Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 64
OPID ALLA DAGA FRA KL 11 45 - 23.30 AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI, SlMI 11633 ffgtmfrliKfrtíÞ EVTT NORT AIIS SttfiAR FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Þorskveiði í Vestfirðingafjórðmigi: 50 % aflaaukning frá janúar í fyrra GÆFTIR og aflabrögö voru mjög góö í Vestfirðingafjórðungi síðastlið- inn janúarmánuð. Þorskaflinn í mánuðinum varð samtals 5.000 lestir eða rúmlega 50% meiri en í sama mánuði í fyrra. l>á öfluðust samtals 3.300 lestir af þorski. Afli línubáta og togara var mjög góður í mánuðin- um. Botnfiskaflinn samtals nam 6.038 lestum en á sama tíma í fyrra var hann 4.444 lestir. Nú réru 17 bátar með línu og öfluðu samtals 2.184 Verksmiðjan Hydrol: Útflutningur hafinn á hertu loðnulýsi VKKKSMIÐJAN Hydrol, sem er í eigu Lýsis hf. og Smjörlíkis hf., hef- ur hafið útflutning á hertu loðnu- lýsi. Verksmiðjan hefur hingað til svo til eingöngu hert lýsi til innan- landsnota en eftir að útflutningur hófst í nóvember síðastliðnum hef- ur hún verið starfrækt með fullum afköstum og flutt út á þriðja þús- und tonn af harðfeiti. Kramleiðslug- eta verksmiðjunnar er 10—15 þús- und tonn á ári og er útflutnings- verðmxti afurðanna um 1 milljón bandaríkjadollara, eða rúmlega 40 milljónir ísl. kr., að sögn Steinars Berg Björnssonar, forstjóra Lýsis hf. Steinar sagði að sjálfagt væri að nýta þessa aðstöðu til að full- vinna loðnuafurðirnar en loðnu- lýsið hefði hingað til verið flutt óunnið úr landi. Þessi aðstaða væri fyrir hendi og ákveðin þekk- ing en erfiðleikar hefðu verið á að komast inn á markaðina. Það virtist hinsvegar vera að lagast og hefði útflutningurinn farið til Bretlands, Hollands og Póllands. Ef framleiðslan gengi vel væru möguleikar á að auka framleiðsl- una upp í 15—20 þúsund tonn á ári. Sjá einnig ..Kannsóknir og þróunarstarf á íslandi" í Við- skipti/atvinnulíf á bls. B4. lesta, en afli línubáta sama tima í fyrra var 1.639 lestir. Meðaltalsafli línubáta á hverja lögn nú var tæpar 9 lestir en 6,5 í fyrra. Aflahæsti línubáturinn nú var Vestri frá Patreksfirði með 273,5 lestir í 22 lögnum, en auk hans öfluðu fjórir bátar meira en 200 lesta. I janúar í fyrra var Þrymur frá Patreksfirði aflahæstur með 159,7 lestir í 18 lögnum. Af togurum var Páll Páls- son aflahæstur í janúar með 372,3 lestir en í fyrra var Guðbjörgin aflahæst með 281,8 lestir. Innfjarðaveiði á rækju nam nú samtals 512 lestum af 55 bátum í fjórðungnum, sem er allmiklu minna en á sama tíma í fyrra vegna veiðitakmarkana nú. Tvö skip úr fjórðungnum stunduðu djúprækju- veiðar í janúar. Sólrún frá Bolung- arvík aflaði 36 lesta og Hafþór frá ísafirði 50 lesta. Bæði skipin frystu verulegan hluta aflans um borð. Þá má geta þess, að skuttogarinn Dagrún frá Bolungarvík landaði 531 lest af meltu frá því í maí á síðasta ári til ársloka, en meltan er unnin í fiskimjöl. Annars var ársafli Dag- rúnar um 4.000 lestir af fiski. Morgunbladid/Júlíu8 Verzlunarskólanemar skemmta sér Nemendamót Verzlunarskóla íslands var haldið í gær og færðu nemendur þi upp atriði úr söngleikjunum Hárinu, Jesus Christ Superstar og Grease. Á meðfylgjandi mynd eru nemendur að dansa atriði úr Grease. Þessi skemmtan fór fram í Háskólabíói og verður hún endurtekin fyrir utanskólamenn á laugardaginn kemur. QLÍS gerir útgerðar- og sjómönnum tilboð: Sjáyarútyegurinn taki við eigin olíuviðskiptum OLÍUVERSLUN íslands hf. hefur gert samtökum útgerðarmanna og sjómanna tilboð um að olíufélag sjávarútvegsins taki yfir allan inn- flutning og sölu OLÍS á svartolíu og gasolíu til þarfa sjávarútvegsins. Fé- lagið býður jafnframt afnot af birgðageymum og tækjum til olíu- dreifingar og afgreiðslu. Bréfið, sem er undirritað af Þórði Ásgeirssyni forstjóra Olíuverslunarinnar og sent Sjómannasambandi íslands, Far- manna- og fiskimannasambandi fs- lands og Landssambandi ísl. út- vegsmanna, er