Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 3 Verkamaðurinn og \inkaupin: Brennivínsflaskan kostar daglaun nú en fimm stunda vinnu fyrir ári VERKAMAÐUR er þremur klukku- stundum lengur að vinna fyrir einni flösku af íslensku brennivíni nú en fyrir ári. í janúar 1984 kostaði ein flaska af brennivíni 380 krónur, en tíma- kaup verkamanns var þá 73 krón- Þingflokksfundur sjálfstæðismanna: Ráðherrar gangi frá efna- hagstillögunum Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins lauk á fundi sínum í gær um- ræðum um þær hugmyndir sem legið hafa fyrir frá ríkisstjórninni um aðgerðir í efnahagsmálum. Niöurstaða þingflokksfundarins varð sú að ráðherrum flokksins var falið að ganga frá tillögum á þeim grundvelli sem fyrir lá frá ríkisstjórninni. ur, miðað við lágmarkstekjutrygg- ingu. Það tók verkamanninn því rúmar 5 klukkustundir að eignast peninga fyrir flöskunni. Eftir sið- ustu hækkun á áfengi sem var á þriðjudag, kostar brennivínið 680 krónur, en tímakaup verkamanns- ins er 81,20 krónur miðað við lág- markstekjutrygginguna. Hann er því nærri 8Vfe klukkustund að vinna sér inn fyrir drykknum, eða rúmlega einn dag. Frá því í desember 1983 hefur áfengi hækkað fimm sinnum. Þá hækkaði það í 380 krónur, í mars 1984 fór flaskan í 470 krónur, í september sl. var brennivínið hækkað í 510 krónur flaskan, en þremur mánuðum síðar, eða í des- ember, kostaði flaskan 590 krónur og á þriðjudag var hún enn hækk- uð og kostar nú 680 krónur. Lágmarkstekjutrygging nam í febrúar í fyrra 12.660 krónum á mánuði, sem hefði nægt fyrir um 33 flöskum af brennivíni. Nú er mánaðarkaupið 14.075 krónur á mánuði, sem gæti nægt verka- manni fyrir um 20 flöskum af sama vökva. Hátt á fjórða hundrað myndbönd í töskunum HÁTT í fjórða hundrað myndbanda reyndist vera í töskunum þremur, sem tveir menn skildu eftir í tollhliði á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku þegar tollverðir fóru þess á leit að fá að skoða innihaldið. Embætti lög- reglustjóra á Keflavíkurflugvelli hef- ur kært þetta sem tolllagabrot og vinnur Rannsóknarlögregla ríkisins að rannsókn málsins. Annar mannanna, sem töskurn- ar áttu, er eigandi myndbanda- leigu í Hafnarfirði. Ljóst er að verðmæti myndbandanna skiptir hundruðum þúsunda króna, lík- lega um hálfri milljón. Lagt af stað frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti hlupu með undir- skriftalista til borgarstjóra Einu íþróttirnar sem nemendur Fjölbrautaskóla Breiðholts geta stundað eru sund og hlaup, sem ekki er metið til stúdentsprófs. Ef þeir fengju almenna kennslu i íþróttum yrðu hún aftur á móti metin til prófs. maður uppeldissviðs skólans, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að skortur á íþróttahúsnæði kæmi verst niður á þeim nemendum á uppeldissviði sem væru á íþrótta- braut. Þeir eru um 70 talsins. Nem- endur skólans hafa fengið inni í öðrum íþróttahúsum borgarinnar, t.d. við Alftamýrarskóla í 2 tíma í viku og í Laugardalshöllinni milli kl. 8 og 11 á laugardagsmorgnum og fer sá tími mest í íþróttamót á veg- um skólans. Logi Sigurfinnsson formaður Nemendafélags Fjölbrautaskólans afhendir Davíð Oddssyni borgarstjóra undirskriftalistann. Á milli þeirra er Árni Njálsson, en fyrir aftan Loga stendur Vignir Sigurðsson. Vignir sagði að nemendur skól- ans byndu nú vonir við að bygging íþróttahúss við skólann verði á fjárhagsáætlun borgarinnar árið 1986. NEMENDUR Fjölbrautaskólans í Breiðholti efndu til boðhlaups í gærmorgun frá skólanum og að skrifstofu borgarstjóra. Þar var borgarstjóra afiientur undirskrifta- listi þar sem þess er krafist að nú þegar verði hafin bygging íþrótta- húss við skólann. Undir þetta eni rituð yfir eitt þúsund nöfn. Borgarstjóri tjáði nemendum að íþróttahús við Fjölbrautaskólann væri ekki á fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir árið 1985. Vignir Sigurðsson, umsjónar- Courchevel í frönsku Ölpunum er einn stærsti og besti skíöastaður í heimi — og þaö er sko ekki orðum aukið. Stórskemmtilegar brekkur við allra hæfi, nýjasta lyftutækni, óviðjafnanlegur gisti- staður, stórbrotið landslag, sólskin og nægur 1. flokks skíðasnjór leggsl allt á eitt um að gera ógleymanlega skíðaferð að sérkapitula í endurminningum þínum. Courchevel er staður fyrir snillinga, verðandi, núverandi og fyrrverandi. Þú velur þér brekku og færi við hæfi og svo er bara að leggja í hann. Einn dagur í Courchevel gæti verið svona: Að loknum góðum nætursvefni eftir fjör- ið daginn áður, færðu þér stadgódan morgunverð á Crystal 2000, 3ja stjörnu hótelinu sem allt Urvalsfólk gistir á. Síð- an liggur leiðin í lyfturnar, tvær þeirra eiga heimsmet í fóiksfiutningum, og ein- hverja skíðabrekkuna. í hádeginu get- urðu gert stans á einhverjum veitinga- staðnum í brekkunni, fengið þér gott að borða og safnað orku fyrir skíöa- mennsku eftirmiðdagsins. Þú byrjar kvöldið í gufubaði, eða sundlauginni ferð í nudd og slappar af. Þið skíðafélagarnir getið síðan mælt ykkur mót á barnum eða á veitinga- stað, farið í bíó, á dansleik eða bara að sofa til þess að undirbúa næsta skídadag, sem getur oröiö allt öðruvísi. Það er undir þér komið — af nógu er að taka. Courchevel er svo ásetinn að við getum ekki boðið nema tvær 2ja vikna ferðir, 15. og 29. mars (páskaferð). Verð pr. mann í tvíbýli 15/3 kr. 42.100,- Verð pr. mann í tvíbýli 29/3 kr. 44.250.- Innifalið: Flug til Genfar og heim, rútu- ferðir, gisting með hálfu fæði á Crystal 2000 og íslensk fararstjórn. Smelltu þér í skíðaskóna og vertu samferða. Síminn er 26900 Gengl 23/1 1985 FERMSKRIFSTOMN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.