Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1986 Leifur Sveinsson lögfræðingun Tannlæknatal Nýkomið er út æviágrip ís- lenskra tannlækna, Tannlæknatal 1854—1984. í ritnefnd voru: Gunn- ar Þormar, Birgir J. Jóhannsson, Jónas Birgisson, Sigurjón Sigurðs- son, Geir R. Tómasson, Rafn Jónsson og Ólafur Stephensen. Ráðgjafi nefndarinnar var Hjalti Zóphaníasson lögfræðingur. í bók- inni er fyrst skrá yfir heiðursfé- laga Tannlæknafélags íslands, en sjö hafa hlotið þá sæmd. Gunnar Þormar formaður fé- lagsins ritar formála. Yfirlit er yfir stofnun og starf- semi Tannlæknafélagsins fyrstu 30 árin frá 1927-1984. Fyrstu stjórn Tannlæknafélags íslands skipuðu: Brynjúlfur Björnsson formaður, Hallur L. Hallsson ritari, Páll J. Ólafsson gjaldkeri. Alls eru 247 æviágrip tannlækna í ritinu, en ekki eru þar aðrar upplýsingar um einkahagi þeirra en komu fram í svörum hvers og eins. Tannlæknar þessir hafa hlotið menntun sína i 10 löndum, þar af 162 hér á landi, 32 í Danmörku, 28 í Þýskalandi, 8 í Bandaríkjum Norður-Ameríku, 7 í Svíþjóð, 4 í Noregi, 3 í Skotlandi, og einn í hverju landanna Eng- landi, Lettlandi og Póllandi. Fyrsti íslendingurinn sem lauk tannlæknaprófi var Grímur Þor- láksson frá Hvallátrum, en hann tók tannlæknapróf við læknadeild Hafnarháskóla árið 1854. Carl Thorláksson sonur hans varð tannlæknir frá sama skóla 1867 og kenndi Vilhelm G.T. Bernhöft lækni tannlækningar. Vilhelm varð fyrstur íslendinga til þess að setja á stofn tann- læknastofu á íslandi. Það var 1. ágúst 1896 í Hotel Alexandra, 2. hæð, austurenda, en hús þetta er nú Hafnarstræti 16 í Reykjavík. Brynjúlfur Björnsson lauk fyrstur íslendinga prófi frá sér- greindum tannlæknaskóla. Hann útskrifaðist frá Tannlæknaskól- anum í Kaupmannahöfn 1906 og opnaði tannlæknastofu í Reykja- vík árið eftir á Amtmannsstíg 4. Með lögum nr. 44 frá 27. júní 1941 voru sett lög um tannlækna- kennslu við læknadeild Háskóla íslands og luku þeir fyrstu námi þar árið 1947. Það voru þeir Bald- vin G. Ringsted, Ólafur B. Thorar- ensen og Þorsteinn Ólafsson. Á haftatímum var oft erfitt fyrir tannlækna á íslandi að út- vega sér efni og áhöld. Broslegt er að lesa um það, að gull til tannvið- gerða fékkst ekki innflutt og varð að fá það af gullforða Landsbank- ans árin 1940 og 1947. Þáttur er í bókinni um Karls- skálaætt, en 7 menn af þeirri ætt hafa lokið tannlæknaprófi. Liggur við að réttara nafn á ættinni sé Tannskálaætt. Bókin er 218 bls. og kostar kr. 1.600. Forsíðumynd er af Brynjúlfi Björnssyni á stofu sinni. og önnur töl Æ fer fjölgandi þeim ritum, sem greina frá æviágripum heilla stétta, hin svonefndu töl. Þessi eru þegar komin út: Alþingismanntal, siðast útgefið 1978, Blikksmiða- saga íslands, útg. 1980, Bókagerð- armenn útg. 1976, Guðfræðinga- tal, síðast útg. 1976, Hjúkrunar- kvennatal, útg. 1969 og 1979, Iðn- aðarmannatal Suðumesja, útg. 1983, íslenskir búfræðikandidatar, útg. 1974, íslenskir kaupfélags- stjórar, útg. 1978, íslenskir málar- ar, saga og málaratal, útg. 1982, íslenskt skáldatal, útg. 1973—1976, Kennaratal 1958—1965, Ljósmæður á íslandi, útg. 1984, Lyfjafræðingatal, útg. 1982, Læknar á íslandi, síðast útg. 1984, Lögfræðingatal, síðast útg. 1976, Lögréttumannatal, útg. 1952, Múraratal og steinsmiða, útg. 1967, Skipstjóra- og stýrimanna- tal, útg. 1979, Tannlæknatal, útg. 1984, Vélstjóratal, 1911-1972, útg. 1974, Verkfræðingatal, síðast útg. 1981. Tannlæknatalið er því 21. ritið í þessum flokki, en upptalning mín getur verið ófullkomin, að mér hafi sést yfir eitthvert talið, enda er það nokkuð matsatriði, hvað skal telja tal. Nokkur önnur töl munu vera í undirbúningi, því margar stéttir setja metnað sinn í að eiga sín töl. Eg, sem þetta rita, hefi gaman af að vita sem gleggst deili á fólki og á flest þau rit, sem nú voru talin. Eitt sinn var ég í afmælisveislu hjá Kristjáni heitnum Eldjárn og segi við hann: „Eins og þú veist, Kristján, þá safna ég öllum tölum nema buxnatölum og nú var ég að eignast síðasta talið, Múraratal og steinsmiða." Þá svarar Kristján: „Já, þau eru góð og gagnleg þessi töl, en þó lætur það talið á sér daga með að hægt sé að setja sam- an, Leifur minn, það vantar alveg tilfinnanlega íslenskt draugatal og ég ætla að biðja þig að koma því á framfæri við rétta aðila áður en það verður um seinan." Kem ég þessum tilmælum hér með á fram- færi við Sálarrannsóknarfélag ís- lands og þjóðsagnadeild Háskól- ans. Er þá mál að linni tali mínu um töl. Reykjavik, 5. febrúar 1985. Leifur Sveinsson DAIHATSU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.