Morgunblaðið - 07.02.1985, Side 42

Morgunblaðið - 07.02.1985, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 Raforkuspár Orkuspárnefndar TWh/a 5.0 t °J i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i~rt rn 71 73 75 77 79 81 83 85 87 89 91 93 95 97 99 'Ar Þróun almennrar raforkunotkunar frá 1971 ásamt spám til aldamóta. . Inngangur Á árinu 1981 kom út á vegum Orkuspárnefndar spá um raforku- notkun fram til aldamóta. Spá þessi var síðan endurreiknuð á ár- unum 1982 og 1983 miðað við óbreyttar forsendur en nýjar töiur um raforkunotkun undanfarandi árs. Á árinu 1984 var spáin frá 1981 taepum 250 GWh of há og endurreiknaða spáin frá 1983 tæp- um 200 GWh of há. Því vaknar sú spurning hvers vegna spáin hafi reynst of há sem þessu nemur. Eftirfarandi þrjú atriði skýra hvað hefur farið öðru vísi en áætl- að var við gerð spárinnar á árinu 1981, en síðan er nánar fjallað um raforkuspárnar. 1) Húshitun: meiri olíunotkun, minni notkun á rúmmetra og stærri hlutur jarðvarma. í spánni frá 1981 var gert ráð fyrir að á næstu tveimur til fjórum árum yrði að mestu hætt að nota olíu við hitun húsrýmis, sem var í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda á þeim tíma. Þessi þróun hefur gengið heldur hægar fyrir sig en ráð var fyrir gert, en einnig hefur jarðvarmi verið heldur meira nýttur til hitunar húsrýmis en áætlað 1 var og orkunotkun á rúmmetra húsnæðis hefur reynst minni en ráð var fyrir gert. Þessi þáttur getur skýrt um 60% af þeim mismuni sem er á spá frá 1981 og rauntölum árið 1984. 2) Heimili: minni aukning notkun- ar. Raforkunotkun á heimilum hefur vaxið hægar en búist var við. Talið var að hún myndi vaxa hraðar en hún hafði gert næstu ár á undan, enda var notkun á íbúa hér á landi mun minni en í Svíþjóð, en tekið var mið af sænskri og bandarískri spá á sínum tíma. Þessi þáttur getur skýrt um 10% af fráviki spár frá rauntölum ársins 1984. 3) Atvinnustarfsemi: samdráttur í efnahagslífi og bætt orkunýting. Með liðum 1) og 2) hér að fram- an hafa verið skýrð um 70% af fráviki spár frá rauntölum. Þau 30% sem þá eru eftir eru til komin vegna minni raforku- notkunar í atvinnulífinu, en sú minnkun stafar líklega bæði af samdrætti í efnahagslífi und- anfarin ár hér á landi og bættri orkunýtingu. f spánni frá 1981 var reiknað með áframhald- andi hagvexti. Orkuspárnefnd Snemma árs 1976 hafði Orku- stofnun frumkvæði að stofnun nefndar sem skyldi hafa það hlut- verk að gera samræmdar orkuspár um orkunotkun á öllu landinu eft- ir orkugjöfum. í dag eiga sæti í nefndinni fulltrúar Orkustofnun- ar, orkufyrirtækja og Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, en þeir eru: Orkustofnun: Jakob Björnsson, formaður, Jón Vilhjálmsson, rit- ari. Landsvirkjun: Jóhann Már Maríusson, Gísli Júlíusson, Raf- magnsveita Reykjavíkur: ívar Þorsteinsson. Rafmagnsveitur ríkisins: Pétur Þórðarson, Guð- mundur Guðmundsson. Samband íslenskra rafveitna: Haukur Pálmason. Samband íslenskra hitaveitna: Ingólfur Aðalsteins- son. Hitaveita Reykjavíkur: Gunn- ar Kristinsson. Framkvæmdar stofnun ríkisins: Helgi Ólafsson, Gunnar Haraldsson. „Orkuspárnefnd hef- ur tekið saman með- fylgjandi greinargerð um spár um raforku- notkun til almennings- þarfa sem hún hefur gert frá 1978 til þessa dags, ásamt með sam- anburði á raunverulegri notkun og spám þess- um. f upphafi einbeitti nefndin sér að gerð raforkuspár og kom hin fyrsta út í byrjun árs 1977. Rúmu ári síðar kom út endurskoðuð spá sem byggðist á hinni fyrri og þeirri reynslu sem fengist hafði af henni. Árið 1981 kom síðan út ný raforkuspá og höfðu þá allar for- sendur verið endurskoðaðar frá grunni. Á árunum 1982 og 1983 var spáin frá 1981 endurreiknuð út frá notkun síðasta árs. Með endur- reiknaðri spá er átt við að notaðar eru óbreyttar forsendur frá síð- ustu útgefnu spá, en tekið er tillit til notkunar síðan spáin var gefin út. Orkuspárnefnd hefur miðað við að endurskoða raforkuspána frá grunni á um fjögurra ára fresti (spár gefnar út 1978, 1981 