Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.02.1985, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 63 Enski mjóíkurbikarinn: Chelsea í undanúrslit Frá Bob Hennesty, fréttamanni Morgunblaösins á Englandi. CHELSEA komst í undanúrslit mjólkurbikarkeppninnar í knatt- spyrnu í gærkvöldi er liðiö sigraði Sheffield Wednesday 2:1 á heimavelli sínum, Stamford Bridge í London. Þetta var þriðja viöureign liö- anna, hinum tveimur lyktaöi meö jafntefli. Þaö var ekki fyrr en á næstsíö- ustu mínútu leiksins aö Chelsea tryggði sér sigur. Eftir hornspyrnu Paul Canoville skallaöi einn minnsti leikmaöur vallarins, Mick- ey Thomas, knöttinn í netiö. Sheffield Wednesday náöi for- ystu á 11. mín. er Gary Shelton skoraöi meö firnaföstu skoti. Jónas til starfa FSÍ hjá FIMLEIKASAMBAND islands hef- ur ráðið Jónas Tryggvason til starfa á skrifstofu sínni. Fastur skrifstofutími veröur á þriöjudög- um, miðvikudögum og fimmtu- dögum kl. 10.00—13.00, síminn er 83402. Dagana 24.—27. janúar var haldiö alþjóðlegt dómaranámskeiö i Lillsved í Svíþjóö. 11 islendingar sóttu þetta námskeiö og stóöust þau öll prófiö. Þau voru: Áslaug Óskarsdóttir, Ásta isberg, Hrund Þorgeirsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Rannveig Guömundsdóttir, Svava Mathie- sen, Gunnar Gunnarsson, Her- mann isebarn, Ófeigur Geir- mundsson og Rúnar Þorvaldsson. Þar meö eiga islendingar 13 al- þjóðlega dómara í fimleikum, áöur höföu Jónas Tryggvason og Berg- lind Pétursdóttir lokiö sama prófi. (Fréttatilkynnlng Iré FSf) David Speedie jafnaöi svo á 32. mín. Leikmenn Sheffield Wedn- esday beittu þá rangstööutaktík sinni án árangurs. Pat Nevin fékk boltann úti á velli. Allir varnarmenn Wednesday þustu út á völl en Nev- in sá viö þeim. Hann sendi knött- inn yfir þá, tók síðan á rás sjálfur og náöi knettinum aftur. Hann lék á Hodge, markvörö Wednesday, og sendi fyrir markið þar sem Dav- id Speedie skallaöi auöveldlega í netiö. Leikurinn var mjög spennandi. Bæöi lið lögöu ailt sem þau áttu i viðureignina og hart var barist. Canoville og Thomas fengu góö marktækifæri í síöari hálfleiknum áður en Thomas skoraöi sigur- markið, þannig aö sigur Chelsea veröur aö teljast sanngjarn. Chelsea tapaöi á mánudag fyrir Millwall í FA-bikarnum, þannig aö úrslitin í gærkvöldi eru leik- mönnum liösins mikil sárabót. Þeir eiga nú góöa möguleika á aö kom- ast til Wembley í úrslit mjólkurbik- arsins. Chelsea mætir Sunderland í undanúrslitunum. „Ég hlakka mikiö til aö mæta Sunderland. Ég er fæddur og upp- alinn í Sunderland og hélt meö lið- inu er ég var strákur," sagöi John Neill, þjálfari Chelsea, eftir leikinn í gærkvöldi. Hann þakkaöi Sheffield Wednesday fyrir mikla baráttu og sagöi alla þrjá leiki liöanna hafa veriö mjög góöa. Þess má geta aö áhorfendur á Stamford Bridge í gærkvöldi voru um 34.000 og á leikina þrjá hafa komiö yfir 100.000 manns. I hinum undanúrslitunum eigast viö Ipswich og Norwich. Leikiö er bæði heima og aö heiman í undan- úrslitum keppninnar. Fyrri leikirnir veröa miövikudaginn 6. mars og þeir siöari viku seinna, miöviku- daginn 13. mars. Úrslitin veröa svo sunnudaginn 24. mars og veröur sá leikur sýndur í beinni útsend- ingu í íslenska sjónvarpinu. Vilja stofna Evrópusamband ÞRÍR fulltrúar Handknattieíks- sambands íslands sátu þing Handknattleikssambands Vest- ur-Evrópuþjóða, þair Jón Hjalta- lín Magnússon, Rósmundur Jónsson og Jón Erlendsson. Aö sögn Jóns Hjaltalíns Magn- ússonar voru tvö mál aöallega á dagskrá þingsins. Annars vegar stofnun Evrópusambands — og kæmu þá austantjaldslöndin inn í þaö líka og yröi þannig um mjög sterkt Evrópusamband aö ræöa sem myndaö gæti sterka heild. „Það hefur ekki veriö til sterkt Evr- ópusamband í handknattleiknum," sagöi Jón. Síöan var rætt um aö skilja aö heimsmeistaramót og Ólympíu- leika og hafa forkeppni fyrir þessi stórmót — spilað yröi bæði heima og aö heiman og þannig fengjust mun fleiri landsleikir á heimavelli — þetta þýddi aö komiö yröi á einhvers konar Evrópukeppni iandsliöa. • Bandaríska atúlkan Diann Roffe í stóravigabrautinni