á Hol- bergsleikritum hjá leikhúsunum í Reykjavík og Det Norske Teatret. Einnig eru myndir frá sýningum Herranætur MR og Menntaskólans á Akureyri og frá sýningum áhuga- leikfélaga. Bækur um og eftir Hol- berg og handrit af þýðingum o.fl. eru einnig á sýningunni, en hún er opin á opnunartíma Norræna húss- ins, frá klukkan 9 til 19, og stendur til mánaðamóta. Af óviðráðanlegum ástæðum varð að hætta við sýninguna „Hol- bergshefðin í listum og ljósmynd- um“, sem opna átti í sýningarsölum Norræna hússins sl. sunnudag og er þar af leiðandi engin sýning í sýn- ingarsölum fram til 9. febrúar. Bandarískur prófessor með stjórnmálafyrirlestur IIÉR Á landi er staddur Edwin Fogel- man prófessor í stjórnmálafræói viö Minnesota-háskóla í Bandaríkjunum. Mun hann flytja fyrirlestur á vegum utanríkismálanefndar SIJS í kvöld klukkan 20.30 í Valhöll við Háaleit- isbraut og er hann öllum opinn. Nefn- ist fyrirlesturinn „Stjórnmálavióhorf í Bandaríkjunum viö upphaf síöara kjörtímabil Ronalds Reagan“. Prófessor Fogelman stundaði nám m.a. við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum og London School of Economics and Political Science og lauk doktorsprófi í grein sinni frá hinum fyrrnefnda 1956. Hann hefur verið gistiprófessor við Vín- arháskóla og Oslóarháskóla og birt ýmsar greinar á fræðisviði sínu. Að fyrirlestrinum loknum mun Fogel- man svara fyrirspurnum fundar- manna. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MASHA HAMILTON Eþiópískir gyöingar fyrir framan Grátmúrinn í Jerúsalem. Á skiltunum standa mótmæli rituð á hebresku við því að fréttin um fjöldaflutinga gyöinga frá Eþíópíu komst í hámæli, áður en þessum flutningum var lokið. Ýmsir aðlögunarörðugleikar bíða gyðinganna frá Eþíópíu ÞEIR koma frá einangruðum þorpum í Eþíópíu og þekkja ísrael aöeins af frásögnum biblíunnar. Margir þeirra eru berfættir, algerlega eigna- lausir og sumir svo horaðir, að það er líkast sem ráðvillt augu þeirra hvfli á mjóum prikum. ísraelar hafa líkt þeim við fórnarlömb gasklef- anna og tóku því þeim fréttum með stolti og fögnuði, að verið væri að bjarga þeirra eigin fólki frá Afríkulandi, þar sem hungursneyð ríkti. Nú þegar mesta eftirvænting- in er liðin hjá, eru ísraelar farnir að átta sig á, að það getur orðið erfitt að taka fjölmennan hóp svartra manna frá þriðja heiminum inn í nútímalegt land, sem er aðallega byggt hvítum mönnum. Gyðingarnir frá Eþíópíu, sem nú verða að taka upp hið framandi tungumál, hebreskuna, eiga jafnframt fullt í fangi með að finna sér sama- stað. Það hefur þurft að koma þeim fyrir ekki bara í venju- legum fjölbýlishúsum heldur einnig í sjúkrahúsum og heimil- um fyrir munaðarlausa. Framandi heimtir Ekki bætti það úr skák, að það vitnaðist um björgunaraðgerð- irnar, áður en þeim var lokið. Sá ótti hefur nú komið upp í kjöl- farið á meðal þeirra 7.000 gyð- inga, sem fluttir hafa verið til ísraels undanfarna tvo mánuði, að fjölskyldur þeirra komist ekki til þeirra og þar með verði þeir skildir einir eftir í nýjum, fram- andi heimi. Eftir að ísraelska hernaðarrit- skoðunin aflétti nokkru af þeirri leynd, sem umlukti „Moses- aðgerðirnar" í síðustu viku, þá hefur Hanna Zemer, ritstjóri dagblaðsins Davar, lýst tilfinn- ingum þessa fólks, sem flutt er flugleiðis frá Eþíópíu, við komu þess til Israels. „Hinir sjúku eru fluttir fyrstir út úr flugvélinni. Menn bera þá á öxlum sér og sumir þeirra fá enn vökva í æð. Ég hef ekki séð slík- ar beinagrindur þaktar skinni síðan í fangabúðum nazista," skrifar Hanna Zemer í blað sitt. „Sjúkrabifreiðirnar skipa sér í röð. Síðan taka þeir heilbrigðu að stíga niður úr vélinni. Margir krjúpa, þegar komið er niður á flugbrautina og kyssa jörðina." Fyrir utan næringarskort þjást margir af innflytjendunum af sjúkdómum eins og tauga- veiki, blóðkreppusótt og malaríu. Til þess að draga úr öllum kvíða, sem þetta kann að vekja, eru höfð viðtöl við lækna í ísraelska útvarpinu, þar sem þeir fullvissa hlustendur sína um, að ekki sé vitað um nein tilfelli, þar sem ísraelar hafi smitazt af hitabelt- issjúkdómum af Eþíópíufólkinu. En margir af innflytjendunum eru ekki alvarlega veikir. Steven Kaplan, sérfræðingur í sögu Eþíópíu við hebreska háskólann, bendir á, að hungursneyðin kunni að verða notuð sem afsök- un fyrir því, að fleiri gyðingar verði fluttir til Israels. Hann heldur því fram, að gyðingar í