Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 40

Morgunblaðið - 17.01.1985, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 Magnús Ingimars son - Minning Fæddur 19. júlí 1920 Dáinn 9. janúar 1985 Magnús Ingimarsson fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru Bóthildur Jónsdóttir og Ingimar Magnússon, er lengi bjuggu á Akranesi og að Miðhúsum. Þau eru bæði látin. Hann kvæntist Elínu Ólafsdótt- ur og átti með henni eina dóttur, Ásdísi Báru. Þau skildu. Dreng _ átti hann með Guðbjörgu Ell- ertsdóttur, Hörð, en hann er nú látinn. Magnús bjó í mörg ár með Gísl- ínu Sigurðardóttur í Kjalardal og áttu þau saman fimm börn, Helgu, Ingimar, Önnu Berglindi, Hiídi Steinunni og Bjarka. Þau slitu samvistir. Þegar ég frétti lát Magnúsar Ingimarssonar, varð mér að orði „guði sé lof“. Þetta kann nú ef- laust að láta í eyrum kuldaleg kveðja, en hvað er þreyttum og sjúkum kærkomnara, en að fá að sofna svefninum langa og losna frá ströngu veikindastríði, sem öllum hans ættingjum og vinum og ekki síst honum sjálfum var orðið ljóst, að ekki gæti endað á annan veg, en þann sem við öll eigum vísan. Það er líka stað- reynd, að þegar við förum héðan, frá þessu jarðlífi, förum við öll jöfn. Við tökum ekkert með okkur og það er sama hvað hávær við erum og hvað mikið við látum á okkur bera, allt er þetta einskis virði að leiðarlokum. Magnús fæddist ekki með neina gullskeið í munninum, hann varð að vinna fyrir sér og sínum hörð- um höndum, en þessar vinnusömu hendur áttu til þann mjúkleika og þá hjálpsemi, er nú skal þökkuð. Ég kynntist Magnúsi 1973 þegar ég og fjölskylda mín komum að Hvanneyri í Borgarfirði, sem flóttamenn úr eldgosinu í Vest- mannaeyjum. Þegar við stóðum hér og höfðum fengið búslóð okkar flutta frá Eyjum, alla brotna og rispaða, eftir hraða og hörku þeirra flutninga, var útlitið satt að segja ekki glæsilegt. Við vorum níu manns sem stóðum og horfð- um á þetta, sem einu sinni hafði verið þokkaleg búslóð. Hvað áttum við að gera við þetta, allt meira og minna ónýtt? Talið þið við Magn- ús Ingimarsson, ráðlagði einhver. Það varð líka sannarlega ekki tilgangslaust. Hann var samt ekki maður sem sagði hiklaust já við bón okkar. Svarið var „ég skal at- huga hvað hægt er að gera“. En hann gerði líka svo sannarlega það sem hægt var og erum við í stórri þakklætisskuld við hann síðan, því enginn var reikningur- inn skrifaður. Þetta var hans framlag til flóttafólksins. En líf okkar rennur áfram og oft getum við svo litlu ráðið um i hvaða farveg það fer og ekki fór Magnús varhluta af þeim straum- um er áhrif höfðu á líf hans til annarra átta, en hann hafði sjálf- ur ætlað, en hann lét ekki óviðráð- anleg öfl ná tökum á sér, heldur byggði um sig harða skel og lét sér ekki svo mikið sjáanlega bregða, þó brotsjóir lífsins skyllu á hon- um. Við bjuggum árum saman í sama húsi og höfðum daglega samskipti við hann, vissum þó að innan við þessa hörðu skel voru blíða og ilur og þar blundaði barn- ið, sem býr með okkur öllum. Mér er lítið kunn ævi Magnúsar áður en okkar kynni hófust. Hann var húsasmiður og vann við ný- byggingu Bændaskólans á Hvann- eyri í mörg ár. Síðustu æviár sín bjó hann í Reykjavík hjá Báru dóttur sinni og fjölskyldu hennar og var það honum ómæld ánægja að dvelja hjá henni og barnabörn- unum. Þar átti hann hlýtt og gott heimili. Þessi síðustu ár voru hon- um góð. Nú réð hann vinnutíma sínum sjálfur. Síðustu tvö árin vann hann að viðgerð á Kvennaheimilinu Hall- veigarstöðum, þar var sannarlega réttur maður á réttum stað. Þar eignaðist hann góða vini, hús- varðarhjónin Kristínu og Guð- mund, sem nú sakna vinar í stað. Ég og fjölskylda mín sendum börnum Magnúsar og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim guðsblessunar. Blessuð veri minning hans. Jakobína Jónasdóttir, Hvanneyri. { dag er til moldar borinn á Akranesi frændi okkar Magnús Ingimarsson. Hann fæddist í Reykjavík en fluttist ungur með foreldrum sínum og systkinum til Akraness. Við kynntumst Magga frænda sérstaklega vel þegar hann bjó hjá foreldrum okkar á Akranesi um tíma. Þá vorum við svo ung að okkur fannst hann frekar vera eins og bróðir okkar en frændi, enda kölluðum við hann alltaf Magga bró. Hann var alltaf svo kátur og léttur í lund og gerði að gamni sínu við okkur systkinin. Seinn fluttumst við til Reykjavík- ur, þá var hann farinn að vinna uppi í sveit við húsabyggingar svo að við hittum hann sjaldnar. En þegar hann flutti seinna til Báru dóttur sinnar í Reykjavík fórum við að hitta hann reglulega aftur. Já, það er margs að minnast þegar við hugsum til fyrri tíma. Hann var mikill hestavinur og hvað