Morgunblaðið - 07.02.1985, Page 34

Morgunblaðið - 07.02.1985, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 Ráðstefna um flogaveiki ÞANN 26. janúar síðastliðinn var haldin ráðstefna á vegum Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki (LAUF) sem stofnuð voru 31. mars 1984. Ráðstefn- una sóttu um 150 manns, flogaveikir, aðstandendur og annað áhugafólk. Ráöstefnan hófst á ávarpi setts landlæknis, Guðjóns Magnússonar en þar kom m.a. fram að mikilvægt væri að samtökin ynnu gegn fordómum í garð flogaveikra. Framsöguerindi fluttu prófessor dr. med. Gunnar Guömundsson, Pét- ur Lúðviksson, barnasérfræðingur í taugasjúkdómum, Magnús Jóhanns- Forsætisráðherra íslands, Stein- grími Hermannssyni, hefur verið af- hent eftirfarandi bænaskrá, undirrit- uð af 107 íbúum við Þistilfjörö: „Samviska okkar, sem ritum nöfn okkar á þessa bænaskrá, neyðir okkur til að mótmæla framkomnum hugmyndum um byggingu ratsjárstöðvar á Langa- nesi vegna þess m.a. að við erum þeirrar skoðunar að þær auki á þá vígvæðingu þjóðanna sem stefnir jarðarbyggð í geigvænlega hættu. Við álítum að voðinn felist ekki einungis í beitingu vígbúnaðarins, heldur ali tilvist hans jafnframt á tortryggni, ótta og hatri, og við óttumst að fjárfestingar í um- ræddum stöðvum hér á landi kalli á fjárfrekar mótframkvæmdir annars staðar. Slíka sjálfvirkni sí- aukins vígbúnaðar ber að stöðva. Því verða góðviljaðir menn nú að son dósent og Þórey Ólafsdóttir, fé- lagsráðgjafi. í framsöguerindunum kom m.a. fram að vitað er með vissu um að minnsta kosti 1.400 flogaveika hérlendis og árlega greinast um 50—70 tilfelli. Flogaveiki má í grófum dráttum flokka í tvennt: Meiriháttar flogaveiki (grand mal) og minnihátt- ar flogaveiki (petit mal) og afbrigði þeirra. Fjallað var um flogaveiki meðal barna, unglinga og fullorðinna og lyfjameðferð við flogaveiki. í 65% tilvika eru orsakir ókunnar en alloft er hægt að halda flogaveikinni niðri og er lyfjameðferð mest notuð. Bestar einsetja sér að snúa farnaði ver- aldar af þessari braut. Við getum ekki varið fyrir sam- visku okkar að frekara fjármagni verði varið til vígbúnaðar meðan sultur og vannæringarsjúkdómar hrjá hálft mannkynið. Jafnframt óttumst við að bygg- ing þessarar umræddu stöðvar geri heimabyggð okkar að skot- marki í hugsanlegum hernaðar- átökum. En hvað viðvíkur öryggi ís- lenskra loft- og sæfarenda, sem að hefur verið vikið í þessu sam- bandi, þá teljum við að okkur beri að tryggja það sjálf. Við berum því fram þá bæn við ríkisstjórn íslands, að hún leyfi ekki uppsetningu umræddrar ratsjárstöðvar á Langanesi, eða annars staðar á landinu." (FréttatilkynninK) horfur eru taldar vera hjá þeim sem fá meiriháttar krampa eingöngu. Að loknum framsöguerindum voru pallborðsumræður. Þar var svarað spurningum ráðstefnugesta. Aðallega var spurt um áhrif lyfja og aukaverk- anir þeirra og í því sambandi hvort nægjanlegt eftirlit væri haft með lyfjagjöfum. Einnig snerist umræðan m.a. um það hvernig vinna ætti að bættri félagslegri þjónustu fyrir flogaveika og markvissum stuðningi við foreldra og aðra aðstandendur. Aðal niðurstaða ráðstefnunnar er án efa sú að stórauka þarf fræðslu fyrir flogaveika, aðstandendur og al- menning. Eftirfarandi leiðbeiningar við meiriháttar krömpum komu m.a. fram á ráðstefnunni: 1. Verið róleg. Sá flogaveiki er hvorki kvalinn né í lífshættu. 2. Reynið að hagræða einstaklingn- um og losið um fatnað sem þrýstir að hálsi. Verjið höfuðið gegn höggum af völdum krampans. 3. Reynið ekki að troða neinu á milli tanna hins flogaveika. Það gerir ekkert gagn, getur fremur skaðað. 4. Reynið ekki að stöðva krampa eða vekja einstaklinginn til meövit- undar. Krampinn gengur yfir af sjálfu sér. 5. Reynið ekki að gefa hinum floga- veika að drekka. 6. Verið ekki hrædd við að snerta fólk með krampa, flogaveikin er ekki smitandi! 7. Þegar krampinn er yfirstaðinn leggið þá einstaklinginn á aðra hliðina með höfuðið lágt svo slím geti runnið út úr munni hans. 8. Ekki er nauðsynlegt að kalla til sjúkrabíl né lækni nema að krampinn vari lengur en 5—6 mínútur eða að hann endurtaki sig. 9. Dveljið hjá þeim flogaveika þar til hann fær meðvitund og getur bjargað sér sjálfur. 