Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 45 Minning: Jón Trausti Þorsteinsson, Sönderborg Fsddur II. september 1911 Dáinn 4. desember 1984 Lengi höfðu félagar íþróttafé- laga á Suður-Jótlandi alið með sér þá hugsjón að reisa og starfrækja iþróttalýðskóla í landamærahér- uðunum. Úr 1945 varð þessi hugsjón áleitnari. Til varð sjóður (— Fond- en til Fædrelandets Vel —) sem hafði það hlutverk að reisa bauta- stein til minningar um konungs- hjónin Kristján tíunda og Alex- andrinu — og þá Dani sem í heimsstyrjöldinni höfðu fórnað lífi sínu fyrir föðurlandið. Sjóður- inn varð fljótt öflugur. Sjóðs- stjórnin ákvað að honum skyldi varið til virkrar stofnunar í landa- mærahéruðunum og valdi að reisa íþróttalýðskóla. Sveitarstjórnin í Sönderborg bauð fram land í nágrenni Dybböl, sögulegs staðar, tengdur hernað- arátökum um danskt land. Árið 1952 var fyrsti áfangi skól- ans vígður og var sú vígsla sönn þjóðhátíð. Fyrsti skólastjóri var A. Sö- gaard Jörgensen. Sumarið 1954 skyldi haldið nor- rænt þing lýðháskóla í Fana, lýð- háskóla við Bergen. Sögaard Jörg- ensen skyldi halda þar fyrirlestur en var daginn áður gestur lýðhá- skólans í Voss og ætlaði með ár- degislest til Bergen en svaf yfir sig. í Voss var Jón Tr. Þorsteins- son stddur á bifreið sinni. Fundum þeirra Jóns hafði borið saman tvisvar áður og er skólastjóra var kunnugt um veru Jóns og bíls hans í Voss, fékk hann Jón til þess að aka sér til skólans í Fana. Leiðin lá um krókótta vegi, hátt í hlíðum eða lágt um dali. Hraðinn var ofsalegur og til þess að halda at- hyglinni frá hugsun um hættur var ræðst við um ýmis efni. Allt í einu sagði skólastjórinn að hann vantaði íþróttakennara og án þess að hægja á réð Jón sig til starfa að íþróttalýðskólanum í Sönderborg (IHS). Þann 1. október 1954 hóf Jón Tr. Þorsteinsson kennslu við IHS og helgaði honum starfs- krafta sína i 24 ár eða þar til hann komst á eftirlaun 1977 en var þá áfram lausráðinn kennari meðan heilsan leyfði. Jón lést 4. desember sl. og var kvaddur af fjölmennri jarðarför þann 11. desember. Þessa stór- virka og félagslynda íslenska íþróttakennara var minnst víða um Danmörku og þykir mér við hæfi að hans sé minnst með þjóð hans, sem hann unni og vann vel meðal annarrar þjóðar. Jón Trausti var fæddist á Dal- vík 11. september 1911. Foreldrar hans voru: María Eðvaldsdóttir Hanssonar, ættuð úr Suður- Þingeyjarsýslu, og Þorsteinn Jónsson Þorsteinssonar frá Hóli á Upsaströnd. Tvo syni aðra eignuð- ust þau hjón: Steingrím, kennara og hagleiksmann á Dalvík, og Marinó Eðvald, leikara á Akur- eyri. Þegar Jón Trausti var 9 ára deyr móðir hans. Hann er þá tek- inn í fóstur af ömmu sinni, Rósu Þorsteinsdóttur, og manni hennar, Jóni Stefánssyni, sem áttu heima í Nýjabæ á Dalvík. Fósturforeldr- anir voru fyrstu landnemar á Dalvík. Fékkst Jón Stefánsson við ýmis störf. Var hann bóndi, póst- afgreiðslumaður og bátasmiður. Á æsku- og unglingsárum Jóns Trausta vann hann við fiskidrátt frá Böggviðsstaðasandi og fisk- vinnslu. Aðstoðaði fóstra sinn við bústörf og smíðar. Þessi störf urðu honum, sem mörgum Islending- um, góður skóli. í minningargrein skólastjóra IHS tekur hann fram um Jón Trausta: „Hann færði með sér frá æskuárum sínum á íslandi raunhæf lífsviðhorf, sem ein- kenndust af tengslum hans við náttúruna og dýra — þá var það handlagnin og kunnáttan til verka, sem létu honum vel. Hann skar út, smíðaði húsgögn og reisti hús.