Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 07.02.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið. Útgerðin og olían Sjávarútvegurinn er undir- stöðugrein í íslenzkum þjóðarbúskap. Enginn önnur atvinnugrein á stærri hlut í til- urð þjóðartekna, sem lífskjör- um ráða, eða í útflutnings- og gjaldeyristekjum er marka fjárhagslega stöðu okkar út á við. Hinsvegar má deila um, hvort takmarkað aflamagn er sótt með of mörgum úthöldum, þ.e. of miklum kostnaði. Verðbólgan skekkti allt at- vinnu- og efnahagslíf hér, eink- um á árabilinu 1971—1983. Hún kom verst við sjávarút- veginn og aðra útflutnings- framleiðslu, sem háð er verð- þróun á erlendum mörkuðum. Pramleiðsla, sem fyrst og fremst byggði á innlendum markaði, og velti stanzlausum tilkostnaðarhækkunum verð- bólguáranna út í verðlag heima fyrir, hafði sitt nokkurn veginn á þurru, a.m.k. ef hún naut náðar verðlagsyfirvalda. Öðru máli gegndi um útflutnings- framleiðslu. Hún var háð verð- þróun erlendis. Hún stóð í verð- og sölusamkeppni við framleiðslu þjóða, sem bjuggu við stöðugleika í efnahagslífi og svo til engar tilkostnaðar- hækkanir. Til þess að forðast rekstrar- stöðvun í sjávarútvegi, undir- stöðuatvinnuvegi okkar, var gripið til nær stanzlauss geng- issigs og meiri háttar gengis- lækkana inn á milli. Þannig var söluandvirði í erlendri mynt breytt í fleiri, smærri og verðminni krónur til að mæta hækkandi innlendum fram- leiðslukostnaði. Ella hefðu hjól atvinnulífsins stöðvast. Þessi „hrossalækning" hafði einnig neikvæðar hliðar. Hún jók á hraða verðbólgunnar. Öll innflutt aðföng, bæði útvegs og almennings, hækkuðu því meir í verði sem gengislækkunin varð örari. Sama máli gegndi um erlendar skuldir útvegs og þjóðar, sem vóru ærnar, og leigu eftir hið erlenda láns- fjármagn. Verðbólgan ýtti og undir ótímabæra almenna eyðslu og útilokaði nauðsyn- lega spari- og eiginfjármyndun fólks og fyrirtækja. Hér við bættizt verðspreng- ing olíunnar, sem óx úr grönnum í gildan kostnaðar- þátt hjá útveginum. Valdimar Indriðason, alþingismaður, sagði í þingræðu á dögunum, að útgerðin notaði helming allrar gas- og svartolíu, sem flutt er til landsins, og olíukostnaður næmi nú orðið 30—35% af rekstrarútgjöldum stærri báta og togara. Auk þess nota loðnubræðsl- ur, sagði Valdimar, 35—40 þús- und tonn af svartolíu til að vinna leyfðan loðnukvóta í ár. Hann sagði meginhluta skýr- ingar á því hvers vegna vinnslustöðvar í nágrannalönd- um geta greitt hærra verð fyrir hráefni vera ódýrara eldsneyti. Viðskiptaráðherra lagði ný- lega fram á Alþingi frumvarp, sem gerir ráð fyrir niðurfell- ingu verðjöfnunargjalds á olíu- vörur. í stað þess verður settur á laggir flutningsjöfnunarsjóð- ur, sem standa á undir flutn- ingskostnaði frá uppskipun- arhöfn til sölustaðar. Frumvarpinu var vel tekið í efri deild, þar sem það var lagt fram. Talsmenn þingflokka, sem þátt tóku í fyrstu umræðu sl. mánudag, töldu það spor i rétta átt, en hinsvegar hvergi nærri nægilega stórt spor í frjálsræðis- og samkeppnisátt á þessum viðskiptavettvangi. Prumvarpið gengur nú til með- ferðar í þingnefnd. Það, sem einkenndi umræð- una í þingdeildinni, var að talsmenn allra