Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 Astralía: Mótmæla MX- eldflauginni Sydncy, Ástralíu, 6. febrúar. AP. KJARNORKllVOPNAANDSTÆÐINGAR hrósuöu í dag sigri eftir aö Bob Hawke, forsætisráðherra Ástralíu, ákvað að hætta við fyrri ákvarðanir um að aðstoða Bandaríkjamenn við tilraunir með MX-eldflaugarnar. Ýmsir leiðtogar stjórnar- andstöðunnar og leiðarahöfundar dagblaða lýstu hins vegar áhyggjum sínum með ákvöröun Hawkes og sögðu hana tefla Anzus-bandalaginu í enn meiri tvísýnu. Hawke, sem á við vaxandi and- stöðu að etja í sínum eigin flokki, Verkamannaflokknum, ákvað að hætta við að leyfa Bandaríkja- mönnum afnot af áströlskum flug- völlum en fylgst er m.a. með til- raunum með MX-eldflaugarnar úr flugvélum. Er þeim skotið frá Kaliforníu en þærlenda í sjónum austur af Ástralíu. Hawke kom til Washington í gær til viðræðna við Reagan, forseta, og mun þetta mál þá vafalaust verða ofarlega á baugi. Fyrir nokkrum dögum ákvað David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að banna banda- rískum tundurspilli að koma í höfn þar vegna þess, að Banda- ríkjamenn vildu ekki segja frá því hvort kjarnorkuvopn væru innan- borðs og brugðust þá Banda- ríkjamenn við með því að hætta við sameiginlegar æfingar með sjóher Nýsjálendinga. Virðist nú sem Anzus-bandalagið, varnar- bandalag Bandaríkjamanna, Ástr- ala og Nýsjálendinga, sé ekki orðið nema nafnið tómt. Ástæðan fyrir því að Hawke snerist hugur er sú, að sam- starfsmenn hans í Verkamanna- flokknum höfðu varað hann við og sagt, að hann ætti á hættu að bíða niðurlægjandi ósigur á væntan- legu þingi flokksins í atkvæða- greiðslu um stuðning við MX-til- raunirnar. Andrew Peacock, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og formað- ur Frjálslynda flokksins, sagði um sinnaskipti Hawkes, að hann hefði vegið að öryggishagsmunum þjóð- arinnar og selt sannfæringu sína vegna pólitísks baktjaldamakks. Væri það til vitnis um hve veikur leiðtogi hann væri. Dagblaðið „The Sydney Morning Herald" sagði, að ákvörðun Hawkes væri dapurleg því að sá, sem einu sinni byrjaði á því að láta í minni pok- ann fyrir móðursýki vinstra liðs- ins, ætti um það eitt að velja að halda því áfram. Bretland: Umsátri um herstöð- ina í Molesworth lokið BúÖir kjarnorkuvopnaandstæðinga jafnaðar við jörðu Símamynd/AP Hin nýja sendiráðsbygging Sovétmanna í Washington. Sendiráðið stendur á hæð í höfuðborg Bandaríkjanna þaðan sem ákjósanlegt er að fylgjast með fjarskiptum við borgina. Til samanburðar er bandaríska sendiráðið í Moskvu í miðri borginni og umlukið öðrum byggingum. Washington: Molesworth, Knglandi, 6. febrúar. AP. HUNDRUÐ lögreglumanna og her- manna voru kvaddir út í nótt til að halda 150 manna hóp kjarnorku- vopnaandstæðinga í skefjum fyrir utan bandaríska herstöð í Moles- worth á Knglandi, en þangað er fyrirhugað að flytja stýriflaugar, sem geta borið kjarnorkuvopn. Mótmælendur voru fluttir á brott í hópferðabifreiðum og tjaldbúðir þær, sem þeir höfðu reist í útjarði herstöðvarinnar, voru rýmdar og síðan jafnaðar við jörðu. Michael Heseltine, varnarmála- ráðherra Bretlands, kom til her- stöðvarinnar er aðgerðunum var lokið og lauk hann lofsorði á frammistöðu lögreglu og her- manna. Kvað hann ákvörðun um að rýma búðirnar hafa verið tekna í nóvember í fyrra og við það hefði verið miðað að til sem minnstra átaka þyrfti að koma. Nýtt sendiráð Sovétmanna veldur yfirvöldum áhyggjum Eftir að mótmælendur höfðu verið fluttir á brott hófu vinnu- sveitir breskra hermanna að reisa tveggja metra háa gaddavírsgirð- ingu umhverfis bandarísku her- stöðina. Verður hún alls 12 km á lengd og á að hindra að óviðkom- andi menn geti farið inn í stöðina. Séra Bruce Kent, leiðtogi CND, samtaka sem vilja einhliða kjarn- orkuafvopnun Breta, sagði í dag að þau hefðu fullan rétt til að mót- mæla uppsetningu stýriflauganna og hefðu í hyggju að senda dagl- ega í því skyni hóp kjarnorku- andstæðinga til Molesworth, sem er í um 80 km fjariægð frá Lond- on. Kambódía: Khmerar dreifa sókn Víetnama Aranyaprathet, Thailandi. 