“ í bréfi sem Steingrímur bróðir Jóns skrifaði mér tekur hann fram: „Hann hafði snemma mik- inn áhuga á félagsmálum og tók virkan þátt í þeim. Harðfylgi og dugnaður voru eiginleikar sem voru sterkir þættir í eðli hans. Komu þessar dyggðir fram í hverju því starfi, sem hann tók sér fyrir hendur og því þótti sæti hans ætíð vel skipað.“ Umf. Svarfdæla, stofnað 1909, varð Jóni vettvangur félagsstarfa. Kristinn Jónsson hélt unglingum til íþrótta og kenndi meðal annars sund í pollinum í hólunum utan og ofan við Dalvík. En eftir að Krist- inn með ungmennafélögum reisti sundskála Svarfdæla 1927, 5 km vegalengd framan við Dalvík við volgru þar í hlíðinni, varð sund- kennsla Kristins stórvirk og Jón meðal annarra Svarfdæla vel syndur. Sautján ára verður Jón nemandi 1 Laugaskóla og lýkur þar námi 1930. Haustið 1930 halda þeir bræður Steingrímur og Jón til Kaupmannahafnar. Steingrímur leggur þar stund á iðnnám en Jón heldur til náms út á Fjón til Níels Bukh og verður nemandi í „Gymnastikhöjskolen í Ollerup". Þar er hann til 1933, því að Niels Bukh hafði miklar mætur á Jóni og þar sem hann vann að upp- byggingu skólans hafði hann góð not af handlagnum dugnaðar- manni og Jón sökkti sér niður í nám og iðkaði iþróttir af kappi. Eitt sumarið hjólaði Jón ásamt nokkrum skólafélögum suður til Ítalíu. Heim snýr Jón 1933 og dvelur hérlendis til hausts 1936, er hann innritast í „Danmarkshöj- skole for Legemsövelser“ og tekur þar íþróttakennarapróf 1937. Um þetta leyti stofnar einn kennara Ollerupskólans Kr. Krogshede íþróttalýðháskóla að Gerlev og að þeim skóla ræðst Jón íþróttakennari og starfar þar í 2 ár, en flyst í stríðsbyrjun til lýð- skólans í Ryslinge. Að áeggjan frænda sinna hverfur hann hingað út 1945. Þeir höfðu ekkert frétt af honum meðan Danmörk var her- numin en orð lék á að hann væri virkur félagi í neðanjarðarhreyf- ingu Dana. Er hann kom heim þessu sinni, kynntist ég honum fyrst persónulega. Hann langaði að starfa í kennslu út í sveit og varð úr að hann fór til kennslu í Suðursveit í Hornafirði. Hérlendis dvaldi Jón fram eftir vetri en hélt þá til Danmerkur og hóf aftur kennslu í Ryslinge og starfaði þar til þess að hann tók að sér stöðu íþróttakennara við hinn nýstofn- aða skóla í Sönderborg 1954, sem þá hafði eigi íþróttasal. Nemendum dönsku lýðskólanna er gefinn kostur á að nema for- sögn um írþóttaæfingar (Delings- föreruddannelse). í hópi þessa at- orkusama áhugafólks kunni Jón vel við sig. Það hafði með sér landssamtök og var Jón Trausti formaður þeirra í 17 ár. Þar sem störf þessara leiðbeinenda gögn- uðu fyrst og fremst íþróttafélög- um, skotfélögum og ungmennafé- lögum innan tveggja sambanda: (D.d.S.G. og I. — og D.d.U.) varð hann mjög handgenginn og virkur stuðningsmaður forystumanna þessara sambanda og mátti oft lesa greinar eftir Jón Trausta í tímaritum þeirra t.d. Ungdom og Idræt. Þessi sambönd gangast fyrir Randers (sænsk í föðurætt: Gustav Magnusson). Börn þeirra eru þrjú, Bergljót, Þorsteinn Búi og Gustav Úffe. Synirnir eru kennarar. Hans Jörgen Nielsen, skóla- stjóri IHS lýkur minningargrein sinni á þessum orðum: „Ketty og Jón Trausti áttu svo margt sam- eiginlegt og meðal þess var að ferðast. Það ætluðu þau sér, er Jón kæmist á eftirlaun. Sú fyrirætlun gat ekki orðið að veruleika því heilsa Jóns bilaði, hann varð rúmliggjandi og út úr heiminum. Ketty hjúkraði honum af ást og tnyndarskap, sem vakti aðdáun. Með þakklæti minnumst við Jóns Trausta Þorsteinssonar, skáldsins, sem gat leikið á svo marga stengi.