flokka, sem þátt tóku í henni, bæði stjórnar- flokka og stjórnarandstöðu, gagnrýndu harðlega ríkjandi kerfi í olíuinnflutningi og ónóga samkeppni olíufélaga. Þingmenn töluðu jafnvel um olíueinokun, ýmist ríkiseinok- un vegna þess að ríkið leggur höfuðreglur um fyrirkomulag innflutnings, sem að megin- hluta er frá Sovétríkjunum og miðaður við svokallað Rotter- damverð, eða þríeina einokun olíufélaganna. Eyjólfur Konráð Jónsson, al- þingismaður, taldi vafasamt, að hægt væri að tala um frjáls olíuviðskipti hér á landi; við keyptum einfaldlega inn dýrari olíu en flestar aðrar þjóðir. Eiður Guðnason sagði tíma- bært að endurskoða þetta „vit- lausa kerfi". Samkeppni olíufé- laganna næði aðeins til smá- vöru og myndbanda. Haraldur Ólafsson taldi rétt að taka öll olíumál til gagngerðrar endur- skoðunar og krafðizt þess að viðskiptaráðherra legði fyrir viðkomandi þingnefnd sam- anburð á innflutningsverði olíu hér og í nágrannalöndum. Þess er skemmst að minnast að Hjörleifur Guttormsson taldi í þingræðu að hörð smá- sölusamkeppni tryggði heimil- um á höfuðborgarsvæðinu mun betri kjör en fólki í strjálbýli, þar sem máske eitt kaupfélag væri um hituna. — Kaupendur hafa alltaf hag af sölusam- keppni. Það er kominn tími til að fyrirtæki í sjávarútvegi njóti meiri samkeppni um inn- flutning og sölu aðfanga sinna. „Velkomin um borð í kútter Sigurfara“ Rætt við Gunnlaug Haraldsson safnvörö á Akranesi Akranesi, 1. febrúar. ENDIJRBYGGING á Kútter Sigurfara við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi er nú á lokastigi, að því er Gunnlaugur Haraldsson safnvörður sagði í samtali við blm. Mbl. Allt kapp er lagt á að Ijúka viðgerðinni fyrir 1. júní nk. MorgunblaÖið/Gunnlaugur Haraldsson Kútter Sigurfari er smám saman að taka á sig endanlega mynd. Gagngerar endurbætur hafa staðið yfir á kútternum um nokk- urra ára skeið, þar sem m.a. hefur þurft að endurnýja að fullu þilfar- ið, sem mjög var skemmt af fúa. í desember sl. lauk uppsetningu á möstrum og föstum reiða, þannig að kútterinn er nú sem óðast að fá á sig þann svip, sem hann bar á árunum um og eftir aldamótin á meðan hann varð gerður út hér við land frá Hafnarfirði, Seltjarnar- nesi og síðast Reykjavík. Ennþá er þó ólokið uppsetningu á ýmsum hlutum reiðans og fleiru, sem prýða mun skipið að fáum mánuð- um liðnum. Verður sá frágangur látinn bíða betri veðurskilyrða með vorinu, en í þess stað er núna unnið af fullum krafti undir dekki við viðgerð á lest og vistarverum skipverja. „Við eigum vitaskuld í stöðugu fjárhagsbasli," sagði Gunnlaugur aðspurður um fjármögnum verks- ins. „En þeir eru líka margir sem rétta okkur hjálparhönd. Þó má segja að sérstaklega hafi verið þröngt í búi hjá okkur nú í haust og vetur, þannig að um tíma voru menn að missa móðinn. Stóðum við frammi fyrir tveimur kostum; báð- um slæmum, annaðhvort var að stöðva framkvæmdir og leggja þá um leið til hliðar það eftirsótta markmið okkar að ljúka verkinu á þessu ári, eða hitt, að halda áfram af fullum þrótti og fylgja settri áætlun með þá von í brjósti að úr rættist með fjárhaginn, þegar komin væri reisning á skútuna og þeir sem utan við verkið standa sæju að möguleikar