Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 35

Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 35 Þingeyri: Af 50 ára hjónaballi og vígslu f lugstöðvarinnar Nanna Magnúsdóttir flytur ávarp við minnismerki séra Stefáns Eggertsson- ar. Auk hennar eru á myndinni ekkja Stefáns, Guðrún Sigurðardóttir, börn þeirra hjóna, Sigrún og Eggert, og lengst til hsgri er Gunnar Friðfinnsson kennari. MorKunblaðið/Árni Sæberp Mageyri ÞAÐ ER með okkur Þingeyringa eins og aðra landsmenn, að þó vetur sé löngu genginn í garð samkvæmt almanakinu, þá höfum við verið blessunarlega laus við veturinn fyrr en á aðventu. Slæmar fréttir því eng- ar er talist geta. Heilsufar er dágott og enginn hefur gengið fyrir ættern- isstapa. Síðbúnar fréttir geta talist betri en engar fréttir. Sinfóní- uhljómsveit fslands færði okkur kærkominn sumarauka í september. Slíkir viðburðir teljast til hátíða í fámennu byggðarlagi og ekki dró það úr ánægjunni að með í för voru Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Kristinn Sigmundsson óperusöngv- ari. Fámennur en röskur hópur heimafólks undir stjórn Nönnu Magnúsdóttur stóð fyrir undir- búningi þessarar „hátíðar". Fjöl- menntu Dýrfirðingar til þessara tónleika og var flytjendum ákaft fagnað. Slíkir aufúsugestir koma aldrei nógu oft! „Hjónabair var haldið í nóv- ember og var minnst 50 ára af- mælis „hjónaballsins". Hefur að- sókn aldrei verið jafn mikil eða milli 180—190 manns. Margt kom til, veður var hagstætt, togararnir báðir í höfn og mannheilt á þeim þrem hreppum sem þátt taka í hjónaballinu, Þingeyrarhreppur, Mýrahreppur og Auðkúluhreppur. Sex pör önnuðust matseld og út- vegun á andlegu fóðri til fróðleiks og skemmtunar. Matthías Guð- mundsson rakti í léttum dúr sögu þessa mannfagnaðar en 1934 tóku fern hjón sig saman og efndu til „paraballs". Á þessi böll komust öll pör í Þingeyrarhreppi, gift eða trúlofuð og einstaklingar 35 ára og eldri. Kostnaði var deilt niður á þátttakendur og innheimtur eftir á, enda voru þessi böll ódýrari en aðrar samkomur og eru reyndar enn, þótt nú sé gjaldið ákveðið fyrirfram. Hagnaður er nú notað- ur til endurnýjunar og kaupa á ýmsum nauðsynlegum hlutum sem félagsheimilið nýtur góðs af. Frumkvöðlar hjónaballsins voru hjónin Sigríður Helgadóttir og Leifur Jóhannesson, Jóhanna Gísladóttir og Páll Jónsson, María Hjartar og Jón Bjarnason og Fríða Jóhannesdóttir og Sigmund- ur Jónsson. Stóðu þau fyrir þrem fyrstu böllunum en eftir það var skipuð nefnd til að sjá um næsta ball. Aðeins eru nú þrjú á lífi úr þess- um fyrsta hópi: Sigríður, Leifur og María Hjartar, öll flutt til Reykja- víkur. Margt hefur breyst í tímans rás, s.s. fallið niður „massinn" sem Jón Bjarnason stjórnaði af rögg- semi, harmonikuleikarinn horfinn úr „horninu". í stað þess komin hljómsveit með tilheyrandi „græj- um“. Aldur einstaklinga verið lækkaður niður 25 ár. Þá dunaði dansinn til 6 að morgni eða leng- ur, enda færri dansleikir þá. Þó er enn haldið við gömlum hefðum s.s. fjöldasóng, stuttum ræðuhöldum að ógleymdum gam- anvísum, en „hirðskáldið“ Elías Þórarinsson minntist 30 ára af- mælis síns í þessu hófi í þvi hlut- verki að yrkja grínbrag um starf- andi nefnd, hverju sinni. Fjórum sinnum á ári hreinlega sprengjum við húsið utan af okkur; á hjóna- böllum, áramótadansleikjum, þorrablótum og hestamannamót- um — en þröngt geta sáttir setið. Félagsheimilið fékk gagngerða „andlitslyftingu" fyrir hófið og veggina prýddu nú nýir og smekklegir vegglampar, hannaðir og smíðaðir á staðnum af Krist- jáni Gunnarssyni vélsmið. f frétt, sem ég sendi um vígslu flugstöðvarinnar hér, féll niður að minnast á hönnuð og smið minnis- merkisins um séra Stefán og fleiri atriði. Bið ég því Morgunblaðið, að birta nú ávarp frú Nönnu Magn- úsdóttir við þetta tækifæri. Um leið skal leiðrétt, að þar sem stóð í Morgunblaðinu, að dansað hefði verið meðan stætt var, átti að standa stansað var meðan stætt var. Ávarp Nönnu