Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1985 47 Tveir til endurskoðunar • Myndsegulbandið er ekki síst handha-gt og hentugt til endurskoðunar og endurmats á kvikmyndum og kvikmyndagerðarmönnum. Á spólum varðveit- ast myndir á virkan hátt, ef svo má að orði komast. Kvikmyndasöfnun, kvikmyndaklúbbar, sýningar í sjónvarpi og stöku bíói, frá sjónarhóli hins almenna neytanda myndefnis eru þetta tilviljanakenndir miðlar; neytandinn hefur lítil áhrif sjálfur á það sem þeir bjóða upp á hverju sinni. Myndbandið er neytendapakkning fyrir kvikmyndasöguna, eða a.m.k. brot af henni. Eins og ég hef áður bent á í þessum dálkum er fjarri því að íslenskar myndbanda- leigur sinni þessu hlutverki nægilega vel. • Sumir kvikmyndagerðarmenn puða áratugum saman við sitt án þess að nokkur taki í rauninni eftir því. I>að er ekki fyrr en starfsemi þeirra er lokið að menn uppgötva að þarna hafi farið góður hæfileikamaður með athyglis- verðar afurðir. Einkum á þetta við um atvinnumenn í rútínukvikmyndum af B- og C-flokki, menn sem mestalla starfsævi sína unnu innan þröngrar afþreyingarhefðar og við knappan fjárhag, en tókst samt, innan þess ramma, að gera skemmtilega hluti sem skara fram úr þegar grannt er skoðað. Kvikmyndaáhugamenn eru sífellt að finna slíka glataða snillinga. Tveir leikstjórar, báðir fæddir aldamótaárið og starfandi innan bandarísku B-myndarinnar, skulu að þesssu sinni nefndir sem dæmi um „fundna snill- inga“ af þessu tagi. Myndir þeirra beggja skjóta annað slagið upp kolli í dagskrá sjónvarpsins og þeir eiga a.m.k. hvor sinn fulltrúann í hillum mynd- bandalciganna. Myndbönd Árni Þórarinsson Robert Siodmak Ef þið sjáið á rölti ykkar með- fram hillum myndbandaleiganna spólu meö svart-hvítri kápu sem á stendur The Spiral Staircase (Hringstiginn), þá skuliö þið taka hana. Enginn myndi kalla þessa mynd yfirþyrmandi snilldarverk, en hafi menn gaman af notalegum, dulúðugum spennumyndum þá er The Spiral Staircase eins góð og slíkar myndir verða. Hún er á margan hátt dæmigerð fyrir þá tegund þrillera sem kenndir eru við „old, dark house"; þeir eru gjarnan eins konar bland af sál- fræðidrama og gotneskri hroll- vekju, gerast í myrkum höllum eða sveitasetrum þar sem dularfullir, ógnvekjandi atburðir henda sögu- hetjurnar, unga menn eða ungar konur, og eru gjarnan þrumur og eldingar fyrir utan. í The Spiral Staircase leikur Dorothy McGuire daufdumba þjónustustúlku í slíku húsi fyrir utan lítið þorp á Nýja Englandi árið 1906. Þegar bæklað- ar stúlkur í þorpinu eru myrtar hver af annarri færist ógnin nær og nær söguhetju okkar sem svo morðingi er búsettur í þessu sama húsi. The Spiral Staircase er barma- full af snjöllum smáatriðum í leik- stjórn og sviðsetningum, þar sem tónlist og expressjónískt skugga- spil hinnar svart-hvítu myndatöku leggja til magnað andrúmsloft. Og þótt áhorfandi fatti heldur snemma hver morðinginn er kem- ur það ekki í veg fyrir að leikstjór- inn haldi spennu og athygli til loka. Leikstjórinn er Robert Siod- mak og The Spiral Staircase er al- Dorothy McGuire sem hin dauf- dumba þjónustustúlka með óðan morðingja á hælunum f The Spiral Staircase. Takið eftir hinni expressj- ónísku lýsingu. mennt talin hans besta mynd, gerð 1946. Siodmak gerði meir en hálft hundrað kvikmynda á löngum ferli og í sínu besta formi var hann ein- mitt í myrkraverkum, spennandi melódrama um dæmt fólk á barmi glötunar. Þannig naut hann sín mest á fimmta áratugnum þegar „film noir“, svarta melódramað, var I algleymingi í Hollywood. Siodmak var reyndar þýskur að ætt. Sagan segir að hann hafi leiðst inn í kvikmyndaheiminn þegar hann neyddist til þess í fjár- hagskröggum að taka að sér þýð- ingar á textum enskra og amer- ískra biómynda. Síðan varð hann klippari og leikstýrði sinni fyrstu mynd ásamt Edgar G. Ulmer árið 1929 (Menschen am