10. Spornið við óþarfa ágangi og for- vitni fólks. Þistilfjörður: 107 mótmæla 2 ratsjárstöðvum Rex-Rotary -7010- Það er ekkert mál að finna smá pláss fyrir Rex- Rotary 7010. Þessi litla en harðsnúna ljósritunarvél er aðeins 24 cm á hæð og 47 cm á lengd. Hún annar samt allri venjulegri ljósritun á örskömmum tíma. Þú hlýtur að muna eftir Rex-Rotary, hún var í „öllum“ GÍSLI J. JOHNSEN TÖLVUBÚNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF SMIÐJUVEGI 8 - P.O BOX 397 - 202 KÓPAVOGI - SlMI 73111 n i skólum hér um árið. i CT. c i kr. 59.300,- Sigfús Halldórsson ,jSigfúsarkvöld“ á Olafsfirði og Akureyri NÚ UM helgina munu þau Sigfús Halldórsson, Elín Sigurvinsdóttir og Friðbjörn G. Jónsson leggja land undir fót og fara í tónleika- ferð til Ólafsfjarðar og Akureyrar, og flytja „Ljúfustu lögin hans Fúsa“ fyrir tónlistarfélögin þar. Þau Elín og Friðbjörn munu ýmist syngja dúett eða einsöng hvort í sínu lagi við undirleik Sigfúsar. Fyrri tónleikarnir verða á Ólafsfirði laugardaginn 9. febrúar kl. 20.30 og hinir síðari í Borgar- bíói á Akureyri sunnudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Athugasemd frá Kristjáni Jónssyni vegna frá- sagnar af landsfundi BJ VEGNA frásagnar af landsfundi Bandalags jafnaöarmanna í Morgunblaðinu í gær hefur Kristján Jónsson, sem hafði framsögu um utanrfkismál, haft samband við Morgunblaðið vegna setningarinnar: „Vildi hann að íslend- ingar tækju að sér þátt varnanna, að þeir kæmu upp eigin her...“ Kristján segist hafa varpað fram spurningunni um meiri þátt- töku íslendinga sjálfra í vörnum landsins, en verið hefði og varpaði fram spurningunni, hvers vegna Islendingar vildu ekki bera vopn. Síðan segist hann hafa sagt: „Persónulega á ég erfitt með að sjá fyrir mér þá mynd, að íslend- ingar gangi bísperrtir um með frethólka um öxl, en þetta atriði er ekki fremur heilög kýr en ann- að í varnarmálum okkar. Það er sjálfsagt að athuga það til enda, hvernig við verjum þessa afstöðu — að bera ekki vopn, hvort til séu röksemdir sem gera þessa afstöðu sjálfsagða og eðlilega, t.d. fámenni þjóðarinnar." Volvo kynnir nýja „station“-bifreið Ný gerð af „station“-bifreið, Volvo 760/740 GLE og turbo verður kynnt á bflasýningum í Chicago og Toronto á næstunni. Sala þessara bifreiða mun hefast í Bandaríkjunum og Kanada um miðjan aprfl nk. en árgerð 1985 af þessari gerð verður ekki seld utan þeirra. Volvo 240 „station“- bifreiðirnar verða framleiddar áfram að minnsta kosti til loka þessa áratugar. Frumvarp Alþýðubandalagsins í húsnæðismálum: Aflað verði 1400 mill- jóna með veltuskatti á banka og verslun í GÆR VAR lagt fram á vegum Alþýðubandalagsins frumvarp til laga um ráðstafanir í húsnæðismálum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Steingrímur Sigfússon, en aðrir flutningsmenn eru Guðmundur J. Guð- mundsson, Hjörleifur Guttormsson, Geir Gunnarsson og Svavar Gestsson. Frumvarpið gerir ráð fyrir að veitt verði lán sem dugi fyrir 75% byggingarkostnaðar 1000 íbúða á ári í fimm ár. Auk þess gerir frumvarpið ráð fyrir að veitt verði lán til þeirra sem hafa byggt eða keypt síðustu árin, og eru að tapa íbúðum sínum vegna kjaraskerð- ingar og okurkjara á bankalánum, eins og komist er að orði í frétt þingflokks Alþýðubandalagsins. Þar segir að gert sé ráð fyrir 800 lánum á ári — eða alls 4.000 lán- um á tímabilinu — og að húsnæð- ismálastjórn fái til ráðstöfunar í þessu skyni um 400 milljónir á ári. Jafnframt er gert ráð fyrir að húsnæðissamvinnufélög fái fulla aðild að húsnæðislánakerfinu með nýju fjármagni að upphæð um 300 milljónir á ári. Frumvarpið gerir ráð fyrir að Byggingarsjóður verkamanna fái sérstakt fjármagn, 100 milljónir króna á ári, sem gangi til bygg- ingar leiguhúsnæðis. Gerir frum- varpið ráð fyrir að aflað verði 1.400 milljónum króna til Bygg- ingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna og að að- altekjustofnar í þeim tilgangi verði tímabundinn veltuskattur á verslun, skipafélög og banka.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.