Magnúsdóttur „Frú Guðrún Sigurðardóttir og fjölskylda, ráðherra, flugmála- stjóri og góðir gestir, verið öll hja- rtanlega velkomin til okkar í dag. Er í sjónmáli var ný flugstöðv- arbygging á Þingeyrarflugvelli gafst Dýrfirðingum kærkomið tækifæri að minnast þess mikla afreks séra Stefáns Eggertssonar, er hann stóð fyrir byggingu þessa flugvallar. Séra Stefán var sóknarprestur á Þingeyri frá 1950—1978, er hann lést fyrir aldur fram, öllum harm- dauði er til þekktu. Hann lét margvísleg félagsmál til sín taka þ. á m. samgöngumál og skal þess minnst hér í dag. Á áliðnum síð- asta vetri komu saman forsvars- menn nokkurra félaga og fyrir- tækja á Þingeyri og rætt var um hvernig standa skyldi að máli þessu. Ákveðið var að reisa minn- isvaröa er prýða skyldi flugvöllinn og minna á störf séra Stefáns að flugsamgöngum Dýrfirðinga. Var strax hafist handa og leitað í smiðju til Steinþórs Sigurðssonar listmálara, sem okkur Vestfirð- ingum er að góðu kunnur og hann fenginn til að hanna minnisvarð- ann. Hefur Steinþór veitt okkur ómælda aðstoð og fyrirgreiðslu. Þröstur Marsellíusson á (safirði annaðist smíðina en uppsetningu og allan frágang hefur Gunnar Friðfinsson kennari á Þingeyri séð um. Hefur hann lagt sig allan fram, svo verk þetta mætti fara sem best úr hendi. Guðbjörn Charlesson umdæmisstjóri flug- málastjórnar hefur fúslega veitt alla aðstoð sem þurft hefur hér á flugvellinum. Þessum mönnum öllum, einnig félögum, fyrirtækj- um og einstaklingum hér heima og að heiman sem veitt hafa fjár- stuðning, færum við alúðarþakkir. Dýrfirðingar eru stoltir af flug- velli þessum sem staðsettur er í fögru umhverfi. Að sunnan rísa „vestfirsku Alparnir", Arnarnúp- urinn gnæfir sem útvörður, hár og tignarlegur vestan fjarðar, Skaga- hlíðar breiða úr sér norðan til og ekkert hylur sýn langt í sjó. Þó merkum áfanga sé náð með bygg- ingu nýrrar flugstöðvar, sem ber að þakka og fagna í dag, má merki brautryðjandans ekki niður falla og uppbyggingin verður að halda áfram. Lýsing þarf að koma á völlinn og brú á Dýrafjörð, svo þessar samgöngubætur nýtist nágranna- byggðunum mun betur en er í dag. Því kemur mér I hug hvatningar- ljóð Hannesar Hafstein ráðherra og þingmanns (sfirðinga, er hann segir: Að komast sem fyrst og að komast sem lengst er kapp þess sem langt á að fara. Vort orðtak er fram! Hver sem undir það gengst, mun aldregi skeiðfærið spara. Og færið er hér og óvíst er nær annan eins skeiðvöll fáum vér. Gjafaranum allra góðra gjafa þökkum við heillaríka dvöl séra Stefáns Eggertssonar og fjöl- skyldu hans hér í Dýrafirði. Að orðum mínum hér loknum, langar mig að biðja frú Guðrúnu, eiginkonu séra Stefáns er stóð við hlið manns síns í öllum hans störfum, að tendra hér ljós sem lýsa muni af og minna á, hvers einstaklingurinn er megnugur byggðarlagi sínu til framdráttar, ef í honum býr áræði, vilji og þor. Leyfi ég mér að fara með fyrsta erindi úr kvæði eyfirska skáldsins Davíðs Stefánssonar: Þú sem eldinn átt í hjarta óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð, á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll sin sólarljóð. Blessuð sé minning séra Stefáns Eggertssonar. Fyrir hönd nefndar þeirrar er séð hefur um framkvæmd þessa óska ég öllum sem um flugvöllinn fara fararheilla og afhendi hér með Þingeyrarflugvelli minnis- varða þennan til eignar og varð- veislu og bið frú Guðrúnu að gjöra svo vel að tendra ljósið." — Hulda „Sinfóníuhljómsveit íslands færói okkur kærkominn sumarauka í septem- ber. Slíkir viðburðir teljast til hátíða í fámennu byggðarlagi og ekki dró það úr ánægjunni að með í för voru Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Kristinn Sigmundsson óperusöngvari.