Eþíópíu búi ekki á þeim land- svæðum, sem verst hafa orðið úti í hungursneyðinni. Þekkja ekki rafmagn Þegar innflytjendurnir koma til ísraels eru þeir fluttir í aðlög- unarbúðir. Þar fá þeir að vita hvað rafmagn er og læra sögu ísraels. „Það kom maður heim á bóndabæinn, þar sem ég bjó og skýrði mér frá því, að við ættum að fara með flugvél til ísraels, en ég vissi ekki, hvar það var,“ hef- ur dagblaðið Maariv eftir Ta- dega Gatahon, 40 ára gömlum innflytjanda. Starfsmenn ísraelsku innflytj- endastofnunarinnar segja sögur af fólki frá Eþíópíu, sem reynir að þvo diska á salernunum og réttir fram handfylli af pen- ingaseðlum fyrir fimm mínútna ferð með strætisvagni. En Jeff- ery Halper, mannfræðingur við hebreska háskólann, sem starfað hefur á meðal gyðinga frá Eþíópíu, heldur því fram, að allt of mikið hafi verið gert úr aðlög- unarörðugleikunum. „Hvernig nota á salerni, hvernig setja á ísskáp í sam- band, hvernig skrúfað skal frá krana, allt eru þetta hlutir, sem tekur aðeins 10 mínútur að læra á,“ var haft eftir Halper í ísra- elska útvarpinu. Það eru ísra- elsmenn, sem skapa vandann með of mikilli fastheldni við trú- arhefðina og gera of mikið úr hörundslit aðkomumannanna og því, hve frumstæðir þeir eru. „Við erum líka gyðingar“ Halper og margir aðrir lýsa Eþíópíumönnunum sem greindu fólki og menn á efsta þrepi stjórnstigans í ísrael eins og Shimon Peres forsætisráðherra og síðan niður úr hafa skorað á landsmenn sína að berjast gegn kynþáttafordómum. „Við erum ein þjóð. Það eru engir svartir gyðingar og svo hvítir gyðingar, heldur bara gyðingar," sagði hann í umræðum á þjóðþingi ísraels í síðustu viku. Fyrir utan gengu aðkomnir Eþíópíugyð- ingar í mótmælagöngu og báru skilti, þar sem sagði: „Við erum gyðingar alveg eins og þið.“ Samt er það viðurkennt af mörgum embættismönnum í ísrael, að hörundsliturinn kunni að reynast sá þröskuldur, sem erfiðast verði og lengstan tíma taki fyrir innflytjendendurna að yfirstíga. íbúarnir í nágrenni við munaðarleysingjahæli í Tel Aviv, þar sem 40 börnum frá Eþíópu var komið fyrir, „urðu í fyrstu hræddir, þar sem börnin hjá okkur voru svört," var haft eftir yfirmanni hælisins, Abra- ham Weingood. „Ég fór í bænahúsin og síðan á heimilin til þess að tala við fólk- ið og nú gengur allt vel,“ er ennfremur haft eftir Weingood. „En ég tel, að þegar til lengdar lætur, þá verði að mennta Eþíópíumennina betur en venju- lega Israela til þess að unnt verði að yfirstíga þá staðreynd, að þeir eru svartir." Zvi Eyal, talsmaður innflytj- endastofnunar gyðinga, sem lagði mikið af mörkum við skipulagningu og fjársöfnun til björgunaraðgerðanna, hefur lát- ið hafa eftir sér, að kynþátta- ágreiningurinn hafi komið mönnum óþægilega á óvart. Hann segir: „Eitt af því fyrsta, sem eþíópsku aðkomumennirnir segja, er þeir stíga út úr flugvél- inni er: „Við höfum aldrei vitað, að það væru til hvítir gyðingar." Rétttrúnaðarmenn í ísrael viðurkenndu Eþíópíugyðinga ár- ið 1975 sem afkomendur hins týnda gyðingaættflokks Dans. Þeir hafa haldið gyðingdómi sín- um í meira en 2.500 ár í einangr- uðum þorpum í norðurhéruðum hins kristna hluta Eþíópíu. Það hefur vakið gremju á með- al þeirra, að sumir gyðingaprest- ar krefjast þess, að þeir gangist undir táknræna staðfestingar- athöfn við komuna til ísraels. Þá hafa sumir Eþíópíumannanna einnig látið í ljós gremju vegna þess umtals, sem loftflutn- ingarnir hafa vakið og belgíska flugfélagið, er flutningana ann- aðist, heldur því einnig fram, að það hafi hætt björgunarflugi sínu vegna þessarar umræðu. Meira en 10.000 ókomnir Enda þótt ýmsir embættis- menn Israelsstjórnar hafi for- dæmt það, að fréttin um flutn- ingana barst út, þá hafa sumir úr hópi Eþíópiúmannanna hald- ið því fram, að það hafi verið gert af ásettu ráði. Enn eru eftir 8.000—10.000 gyðingar í Eþíópíu og 4.000 til viðbótar voru lagðir af stað frá heimkynnum sínum Íar en hafa ekki enn komizt til sraels. „Ég held, að sumir hafi ekki viljað, að eþíópsku gyð- ingarnir kæmu til Israels. Þeir óttast fjöldainnflutning á fólki og þau aðlögunarvandamál, sem slíkt kann að hafa í för með sér,“ er haft eftir Rahamin Elazar, forseta almannaráðs Eþíópíu- gyðinga, en hann kom frá Eþiópíu fyrir 11 árum. Masba Hamilton, böfundur þessar- ar greinar, er fréttamaöur rid As- sociated Press.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.