væru á því að ná lokamarkinu. Það er nú nefni- lega einu sinni svo með þetta verk eins og svo mörg önnur, sem taka langan tíma í framkvæmd, m.a. vegna peningaleysis, að fólk vill þreytast og tapar jafnvel niður voninni um að verkið komist yfir- leitt nokkurn tímann á leiðarenda. Við sem stöndum næstir Sigurfar- anum höfum svo sannarlega orðið varir við þessi viðhorf um tíma, enda rétt að hafa í huga, að liðin eru 10 ár frá því að kútternum var komið fyrir hér við safnið. Það eru ekki allir sem átta sig á því, hversu vandasöm og tímafrek svona við- gerð á fornum minjum er. Þannig erum við ekki í nokkrum vafa um að það var rétt ráðið í haust að láta hvergi deigan síga, þótt það hafi kostaö okkur heldur meiri efnahagslegar þrengingar nú um stundarsakir. Eftir að okkur tókst að koma upp reiðanum og kútterinn fór að taka á sig sinn tignarlega svip, hefur maður orðið var við algjöra viðhorfsbreytingu hjá mörgum manninum, sem for- mælti gjarnan þessu verki til skamms tíma. Og það er raunar í samræmi við þá viðhorfsbreytingu, þann meðbyr, sem við teljum okkur skynja að kútterinn hafi nú fengið á lokasiglingunni, að Alþingi þre- faldaði framlag sitt til Sigurfara- sjóðs frá fyrra ári. Og það er engin tilviljun heldur, að nú fyrir fáum dögum afhenti Kiwanisklúbburinn Þyrill hér á Akranesi 100 þúsund kr. gjöf Sigurfara til styrktar í til- efni 15 ára afmælis félagsins. Það er þó aldeilis ekki í fyrsta sinn, sem það ágæta félag kemur við þessa sögu, því það hafði forgöngu um það á sínum tíma ásamt sr. Jóni M. Guðjónssyni að endurheimta kútt- erinn frá Færeyjum og koma hon- um fyrir hér við safnið. Hinsvegar þykist ég nokkuð viss um þeir fé- lagar hafi sem fleiri verið farnir að örvænta um lyktir málsins og hafi nú öðlast á ný von um að við náum landi með þetta." — En hverjir aðrir leggja Sigur- fara til peninga? „Það eru nokkrir opnberir sjóðir sem dyggilega hafa stutt þetta um árabil, þ.e.a.s. Bæjarsjóður Akra- ness, Þjóðhátíðarsjóður, Byggða- sjóður og Menningarsjóður Akra- ness. Lauslega áætlað gæti ég trú- að að þessir sjóðir hafi ásamt ríkis- sjóði lagt til um 70% þeirra tekna sem Sigurfara hafa áskotnast. Þá hafa fjölmargir einstaklingar, fé- lagasamtök og fyrirtæki styrkt okkur og er það orðið býsna langur listi, sem engin tök eru á að birta hér og geymum við okkur það til vígsluhátíðarinnar í sumar. Ég vil ekki gera upp á milli þessara aðila, án þeirra hefði hægar miðað en raun ber vitni. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna hér nafn Thors Ó. Thors forstjóra, en hann hefur allt frá upphafi sýnt þessu verki ómet- anlega áhuga og stuðning. Og svo er vitaskuld um fleiri, sem seint verður fullþakkað.“ — Að lokum? „Þakklæti til allra þeirra sem á einhvern hátt hafa stuðlað að því að tekist hefur að bjarga frá glötun síðasta kútternum úr hinum mikla skipastóli skútualdarinnar hér á landi, og varðveita hann framtíð- inni til handa. Frá og með 1. júni nk. getum við vonandi sagt: Vel- komin um borð í Kútter Sigurfara. J.G. Æmdm. ■ W Wmu/- Morjfunblaðiö/Jón Gunnlaugsson Jóhannes Engilbertsson, formaður stórnar Sigurfarasjóðs, tekur við gjöf Kiwanisklúbbsins Þyrils úr hendi