honum fannst gaman að því þegar ein systir okkar eignaðist hesta, hann spurði alltaf um hest- ana hennar, meira að segja þegar hann var orðinn mikið veikur. Elsti bróðir okkar og Magnús voru sérstaklega góðir vinir og fóru þeir oft saman í feröalög, já, þeir voru búnir að ákveða ferð til Noregs siðastliðið sumar en það gat nú ekki orðið vegna veikinda Magnúsar. Við söknum Magnúsar og þökk- um fyrir að hafa átt hann að frænda og góðum vini. „Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja, vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guðossþaðgefi,. glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut." (Sb. 1886 - V.Briem) Við biðjum góðan Guð að styrkja börn hans og barnabörn. Systkinin Valli, Auður, Hildur, Helgi, Valla og Fjóla. „Skjótt hefir sól brugðið surnri." I dag kveðjum við ljúfan og góð- an vin, Magnús Ingimarsson húsa- smíðameistara. Fyrir nokkrum mánuðum var hann fullur af starfsorku og dugnaði. Við kynntumst þegar sonur minn, Ágúst Schram, kvæntist Báru, dóttur hans og Elínar Ólafsdóttur. Árin voru ekki mörg sem við höfum þekkst, en góð voru þau. Hann var ljúfur og skemmtilegur maður, mjög vinnusamur og bar umhyggju fyrir umhverfi sínu, bæði á heimili sínu og vinnustað. Börnum sínum var hann ástrík- ur faðir, enda guldu þau honum umhyggjuna. öll eru þau sérstak- lega mannvænleg og dugleg. Við Kjartan áttum margar góðar stundir með Magnúsi og fyrir þær þökkum við. Hjálpsemi hans og vináttu mun- um við geyma með okkur, hann reyndist okkur ætíð sem besti bróðir. Unnur Ágústsdóttir t Móöir min. SIGRÍOUR JÓNSDÓTTIR, fró Loftastööum, veröur jarösungin frá Neskirkju föstudaginn 18. þ.m. kl. 13.30. Rannveig Hrund Vernharöadóttir. t Kveöjuathöfn um móöur okkar, Ingibjörgu Jónsdóttur, Laugarnesvegi 80, veröur i Laugarneskirkju föstudaginn 18. janúar kl. 15.00. Jarösett veröur aö Breiöabólstaö í Fljótshliö, laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. Guöbjörg Jóna Siguröardóttir, Leifur Sigurósson. t Frænka okkar. VIKTORÍA SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR frá Strönd, veröur jarösungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 19. janúar kl. 13.30. Elín Sigurgeirsdóttir, Jóna Sigurgeirsdóttir, Ólafur Gislason. t Eiginmaöur minn, faöir okkar og sonur, AÐALSTEINN PÉTURSSON Issknir, Klettavfk 11, Borgarnesi, veröur jarösunginn frá Reykholtskirkju laugardaginn 19. janúar kl. 14.00. beir serti viljá wihhast hans vthsamtegast látið ðjúkrahús Akranees njóta þess. Ferö verður frá Umferöamiöstööinni sama dag kl. 10.30. Halldóra Karlsdóttir, Þórdfs Brynja Aöalsteinsdóttir, Oddur H. Knútsson, Guörföur Hlíf Aðalsteinsdóttir, Ólafur Jennason, Áslaug H. Aöalsteinsdóttir, Halldóra Aöalsteinsdóttir Guörföur Kristjénsdóttir, Pétur Sigurösson. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HANNES FRIÐRIKSSON, Arnkötlustööum, Holtum, Rang., veröur jarösunginn frá Árbæjarkirkju, Holtum, laugardaginn janúar kl. 14.00. 19. Hulda Hannesdóttir, Margrét Hannesdóttir, Bjarni Hannesson, Salvör Hannesdóttir, Ketill A. Hannesson, Áslaug Hannesdóttir, barnabörn og ba Sólveig Halblaub, Helga Halblaub, Hannes Hannesson, Auöur Ásta Jónasdóttir, Höróur Þorgrfmsson, sbörn. t Faöir okkar, ÓSKAR SÓLBERGS, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 18. janúar kl. 15.00. Birna Óskarsdóttir, örn Óskarsson, Rós Óskarsdóttir, Ásdfs Óskarsdóttir, Ævar Óskarsson. t Minningarathöfn um fööur okkar SIGURD ÞÓRDARSON, er andaöist í St. Fransiskusspitala, Stykkishólmi, 10. janúar veröur i Stykkishótmskirkju laugardaginn 19. janúar kl. 11. f.h. Fyrir hönd vandamanna. Sigrföur Siguröardóttir, Guölaug Erla Siguröardóttir. t Þökkum vinsemd og hluttekningu við andlát og jarðarför frænku okkar, MARÍU G. EYJÓLFSDÓTTUR fré Kötluhól. Innilegustu þakkir færum viö starfsfólki Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar sem annaöist hana siöustu mánuöina. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Lilja Hafsteinsdóttir, Ólafur Ólafsson. t Þökkum innilega sýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför systur minnar og vinkonu okkar, SIGRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Élll og hjúkrunarheimillnu Qrund. Bryndfs Ólafsdóttir, Anna Norland, Helga Norland. Lokað Verslunin verður lokuö i dag fimmtudaginn 17. janúar vegna jaröarfarar MAGNÚSAR INGIMARSSONAR húsasmiðameistara. Kjartan Jónsson Byggingavöruverslun. Lokað Lögmannsstofan aö Ránargötu 13, Reykjavík veröur lokuð fyrir hádegi , fimmtudaginn 17. janúar vegna jaröarfarar KRISTJÁNS STEFÁNSSONAR hdl. Hilmar Ingimundarson hrl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.