svohljóðandi: „Að undanförnu hefur ítrekað verið skýrt frá því í fjölmiðlum að áhugi sé á því innan raða út- vegsmanna og sjómanna að stofna nýtt olíufélag utan um innflutning og olíuviðskipti útgerðar og fisk- vinnslu. Hefur verið fullyrt að þannig mætti lækka verulega olíu- kostnað þessara aðila eða allt að 40%. Olíufélögin hafa hins vegar haldið því fram að í dag sé verð á olíu svo lágt hér á landi að um mikinn taprekstur sé að ræða hjá þeim. Ætla má að hugmyndum út- vegs- og sjómanna um eigið olíufé- lag verði nokkuð erfitt að hrinda í framkvæmd vegna mikils stofn- kostnaðar við byggingu birgða- geyma o.þ.h. Olíuverzlun íslands hf. vill ekki lengur sitja undir þeim alvarlegu ásökunum að eiga þátt í fjárhagsvanda útgerðarinn- ar með því að selja og lána útgerð- inni olíu á alltof háu verði. Þess vegna viljum vér tryggja það að stofnun olíufélags sjávarútvegsins strandi ekki á háum stofnkostnaði og setjum fram eftirfarandi til- boð: „1. OLÍS hættir öllum svartolíu- oggasolíuviðskiptum við útgerð og Fargjaldastríð í Evrópufluginu: Flugleiðir fylgja anna- fargjöldum Arnarflugs SVO VIRÐIST sem fargjaldastríð sé hafið á milli íslensku millilandailug- félaganna í Evrópuflugi í kjölfar hinna nýju annafargjalda Arnarflugs til Amsterdam með 38%afslætti sem sérstaklega eru hugsuð fyrir menn sem þurfa að fara í stuttar viðskipta- ferðir í miðri viku. Svar Flugleiða ~wru samskonar fargjöld til Luxem- borgar, nema hvað þau gilda í einn til sjö daga í stað eins til fimm daga hjá Arnarflugi, og hliðstæð fargjöld til London og Glasgow með 19% af- slætti. Sigfús Erlingsson fram- kvæmdastjóri hjá Flugleiðum sagði í samtaii við blaðamann Mbl. í gær að Flugleiðir hefðu sótt um leyfi fyrir þessum nýju far- gjöldum til stjórnvalda og væntu samþykkis þeirra í dag. Þetta væri svar félagsins við fargjaldaútspili Arnarflugs, hinum svokölluðum annafargjöldum til Amsterdam, sem kynnt voru í vikunni. Sigfús sagði að Flugleiðir væru nú að gera nánari könnun á áhrifum þessara nýju fargjalda. „Þetta mun verða til að rýra tekjur flugfélaganna. Þess vegna er erfitt að skilja þetta fargjalda- útspil Arnarflugs," sagði Sigfús. Sagði hann að þetta væri ekki í samræmi við almenna þróun í flugheiminum, hefði þó áður verið reynt en ekki reynst neinn bú- hnykkur. Aðspurður um hvort flugfélögin væru komin í far- gjaldastríð, sagði Sigfús: „Það hef- ur verið samkeppni í ýmsum þátt- um á milli félaganna. Ég geri ráð fyrir að ef annar aðilinn undirbýð- ur muni hinn svara, og að það komi engum á óvart." fiskvinnslu þegar búið er að selja þær birgðir sem nú eru til hjá fé- laginu. 2. OLÍS hættir nú þegar öllum innflutningi á svartolíu og gasolíu til þarfa útgerðar og fiskvinnslu. 3. OLÍS afsalar öllum viðskipta- samningum og innflutningsleyf- um á gasolíu og svartolíu vegna þarfa útgerðar og fiskvinnslu til væntanlegs olíufélags sjávarút- vegsins. 4. Skuldir útgerðar og fisk- vinnslu við OLÍS verði greiddar þannig að olíuféiag sjávarútvegs- ins yfirtekur kröfurnar og þar á móti jafnháar greiðsluskuldbind- ingar OLÍS við lánastofnanir enda komi til samþykki lánastofnana og ríkisábyrgð ef þurfa þykir. 5. OLÍS býður olíufélagi sjávar- útvegsins afnot af birgðageymum félagsins um land allt og tækjum til olíudreifingar og olíuafgreiðslu gegn mjög vægu leigugjaldi eða til kaups eftir samkomulagi." Það skal að lokum tekið fram að OLtS mun að sjálfsögðu halda áfram allri annarri starfsemi eins og innflutningi og sölu á gasolíu og bensíni til bifreiða og landvéla, flugvélaeldsneyti, bílavörum, byggingavörum o.s.frv. Og að sjálfsögðu mun OLÍS veita olíufé- lagi sjávarútvegsins eða einstök- um útvegsmönnum fullkomna þjónustu í sambandi við smurolíu- vörur frá BP og Mobil jafnframt því sem OLÍS mun veita olíufélagi sjávarútvegsins allan mögulegan stuðning hvað snertir tækniþekk- ingu og hvers kyns ráðgjöf."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.