forseta klúbbsins, Sigursteins Hákonarsonar. DAGANA 5. til 21. október sl. var haldin húsgagnasýning í Kaupmanna- höfn á vegum Snedkernes EfterÁrs- udstilling, en það eru samtök danskra húsgagnaarkitekta. Þetta er fjórða árið í röð, sem þessir aðilar sýna nýjustu húsgagnahugmyndir sín- ar og jafnfram í fyrsta skipti sem öðr- um en aðilum samtakanna er boðin þátttaka í sýningunni. Einn þeirra þriggja, sem boðin var þátttaka, var Herdís Júlía Ein- arsdóttir, húsgagnaarkitekt, sem búsett er í Danmörku. Blm. Mbl. hafði samband við Herdísi og spurði hana hvaða þýð- ingu það hefði fyrir hana sem hús- gagnaarkitekt að taka þátt í sýn- ingunni. „Ég tel það hiklaust vera mikinn heiður að hafa verið boðin þátttaka í þessari sýningu, því þetta er ár- viss viðburður, sem vekur mikla at- hygli. í uphafi voru þessar sýn- ingar hugsaðar sem svar yngri hús- gagnaarkitekta við annarri hús- gagnasýningu, sem haldin hefur verið á vorin í fleiri áratugi og yngri húsgagnaarkitektum fannst þeir ekki eiga greiðan aðgang að. Einu skilyrðin, sem okkur voru sett sem boðin var þátttaka, voru að það, sem við sýndum, mætti ekki vera skólaverkefni," sagði Herdís. „Húsgagnaarkitektar eiga mjög erfitt með að koma verkum sínum á framfæri, hafa í raun ekki önnur tækifæri en þessar vor- og haust- sýningar og svo nemendasýningar. A þetta við um þá sem ekki eru þegar komnir með stólana sína í framleiðslu. Nú er ég að láta framleiða 10 prufustóla og hef síðan hugsað mér að athuga markaðsmöguleika fyrir stólinn og hef þá vöggustofur og barnaheimili í huga, því stólinn hentar mjög vel við lág borð,“ sagði Herdís. „Þeir hafa verið svo elsku- legir hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis að styrkja mig, svo að ég geti látið framleiða þessa prufu- stóla. Ég bind miklar vonir við þenn- ann stól, en þetta er svo mikil nýj- ung að það krefst alltaf miklu lengri tíma þar til hún öðlast við- urkenningu. 1 þessu tilfelli þarf að venja fólk á að sitja öðruvísi en það er vant að gera. Því höfðar stólinn fyrst og fremst til ákveðins hóps fólks og þá fyrst og fremst þeirra, sem þurfa að vinna eða sitja við lág borð. Takist mér að selja stólinn er ekkert því til fyrirstöðu að hann verði framleiddur á Islandi." Herdís vann 1. verðlaun í iðn- hönnunarsamkeppni, sem Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis efndi til 1982, en það sama ár lauk hún námi í húsgagnaarkitektúr í Danmörku. Herdís Júlía Einarsdóttir, húsgagna- arkitekt. Nýi stóllinn sem Herdís Júlía Einarsdóttir hefur hannað séður frá mismunandi sjónarhornum. íslenskum húsgagnaarkitekt boðið að sýna á sýningu í Kaupmannahöfn AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GEORGE JAHN Fallvölt stjórn frammi fyrir óvæntum vandamálum Austurríki: STJORN Austurríkis undir forystu jafnaðarmanna, sem eitt sinn var fyrir- mynd bæði hvað snerti traust og sveigjanleika, hefur að undanförnu staðið frammi fyrir alvarlegri innanlandsdeilum en nokkru sinni, síðan Bruno Kreisky, fyrrverandi kanslari, sagði af sér. Eftirmaður hans, Fred Sinow- atz, horfist auk þess í augu við vandamál á alþjóðavettvangi, ofbeldi heima fyrir og vaxandi efasemdir um hsfileika sína