6. febrúar. AP. Víetnamskir hermenn sóttu enn í dag aó stöðvum Rauðra khmera í Kambódíu skammt frá landamærun- um við Thailand. Nokkuö hefur þó dregið úr sókninni því að skæruliðar hafa ráðist aftan að meginfylkingu Víetnama. Bardagar víetnamska innrásar- liðsins og Rauðra khmera hafa verið ákafari en nokkru sinni og er einkum barist í Khao Din-héraði, nokkuð fyrir sunnan thailenska bæinn Aranyaprathet. Hefur Ví- etnömum tekist að ná á sitt vald nokkrum útstöðvum khmeranna en helstu vígi þeirra eru í fjöllun- um, sem vaxin eru ógreiðfærum frumskógi. Skæruliðum hefur tekist að dreifa sókn Víetnama með því að ráðast aftan að herliði þeirra, sem stefnir í átt til fjallanna. 3.000 manna herlið Víetnama, sem átti að styrkja sóknina, er af þessum sökum óvirkt og mun líklega ekki koma að notum í meginaðförinni gegn Rauðum khmerum. IJM ÞESSAR mundir er verið að leggja síðustu hönd á byggingu nýs sendiráðs Sovétmanna í Washington til mikillar hrellingar fyrir banda- rísku leyniþjónustuna og annarra vestrænna ríkja. Sagði frá þessu í breska blaðinu The Daily Telegraph nú fyrir nokkrum dögum. Nýja sendiráðsbyggingin er geysistór og stendur uppi á hæðardragi þaðan sem vel sést til Hvíta hússins, Pent- agon og sendiráðs Breta, Frakka og V estur-Þjóðverja. Svo miklar áhyggjur hafa Bandaríkjamenn af nýju bygging- unni og þeirri njósnastarfsemi, sem þar fer að sjálfsögðu fram, að ákveðið hefur verið, að allar mik- ilvægar símalinur verði grafnar í jörð og verður milljónum dollara varið til að tryggja, að ekki verði unnt að hlera síma stjórnarskrif- stofanna. Nýja sovéska sendiráðið er ákaflega vel í sveit sett í Wash- ington, stendur uppi á hæð eins og fyrr segir, og ólíkt betur en banda- ríska sendiráðið í Moskvu, sem kúrir niðri í kvos. Er samningur- inn við Rússana um sendiráðslóð- ina sagður mestu kjarakaupin síð- an indíánar seldu Manhattan-eyju fyrir 24 dollara. Samningurinn við Sovétmenn var gerður fyrir 16 árum þegar hlerunartæknin var ekki eins full- komin og nú en jafnvel þá börðust CIA, bandaríska leyniþjónustan, og FBI, alríkislögreglan, hat- rammlega gegn honum. Allt kom þó fyrir ekki. Sovéska sendiráðið er upp á níu hæðir og þótt formleg starfsemi sé ekki hafin þar, segja bandarískir embættismenn, að njósnirnar séu þegar byrjaðar. Bandarískir verk- takar sáu um að steypa upp húsið en þegar að því kom að innrétta það komu Sovétmenn með sína eigin menn að austan. Þeir fylgd- ust raunar svo vel með þegar verið var að reisa húsið, að segja má, að það hafi verið maður á mann, sov- éskur eftirlitsmaður á hvern bandarískan verkamann, til að tryggja, að ekki væri komið fyrir hljóðnemum í veggjum. Einu sinni kom það fyrir, að steypa var sett í grunninn að sov- éska eftirlitsmanninum fjarver- andi og varð þá að brjóta hana alla upp þegar hann kom á vett- vang. Bardot heitir 10.000 franka fundarlaunum fyrir uppáhaldsköttinn SL Tropez. Krakklandi, 6. febniar. AP. Kvikmyndastjarnan Brigitte Bardot, sem nú sinnir eingöngu dýraverndarmálum, heitir hverjum þeim 10.000 frönkum (um 42.400 ísl. kr.), sem finnur uppáhaldskött- inn hennar. Kötturinn heitir „Belote" og strauk að heiman, frá húsi Bar- dot í St. Tropez, á meðan hún brá sér til Parísar í síðustu viku til þess að ræða réttindamál dýra við Huguette Bouchardeau umhverfismálaráðherra. Belote er 8 ára gamall, svartur og hvítflekkóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.