“ Morsunblaðið/Hulda HOLLANDS PISTILL / EGGERT H. KJARTANSSON Snjór, frost og stundum vandræði Hér í Hollandi sem og víðar í Evrópu hefur vetur konungur heldur betur hrist af sér snjó- kornin yfir samfélagið. Svo til allt er hvítt. í landi þar sem vegir,göngu-og hjólreiðastígar sem að einhverju marki eru not- aðir eru malbikaðir eða hellu- lagðir getur snjókoma og frost haft alvarlegar afleiðingar. Fólk er vant að geta rennt þetta á milli borga og bæja án þess að verða að hafa áhyggjur af öðru en götuljósum og gangandi veg- farendum. Þegar fyrsta hálkan kom gerðist það því nokkuð fljótt að ökumenn renndu bílun- um sínum þetta hverjum utan í annan og nokkrir lentu úti í skurði. Almenn hræðsla og var- kárni greip um sig hjá öku- mönnum og það með þeim ár- angri að meðalhraðinn á hrað- brautunum varð 25—30 km á klst. á annatímunum. Langar bílakeðjur mynduðust og það tók klukkutímana að skreppa vega- lengdir sem undir eðlilegum kringumstæðum er skottúr. Þetta reyndist næg ástæða fyrir margan til þess að taka þá ákvörðun að ferðast með strætisvögnum og lestum. Það er þó síður en svo að vet- urinn hafi hlíft lestunum hér. Þegar lestarstjórarnir mættu einn morguninn voru hjólin freðin föst á fjölda vanganna svo hvorki var farið aftur á bak né áfram. Skammhlaup varð í mörgum rafmótornum eftir að startað var og frosið var á dies- elmótorunum. Lestarspor láta ekki að stjórn og langar biðraðir myndast á lestarstöðunum vegna þess að áætlunum er breytt og ferðir felldar niður auk þess sem álagið er meira en und- ir venjulegum kringstæðum. Strætisvagnarnir eru svona nokkurn veginn það eina sem gengur eðlilega. Ymislegt fleira en samgöngu- kerfið hefur komist í vandræði vegna kuldanna. Hús hér í Hol- landi eru yfirleitt mjög illa ein- angruð og víða blæs inn með gluggum og útidyrum. Þetta þýðir að erfitt er að halda uppi sæmilegu hitastigi í þeim. Verð á gasi til húskyndingar er einnig mjög hátt og margur reynir að spara þessa dagana við sig með því að loka einu og einu herberg- inu og skrúfa fyrir ofninn og menn hreiðra um sig í svefn- herberginu og ullarteppum er bætt á rúmið. Það ágætisfólk sem einhverra hluta vegna hefur ekki skotið rótum í þeirri jarð- vegsblöndu sem samfélagið hef- ur hér upp á að bjóða, leitar til stofnana þar sem hægt er að finna húsaskjól og fá eilitla um- hyggju. Þetta kuldaskeið hefur hingað til kostað eitt mannslíf. Gömul kona í den Haag sparaði of mikið við sig í kyndingunni með þeim afleiðingum að hún ofkældist. Þetta er alvarlegt dæmi vegna þess að margt eldra fólk hefur litlar tekjur og fram- færslukostnaðurinn er hár. Til- hneigingin til þess að spara við sig í kyndingarkostnaðinum er því skiljanleg. Ekki er þó allt saman neikvætt við kuldann. Vetraríþróttir eru hér vinsælar og nú er tækifærið. Það sem er mest áberandi er að skauta- íþróttin er mikið stunduð. Skilj- anlegt þegar það er haft í huga að vötn og síki eru dreifð um allt Holland og í svona tíð leggur fljótt. Ef þessi kuldi heldur áfram er jafnvel útlit fyrir að hægt verði að halda hið fræga 200 km skautamót í Fríslandi sem er kallað „Elf steden tocht" eða ellefu bæja skautaferð. Þar er keppt um það hver er fyrstur þessa 200 km vegalengd sem er þannig lögð að skautað er á vatnavegum sem liggja gegnum 11 bæi og borgir í Fríslandi. Árið 1963 var þessi „Elf steden tocht" síðast haldin í Hollandi. Síðan þá hefur ekki komið nógu harður vetur eða nægilega löng kulda- skeið. Síðan 1963 hefur keppnin verið haldin í Finnlandi eða í Kanada og hópar hollenskra skautakappa ferðast þangað á hverju ári með það fyrir augum að halda sér í æfingu. ísinn hér á vatnavegunum verður að vera að minnsta kosti 15 sentimetra þykkur áður en þeim 16.000 manns sem reiknað er með að taki þátt í mótinu ef það yrði haldið í vetur verður hleypt út á svellið. Undirbúningur er þó haf- inn og gert er ráð fyrir því að þyrluflugmenn hersins verði fengnir til þess að fljúga lágt yf- ir vatnaveginum þar sem mótið fer venjulega fram með það í huga að loftþrýstingurinn frá spöðunum þeyti snjófölinni til hliðar og auki þannig möguleik- ann fyrir kuldann að ná tökum á vatnsmólikúlunum. E.H.K.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.