Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985
Ekki hægt að útskrifa
sjúklinga vegna skorts
á fólki í heimilishjálp
„ÞAÐ ER undarlegt aö á meðan
fjöldi kvenna er á atvinnuleysisskrá
í Reykjavík er ekki hægt að fá fólk í
heimilishjálpina, sem Félagsmála-
stofnun hefur milligöngu um,“ sagði
Ásta Möller deiidarstjóri á öldrun-
ardeild Borgarspítalans í samtali við
blm. Morgunblaðsins. „Þessi skort-
ur hefur orðið til þess að við getum
ekki útskrifaö sjúklinga og þar af
leiðandi ekki tekið aðra inn, sem á
því þurfa að haida.“
Ásta sagði að reynt væri að
stuðla að því að sjúklingarnir geti
verið sem mest heima, í sínu
venjulega umhverfi. t mörgum til-
fellum er þó um að ræða fólk sem
ekki getur verið heima án þess að
fá þessa hjálp. Hún sagði að oft
hefði ástandið verið slæmt í þess-
um málum, en alveg sérstaklega
núna, eða síðan fyrir jól.
Jónína Pétursdóttir hjá heimil-
ishjálp Félagsmálastofnunar
sagði að um 500 manns ynnu nú
hjá heimilishjálpinni, en þar af
eru margir í hlutastörfum.
„En okkur vantar alltaf gott
starfsfólk,“ sagði Jónína. „Það eru
mörg heimili á biðlista og eins og
er vantar um 50—100 manns til að
koma inn á heimili og þrífa þar
einu sinni í viku. Þetta starf virð-
ist vera óvinsælt, því mjög erfitt
er að fá fólk í það. Viðhorf til
slíkra starfa hefur breyst mjög
mikið á undanförnum árum. En
það má ekki gleyma því að þessi
hjálp er óhemju þýðingarmikil.
Hér er verið að hjálpa fólki, sem
ekki getur innt þessi störf af hendi
sjálft. Þetta er ekki vinnukonu-
starf, eins og var hér í gamla
daga.
Það er miklu auðveldara að fá
fólk til að starfa við almenna um-
önnun. Þá vinnur viðkomandi allt-
'fí
INNLENT
af á sama heimilinu, kemur þang-
að á hverjum degi og sér um inn-
kaup, þrif o.fl.
Langflestir sem njóta heimil-
ishjálpar eru ellilífeyrisþegar, eða
um 1.440 heimili. Þar af eru
150—200 heimili sem þarfnast
daglegrar umönnunnar. Á 480
heimilum er fólk yngra en 67 ára
og er þá oft um að ræða fólk sem
nýútskrifað er af sjúkrahúsum.
En langstærsti hlutinn er fólk sem
þarf að fá þessa aðstoð einu sinni í
viku og vantar einmitt fólk til
þeirra starfa.
Það virðist ekki vera mikið at-
vinnuleysi hér þegar ekki fæst
fólk til þessara starfa. Nú geta
konur valið úr störfum og tel ég
það m.a. vera skýringu á því að við
verðum útundan hér,“ sagði Jón-
ína að lokum.
Morgunblaðið/öl.K.Mag.
Sovéskt hafrannsóknaskip í Reykjavíkurhöfn
Þetta sovéska hafrannsóknaskip, Prófessor Pulskov, liggur þessa dagana við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Það
er við rannsóknastörf norðaustur í höfum og er hér með leyfi íslenskra stjórnvalda til að hvíla áhöfn og taka
vatn, vistir og olíu. Skipið er 1.800 lestir að stærð. Það kom á mánudag og fer héðan aftur um klukkan 17 í dag.
Greiðslubyrði lífeyrissjóðslántakenda eykst stöðugt:
Lánstíminn verði lengd-
ur úr 32 árum í 42 ár
VEGNA stóraukinnar endurgreiðslubyrði af lífeyrissjóðslánum , sagðist
formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, Guðmundur H. Garðars-
son, í samtali við Morgunblaðið hafa f huga að leggja fyrir stjórn sjóðsins
hvort ekki væri rétt að lengja lánstímann í allt að 42 ár og létta þar með
greiðslubyrðina þannig að hún yrði svipuö því og var 1981, þegar full
verðtrygging var tekin upp hjá lífeyrissjóðum landsmanna.
