Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985
17
Þótt þeir drættir, sem mest
voru áberandi í ásjónu kirkjunnar
á þessu skeiði, væru óhrjálegir
ýmsir, þá lifði ávallt innan vé-
banda hennar einlæg tilbeiðsla og
trú, — listir blómguðust í skjóli
hennar og hugsunin reis hátt, eins
og gotneska dómkirkjan, Erasmus
frá Rotterdam hafði raunar borið
fram allar þær spurningar er sið-
bótin síðan fékkst við að svara.
Lúther tók kalli tímans
Marteinn Lúther kemur fram
við ein þessara þáttaskila sögunn-
ar, þar sem stórmenni svo oftlega
birtast og verða til þess að greiða
fyrir framvindu mála. Siðbótin
átti sér aðdraganda, sem hér var
að vikið og þegar tíminn var fulln-
aður, þá var Lúther til staðar og
ýmsir fleiri auðvitað. En áhrif
hans urðu ómæld,— og þá ekki
síst á sjálfa rómversku kirkjuna.
Hann hjálpaði henni vissulega til
siðbótar, þótt hún gerði hann
burtrækan.
Það er rétt að leggja áherslu á
þetta, að Lúther lagði ekki upp
með neinar áætlanir um skipu-
lagsbreytingar á kirkjunni. Eftir
langa íhugun og harða trúarlega
baráttu, gat hann einfaldlega ekki
annað en gert athugasemdir við
það, er honum þótti óhæfa, eins og
aflátssalan. En í byrjun vakti það
ekki fyrir honum að hafa uppi
opinber mótmæli, er bærust vítt
og breitt. Hann valdi þá leið, er
lærðir menn fóru á þeim tíma, —
að efna til fræðilegrar umræðu
innan háskólans meðal guðfræð-
inga.
Sú vakning, sem hann kom af
stað, átti vissulega rætur í trúar-
reynslu hans. Hann trúði og hlaut
því að tala, en það vakti ekki fyrir
honum að hrinda af stað neinni
sögulegri hreyfingu.
Það varð hins vegar örlagaríkt,
hve svifaseinir þeir í Róm voru að
átta sig á mikilvægi þeirra við-
horfa, er upp á yfirborðið komu
með Lúther. Það var eiginlega
fyrst í Ágsborg, næstum 20 árum
eftir að hann hafði gert sér grein
fyrir eðli mála, sem fyrsta tilraun-
in var gerð til guðfræðilegs upp-
gjörs við Lúther.
Bændauppreisnin
Eitt af því, sem Lúther löngum
hefir verið legið á hálsi fyrir, er
afstaða hans til bændauppreisnar-
innar, er náði hámarki í maí 1525
og breiddist yfir landið eins og
óstöðvandi fljót með ránum og
ólýsanlegum grimmdarverkum.
í forystuliði bænda voru
vingltrúarmenn, sem réttlættu
voðaverkin með Ritningarorðum
og Lúther hlaut að snúast gegn
slíku.
Þá ber þess að gæta, að furst-
arnir, sem uppreisnin beindist
gegn, höfðu algerlega brugðist,
bæði með því ábyrgðarleysi, er
þeir höfðu gert sig seka um með
undirokun og arðráni á bændum
og svo með því hugleysi og ráða-
leysi, er þeir sýndu, þegar upp-
reisnin braust út.
í þessari stöðu átti Lúther enga
góða kosti, — því fór víðs fjarri, að
valið væri frjálst. En þegar því er
haldið fram mað skírskotun til
harðra orða hans um bændur, að
hann hafi verið auðvaldsþjónn og
höfðingjasleikja, þá er það út í
hött.
Það var engin höfðingjasleikja,
sem varð fyrir svörum í Worms
eða felldi þann dóm opinberlega
yfir þýsku furstunum í heild, að
Guð hefði í reiði sinni slegið þjóð-
ina með þeim. Og það var ekki til
að þóknast þeim, að pólitísk mót-
un siðbótarinnar lenti í höndum
fursta og konunga. Það kom til af
því, að eins og mál þróuðust, var
ekki um aðra að ræða, er þetta
hlutverk yrði fengið.
Valdníðsla
þjóöhöföingja
Víst var þetta vond lausn og það
kom brátt á daginn, ekki síst á
Islandi, að þjóðhöfðingjar misnot-
uðu þá aðstöðu, er siðbótin skap-
aði þeim. Upphaflega var það svo,
að þeir sem reistu kirkju, áttu
hana, — lögðu henni til þau föng
er hafa þurfti og réðu málum
hennar. En þróunin varð sú hér á
landi sem annars staðar, að kirkj-
an sóttist eftir sjálfstæði og henni
jukust eignir og völd, en jafnframt
jókst áhugi vaxandi konungsvalds
á henni.
íslendingar játuðu Noregskon-
ungi hollustu á 13. öld og áhrif
konungsvaldsins á kirkjuna urðu
æ meiri. Þeir Ögmundur Pálsson
og Jón Arason voru að vísu miklir
fyrir sér, reyndu jafnvel að bjóða
konungi byrginn, en almennt má
segja, að þegar hér var komið
sögu, væru mörkin milli kirkju og
konungsvalds mjög á reiki og i
raun næsta óljós oft.
