Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 Minning: Þorsteinn Ein- arsson, Giljahlíð Fæddur 19. mars 1892 Dáinn 8. ágúst 1984 Upp úr hádeginu laugardaginn 18. ágúst síðastliðinn jókst um- ferðin skyndilega um Reykholts- dalinn, allir stefndu að sama stað, Reykholti. Það var söknuður og al- vara í svip hvers einasta manns því hér skyldi kveðja hinstu kveðju samferðamanninn og bónd- ann Þorstein Einarsson fyrrum bónda í Giljahlíð og víðar. Þorsteinn var fæddur á Skáney í Reykholtsdal 19. mars 1892, sonur hjónanna Einars Jónssonar og Sigríðar Þorsteinsdóttur er þar bjuggu þá. Þorsteinn ólst upp með foreldrum sínum fyrst á Skáney, síðan Skáneyjarkoti og Refsstöð- um. Börn þeirra hjóna Einars og Sigríðar urðu sjö en aðeins fimm náðu fullorðinsaldri, Ingiríður f. 1889, d. 1963, Þorsteinn f. 1892, Þorgerður f. 1893, Sigríður f. 1896 og Helga f. 1901. Þegar þetta er ritað eru aðeins eftir tvær systur á lífi, Þorgerður og Sigríður. Helga lést aðeins tveimur mánuðum á eftir bróður sínum. Öll náðu þau systkini mjög háum aldri enda ekki langt að sækja dugnað, hreysti og langlífi, þar sem Sigríð- ur móðir þeirra náði 102 ára aldri. Það heyrist stundum sagt nú á dögum að þessi eða hinn drepi sig á vinnuþrælkun og sumir meira að segja 48 stunda vinnuviku í því sambandi, en vinnan lagði ekki þessi systkini í gröfina fyrir aldur *fram sem sjá má. Enginn auður var í garði hjá þeim Einari og Sigríði og urðu börnin því að fara að vinna fyrir sér um leið og kraftar þeirra leyfðu enda var þeim iðjusemi og trúmennska í blóð borin, að vera sjálfstæð og ekki upp á neinn kominn en geta fremur lagt öðrum lið ef með þyrfti. í þá daga var ekki um margar leiðir að ræða fyrir börn fátæklinganna sem stefndu að því að vera sjálfstæð og ekki uppá aðra komin, að vinna hörðum höndum var þeirra hlut- skipti og þar var Þorsteinn ekki eftirbátur annarra, hann var hamhleypa til allrar vinnu og svo léttur á fæti að af bar. Læt ég nægja að nefna grein sem birtist í bókinni Hrakningar og heiðarveg- ir. Þar lýsir hann sjálfur betur en ég get gert atviki sem gerðist er hann hljóp framan úr Álftakróks- skála niður að Fljótstungu að sækja hjálp handa fársjúkum ferðafélaga sínum og var síðan með í leiðangri þeim sem fór til að sækja hann og ýmist að bera að draga sleða til byggða. Þetta var þrekvirki sem betur fer er búið að forða frá gleymsku. Ég man eitt sinn er ég var að vinna flag í Giljahlíð að stór ávöl þúfa hafði skafist af í heilu lagi þegar ruðningnum var jafnað út og nauðsynlegt var að vinna hana niður. Þorsteini þótti verkið ganga heldur seint undan herfunum, en hann stóð hjá og horfði á án allra verkfæra. Allt í einu er Þorsteinn kominn á hnén og ræðst á þúfuna með berum höndunum að tæta hana sundur. Einhverju ónæði mun hann hafa orðið fyrir af traktornum sem var látinn brytja þúfuna eftir bestu getu. Þegar hún var orðin það lítil að hún lét und- an þá lagðist hann fiatur í flagið og spyrnti henni í skurðinn, en mikið vatn var í skurðinum sem tók við henni og bar hana út í á; slíkt var kapp Þorsteins, verkið varð að ganga og ganga hratt. 1918 giftist Þorsteinn Jónínu Árnadóttur frá Flóðatanga í Stafholtstungum, mikilhæfri öðl- ingskonu, og hófu þau búskap að Litluþúfu í Miklaholtshreppi það vor. Ekki tók veröldin neinum silkihönskum á ungu hjónunum í Litluþúfu. Frostaveturinn mikli fór í hönd og spánska veikin geisaði yfir landið, hvorugt fór hjá garði í Litluþúfu. í spönsku veikinni lá Þorsteinn þungt haldinn lengi vetrar en náði þó heilsu aftur. Konan fæddi fyrsta barnið, Gísla, 30. nóvember og var það þeim sólargeisli í þrengingunum sem framundan voru, sumarið með eindæmum graslaust, konan bundin yfir barn- inu og hann slappur eftir veikind- in um veturinn svo erfiður hefur heyskapurinn verið í Litluþúfu sumarið 1919 og engin verkfæri að vinna