“ Jón Trausti Þorsteinsson lést 73 ára eftir að hafa starfað nær 45 ár í ágætustu lýðháskólum Dana en þeir hafa í langan tima verið burð- arásar fræðslu og alþýðumenn- ingar dönsku þjóðarinnar. Stór þáttur starfa þeirra hefur verið fræðsla íþrótta og iðkun íþrótta meðal þjóðar, sem fyrst er til að stofna íþróttafélög, íþróttakenn- araskóla og láta taka upp leikfimi sem námsgrein i skólum, verður Jón merkur kennari. landsmótum. Árið 1960 var hugur hjá stjórn UMFÍ að koma íþrótta- fólki, sem skaraði framúr á lands- mótum UMFÍ utan til þess að þreyta keppni við danska jafn- aldra. Samvinna tókst og náðist hún fyrir milligöngu Jóns. Eftir landsmót UMFI að Laugum 1961 hélt flokkur úrvalsfólks mótsins utan og fékk góðar móttökur. Þessi samvinna hefur varað við og leitt til fjölþættari samvinnu. Bæði fyrir þessa þjónustu og hin virku störf Jóns að æskulýðsmál- um í Danmörku bauð stjórn UMFÍ og landsmótsnefnd mótsins á Sauðárkróki 1971 Jóni og konu hans Ketty að vera heiðursgestir mótsins. Þau þáðu boðið og Jón flutti ávarp á mótinu. Danskir lýðháskólar voru mjög virkir að kynna danskri þjóð mál- stað íslendinga i baráttunni að fá handritin heim. Jón Trausti var þar skeleggur baráttumaður. Hann hafði þann sið að segja kafla úr fslendingasögum í skólum og ýmsum samkomum. Jörgen Pors, skólastjóri „Vojens Ung- domsskole“ í Selsvig minntist Jóns Trausta 11. desember sl. í dagblaði í Flensborg og skrifar m.a.: „Hann var sagnaþulur af guðsnáð. Eg minnist frásagna hans er hann heimsótti skólann okkar og sagði nemendum svo lifandi frá Skarp- héðni, Gunnari á Hlíðarenda og Gunnlaugi Ormstungu.“ Þá skýrði J. Pors frá því framtaki Jóns að stefna til sin 20—30 leiðbeinend- um víða að úr Danmörku og dreifa þeim um Suður-Jótland í skóla og félög. Þar kenndu þeir íþróttir og efndu til funda í 2 daga. Að þessu starfaði Jón um árabil og treysti með þessu æskulýðsstarf og tengsl landamærafólksins við önnur hér- uð í Danmörku. Skólastjóri ÍHS skrifaði í minningargrein um Jón: „Lífsgleði og atorka Jóns Tr. kom oft í ljós, er hann stjórnaði sýn- ingum, stjórnaði þjóðdönsum og naut undirleiks Ketty, konu sinn- ar, þá var hann í essinu sínu, og þá var það kunnátta Jóns í hinum forna íslendingasögum, sem voru hluti af honum og efldu persónu- leika hans. í mæltum sem skrifuð- um orðum hans var kraftur, t.d. sýnir eftirfarandi kafli úr ritgerð Jóns þetta: „Þú sem árið 1969 gengur um á þessum hnetti, hvað varðar þig um hvort forfeðurnir iðkuðu íþróttir? Eigi verður þú saddur af því brauði, sem bræður þinir láta í sig, og eigi styrkist þú við áreynslu annarra. Slepptu því að hlusta. Hættu að lesa sögurnar, nema þú viðurkennir að framtíðin hvíli á herðum fortíðarinnar." Árið 1946 kvongaðist Jón Trausti Ketty Magnússon frá Ábyrgir