sem stjórnmálaleiðtoga. að, sem áhyggjum veldur varðandi þessa ríkisstjórn, er að hjá henni tekur hvert glappaskotið við af öðru, sagði blaðið Kurier, eitt útbreiddasta blað Austurríkis, fyrir skömmu. Síðustu mistökin áttu sér stað, er Friedhelm Frischenschlager varnarmálaráðherra bauð Walt- er Reder, stríðsglæpamann frá tímum nazista, velkominn, er hann var látinn laus úr fangelsi á Ítalíu. Gerðist þetta rétt eftir að stjórnin hafði orðið að láta í minni pokann fyrir umhverfis- verndarsinnum vegna raforku- vers við Dóná. Friedhelm Frischenschlager varn- armálaráðherra. Meiri háttar mistök „Þetta eru meiri háttar mistök, það er rétt, en þetta er bara það, sem kemur fyrir ríkisstjórnir yf- irleitt," sagði Kreisky í fréttavið- tali um þessa atburði. „Reder-málið" leiddi í ljós grundvallarágreining milli jafn- aðarmanna og Frelsisflokks Fris- chenschlagers, en þessir tveir flokkar standa saman að ríkis- stjórn Austurríkis, eftir að þeir fyrrnefndu töpuðu meirihíuta sínum á þingi í apríl 1983. Jafnaðarmenn fordæmdu Frischenschlager fyrir að hafa tekið á móti Reder, sem var eitt sinn major í SS-sveitum Adolfs Hitler og dæmdur sekur um að hafa fyrirskipað dráp á 1.830 óbreyttum mönnum á Ítalíu. Frelsisflokkurinn lýsti aftur á móti yfir stuðningi sínum við ráðherrann. Atburður þessi gerðist á meðan þing heimssamtaka gyðinga stóð yfir í Vínarborg og fann Sinowatz sig knúinn til þess að bera fram afsökun við leiðtoga þeirra. í Strasburg í Frakklandi kröfð- ust 35 fulltrúar á þingi Evrópu- ráðsins þess, að Sinowatz viki Frischenschlager úr embætti. Margir stjórnmálamenn úr röð- um jafnaðarmanna halda þvi fram, að hægri sinnar hlynntir nazistum ráði ferðinni í Frelsis- flokknum, en forystumenn flokksins hafa neitað því afdrátt- arlaust. Er hneykslið með Reder komst í hámæli 29. janúar sl., hét Frels- isflokkurinn því að fara úr stjórn, ef varnarmálaráðherrann yrði rekinn. Tveir ráðherrar jafnað- armanna hótuðu aftur á móti að segja af sér, ef Frischenschlager yrði áfram í stjórninni. Þeir féllu hins vegar frá þeirri afstöðu síð- ar. Frischenschlager baðst opin- berlega afsökunar og Sinowatz lét hann halda embætti varnar- málaráðherra. Flest dagblaðanna fordæmdu þessa ákvörðun og leiðarahöfundar þeirra gáfu í skyn, að nú væri allt á huldu um framtíð stjórnarinnar. En hún stóð samt af sér vantrauststillögu á þingi 1. febrúar sl., sem Þjóðar- flokkurinn bar fram. Blaðið „Die Presse", sem er virtasta dagblað hægri manna, gagnrýndi samsteypustjórnina fyrir „þyngsta högg, sem hún hefði greitt sjálfri sér til þessa og Bruno Kreisky, fyrrv. kanslari. það aðeins fáeinum vikum eftir áfallið við Hainburg". Stór hluti jafnaðarmanna- flokksins er „vonsviknari en nokkru sinni fyrr“ með Frelsis- flokkinn, sem hefði snúið „til baka til fortíðarinnar" burt frá frjálslyndi og haldið til hægri. Orkuverið við Hainburg Aðeins fáeinum vikum fyrir Reder-malið höfðu áform stjórn- arinnar um að eyða skógarsvæði einu til þess að koma þar upp orkuveri leitt til ofsafengnustu átaka milli lögreglumanna og umhverfisverndarsinna, sem átt hafa sér stað á síðustu árum. Svo fór, að stjórnin ákvað að leggja orkuáformin, sem