í Saint Caterína á ttalíu í gær, þar eem hún vann AP/Sénomynd Óþekkt bandarísk stúlka hlaut gull í gær: „T rúði varla að ég hefði sigrað" sagði Diann Roffe eftir sigur í stórsviginu DIANN Rofte frá Bandaríkjunum, éður óþekkt skíðakona, vann mjög óvænt sigur í stórsvigi kvenna á heimsmeistaramótinu í Bormio í gær. Diann Roffe átti frábæra seinni ferö í stórsviginu og nægöi þaö henni til sigurs og jafnframt færði hún Bandaríkjunum fyrstu gull- verðlaun þeirra á heimsmeistara- mótinu til þessa. Roffe, sem er aöeins 17 ára, varö i fimmta sæti eftir fyrri ferö stórsvigsins, fékk tímann 1:09,18 mín., náöi síöan langbesta tíman- um í síöari feröinni og sigraöi, fékk samanlagöan tíma 2:18,53 mín. Elisabeth Kirchler frá Austurríki vann silfurverölaunin, fékk sam- anlagöan tíma 2:19,13. Önnur bandarísk skíöakona, Eva Twar- Sævar með Val í sumar? FORRÁDAMENN enska 1. deild- arliðsins Norwich hafa enn ekki haft samband við Sævar Jónsson knattspyrnumann um hugsanleg- an atvinnusamning hans við liöiö. Ken Brown stjóri Norwich hefur ætlaö aö hringja i Sævar undan- farna daga en ekki gert þaö. „Ég skil ekki svona vinnubrögö. Þeir halda manni volgum fyrir ekki neitt • Sævar í Valsbúningnum. Klæðist hann honum aftur i sumar? og fyrst þeir eru ekki búnir aö hafa samband ennþá er ég nokkurn veginn búinn aö afskrifa þetta," sagöi Sævar i samtali viö blm. Mbl. i gærkvöldi. Hann sagöist aö öllu óbreyttu leika meö Valsmönnum í 1. deild- inni hér heima næsta sumar. Þaö eru nú um tveir mánuöir síðan Norwich sýndi Sævari fyrst áhuga er hann lék enn meö Cercle Brúgge í Belgíu. „Þeir hlytu aö vera búnir aö hafa samband ef þeir heföu einhvern áhuga," sagöi Sævar í gær. dokens, sem haföi besta tímann eftir fyrri ferö, varö þriöja á tíman- um 2:19,21. Debbie Armstrong ólympíumeistari i stórsvigi frá Bandaríkjunum varö i fjóröa sæti og átti því bandaríska liöiö þrjár af fjórum fyrstu i stórsvigskeppninni. Roffe, sem er í B-landsliöi Bandarikjanna, átti áöur bestan árangur sem var áttunda sæti i stórsvigi í heimsbikarkeppninni i Lake Placid á síöasta ári. Marina Kiehl frá V-Þýskalandi, sem var þriöja eftir fyrri ferö, geröi mistök í þeirri seinni og endaöi i fimmta sæti. „Ég er svo ánægö og trúi varla aö þetta hafi gerst í raun," sagöi Roffe eftir aö hafa unniö stórsvigiö í gær. „Ég er mjög ánægö meö annað sætiö í dag," sagöi Kirchler. „I fyrri feröinni gat ég varla beö- iö eftir aö ég færi af staö. i þeirri seinni var ég ekki eins ákveöin og ætlaöi aö reyna aö halda fengnum hlut," sagöi Twardokens eftir keppnina. Fjóröa bandaríska stúlkan, j»ot tumM:t^iö iiíTjniira Tamara McKinney, féll í neöri hluta brautarinnar í fyrri ferö eftir aö hafa haft næstbesta millitímann. Þetta var hálf mislukkaöur dag- ur fyrir svissneska liöiö sem hefur staöiö sig svo vel til þessa á mót- inu. Maria Walliser varö best þeirra og hafnaöi i áttunda sæti, næstum tveimur sek. á eftir Roffe. Erika Hess sem vann alpatvi- keppnina á mánudag varö aö láta sér lynda ellefta sætiö og var 2,26 sek. á eftir sigurvegaranum. Vreni Schneider varö í 12. sæti og Mich- ela Figini, sem vann bruniö á sunnudag, endaöi í 15. sæti og var rúmlega 3 sek. á eftir Roffe. Urslit í stórsviginu í gær uröu þessi: 1. Diann Roffe Bandaríkjunum 2:18.53(1:09,18—1:09.35) 2. Elisabeth Kirchler Austurríki 2:19,13(1:09.01 — 1:10,12) 3. Eva Twardokens Bandaríkjunum 2:19,21 (1:08.91 — 1:10,30) 4. Debbie Armstrong Bandaríkjunum 2:19.26(1:09,11 — 1:10.15) 5. Marina Kiel V-Þyskalandi 2:19.60(1:09.44—1:10.58) 6. Traudl Haecher V-Þýskalandi 2:20,14 (1:09.02—1:10,58) 7. Maria Epple V-Þyskalandi 2:20,34 (1:09.49—1:10.70) 8. Maria Walliser Sviss 2:20,51(1:10,19—1:10,32) 9. Blanca Fernandez-Ochoa Spáni 2:20,59(1:10,19—1:10,40) 10. Liisa Savijarvi Kanada 2:20,67(1:09.51 — 1:11,16) Víkingur Ólafsvík óskar eftir aö ráða góöan knattspyrnuþjálfara fyrir meistaraflokk félagsins næsta keppnistímabil. Upplýsingar eftir kl. 10 á kvöldin í símum 93-6106 Atli Alexandersson og 93-6198 Helgi Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.