Morgunblaðið - 07.02.1985, Side 46

Morgunblaðið - 07.02.1985, Side 46
46_______________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985_ Steinbarn Jóns Magnússonar — eftir Guðmund Stefánsson Hinn 30. janúar sl. birtist grein eftir Jón Magnússon lögfræðing í Morgunblaðinu undir fyrirsögn- inni „Hverjir beittu blekkingum?" Mál sitt hóf Jón Magnússon á að vitna í alþekkta gamansögu og til að sagan hæfi betur því sem á eft- ir fer „lagfærði" lögmaðurinn hana og lætur frambjóðandann segja: „Lygi er lygi, jafnvel þó hún sé á ljósmynd." Hið rétta er hins vegar að Sveinn í Firði sagði: „Lygin verður ekki sannleikur þó hún sé ljósmynduð." Þarna er munur á og því miður eru nokkrar misfellur aðrar í grein Jóns, en ýmis hugarfóstur hans um land- búnaðarmál eru orðin að stein- barni sem hann gengur með og losnar ekki við. Verölagning búvara Jón Magnússon heldur því fram, að óeðlilegar hækkanir hafi orðið á þeim búvörum sem Sexmanna- nefnd verðleggur. Það er rétt að smásöluverð á sumum þessara vara hefur sveiflast óeðlilega mik- ið undanfarin ár, þ.e. þeim vörum sem ríkissjóður hefur greitt niður. Hringl með niðurgreiðslur hefur gert það að verkum, að verð þess- ara vara hefur ýmist þotið upp eða snarlækkað, en það hefur ekkert að gera með störf Sexmanna- nefndar. Segja má að Sexmannanefnd ákveði óniðurgreitt verð, en síðan kemur einhliða ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um niðurgreiðslur, og verð til neytendans breytist þá í samræmi við það. Það er því ein- föld skýring á því hvers vegna ýmsar mjólkurvörur, kindakjöt o.fl. vörur hafa hækkað hlutfalls- lega meira en ýmsar aðrar vörur, þ.e. minni niðurgreiðslur. Þetta veit Jón Magnússon þó það henti honum að minnast ekki á það. Ef litið er á þróun vísitölu fram- færslukostnaðar síðastliðin 10 ár annars vegar og þróun búvöru- verðs hins vegar er ljóst að þar er samræmi á milli. f meginatriðum hefur verð, óniðurgreitt smásölu- verð, fylgt framfærsluvísitölunni og ef eitthvað er, þá eru frávikin búvörum í hag, þ.e. þær hafa hækkað örlítið minna síðustu árin. Ef einhverjum dytti í hug að þetta væri vegna þess, að búvörur vægju svo þungt í framfærslu- grundvellinum, þá skal þess getið, að þær búvörur sem Sexmanna- nefnd verðleggur vega innan við 10% í grundvelli vísitölu fram- færslukostnaðar. Hvað varðar verðlag annarra búvara en þeirra sem Sexmanna- nefnd verðleggur, þá er það rétt, að þær hafa t.d. hækkað minna en aðrar búvörur undanfarin ár. Það er eðlilegt, því ef miðað er við árið 1974, þá var smásöluverð á kjúkl- ingum og svínakjöti meira en tvö- falt hærra en á dilkakjöti og auk þess þær aðstæður á markaðnum, að framboð fullnægði ekki eftir- spurn. Þegar svo hækkun á 10 ára tímabili er athuguð þá er sá grunnur sem miðað er við miklu hærri á þessum vörum og hlut- fallsleg hækkun miklu minni, jafnvel þótt verðið sé enn mun hærra. Talnaleikur Jóns Magnússonar undanfarin misseri er því orðinn götóttur og varpar hvorki ljósi á eitt né neitt nema ef vera skyldi að í þessum málflutningi helgar tilgangurinn meðalið Það er hins vegar skoðun mín að verðlagning sexmannanefndar hafi ekki þann sveigjanleika sem æskilegur er við nútíma markaðs- færslu. Lögin um Framleiðsluráð landbúnaðarins eru um þessar mundir í endurskoðun og vonandi verða þá gerðar nauðsynlegar endurbætur á verðlagningarkerfi búvara, þvi að vissulega er þeirra þörf. Það eru hins vegar til fleiri litir en svart og hvítt. Framleiðendum mismunað Jóni Magnússyni verður tíðrætt um hve svína- og alifuglabændum sé mismunað gagnvart bændum í hefðbundnum búskap og umfram allt hve haldlítil framleiðslustjórn undanfarinna ára hafi verið. Um þetta er rétt að nefna nokkur at- riði. í fyrsta lagi hefur mjólkur- framleiðslan dregist sman um 11,7 milljónir lítra eða um nálega 11% á tímabilinu 1978—1984. Um- framframleiðsla mjólkur hefur minnkað úr 20% í 9%. Það finnst Jóni Magnússyni e.t.v. enginn árangur? í öðru lagi hefur framleiðsla kindakjöts á sama tímabili dregist saman um 3.200 tonn eða 26% og umframframleiðsla kindakjöts minnkað úr 50% í 15%. Það finnst Jóni Magnússyni e.t.v. heldur eng- inn árangur? í þriðja lagi hefur sauðfé í land- inu fækkað um nær 200.000 und- anfarin ár eða um 20%. Á sama tíma hefur svínum fjölgað um 42% eða úr 1.550 í 2.200. Það finnst Jóni Magnússyni að gengið hafi verið á rétt svínabænda og þeim mismunað gagnvart sauð- fjár- og kúabændum? I fjórða lagi er ekki rétt að íþyngja eigi framleiðendum svína- „Undanfarin ár hefur verið viö nokkurn vanda að glíma í íslenskum landbúnaði. Til þess að leysa þann vanda verða allir bændur að leggja sitt lóð á vogar- skálarnar, og svína- og alifuglabændur hafa vissulega þurft að axla sinn hluta byrðarinnar.