Sonntag). Hann fluttist til Frakklands og gerði þar á annan tug mynda uns hann hóf störf í Hollywood árið 1940. Fystu verkefnin þar voru tíð- indalítið léttmeti og það var ekki fyrr en með Son of Dracula, Cobra Woman og Phantom Lady sem Si- odmak komst í sitt myrka stuð. Síðan komu þrillerar á borð við The Suspect, The KiIIers (með Burt Lancaster) og The Dark Mirror. En Siodmak fékk ekki undirtektir við hæfi og hann hélt frá Bandaríkj- unum á sjötta áratugnum áleiðis heim til Þýskalands með viðkomu í Englandi og Frakklandi. Hann fann aldrei sitt fyrra form á ný þott hann héldi áfram að gera bíómyndir. Robert Siodmak lést árið 1973. Stjörnugjöf: The Spiral Stair- case ir ☆ * Joseph H. Lewis „Directed by Joseph H. Lewis“ hefur staðið meðal upphafstitils meir en fjörutíu bíómynda. Þær voru gerðar á útsöluverði í annarri deild kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood á árunum 1937 til 1958. Við höfum séð margar þeirra í sjónvarpinu án þess að muna sér- staklega eftir því. Myndir Joseph. H. Lewis eru fæstar eftirminni- legar sem heild, en einstök atriði þeirra bera hins vegar vitni býsna hugkvæmum verkmanni sem við knöpp kjör gerði tilraunir með frásagnartækni myndmáls á með- an þeir B-myndaleikstjórar sem unnu við hliðina á honum dældu út úr sér tilþrifalausri en ódýrri flatneskju ár eftir ár, eins og reyndar kvikmyndaverin ætluðust til af þessari deild. Hin síðari ár hafa ýmsir kvik- myndavitringar reynt að gera Jos- eph H. Lewis að sönnu filmuskáldi eða „auteur“. Það er nú ansi lang- sótt. Lewis var vinnuhestur, eins og Robert Siodmak, tók að sér þau verk sem til féllu og eftir pöntun — söngvamyndir (hann stýrði t.d. músikatriðunum í The Jolson Story), vestra, hrollekjur, skylm- ingamyndir — nánast hvað sem var. Flestar mynda hans voru hins vegar sakamálamyndir. Á því sviði naut hann sin til fulls og skilaði nokkrum verkum sem eiga eftir að lifa. Lewis kemur að kvikmyndaleik- stjórn frá tæknilegu hliðinni. Hann byrjaði sem aðstoðarkvik- myndatökumaður og síðar klipp- ari. Þetta er greinilegt á myndum hans; hann leggur mikið upp úr hreyfanleika myndavélar og til- raunum með samsetningu mynd- máls — langar, samfelldar tökur fyrir sum atriði, hraðar klippingar í öðrum, auk vandaðrar og oft áhrifamikillar lýsingar. Bestu verk hans eru sálfræðilegar sakamála- myndir og glæpamelódrama á borð við So Dark the Night (þar sem rannsóknarlögreglumaðurinn er sjálfur geðveikur morðingi), The Undercover Man og Gun Crazy, sem er frægasta mynd hans, eins konar tilbrigði við söguna um Bonny og Clyde. í þessu úrvali er líka sú mynd Joseph H. Lewis sem ég hef rekist á hér á myndbandaleigunum. Það er The Big ('ombo (1955), alveg prýðilegur glæpaþriller með Corn- el Wilde og Richard Conte um átök lögreglu og bófafélags. t þessari mynd steig Lewis nýtt skref í átt til aukins ofbeldis sem átti eftir að hafa verulega áhrif á bandarískar glæpamyndir og eru í henni all- svæsnar pyntingasenur sem stóðu í kvikmyndaeftirlitinu á sínum tíma. Joseph H. Lewis gerði lítið af viti eftir The Big Combo og lauk starfsævi sinni í bandarísku sjón- varpi. En hann var á sinni tið eft- irtektarverður og óvenjulegur proffi. Stjörnugjöf: The Big Combo * * í STAÐ BINDINGAR I SKULDABREFUM EÐA A BUNDNUM INNLÁNSREIKNINGUM, GETUM VIÐ BOÐIÐ: Fulla verðtryggingu auk vaxta. Frjalsa úttekt aí reikningi hvenœr sem er, án þess að áunnir vextir skerðist. ®Fulla vexti strax íra fyrsta mánuði eítir úttekt - enga bið eftir stighœkkandi vöxtum. ÞAÐ ER ÞETTA SEM VIÐ KOLLUM SKÍNANDI AVÖXTUN, OÐRU NAFNI: INNLANSREIKNING MEÐ ÁBÓT. ATHUGIÐ AÐ BINDING FJÁR, - A EINN EÐA ANNAN HÁTT, GETUR REYNST SKAÐLEG Á TÍMUM TÍÐRA VAXTABREYTINGA. o ÚTVEGSBANKINN SPYRÐU EFTIR RÁÐGJAFANUM. HONUM MÁITU TREYSIA. ABOT A VEXTI GULLS IGILDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.