Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 Sambandið svarar Athugasemdir vegna „kaffimáls“, skattskila og Skipadeildar Með vísun til skrifa ritstjóra Þjóðviljans og DV, þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Ellerts B. Schram, í blöðum sínum þann 2. þ.m., svo og viðtalsgreinar við stjórnarformann Hafskips hf. í Þjóðviljanum sama dag — um samvinnuhreyfinguna — vill Sam- bandið freista þess að koma á framfæri eftirfarandi viðbótar- upplýsingum við fyrri athuga- semdir. Um „kaffimál“ 1. Ástæður þess að Sambandið hefur ekki staðið í svörum við alls konar gífuryrðum óhlutvandra að- ila um svokallað „kaffimál" eru einfaldlega þær að hvern daginn hefir verið vænst niðurstöðu stjórnvalda sem um málið hafa fjallað, og á þann veg að fullkomin reglusemi hafi verið á öllum gjald- eyrisskilum, verðlagi og skatta- málum Sambandsins. Ef niðurstöður rannsóknarinn- ar leiða til þessarar staðfestingar væru þær haldbestu rökin við þeim ófrægingarskrifum, sem með fullum þunga hafa reynt að knýja fram áfellisdóma án nægilegrar þekkingar á málsatvikum. 2. Sambandið ætlar sig ekki dómara i eigin málum, en sökum þess hversu dregist hefir að ljúka rannsókninni og málið hefir verið mikið til umfjöllunar, verður ekki undan því vikist að birta almenn- ingi eftirfarandi upplýsingar, sem rannsóknaraðilum er að sjálf- sögðu fullkunnugt um: a) Umboðslaun Sambandsins af kaffikaupum áranna 1979—1981 námu 8% af heildarandvirði inn- flutningsins eða samtals 8,5 m. króna. I hlut Kaffibrennslu Akur- eyrar komu 32 m. króna, en sam- tals gerðu umboðslaunin og af- slættirnir — eða svokallaðir „Avisos" — samtals 40,5 m. króna. Frá ársbyrjun 1982 og allt til þessa dags hafa umboðslaunin numið 4% af innflutningsandvirð- inu, en ákvörðun um þessa þóknun var tekin snemma árs 1981, eða löngu áður en Sambandið var dregið út til skattskoðunar. b) Umboðslaunatekjurnar voru færðar Verslunardeild Sambands- ins til tekna sem síðan endur- greiddi kaupfélögunum tekjuaf- gang af viðskiptunum miðað við afkomu deildarinnar og viðskipta- magn hvers kaupfélags. Fyrir um- rædd ár námu þessar endur- greiðslur samtals um 1,3 m. $ mið- að við meðalgengi dollarans á hverjum tíma. c) Samkvæmt bókhaldi Kaffi- brennslu Akureyrar nam velta fyrirtækisins samtals 122,4 m. króna fyrir árin 1979—1981, en nettótekjuafgangur varð 262 þús- und krónur, eftir að búið var að færa kaffibrennslunni 11,2 m. króna til tekna í umboðslaun og afslætti. Því er einsýnt að hið lága verð hefir komið neytendum að gagni á smásölustiginu, enda áður verið á það bent að kaffiverð hafi — t.d. árið 1979 — verið allt að 28% lægra á íslandi en í Dan- mörku. í Danmörku er 5% tollur og 20% virðisaukaskattur á S-Am- eríku-kaffi, sem gerir það dýrara í smásölusamanburði við ísland, sem aflétti söluskatti af kaffi árið 1978. En hins er þó að gæta að Danmörk er 20 sinnum fólksfleira land og með stórum auðveldari birgðainnkaup, flutninga og dreif- ingu. d) Þar sem oft er mislesið úr töl- um þykir Sambandinu rétt að birta neðangreint yfirlit um rekst- ursafkomu þessa sameignarfyrir- tækis síns og Kaupfélags Eyfirð- inga fyrir árin 1979—1983 svo al- menningur geti sannreynt mál- flutning Sambandsins: Samkvæmt þessu yfirliti hefir nettóhagnaður umrædd 5 ár num- ið samtals 83 þúsund krónum af alls 268 m. króna veltu. Þá er þess og að geta að inn í þessa rekst- ursafkomu eru bókfærðir afslætt- ir og umboðslaun samtals að fjár- hæð 40,9 m. króna, svo ljóst er að án afsláttanna hefði orðið að stór- hækka smásöluverð á kaffi. e) Einnig skal á það bent að Kaffibrennsla Akureyrar var aldrei viðmiðunaraðili þegar há- marksverð á kaffi var ákveðið af verðlagsyfirvöldum og seldi því á verði sem henni var skammtað; — en stundum ivið fyrir neðan há- marksverð. 