Guðmundur sagði að ef litið greiðslu ásamt vöxtum í júlí 1982,
væri til ársins 1981, þá hefði há-
markslán til félaga VR. eftir 10
ára starf verið 180 þúsund krónur,
sem hefði verið lánað til 32ja ára,
með 2% grunnvöxtum. „Fyrsta af-
borgun af láni sem hafið var í júní
1981,“ sagði Guðmundur, „kom til
Ákvörðun Alþingis
verður ekki breytt
„MALIÐ ER leyst, að mínu mati.
Alþingi hefur tekið ákvörðun, og
henni veröur ekki breytt," sagði Al-
bert Guðmundsson fjármálaráð-
herra þegar blm. Mbl. spurði hann
hvort einhverjar líkur væru á að
fjárframlög í Kvikmyndasjóð yrðu
aukin.
Fjármálaráðherra sagði, þegar
hann var spurður álits á ummæl-
um Knúts Hallssonar, þess efnis
að hann vonaðist til þess að vandi
Kvikmyndasjóðs myndi leysast:
„Knútur er starfsmaður mennta-
málaráðuneytisins, en ég er fjár-
málaráðherra. Ég gæti hagsmuna
ríkissjóðs á þann hátt sem Alþingi
gefur fyrirskipanir um. Þetta
verða starfsmenn menntamála-
ráðuneytisins sem aðrir að skilja.“
og af þessu láni þurfti að greiða
1,54 mánaðarlaun, miðað við
ákveðinn grundvallarviðmiðunar-
taxta VR. 1983 er þessi greiðslu-
byrði orðin 1,84 mánaðarlaun mið-
að við sama taxta og við 3. afborg-
un, í júlí 1984, þá er þessi afborg-
un orðin 1,92 mánaðarlaun, þann-
ig að greiðslubyrðin þyngist jafnt
og þétt.“
Áðspurður um ástæður þessarar
stöðugt vaxandi greiðslubyrði,
sagði Guðmundur: „Það sem gerist
þarna er það, að þegar farið var
yfir í verðtrygginguna, þá var það
algjör forsenda að laun og vísitöl-
ur breyttust eins. Það gerðist hins
vegar að vísitölurnar voru teknar
úr sambandi af Iaunum, en vext-
irnir ekki, því þeir voru gefnir
frjálsir, með ákveðnum takmörk-
unum gagnvart lífeyrissjóðunum.
Lífeyrissjóðirnir lána út hvað
vexti áhrærir í samræmi við regl-
ur sem Seðlabankinn gefur út á
hverjum tíma.“
Guðmundur benti á að þeir hjá
Lífeyrissjóði verslunarmanna
hefðu alltaf verið nokkuð lægri
með sína vexti en leyfileg hámörk
hefðu verið á hverjum tíma, en
það hefði samt sem áður ekki dug-
að til þess að hafa áhrif á þessa
mjög svo óhagstæðu þróun hjá
lántakendum sl. þrjú ár. „Það
vaknar því upp sú spurning hvað
við getum gert, til þess að draga
úr þessari greiðslubyrði lántak-
endanna, og að mínu mati kemur
þar fyrst og fremst til greina að
Soyétmenn stöðva
afgreiðslu á olíu til
Vestur-Evrópu
Við stórslysi lá á Kleppsvegi:
Vörubifreið á rauðu ljósi
á gangbraut snart telpu
Ökumaðurinn beygði sig niður til að sækja logandi sígarettu
LITLU munaði að stórslys yrði við gönguljós á Kleppsvegi gegnt
Kleppsspítala í myrkrinu um áttaleytið á þriðjudagsmorguninn. Tvær
telpur voru á leið suður yfir Kleppsveg á leið í skóla og þrýstu á hnapp til
þess að fá grænt Ijós yfir götuna og stöðva umferð eftir Kleppsvegi.
Græna Ijósið kom og rautt gaf til kynna að ökumenn skyldu stöðva
bifreiðir sínar. Það gerðu ökumenn fjögurra bifreiða á leið vestur
Kleppsveg. Þeir voru allir á hægri akrein götunnar.
Stúlkurnar hófu því gönguna andi sígarettu, sem hann hafði
yfir götuna og tóku ekki eftir
stórum vörubíl, sem ekið var
vestur Kleppsveg. Ökumaður
vörubifreiðarinnar — átta tonna
Hino-bifreið — sá ekki rauða
ljósið, því hann beygði sig í sömu
svifum niður til þess að ná log-
misst í gólfið, og nýverið kveikt
í. Þegar hann leit upp sá hann
rautt Ijós logandi á umferðarvit-
anum, en hemlaði þó ekki, held-
ur ákvað að aka yfir á rauðu
ljósi. í sömu svifum sá hann
stúlkurnar hlaupa yfir götuna
undan bifreiðinni.
