Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 59 II n» VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Gæfi meira fyrir aukið hagræði Móðir hringdi: Ég er ein af fjölda mörgum maeðrum sem vinna úti og þurfa að koma börnum sínum á dag- heimili á meðan. Hins vegar er reglan sú að koma skal með börnin uppúr korter í eitt, fyrr ekki. Þetta leiðir það af sér að maður þarf að að aka eins og vitlaus, henda barninu á dag- heimilið og vera svo kominn í vinnu klukkan eitt. Það sama er að segja þegar að sækja þarf börnin að vinnu lok- inni. Klukkan korter yfir fimm skal maður vera mættur að sækja þau en við útivinnandi hættum margar ekki fyrr en klukkan fimm og þá er oft ófag- urt ökulagið á manni, hafandi fimm til tíu mínútur til að kom- ast bæjarenda á milli. Það segir sig sjálft að þetta er afar óhagstætt fyrir útivinnandi fólk og guð hjálpi þeim sem ekki hafa bíl. Nú spyr ég Reykjavíkurborg hvort að ekki sé hægt að hag- ræða þarna tímanum þó ekki væri nema um fimm mínútur? Það væri strax betra og til er ég að borga aðeins meira fyrir það ef að þessu yrði komið í kring fyrir okkur. Með vinsemd. Harðbakur er sumar- bústaður en ekki bú Kæri Velvakandi. Ritstjóri Storðar, þess ágæta tímarits, skýrir í dálki þínum á sunnudag þá staðhæfingu Storð- arhöfunda, að bærinn Harðbakur á Melrakkasléttu sé nyrsta hús á íslandi. Eigi er ég alls kostar ánægður með þá skýringu, og sit fastur á þeirri skoðun minni að þeim hafi orðið landfræðilega á í messunni. Ég tel það ekki hæfa jafn þjóðlegu tímariti og Storð er, sbr. nafn ritsins. Storðarhöfundar segja að Harð- bakur sé norðar en Skinnalón og Rif, sem eru tvö eyðibýli á Sléttu og bæði norðar en Harðbakur, þar sem Harðbakur sé „hús“ en ekki „eyðibýli". Að þeirra mati er „hús“ bygging í brúklegu ástandi og þeir „leggja ekki hús og eyðibýli að jöfnu". Hér eru menn i hæpnum orðaleik og vafasamt að hagræða landafræðinni á þennan hátt. Harðbakur er eyðibýli, sú full- yrðing verður ekki hrakin, þar er ekki stundaður búskapur, heldur eru húsin notuð til sumardvalar. Þessvegna hefði verið nær að segja að Harðbakur væri nyrsti sumarbústaður landsins. Á eyðibýli geta hús verið í brúklegu ástandi, en húsunum á Rifi og Skinnalóni hefur ekki verið haldið við sem skyldi, en eru^- „brúkleg" eftir smáviðgerð. Þau standa, húsið á Rifi feiknamikið steinhús og annað húsið á Skinna- lóni einnig úr steini. Og fyrst Storðarhöfundar vilja kalla það hús sem er í notkun mannabústað, þá hefði verið nær að segja Núpskötlu á Sléttu nyrsta hús landsins, því þar er búið heils- ársbúi. Þar er nyrsta bú á Sléttu því Harðbakur er sumarbústaður. Þá er heilsársbúskapur stundaður bæði á Blikalóni og Sigurðarstöð- um skammt vestan Harðbaks, en þessir bæir standa þó örlítið sunn- ar en Harðbakur og Núpskatla. Ágæti Velvakandi. Eins og þú sérð fær ekkert haggað mér í þessu máli og ég er aðeins að biðja um að farið sé rétt með staðreynd- ir, sem snerta æskustöðvar mínar. Vil ég að lokum þakka Storðar- höfundum fyrir þá eftirtekt sem þeir sýna með því að veita athygli þessum afskekkta kima fóstur- jarðarinnar. Góðar myndir þeirra og grein sýna augljóslega að mannfólkið þar og umhverfi er ekki jafn fráhrindandi og nafn út- skagans, Melrakkaslétta, ber með sér í fyrstu. Með sömu vinsemdinni, Sléttungur. SVGGA V/öGA £ AiLVtRAW 4t Til sölu Mercedes Benz 280 TE árgerð ’80. Topp bíll með öllu. Upplýsingar í síma 75323 eða 75325, eftir kl. 20 666836. ópavogsbúáT athugið! Við bjóðum alla almenna hársnyrtingu svo sem Permanent, klippingu, lagningu, hárþvott, litun, iþlástur, stripur, skol, djúpnæringu o.s.frv. Opiö fra kl. 9—18 á virkum dögum og kl. 9—12 á laugardögum. Pantanir teknar í síma 40369. HÁRGREIÐSLUSTOFAN ÞINGHÓLSBRAUT 19. Nýprjónabók Nr.3 Gefjun AKUREYRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.