Morgunblaðið - 17.01.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 17.01.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. JANÚAR 1985 51 VELVAKANDI SVARAR í SfMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Matur og áfengir drykkir Friðrik Einarsson skrifar: Eftir nýjustu fréttum að dæma virðist nú eiga að gera alvöru úr því að banna a.m.k. sumum gilda- skálum að veita áfengi drykki, nema matur sé framreiddur með. Mér kemur í hug atvik frá Svíþjóð, en þangað sækjum við fyrirmynd- ir um ýmsar reglur og uppákomur, og oft um það sem síst skyldi, enda eru Svíar fullir fordóma og alls kyns fáránlegra hugmynda. Það eru líklega um 20 ár síðan við hjónin vorum stödd í Malmö. Ég keypti þar föt, og meðan verið var að ganga frá þeim fórum við út á götu. Það var mjög heitt í veðri og okkur tók að þyrsta. Við fórum inn á veitingastað og hugð- umst fá okkur ölglas. í Ijós kom að við urðum að taka mat með, þótt við værum ekki svöng, bara þyrst. Við kunnum þessu ekki vel, enda vorum við að koma frá Danmörku, þar sem yfirleitt ríkir heilbrigður hugsunarháttur. Eftir nokkrar bollaleggingar var okkur bent á, að við þyrftum raunar aðeins að fá okkur brauðsneið með ölinu. Brauðsneiðin mætti vera svo ódýr, að litlu skipti, þótt við skildum Sambandsleysi Inga Sigurðardóttir kom að máli við Velvakanda og bað um að birt yrði eftirfarandi: Mig langar til að biðja hjónin Ásgeir Guðnason og konu hans, Bryndisi, að hafa við mig samband við tækifæri, en ég hef ekki getað haft upp á heimilisfangi þeirra né símanúmeri hér fyrir sunnan. Símanúmer mitt er: 24857. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaöeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orða- skipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfðng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, aö þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér I dálkunum. Enn um Dallas Ein 13 ira hringdi: Því er Dallas ekki sýnt lengur í sjónvarpinu? Ekki eru allir svo efnaðir að eiga myndbönd og heima hjá mér t.d., þar sem til er myndband, er ekki hægt að sýna Dallas-þættina, þar sem þeir eru frá allt öðru kerfi en tækið okkar Skemmtiþætti fyrr á kvöldin Helga hringdi: Ég á skyldfólk í Hafnarbúðum og þar kvarta vistmenn gjarnan yfir því hve léttir þættir sjón- varpsins eru sýndir seint á kvöld- in. Væri nú ekki nær að hafa af- þreyingarþætti og skemmtiefni fyrr á kvöldin svo að eldra fólkið missi ekki iðulega af þeim, en það fer oftast snemma í háttinn. hana eftir á diskinum. Við vorum ekki skyldug til að ljúka „matn- um“. Við fengum okkur brauð- sneið og skildum eftir, en drukk- um ölið. Fyrir allmörgum árum vorum við á læknaþingi í Falstebo i Suður-Svíþjóð. Að þingi loknu komum við okkur saman um að dvelja í nokkra daga á hótelinu með góðum vinum frá Danmörku. Dag nokkurn fórum við inn í bæ- inn, en þetta er smábær. Við snér- um okkur að tveimur eldri mönnum á götu og spurðum til vegar að áfengiseinkasölunni i bænum: Systembolaget. Þeir litu steinhissa hvor á annan. „System- bolaget! Det vet vi inte.“ Síðan spurði annar hinn: „Veist þú nokk- uð hvar Systemet er?“ „Nei. En fyrir nokkrum árum var það held ég ...“ og nefndi götu. Svona var yfirdrepskapurinn mikill. Og hræsnin. Kannski hafa þeir nú ekki farið oftar í „Systemet" en svo sem einu sinni á ári. Þetta minnir raunar á hræsnina og yfirdrepsskapinn hér. Mér finnst ekki fara mikið fyrir mót- mælum bindindismanna við því að Friðrik furðar sig i því að bindindis- menn amist lítið út í „bjórlíkið“ en mótmæla hins vegar harðlega að ósvikið öl sé selt hér. sullað sé saman brennivín og öli og það selt og kallað „bjórlíki". En ef minnst er á að hafa ósvikið öl á boðstólum ætla þeir vitlausir að verða. Bréfritari álítur að Bjarni Friðriksson hefði átt skilinn titilinn íþróttamaður ársins 1984. Rangt val RJS. skrifar: Hvernig skyldi standa á því að við kjósum Ásgeir Sigurvinsson sem íþróttamann ársins 1984? Ásgeir er atvinnumaður og vinnur sín ágætu afreksverk fyrst og fremst fyrir Þjóðverja, en ekki Islendinga. Er annars ekki verið að kjósa íþróttamann íslands? Að mínu mati hefði Bjarni Friðriksson, júdókappi, átt að hljóta titilinn. Hann vann til bronsverðlauna á ólympíuleikunum sl. sumar fyrir f slands hönd og hefur staðið sig með ólíkindum vel í sinni grein. Bjarni, þú ert minn íþróttamaður ársins 1984, eins og svo margra annarra. Fræöslu- fundur Muniö fræöslufundinn í félagsheimilinu viö Bústaða- veg í kvöld kl. 20.30. Járninganámskeið Fer fram 22.-26. janúar. Kennari: Eyjólfur ísólfsson. Þátttaka tilkynnist á skrifstofunni. c Fræðslunefndin. 03^ SIG6A MlCsGl £ vLVtftAH 06 Rf) L0KUH BIРɣ FÉLHGRNR .RP RISR OR SÆTl Rafreiknir hf. kynnir: LAUN Launabókhald fyrir smátölvur Hentar öllum fyrirtækjum sem vilja tölvuvæöa launaútreikninga. Kynning veröur haldin laugardaginn 19.1. ’85 aö Smiöjuvegi 14C, Kópavogi, kl. 1—6. Sama hús og Höggdeyfir. Helstu útsölustaöir: Atlantis, Skrifstofuvélar, Örtölvutækni, Gísli J. Johnsen, Tölvutæki, Akureyri. Rafreiknir hf., Höggdeyfishúsinu, Smiöjuvegi 14C, sími 79611, Kópavogi. APPLE-DRIF Sértilboð Viö höfum gert samning viö CUMANA Ltd í Bretlandi um afslátt af hinum vinsælu Cumana AS 100 disk- ettudrifum fyrir Apple II+ og //e tölvur. Viö getum nú boöið þau á: kr. 5.200.- (gengi 15.1. ’85) Þetta tilboð er háö því, aö þú pantir diskettudrif símleiöis, eöa á annan hátt, fyrir 30. janúar, 1985. Drifin veröa siöan afhent um miðjan febrúar. Einstakt tækifæri fyrir skóla og einstaklinga sem vilja eignast ódýrt og vandaö drif. SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, 105 Reykjavík. Símar 28300 (verslun) og 28322 (skrifstofa). 06 VOTTH HINUM LÁTNR VIRPIN6U SÍNH MEÐ EINNHR MÍNÚTU PÖ6N,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.