Stúlkurnar sluppu, en svo litlu
munaði að vörubifreiðin snart
aðra þeirra. Bifreiðin skall á
hönd hennar þegar hún hljóp
undan bifreiðinni, en sem betur
fer hlaut hún ekki teljandi
meiðsli. Stúlkurnar urðu skelk-
aðar og forðuðu sér og ökumað-
urinn hélt áfram ferð sinni. Veg-
farendur sem urðu vitni að at-
burðinum kölluðu á lögregluna.
Vörubílstjórinn gaf lögreglunni
skýrslu í gær.
SOVÉTRÍKIN hafa stöðvað af-
greiðslu á olíu til viðskiptavina í
Vestur-Evrópu að þvi er fram kemur
í AP-fréttaskeyti frá Vfn í Austurríki
í gær. Sovétmenn hafa ekki gefið
neina opinbera skýringu en talsmað-
ur yfirstjórnar olíumála í Austurríki
telur að neyðarástand hafi skapast í
olíumálum í Sovétríkjunum vegna
slæms veðurs þar.
Stöðvun Sovétmanna á olíuaf-
greiðslu er sögð tímabundin en
stendur út febrúarmánuð. Þórður
Ásgeirsson, forstjóri Olíuverslun-
ar íslands, sagði I samtali við
blaðamann Mbl. í gær að engin
tilkynning hefði borist um þessa
stöðvun til íslensku olíufélaganna
enda væru olíukaupin öll samn-
ingsbundin. Þeir hefðu að vísu til-
kynnt um frestun á afgreiðslu
farms síðar í þessum mánuði en
það væri ekkert óvenjulegt. Dag-
ana 18. til 25. þ.m. átti að lesta
næsta olíufarm til Islands. Það er
19 þúsund tonn af gasolíu og dag-
ana 25. til 28. þ.m. átti að lesta
18.500 tonn af svartolíu.
Aðspurður um það hvort frest-
un á afgreiðslu olíufarmanna gæti
haft slæm áhrif hér á landi sagði
Þórður: „Ég veit það ekki, við vit-
um ekki hvort við getum keypt
þessa olíu, erum hikandi á því
hvort við eigum nokkuð að vera að
bera ábyrgð á birgðahaldi og
standa í viðskiptum sem stórfellt
tap er á.“ Er hann var spurður að
,v
4
n
athuga hvort ekki er hægt að
lengja lánstímann. Ef við tökum
sem dæmi að lán til 32ja ára verði
lengt til 42ja ára, þá myndi það
þýða svipaða greiðslubyrði á ári
og var 1981, eða liðlega 1,5 mánað-
arlaun," sagði Guðmundur, og
sagðist hann telja að slíkt kæmi
vel til greina að gert yrði, í þeirri
stöðu sem nú væri komin upp.
Sagðist Guðmundur mundu leggja
þetta mál fyrir á næsta stjórnar-
fundi lífeyrissjóðsins.
því hvort hann væri að segja að til
greina kæmi að taka ekki við þess-
um förmum, sagði Þórður: „Olíu-
félögin geta ekki endalaust haldið
áfram að kaupa inn olíu þegar
borðleggjandi er að hún verður
seld með stórkostlegu tapi.“
Aburðarverksmiðjan:
Níu sækja
um starf fram-
kvæmdastjóra
NÍU MENN sóttu um starf fram-
kvæmdastjóra Áburðarverksmiðju
ríkisins í Gufunesi sem auglýst var
laust til umsóknar fyrr í vetur. Ráðið
verður í starfið frá 1. júnf nk. en
Hjálmar Finnsson, sem verið hefur
framkvæmdastjóri verksmiðjunnar
frá upphafi, lætur af störfum á árinu
vegna aldurs.
Þrír umsækjendanna óskuðu
nafnleyndar. Hinir eru: Karl Frið-
riksson, búnaðarhagfræðingur, Ak-
ureyri; Hákon Björnsson, fram-
kvæmdastjóri í Mývatnssveit;
Garðar Ingvarsson, hagfræðingur í
Reykjavík; Þorsteinn V. Þórðarson,
sölustjóri í Reykjavík; Þorsteinn
Gústafsson, menntaskólakennari á
Egilsstöðum og Jón Atli Kristjáns-
son, bankafulltrúi í Reykjavík.