og lík- lega 1985). í upphafi árs 1984 var ákveðið að hefja þessa endurskoð- un, en nefndin taldi að þá væri komin reynsla á spána frá 1981 og að sýnt væri að þær forsendur sem þar var byggt á ættu ekki lengur við. Fram á þennan vetur var unn- ið að athugunum á ýmsum for- sendum spárinnar, en nú er hafin vinna við spána sjálfa og mun þeirri vinnu væntanlega ljúka næsta vor. Þróun almennrar raf- orkunotkunar frá 1971 Með almennri raforkunotkun er hér átt við alla notkun nema til stóriðjufyrirtækja (ÍSALs, Járn- blendiverksmiðjunnar og Áburð- arverksmiðjunnar). Notkunin er miðuð við framleiðslu í virkjunum og er fengin á þann hátt að tekin er öll raforkuframleiðsla á land- inu ár hvert og dregin frá henni sala til stóriðju að viðbættu 5% orkutapi. Ýmsir þættir hafa áhrif á raf- orkunotkun og sumir þeirra geta valdið skammtímasveiflum í notk- un sem jafna sig út þegar til Iengri tíma er litið. Einn þessara þátta er veðurfar, og því leiðrétta margar þjóðir raforkunotkun m.t.t. útihitastigs. Þetta er gert þannig að út frá raunverulegri notkun og hitafari ársins er áætl- að hver notkunin hefði orðið ef hitafar hefði verið eins og í meðal- ári. Orkuspárnefnd gerði ekki leið- réttingu sem þessa fyrr en á árinu 1984. I töflu 1 er sýnd þróun al- mennrar raforkunotkunar frá ár- inu 1971, bæði rauntölur og einnig eftir að hún hefur verið leiðrétt m.t.t. hitastigs, og er þá miðað við meðalhitastig árin 1951 til 1982. Erfiðara er að leiðrétta m.t.t. ann- arra þátta og því almennt ekki gert. Tafla 1. Almenn raforkunotkun 1971—1984 (mæld í orkuveri). Ár KaunveruL/notkun LeiAr. notkun/m.LL hitasL Aukning Aukning GWh % GWh % 1971 764 764 1972 822 7,6 827 8,3 1973 908 10,5 902 9.1 1974 972 7,1 976 8,2 1975 1.074 10,5 1.069 9,5 1976 1.153 7,4 1.152 74 1977 1.241 7,7 1.237 7,4 1978 1.323 6,6 1.319 6,6 1979 1.423 7,6 1.369 34 1980 1.434 0,8 1.427 4,2 1981 1.532 6,8 1.491 4,5 1982 1.644 7,3 1.619 8,6 1983 1.727 5,1 1.682 3,9 1984 1.753* 14 1.726* 2,6 * Áætlaó í töflunni sést að hitafar hefur veruleg áhrif á raforkunotkun og fyrir það tímabil sem hér um ræð- ir er frávikið mest árið 1979, en raunveruleg notkun var það ár 54 GWh meiri en" leiðrétt nótkun (tæp 4% hækkun). Einnig kemur vel fram að leiðrétting með tilliti til hitastigs jafnar að vissu marki út skammtímasveiflur í notkun og fæst þá betra yfirlit yfir þróun raforkunotkunar. Ef litið er á töfl- una virðist mega skipta tímabil- inu í tvo hluta, þ.e. árabil fyrir 1979 með miklum vexti og árin frá 1979 með hægari vexti. Á seinna tímabilinu sker eitt ár sig úr með mikla aukningu, þ.e. árið 1982. Ætla má að þar sé um að ræða aukna raforkusölu til kyntra hita- veitna. Ef þessi þáttur er dreginn út (um 50 GWh) hefði aukningin það ár orðið um 5% sem er svipað og á öðrum árum á þessu tímabili. Einnig sést að vöxtur notkunar er minnstur árið 1984, en meðalvöxt- ur árin 1979 til 1984 hefur verið um 4,7% (leiðrétt m.t.t. hitastigs). Sú spurning vaknar hvernig stendur á því að aukning almennr- ar raforkunotkunar er mun minni á síðustu árum en var fyrri hluta tímabilsins. Nefna má eftirfar- andi atriði í þessu sambandi: 1) Frá 1982 hefur þjóðarfram- leiðsla farið minnkandi og gæti það haft áhrif á raforkunotkun. 2) Rafhitun hefur stöðugt aukist frá árinu 1973. Vöxtur þeirrar notkunar var meiri fyrri hluta tímabilsins en seinni hluta þess. 3) Orkunýting tækja hefur batnað á þessu tímabili. 4) Undanfarið hefur verð á raf- orku til annarra nota en hús- hitunar (raforka til húshitunar hefur verið niðurgreidd) verið hærra að raungildi en á átt- unda áratugnum og er eðlilegt að álykta að notendur hafi mætt því að einhverju marki með orkusparnaði. Hjá öðrum þjóðum hefur þróun raforkunotkunar orðið svipuð og hér á landi nema hvað hægja fór á > BREIDHOLTI iVjn9h®o“t ^ VtlVq\ iatt Baeon vt|Ví i/ LU.iin biM»» 7$vtm ftat»at»»t ^íktlW \öe»"en''<"*t(\fek Hatoc MIM VÖRUR t STlRMARKAflSVERfll Kjörbúð Lóuhólum 2-6 sími 74100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.