Morgunblaðið - 07.02.1985, Síða 3

Morgunblaðið - 07.02.1985, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1985 3 Verkamaðurinn og \inkaupin: Brennivínsflaskan kostar daglaun nú en fimm stunda vinnu fyrir ári VERKAMAÐUR er þremur klukku- stundum lengur að vinna fyrir einni flösku af íslensku brennivíni nú en fyrir ári. í janúar 1984 kostaði ein flaska af brennivíni 380 krónur, en tíma- kaup verkamanns var þá 73 krón- Þingflokksfundur sjálfstæðismanna: Ráðherrar gangi frá efna- hagstillögunum Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins lauk á fundi sínum í gær um- ræðum um þær hugmyndir sem legið hafa fyrir frá ríkisstjórninni um aðgerðir í efnahagsmálum. Niöurstaða þingflokksfundarins varð sú að ráðherrum flokksins var falið að ganga frá tillögum á þeim grundvelli sem fyrir lá frá ríkisstjórninni. ur, miðað við lágmarkstekjutrygg- ingu. Það tók verkamanninn því rúmar 5 klukkustundir að eignast peninga fyrir flöskunni. Eftir sið- ustu hækkun á áfengi sem var á þriðjudag, kostar brennivínið 680 krónur, en tímakaup verkamanns- ins er 81,20 krónur miðað við lág- markstekjutrygginguna. Hann er því nærri 8Vfe klukkustund að vinna sér inn fyrir drykknum, eða rúmlega einn dag. Frá því í desember 1983 hefur áfengi hækkað fimm sinnum. Þá hækkaði það í 380 krónur, í mars 1984 fór flaskan í 470 krónur, í september sl. var brennivínið hækkað í 510 krónur flaskan, en þremur mánuðum síðar, eða í des- ember, kostaði flaskan 590 krónur og á þriðjudag var hún enn hækk- uð og kostar nú 680 krónur. Lágmarkstekjutrygging nam í febrúar í fyrra 12.660 krónum á mánuði, sem hefði nægt fyrir um 33 flöskum af brennivíni. Nú er mánaðarkaupið 14.075 krónur á mánuði, sem gæti nægt verka- manni fyrir um 20 flöskum af sama vökva. Hátt á fjórða hundrað myndbönd í töskunum HÁTT í fjórða hundrað myndbanda reyndist vera í töskunum þremur, sem tveir menn skildu eftir í tollhliði á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku þegar tollverðir fóru þess á leit að fá að skoða innihaldið. Embætti lög- reglustjóra á Keflavíkurflugvelli hef- ur kært þetta sem tolllagabrot og vinnur Rannsóknarlögregla ríkisins að rannsókn málsins. Annar mannanna, sem töskurn- ar áttu, er eigandi myndbanda- leigu í Hafnarfirði. Ljóst er að verðmæti myndbandanna skiptir hundruðum þúsunda króna, lík- lega um hálfri milljón. Lagt af stað frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti hlupu með undir- skriftalista til borgarstjóra Einu íþróttirnar sem nemendur Fjölbrautaskóla Breiðholts geta stundað eru sund og hlaup, sem ekki er metið til stúdentsprófs. Ef þeir fengju almenna kennslu i íþróttum yrðu hún aftur á móti metin til prófs. maður uppeldissviðs skólans, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að skortur á íþróttahúsnæði kæmi verst niður á þeim nemendum á uppeldissviði sem væru á íþrótta- braut. Þeir eru um 70 talsins. Nem- endur skólans hafa fengið inni í öðrum íþróttahúsum borgarinnar, t.d. við Alftamýrarskóla í 2 tíma í viku og í Laugardalshöllinni milli kl. 8 og 11 á laugardagsmorgnum og fer sá tími mest í íþróttamót á veg- um skólans. Logi Sigurfinnsson formaður Nemendafélags Fjölbrautaskólans afhendir Davíð Oddssyni borgarstjóra undirskriftalistann. Á milli þeirra er Árni Njálsson, en fyrir aftan Loga stendur Vignir Sigurðsson. Vignir sagði að nemendur skól- ans byndu nú vonir við að bygging íþróttahúss við skólann verði á fjárhagsáætlun borgarinnar árið 1986. NEMENDUR Fjölbrautaskólans í Breiðholti efndu til boðhlaups í gærmorgun frá skólanum og að skrifstofu borgarstjóra. Þar var borgarstjóra afiientur undirskrifta- listi þar sem þess er krafist að nú þegar verði hafin bygging íþrótta- húss við skólann. Undir þetta eni rituð yfir eitt þúsund nöfn. Borgarstjóri tjáði nemendum að íþróttahús við Fjölbrautaskólann væri ekki á fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir árið 1985. Vignir Sigurðsson, umsjónar- Courchevel í frönsku Ölpunum er einn stærsti og besti skíöastaður í heimi — og þaö er sko ekki orðum aukið. Stórskemmtilegar brekkur við allra hæfi, nýjasta lyftutækni, óviðjafnanlegur gisti- staður, stórbrotið landslag, sólskin og nægur 1. flokks skíðasnjór leggsl allt á eitt um að gera ógleymanlega skíðaferð að sérkapitula í endurminningum þínum. Courchevel er staður fyrir snillinga, verðandi, núverandi og fyrrverandi. Þú velur þér brekku og færi við hæfi og svo er bara að leggja í hann. Einn dagur í Courchevel gæti verið svona: Að loknum góðum nætursvefni eftir fjör- ið daginn áður, færðu þér stadgódan morgunverð á Crystal 2000, 3ja stjörnu hótelinu sem allt Urvalsfólk gistir á. Síð- an liggur leiðin í lyfturnar, tvær þeirra eiga heimsmet í fóiksfiutningum, og ein- hverja skíðabrekkuna. í hádeginu get- urðu gert stans á einhverjum veitinga- staðnum í brekkunni, fengið þér gott að borða og safnað orku fyrir skíöa- mennsku eftirmiðdagsins. Þú byrjar kvöldið í gufubaði, eða sundlauginni ferð í nudd og slappar af. Þið skíðafélagarnir getið síðan mælt ykkur mót á barnum eða á veitinga- stað, farið í bíó, á dansleik eða bara að sofa til þess að undirbúa næsta skídadag, sem getur oröiö allt öðruvísi. Það er undir þér komið — af nógu er að taka. Courchevel er svo ásetinn að við getum ekki boðið nema tvær 2ja vikna ferðir, 15. og 29. mars (páskaferð). Verð pr. mann í tvíbýli 15/3 kr. 42.100,- Verð pr. mann í tvíbýli 29/3 kr. 44.250.- Innifalið: Flug til Genfar og heim, rútu- ferðir, gisting með hálfu fæði á Crystal 2000 og íslensk fararstjórn. Smelltu þér í skíðaskóna og vertu samferða. Síminn er 26900 Gengl 23/1 1985 FERMSKRIFSTOMN ÚRVAL Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími 26900.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.