Mikil röskun fylgdi þó vissulega
siðbót Lúthers á landi hér og
margvíslegar breytingar. Konung-
ur lagði undir sig klaustraeignir
og vald hans átti eftir að færast
mjög í aukana, en þýðing kirkj-
unnar og staða var áfram sterk í
vitund fólksins, — kirkjan enn
sem fyrr miðlæg, mótandi afl í lífi
almennings.
Siðbótin leiddi af sér andlega
endurnýjun, er Orðið varð að-
gengilegt. Passíusálmar Hall-
gríms Péturssonar eru eitt aug-
ljósasta dæmi þess, en þær póli-
tísku breytingar, sem komu í kjöl-
farið, áttu eins og áður sagði,
sterkar rætur í undanfarandi
tíma, þótt örari yrðu eftir en áður.
Fyrr var á það bent, að á dögum
Lúthers voru páfarnir fyrst og
fremst veraldlegir valdsmenn og
ef að er hugað, verður lika ljóst, að
sú þróun, er varð um yfirstjórn
siðbótarkirknanna, var fremur
sök páfavaldsins en Lúthers. Sið-
bótarhreyfingin var hrakin út úr
rómversku kirkjunni af annarleg-
um ástæðum.
Rauði þráðurinn í röksemdum
siðbótarmanna í Ágsborg var sá,
að hér væri ekki um nýja kirkju-
deild að ræða, — það var einfald-
lega kirkja Krists, sem Lúther
vildi efla.
Lúther varöar
veginn fram
Þekktur ortodox guðfræðingur
hefir komist svo að orði, að ef
kirkjan eigi leið til móts við fram-
tíðina, þá verði það vegur Mart-
eins Lúthers, sem farinn verði.
í Róm hefir afstaðan löngum
verið miklu neikvæðari, en víst
hefir rómverska þó viðurkennt
lúthersku greinina sem hluta
kirkjunnar, — og hvergi á Norður-
löndum, þar sem saga kirkjunnar
er um margt svipuð og hér, hefir
rómverska kirkjan gert tilkall til
eigna þjóðkirknanna, — eins og
Halldór Laxness virðist gera hér
fyrir hennar hönd. Hann er þann-
ig kaþólskari en páfinn.
Það er svo mála sannast, að all-
ar kirkjudeildir standa nú and-
spænis þeim vanda fyrst og fremst
að varðveita og ávaxta kristinn
arf fyrir samtíðina og komandi
tíma. Vonandi verður það til þess,
að samstaða eykst með kristnum
mönnum.
Þorbergur Kristjánsson er sókn-
srprestur í Kóparogi.
Skipaskráin
komin út
KOMIN er út hjá Siglingamála-
stofnun ríkisins „SKRA YFIR ÍS-
LENSK SKIP 1985“, en skrá þessi
er árlega gefin út og miðuð við ís-
lensk skip á skrá 1. janúar ár hvert.
Veitir skráin margs konar upp-
lýsingar um hvert skráningarskylt
þilfarsskip, 6 metra að lengd eða
lengra, t.d. um rúmlestastærð, að-
almál, djúpristu, kallmerki, um-
dæmisnúmer og eiganda. Sú
breyting er nú gerð á skránni í
samræmi við reglur að afl aðal-
véla er skráð í kílóvöttum (KW) í
stað hestafla áður.
I skranni er að finna fjölmargar
aðrar upplýsingar um skipastól-
inn, svo sem um aldursdreifingu
skipa, meðalaldur, samsetningu
skipastólsins og vélartegundir í
skipum. Þá er og í skránni skrá
um sérleyfi á skipsnöfnum. Helstu
breytingar á skipastólnum frá
1984 eru raktar í formála skrár-
innar. Vakin er athygli á því að
frá því farið var að reikna út með-
alaldur þilfarsfiskiskipa 1972 hef-
ur meðalaldur þeirra aldrei verið
hærri en nú eða 18,6 ár.
Skráin er til sölu hjá Siglinga-
málastofnun ríkisins, Hringbraut
121, Reykjavík. Verð skipaskrár-
innar er kr. 400.-
Fróöleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
SPORTBÚÐIN
5 ára
20—40% afmælistilboð í eina viku
Okkar afmælistilboö er á eftirfar-
andi vörutegundum:
Skíðum — Skíöaskóm — Skíöa-
samfestingum — Skíöa-
stretsbuxum — Gönguskíöagöll-
um — Dúnúlpum — Anorökkum
— Kuldajökkum — Barnakulda-
skóm nr. 22—35 — Barnaúlpum —
Leikfimifatnaði
Nokkur dæmi:
Gönguskíöagallar, áöur 1.980,-
nú 900,-
Unglingaskíöaskór 32—39,
áöur 1.290,- nú 850,-
Skíöasamfestingar 36—44, áöur 3.850,- nú
1.950,-
Dúnúlpur, áöur 3,950,- nú 3.000,-
Udis anorakkar, áöur 2.150,- nú 950,-
Barnakuldaskór, áöur 799,- nú 500,-
Unglingaskíöi áöur 2.450,- nú 1.950,-
Póstsendum
„Látiö ekki happ úr hendi sleppa“
SPORTVÖRUBÚÐIN
ÁRMÚLA 38 — SÍMI 83555.
>»»»»»»