“ og alifuglaafurða með auknu kjarnfóðurgjaldi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um slíkt og þær hugmyndir sem uppi eru um breytingar á kjarnfóðurgjaldi ganga einvörðungu út á breytt fyrirkomulag en ekki auknar álög- ur. Þetta hlýtur Jón Magnússon að hafa kynnt sér þótt fullyrðingar hans bendi ekki til þess? Ég hygg að bændur í hefð- bundnum búgreinum telji sér ekki hampað miðað við t.d. svína- og alifuglabændur. Það er hins vegar svo, að undanfarin ár hefur verið við nokkurn vanda að glíma í ís- lenskum landbúnaði. Til að leysa þann vanda verða allir bændur að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og svína- og alifuglabændur hafa vissulega þurft að axla sinn hluta byrðarinnar. Ég held að þeir hafi líka gert það möglunarlaust, a.m.k. flestir. Framsýni for- sætisráðherra Forsætisráðherra Sjálfstæðis- flokksins árið 1964 sá fyrir þann vanda sem landbúnaðurinn stefndi þá í. En þetta sáu bændur og forystumenn þeirra einnig. Frá 1967 hefur nauðsyn framleiðslu- stjórnar verið rædd meira og minna á aðalfundum Stéttarsam- bands bænda og árið 1972 lagði Halldór E. Sigurðsson fram frum- varp um framleiðslustjórnun á Al- þingi. Þessu var hins vegar ekki sinnt á Alþingi fyrr en árið 1979 og segjast verður að æskilegt hefði verið að það hefði orðið fyrr. Eftir að nauðsynlegar laga- heimildir voru fengnar, hafa bændur tekið mjög myndarlega á þessum málum og ég tel að allir sanngjarnir menn finni að mikið hefur áunnist þótt Jón Magnússon láti sér fátt um finnast. Það er svo rétt hjá Jóni Magn- ússyni að nýsköpunar er þörf í at- vinnumálum sveitanna og þótt ýmislegt hafi verið vel unnið í þeim málum, þá dugir það engan veginn og nauðsynlegt að gera átak á því sviði. En til þess að nýjar búgreinar svo sem loðdýrarækt og fiskeldi verði byggðar upp, þarf fjármagn. Hér erum stærri upphæðir en svo að ræða, að einstaklingar taki þær úr eigin vasa og hér þarf hið opinbera að sinna sínum skyldum. Útvegun lánsfjármagns og viss skipulagning er nauðsynleg og tómlæti hins opinbera í þessum málum er með eindæmum. Að lokum Það er ánægjulegt þegar menn láta sig málefni landbúnaðarins varða og hafa skoðanir á þeim. Það er augljóst að margt má betur fara í málefnum hans og því eðli- legt að gagnrýni komi fram. Þó að í sjálfu sér megi taka und- ir sumt í málflutningi Jóns Magn- ússonar, þá setur hann mál sitt fram með þeim hætti, að flestum veitist örðugt að taka undir. Stór- yrði og villandi fullyrðingar gera það að verkum að þó oft sé reitt hátt til höggs, geiga lögin yfirleitt. Þegar Jón Magnússon ræðir land- búnaðarmál virðist hann sjá ofsóknir og yfirgang úr öllum átt- um og ekki virðist heil brú í því sem gert er. Að þessu leyti svipar Jóni Magnússyni nokkuð til nafna síns séra Jóns Magnússonar sem bjó á Eyri við Skutulsfjörð á 17. öld. Píslarsaga séra Jóns segir frá ímynduðum ofsóknum sem hann taldi sig verða fyrir og hvernig þessar ofsóknir urðu honum raunveruleiki. Þess er óskandi að píslarsögu Jóns Magnússonar ljúki nú sem fyrst og það væri ánægjulegt að geta boðið hann velkominn í alvör- ulandbúnaðarumræður þar sem tekist er á um málefni og leitað lausna á vandamálum líðandi stundar. Guðmundur Steíinsson er búnað- arhagíræðingur hjá Stéttarsam- bandi bænda. Enn eykst atvinnuleysi í Belgíu BniMMel, 5. febrúar. AP. ATVINNULEYSI í Belgíu í janúar var meira en nokkru sinni fyrr, eða 12,6% vinnufærra manna. Alls eru þá 530 þúsund Belgar atvinnulaus- ir. Atvinnumálaráðuneytið sagði frá þessu í morgun. Prósentufjölgun milli desem- ber- og janúarmánaða var 4,85. Meginástæðan fyrir því hversu mjög atvinnuleysingjum hefur fjölgað í Belgíu, allt frá í fyrra- vor, er að allur þorri þeirra sem lauk hinum ýmsu prófum í júní- mánuði varð að bíða í sex mánuði áður en þeir voru tækir í at- vinnuleysisskráningu og með bótarétt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.