með nema orfið og hrífan, skepnurnar óhagvanar enda týnd- ust þær á leið sinni á heimaslóðir, veitti þó svo sannarlegar ekki af að fá arðinn af þeim í heimili frumbýlinganna. En Þorsteinn var alla tíð skilamaður og þegar örlög- in höfðu úthlutað þessum skammti mótlætisins og til að standa í skilum við þá sem höfðu treyst honum hættu þau búskap í Litluþúfu vorið 1921 og seldu það sem hægt var að losa sig við en mælirinn var ekki fullur. Þegar búið var að selja og flutningar á næsta leiti lagðist Þorsteinn í taugaveiki og lá í henni megnið af sumrinu. Um haustið komu þau hjónin aftur fram í Borgarfjarð- ardalina, vistaðist hann í Brekku- koti í Reykholtsdal en hún með barnið að Sigmundarstöðum í Hálsasveit um veturinn. Vorið 1922 fengu þau svo ábúð að Kletti í Reykholtsdal og nú var aftur sett saman heimili. Virtist nú loksins birta yfir hag ungu hjónanna, í Kletti leið þeim vel, búskapurinn blómgaðist og efnahagurinn batn- aði. Þá fæddist þeim annað barnið 24. janúar 1923, Sigríður. 1926 lauk búskap þeirra í Kletti. Flytja þau nú að Hægindi í sömu sveit, höfðu þau fengið þar ábúð næstu 10 ár sem voru að hluta til bestu ár ævi þeirra. Þar fæddust þeim hin börnin: Árni 26. maí 1927, Jón 30. október 1929 og Dýrunn 13. júlí 1931. En mótlætið hafði ekki gleymt Þorsteini þó það hafi sofið um hríð. 1934 lést Jónína. Stóð nú Þorsteinn uppi með börnin, aðeins Gísli var fermdur, hin öll innan fermingaraldurs og þar við bætt- ist að frá Hægindi varð hann að fara 1936. En það sannaðist á Þorsteini að hann harðnaði við hverja raun og börnunum bjó hann heimili meðan þau þurftu þess með. Vorið 1936 flytur hann að Beigalda í Borgarhreppi, þar kunni hann ekki við sig og flytur vorið 1937 að Fróðhúsum í sömu sveit. En í dölum Borgarfjarðar var hann fæddur og þangað stefndi hans átthagatryggð, þar hafði hann lifað bæði súrt og sætt og enn er haldið til fjalla. Vorið 1938 flytur hann að Sigmundarstöðum í Hálsasveit og býr þar til ársins 1944. Nú voru börnin komin upp og honum fannst þau þurfa að leita sér menntunar sem mundi styrkja þau í lífsbaráttunni og vildi ekki að þau væru að sitja það af sér til að hjálpa honum, því að vera þiggjandi var ekki að skapi Þorsteins. Næstu þrjú árin var hann í vinnumennsku á ýmsum bæjum í Reykholtsdal og hafði jafnan nokkrar kindur á fóðrum á kaupi sínu. Ekki undi Þorsteinn því lengi að eiga ekki sitt eigið heimili því 1947 kaupir hann Giljahlíð í Flókadal og hóf þar bú- skap um vorið. Nú var hann sestur á sína eigin jörð og hrakningum leiguliðans lokið. Þá er hann 55 ára en óbugaður þrátt fyrir allt, nú var byrjað að reisa við því jörð- in var komin í niðurníðslu eins og vill verða með eyðibýli. Hann tók skófluna sér í hönd, labbaði út í mýri og fór að ræsa fram og þurrka, undirbúa nýja sókn og áð- ur en lauk hafði hann grafið svo kílómetrum skipti af skurðum og oftast kastað af skóflunni, túnið jók hann samhliða þurrkuninni, færði bæjarstæðið þangað sem ræktunarmöguleikarnir voru fyrir hendi en til þeirra verka naut hann góðrar aðstoðar barnanna sem alltaf voru heima að minnsta kosti tvö og þá oft til skiptis. En lífið heldur áfram sinni göngu, börnin giftust og stofnuðu sín eig- in heimili. 1957 fær hann jörðina í hendur börnum sínum en hefur átt heimili og athvarf þar síðan. Ellidaganna naut hann því í skjóli barna sem hlynntu að honum eins og í þeirra valdi stóð þar til yfir lauk en hann veiktist snögglega 7. ágúst sl. og lést í sjúkrahúsi Akra- ness sólarhring síðar. Þetta er kannski ekki neitt eins- dæmi en þó saga í stórum dráttum sem liggur að baki alþýðumanns sem örlögin tóku ekki á mjúkum höndum en stundum finnst manni óþarflega mikið á einn mann lagt og svo var hér. En þessi smávaxni granni maður, sem sumum kannske fannst ekki mikiil bógur við fyrstu sýn, var meiri maður en leit út fyrir í fljótu