0 Samantekt ofangreindra skýr- inga leiðir til þeirrar niðurstöðu að kaffið hafi verið keypt til ís- lands á mjög hagstæðum kjörum og þau innkaup endurspegluðust í lágu smásöluverði til neytenda. Einnig að öll gjaldeyrisskil, verð- lagsmál og skattframtöl hafi verið í samræmi við ákvæði íslenskra laga. Um skattskil fram- kvæmdastjóra Sambandsins 1. Það hefir ávallt verið venja Sambandsins að annast sem best lögboðna upplýsingaskyldu varð- andi kaup og kjör starfsmanna sinna. Hafa ekki komið fram athugasemdir stjórnvalda við þessi framtalsskil. 2. Framtölum á framkvæmda- stjóra Sambandsins hefir verið hagað með nákvæmlega sama hætti og gagnvart öðrum starfs- mönnum og er fyrirtækinu ekki kunnugt um misfellur á því sviði. Því er alrangt hjá ritstjóra DV að þessir starfsmenn hafi verið kærðir fyrir skattsvik, eins og hann orðar það svo „smekklega" í áminnstri grein sinni. 3. Aftur á móti er ágreiningur um álagningarrétt skattyfirvalda vegna útgjalda framkvæmdastjór- anna, þar sem þeir hafa m.a. bent á hliðstæður innan stjórnkerfisins sjálfs, en sá ágreiningur er nú til úrskurðar hjá Ríkisskattstjóra og kann áliti hans að verða vísað til Ríkisskattanefndar til endan- legrar umfjöllunar. Sagt er að hundruð svipaðra mála séu jafnan til skoðunar og úrskurðar, en hvers vegna þessir skattgreiðend- ur öðrum fremur eru teknir til meðferðar í blaði frjálsa fram- taksins með aðstoð Þjóðviljans er að sjálfsögðu umhugsunarefni. 4. í lokin skal bent á að umfjöll- un dagblaða um trúnaðarmál í vörslu skattstjóraembættanna rýrir álit almennings á þessum þýðingarmiklu stofnunum og er leitt til þess að vita að einn af þingmönnum þjóðarinnar gengur feti framar en flestir aðrir við þá iðju. Um skipadeild Sambandsins 1. í viðtalsgrein Þjóðviljans 2. þ.m. við stjórnarformann Haf- skips hf. átelur hann Skipadeild Sambandsins fyrir að reyna að afla flutninga með óhróðri um fé- lag sitt og þá með sérstöku tilliti til fjárhagserfiðleika þess. Þessum áburði er alfarið neitað og áskilur Sambandið sér rétt til að krefjast þess að maðurinn finni orðum sín- um stað. Hið rétta er að Samband- ið hefir aldrei talið sér ávinning af rekstrarerfiðleikum Hafskips. 2. f annan stað fannst Sam- bandinu það óréttmæt athuga- semd stjórnarformannsins í fjöl- miðlum, þegar hann lét þess getið að félag sitt ætti ekki kaffibauna- sjóð í að sækja, en með þessu var hann að sveigja að Sambandinu og öðrum kaffiinnflytjendum um gjaldeyrisskil og verðlagsmál. Slíkur „gaffallyftarahumör" Haf- skipsmanna er óþarfur en stjórn- arformanninum skal bent á að samvinnuhreyfingin hefir ekki lagt það í vana sinn að abbast upp á aðra og að fyrra bragði með hnjóðsyrðum eða áfellisdómum. 3. Vegna stærðar og umfangs Sambandsins, sem fer fyrir brjóstið á stjórnarformanninum, skal minnt á að Hafskip átti nána samvinnu við svokallað Verslana- samband sem stofnað var í Reykjavík fyrir mörgum árum svo og hliðstæð félög m.a. í Borgar- nesi, Vík í Mýrdal og austur á Héraði. Þessi „samstarfskeðja" átti að kreppa að kaupfélögunum og samvinnuhreyfingunni — en kannski getur stjórnarformaður skipafélagsins upplýst hvað varð af þessum Mökkurkálfi sem lítið fer fyrir í dag? 4. Starfsemi Skipadeildar Sam- handsins grundvallast á rekstri hagkvæms flutningakerfis sem þjónar samvinnuhreyfingunni og í þús. kr. 1979 1980 1981 1982 1983 Velta 26.990 44.526 50.847 57.432 88.073 A Brúttóhagnaður 6.122 8.907 14.135 15.659 23.488 B Útgjöld 5.305 8.852 13.264 14.985 23.374 f varasjóð 204 13 218 98 0 Skattsk. hagnaður 613 42 653 576 114 Fymingar í útgjöldum 185 293 472 1.094 1.862 Nettóhagnaður Nettóhalli 138 475 599 76 255 öðrum viðskiptavinum. Hún held- ur uppi nauðsynlegri samkeppni og tryggir eðlilega verðmyndun á flutningamarkaði. Útboð innan Sambandsins eru því að sjálfsögðu óþörf, enda tryggt á hverjum tíma að fragtir Skipadeildar séu sam- keppnisfærar. Arður, sem af flutningum fæst, rennur til sam- vinnuhreyfingarinnar, framleið- enda og neytenda, öfugt við það sem gerist, þar sem einkagróðinn ræður. Styrkur