kennd eru við staðinn Hainburg, á hilluna að sinni. í september sl. vék Sinowatz kanslari Herbert Salcher fjár- málaráðherra úr embætti, eftir að dagblöðin höfðu vikum saman haldið uppi gagnrýni á hann fyrir hæfileikaskort. Þá skipti Sinow- atz jafnframt um þrjá aðra ráö- herra í stjórninni. Langflestir stjórnmálaskýrendur litu á þessa ráðstöfun, sem tilraun af hálfu kanslarans til að snúast gegn þeirri skoðun, sem er vaxandi skoðun meðal almennings, að hann sé óákveðinn og þunglama- legur leiðtogi. Ekki er vitað til þess, að þessar ráðstafanir hafi orðið til þess að auka á varanleg- an stuðning almennings við kanslarann. Stjórnin hefur jafnvel mátt sæta aðkasti vegna deilna um opnunartíma verzlana, sem er minni háttar mál í flestum lönd- um. Þetta mál varð hins vegar að miklu deilumáli milli ríkisstjórn- arinnar og fylkisstjórnarinnar í Salzburg-héraði. Stjórn Sinowatz fór þess á leit við stjórnlaga- dómstól landsins, að hann vitti fylkisstjórann fyrir að leyfa verzlunareigendum að hafa opið á frídegi fyrir jól er þær hefðu að öðru jöfnu verið lokaðar. Hinn 14. desember sl. neitaði dómstóllinn að taka málið til meðferðar á þeim forsendum, að rök stjórnar- innar væru óljós og ónóg. Stjórnin reikul Blaðið „Kleine Zeitung" í Graz, næststærstu borg Austurríkis, komst svo að orði, að búast mætti við að samsteypustjórn flokk- anna tveggja héldi áfram „skjögrandi þar til hún lenti í næstu vandræðum". Margir stjórnmálasérfræð- ingar þykjast sjá sum af vanda- málum stjórnarinnar í Sinowatz, sem var áður menntamálaráð- herra. Hann er maður vingjarn- legur, sem lætur lítið yfir sér, en hann hefur átt erfitt með að standast sömu kröfur og gerðar * voru til Kreiskys, fyrirennara hans. Stjórnmálasérfræðingar þótt- ust geta greint síðla á síðasta ári meðvitaða tilraun af hálfu Sin- owatz til að gefa almenningi af- dráttarlausari mynd af sjálfum sér. Virðing Kreiskys var hins vegar sjaldan í hættu þau 13 ár, sem hann var kanslari, en það var tímabil, sem var síður en svo laust við óróa, þar á meðal árásir hermdarverkamanna og valda- baráttu innan stjórnarinnar. Kreisky sagði af sér í kjölfar þingkosninganna í apríl 1983 er flokkur hans missti meirihluta sinn. Jafnaðarmenn hafa nú 90 sæti á þingi, en Þjóðarflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, hefur 81. Frelsisflokkurinn er í odda- aðstöðu með 12 þingsæti. Er mót- taka Reders var til umræðu, hélt Kreisky því einnig fram, að Frelsisflokkurinn bæri mikinn hluta ábyrgðarinnar vegna þess, sem gerzt hefði við Hainburg. Þá sagði Kreisky ennfremur, að stjórnarflokkarnir hefðu verið sviknir, er Þjóðarflokkurinn lét af stuðningi sinum við virkjunar- áformin í því skyni einu, að auka álit sitt meðal umhverfisvernd- arsinna. Deilurnar við umhverf- isverndarmenn I Austurríki vegna virkjunarinnar í Hainburg væru ekkert annað en tímanna tákn. „Náttúrufriðun verður æ mikilvægari í stjórnmálum alls staðar í heiminum," sagði Kreisky. „Það er málefni, sem stjórnin í þessu landi jafnt sem í öðrum löndum, verður að taka til- lit til.“ (Cieorge Jahn er fréUaritari vid fréttastofuna Associated Preas.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.