skólamenn lýðskólanna veita Jóni Trausta að loknu ævi- skeiði frábæra umsögn, sem er ís- lensku fræðslustarfi og menningu til sóma. Hann leggur eyru að sögu, sögn- um og kveðskap; þroskar vinnu- færni við þátttöku í fjölþættum störfum búskapar þar sem er út- ræði; herðar hugsun, félagslyndi og þegnskap við störf í ungmenna- félagi; eflir styrk sinn, táp og þrek í íþróttaleikjum í fjöru, grundum og sundstæðum; fræðslu sækir hann í fábrotinn barnaskóla í kauptúni sem er í frumbyggingu og heldur í héraðsskóla, sem er rétt að hefja merk menningar- störf, sundlaug í lágum kjallara og __ leikfimi iðkuð í þröngri stofu. Með veganesti menningarlegs eðlis sótt til islenska alþýðu aflar Jón sér fljótt álits og trúnaðar forystu- manna merkra danskra skóla- stofnana, og síðar virðingu og trausts dansks æskulýðs. Minning Jóns Trausta um störf lians með danskri þjóð mun lengi vara. Umsögn, orðstýr, sem hann hiaut má vera okkur löndum hans góð áminning um hve íslensk al- þýðufræðsla var haldgóð. Þökks é Jóni Trausta fyrir þann sóma sem hann ávann Isl. þjóð, hjálp og vin- áttu. Ástvinum hans skal tjáð samúð og virðing. Þorsteinn Einarsson. t Þökkum öllum þeim nær og fjær er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför föður okkar, SIGURDAR ÞÓRÐARSONAR, Dvalarheimili aldraðra, Stykkiahólmi. Sigriður Siguröardóttir, Guðlaug Erla Sigurðardóttir. Sú fimmta og sú besta Hljóm Sigurður Sverrisson Krokus The Blitz Arista/Steinar Allt frá því Krokus vakti fyrst á sér athygli fyrir einum fimm árum með plötunni Metal Rendezvous hefur þessi svissn- eski flokkur verið á stöðugri uppleið. Á uppleið segi ég þrátt fyrir þá staðreynd, að Krokus hefur aldrei verið talin frumleg hljómsveit fyrir fimm aura og er það heldur ekki nú. Þrátt fyrir þetta er The Blitz besta plata Krokus til þessa, gæða- rokk af þyngri gerðinni. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á liðskipan Krokus frá því sveitin sló fyrst I gegn. Enn eru þrír upprunalegu með- limanna eftir: Marc Storace/- söngur, Fernando von Arb/gít- ar og Mark Kohler/bassi. Þre- menningarnir hafa allir vaxið með hverri plötu, enginn þó eins og von Arb, sem meðhöndlar gítarinn sinn nú eins og sá einn, sem valdið hefur. Storace er sem fyrr í sérflokki þunga- rokkssöngvara og eiga fáir jafn auðvelt með að fá hárin á manni til að rísa og einmitt hann. Á þessari fimmtu plötu Krok- us, sem dregur nafn sitt af gamla Sweet-slagaranum Ball- romm Blitz, sem vel að merkja er að finna í hressilegri útsetn- ingu á plötunni, hefur sú megin- breyting á tónlistinni orðið, að hún er öll mun lýrískari en var. Hinn þungi undirtónn er enn fyrir hendi en yfirbragðið mild- ara (ef hægt er að nota slíkt orð um tónlist Krokus). Þetta kem- ur vel heim og saman við stór- auknar vinsældir Krokus I Bandaríkjunum. Þegar öllu er á botnin hvolft er The Blitz góð plata. Frum- leikinn er reyndar ekki fyrir hendi, en góður hljóðfæraleik- ur, frumlausn upptökustjóri og markviss framsetning bæta frumleikaskortinn rækilega upp. Bestu lög: Boys nite out og Our Love. Lokað i dag vegna jaröarfarar HULDU ÁMUNDADÓTTUR, Laugarásvegi 67, frá kl. 1-4. Úr og skartgripir, Jón og Óskar. Laugavegi70. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.