Morgunblaðið - 07.02.1985, Page 52

Morgunblaðið - 07.02.1985, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 félk í fréttum MorKunblaðiö/Steinar Garðarsson Vmis uppátæki voru á sýninjfunni og hér er það Hjalti Árnason, lyftingamaður, sem leiðbeinir nemendum og kennurum í sjómanni. harna eru Gunnar Richardsson og l»órir Páll Guðjónsson, sem reyna með sér. Blómlegt atvinnulíf |>órir Páll Guðjónsson, verkefnisstjóri, og Jón Sigurðsson, skólastjóri, bjóða Porstein Pórðarson frá Brekku í Norðurárdal velkominn á sýninguna. Fyrirtækið Samskot hafði ýmiss konar fatnað á boðstólum, frá vinstri eru Steinar, Dóróthea, Agnes og Gunnar. COSPER „Eitt af þeim atriðum sem maður man alla ævi“ Sextán ný fyrirtæki spruttu upp í Borgarfirðinum í síð- ustu viku og störfuðu af krafti í nokkra daga. Þau voru síðan lögð niður eftir helgina, jafn skyndi- lega og þau höfðu kviknað, en nemendur Samvinnuskólans í Bifröst höfðu með þessu starfi lagt að baki áfanga í námi sínu í skólanum. Meðal fyrirtækjanna má nefna Hótel líkamsrækt, heildverslunina Samskot, ferðaskrifstofuna Mir- abello, samvinnufélagið Framtíð- ina og fleiri „þjóðþrifafyrirtæki" mætti nefna. Um helgina var haldin sýning á þessari starfsemi Samvinnuskólanema og var þar margt um manninn. Þessi starfs- viku var nefnd samþættingarvika á Bifröst og var hefðbundið nám fellt niður vikuna meðan fyrirtæk- in voru undirbúin og þau starf- rækt. Slíkt fyrirkomulag er vel þekkt í erlendum viðskiptaskólum að sögn heimildarmanns blaðsins á Bifröst. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum er staddur hér á landi núverandi heimsmeistarinn í „Free style“-dansi Richard Johansson frá Svíþjóð. Með honum í forinni er Helen Kay Rowlay frá Jersey en hún varð í þriðja sæti í heimsmeistara- keppninni sem kölluð er „Malibu World Disco Dancing Champion- ship“ og haldin er í London ár hvert núorðið. Fulltrúar 33 þjóða tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Þau voru að æfa eitt síðdegið í Hollywood og fengu sér pásu og gáfu sér nokkrar mínútur til að spjalla við okkur. — Hvernig var að taka þátt í þessari keppni? H: — Það var afskaplega gaman og maður kynrttist mörgu góðu fólki, og þetta var þannig vika að hún verður ógleymanleg. Þetta var eitt af því sem maður man alla ævi. R: — Fyrir mig er þetta sérstakt því ég haut í verðlaun nýjan Ford Escord, eitt þúsund pund, heilmik- ið af ferðalögum og mörg spenn- andi atvinnutilboð. — Hafið þið tekið þátt í mörg- um keppnum áður? H: — Þetta er mín fyrsta keppni og ég hef aldrei áður verið í neinu þessu líku og aldrei á ævinni einu sinni farið í danstíma. Það sem ég kann er bara það sem ég hef fund- ið upp hjá sjálfri mér og lært með því að horfa á aðra. Ég geri mikið af líkamsæfingum og ætla að drífa „Fær þá ást sem ég fékk aldrei“ Christina Onassis varð nýlega léttari og heilsast móður og barni vel. Heldur var meðgangan henni þó þung raun, enda leggst hún misjafnlega þungt á hinar verðandi mæður. Christina þyngdist um 10—12 kílógrömm áður en yfir lauk og hefur varla náð þyngdinni niður síðan þó barnið sé komið í heiminn. Aldrei segist hún þó hafa kviðið neinu og alltaf þráð barnið heitt, „þetta barn mun fá þá ást og hlýju sem ég fékk aldrei í mínum uppvexti," segir Christina og gætir biturleika í rómnum. Christina, sem nú er 34 ára gömul, og eiginmaðurinn, Thierry Roussel, voru ósammála um hvar barnið skyldi fæðast. Christina vildi að það fæddist í Grikklandi, Thierry vildi að það fæddist í Par- ís, enda Frakki. Þau sættust á málamiðlun, Sviss og þar skeði at- burðurinn fyrir fáeinum dögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.