bragði. Hann var líkastur stálfjöður sem svignar undan miklu álagi en réttir sig alltaf upp aftur. Það urðu fáir varir við að hann bogn- aði undan byrði sinni en þegar kallið kom brotnaði fjöðrin. Hann var glaðvær að eðlisfari, fróður og stálminnugur, en þó alvörugefinn og hreinn í öllum viðskiptum, svik, flærð og undirferli voru fyrirlitin af öllu hjarta. Ég minnist þeirra tíma sem erf- iðastir voru hjá mér, er erfiðleik- arnir voru að vaxa mér yfir höfuð, þá fór ég oft suður að Giljahlíð, hann tók mér alltaf vel, spjallaði um daginn og veginn en þegar heim skyldi halda sagði hann að- eins við heimafólkið: „Ég ætla að labba með Sveini upp í hálsinn." Þá gekk við hlið mér alvörugefni, gætni, skilningsríki og hjarta- hreini maðurinn sem benti mér á áður óþekktar leiðir, taldi kjark í þann sem deigur var, hann þekkti erfiðleikana af eigin raun, hann fann hvað að var, þekkti aumu blettina og vissi hvernig bera mátti smyrsl í sárin. Af þeim fundum fór ég alltaf bjartsýnni á lífið og tilveruna, enda get ég aldrei fullþakkað honum þann andlega styrk sem hann gaf mér þá, það gerir mann að betri manni að kynnast slíkum mönnum. Nú að leiðarlokum þegar Þor- steinn hefur horfið til þeirrar jarðar sem fóstraði hann í dalnum fagra, sem hann unni svo heitt, við hlið þeirrar konu sem hann elsk- aði svo heitt alla ævi, veit ég að nú eru þau aftur saman þrátt fyrir að 50 ár liðu milli ehdurfunda. Blessuð sé minning Þorsteins. Sveinn Hannesson t Eiginkona min, móöir okkar og tengdamóöir, SVAVA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hvassaleiti 17, lést þriöjudaginn 5. febrúar. Jaröarförin auglýst siöar. Eberhardt Marteinsson, börn og tengdabörn. t Útför móöur okkar og tengdamóöur, KLÖRU SIGURÐARDÓTTUR, Skeggjagötu 3, Reykjavik, fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 8. febrúar, kl. 10.30 f.h. Steinar Magnússon, Anna Baldursdóttir, Klara M. Stephensen, Ólafur Stephensen. t Móöir okkar. tengdamóöir, amma og systir, HELGA SIGURÐARDÓTTIR, Fornósi 10, Sauöárkróki, veröur jarösungin frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 9. febrúar kl. 14.00. Sigurbjörg Jónsdóttir, Bergsveinn Auöunsson, Siguröur Jónsson, Sigrfður Guönadóttir og barnabörn Tómas Þ. Sigurósson, Eysteinn Sigurósson. t Útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HULDU ÁMUNDADÓTTUR, Laugarásvegi 67, fer fram frá Fossvogskirkju i dag, fimmtudaginn7. febrúar, kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu láti Hjúkrunarheimiliö Sunnuhliö, Kópavogi njóta þess. Sigurjón Gfslason, Gísli Sigurjónsson, Gunnhildur Guöjónsdóttir, Jón Sigurjónsson, Sjöfn Hákonardóttir, Kristrún Bjarnadóttir. barnabörn og barnabarnabörn. Faöir okkar, t SIGURÐUR ÁSMUNDSSON, verður jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Börn hins látna. t Maöurinn minn og faöir okkar, SIGURGEIR KRISTJÁNSSON, Mýrargötu 10, Reykjavfk, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Pernilla M. Olsen og börn. t Sendum okkar innilegustu þakkir öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúö og vináttu vegna fráfalls mannsins mins, fööur okkar, sonar og tengdasonar, RÓBERTS G. JÓNSSONAR vélstjóra, Breiövangi 13, Hafnarfiröi. Eyvör Halldórsdóttir, Halldór Róbertsson, Guölaugur Róbertsson, Magni Róbertsson, Þórunn Gottliebsdóttir, Jón Þóröarson, Magnea Guólaugsdóttir, Halldór Jónsson. t Þökkum af öllu hjarta þá samúö og þann styrk sem okkur var sýndur viö andlát og útför eiginmanns mins og fööur okkar, HELGA EGGERTSSONAR, Fagrabæ 16. Sérstakar kveöjur og þakkir til knattspyrnufélagsins Fylkis, starfsmannafélags SKÝRR og féiaga hans i Frimúrarareglunni. Jóhanna Jóhannesdóttir, Monika Helgadóttir, Jóhannes Helgason, ísfold Helgadóttir, Ásgeróur Helgadóttir, Hrönn Helgadóttir, Eggert Helgason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.