samvinnuhreyfingar- innar felst í virkri samvinnu, þar sem frjáls félög styðja hvert ann- að til sjálfsbjargar undir lýðræð- islegri stjórn og árangurinn af slíkri samvinnu blasir við í land- inu. „Plantan í hryll- ingsbúðinni“ 1. Undir þessari millifyrirsögn ritar Ellert B. Schram eftirfar- andi í laugardagspistli sínum þann 2. þ.m.: „Ég nefni aðeins eitt lítið dæmi: Fyrir áramótin lágu tvö flutn- ingaskip í Reykjavíkurhöfn hlaðin kjarnfóðri. Annað þeirra var Sam- bandsskip með kjarnfóður fyrir SÍS. Um þetta leyti ákvað ríkis- stjórnin að leggja skatt á kjarn- fóðrið. Áður en til þess kom var búið að losa annað af þessum tveim skipum, sem fyrir vikið slapp undan skattinum í þetta skiptið. Viljið þið, góðir lesendur, giska á hvor skipsfarmurinn það var? Menn þurfa ekki annað en að leggja saman tvo og tvo til að fá útkomu sem segir okkur að fram- sóknarvarðhundarnir í kerfinu sjá um sína. Pólitíska deildin skilaði hlutverki sínu.“ 2. Hið rétta er að þann 27. des- ember sl. gaf landbúnaðarráð- herra út reglugerð um breytingar á gjaldi af innfluttu kjarnfóðri sem breyttist um áramót sl. úr 89% í 60% af CIF-verði. Samtímis féll úr gildi um sl. áramót heimild Fjármálaráðuneytisins um inn- heimtu á kr. 1.300.00 tollgjaldi pr. tonn af innfluttu kjarnfóðri. Þau skip sem losuðu kjarnfóður í Kornhlöðuna um þessi mörk voru sem hér segir: Sambandsskip Eimskip Arnarfell 17.12. ’84 Ljósafoss 27.12. '84 Bakkafoss 30.12. ’84 Álafoss 2.1. '85 Hvassafell 3.1. '85 Ljóst er af ofanrituðu að ásak- anir ritstjórans eiga ekki við nokkur rök að styðjast enda var ríkisstjórnin: f fyrsta lagi — að aflétta 1.300 króna skatti af kjarnfóðri, en ekki að leggja á skatt. í öðru lagi — var verið að breyta gjaldi til lækkunar skv. CIF- verði en ekki að hækka gjald- tökuna. f þriðja lagi — fengu innflytjend- ur kjarnfóðursins endurgreidd- an mismuninn á 89% og 60% kjarnfóðursgjaldinu af þeim birgðum, sem fyrir voru í land- inu pr. 31.12.1984. í greininni er öllum staðreynd- um snúið við og er ekki vansalaust hvaða áhrif gamansöngleikur í borginni hefir haft á ritstjórann; — alþingismann sem ofan í kaupið sætir nú opinberri ákæru fyrir brot á landslögum. Kópavogur fjölmenn- asti kaup- staðurinn SAMTALS bjuggu 88.505 manns í Reykjavík 1. desember 1984 sam- anber bráðabirgðatölur um mann- fjöldann frá Hagstofu íslands. Þar af voru 42.980 karlar en 45.525 kon- ur. f kaupstöðum landsins bjuggu samtals 94.686 manns. Kópavogur er þeirra fjölmennastur með 14.565 íbúa, 7.316 karla og 7.249 konur. Næststærsti kaupstaður- inn er Akureyri með 13.717 íbúa, 6.724 karla og 6.993 konur. Þá kemur Hafnarfjörður með 12.982 íbúa, 6.490 karla og 6.492 konur. Aðrir kaupstaðir hafa mun færri íbúa og er Keflavík næst í röðinni með aðeins 6.876 íbúa. Fámennasti kaupstaðurinn á landinu er Seyðisfjörður með 991 íbúa, 508 karla og 483 konur. Næstir koma Eskifjörður með 1.076 íbúa og Ólafsfjörður með 1.157 íbúa. Ice-fish Co.: Auglýsir eftir fólki til stjórn- unarstarfa í þróunar- löndunum REKSTRARSTOFAN í Kópavogi auglýsti um helgina eftir að komast í samband við einstaklinga sem gætu hugsað sér að starfa í löndum þriðja heimsins í 3—5 ár á vegum Ice-fish Co. Ice-fish Co. er undirbúningsfélag að stofnun fyrirtækis með það að markmiði að taka að sér ráðgjafar- verkefni í þróunarlöndunum. J. Ingimar Hansson, fram- kvæmdastjóri Rekstrarstofunnar, sagði í samtali við blm. Mbl. þegar hann var spurður um þessi mál að með þessari auglýsingu væri fé- lagið að undirbúa sig til að taka að sér stjórnunarverkefni í þróunar- löndunum. Nýlega hefði þeim bor- ist ósk um að senda menn til Afr- íkulands án nokkurs fyrirvara. Þannig treystu þeir sér ekki til að standa að málum og væru þeir því að koma sér upp lista yfir hæfa og áhugasama menn til að geta leitað til ef ósk um slíkt bærist. GÓÐUR . , ÓDÝR . LIPUR . SÆLL AFBRAGÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.