Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLADIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri SH:
Mikill áhugi Japana
á frystri loðnu
Samningur Islenzku umboðssölunnar við Japani
hefur rýrt möguleikann á því að ná hagstæðu verði
„JAPANIK hafa verulegan áhuga á
kaupum á frystri loðnu héðan á yfir-
standandi vertíð. Hins vegar hafa
engir samningar tekizt hjá SH vegna
ágreinings um verð. íslenzka um-
boðssalan samdi um sölu á nokkru
magni í janúar, en á mun lægra
verði, en viðunandi er og hefur
þannig rýrt möguleika annarra á því,
að ná hagstæðu verði,“ sagði Eyjólf-
ur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna, í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins.
Eyjólfur sagði, að vegna mikils
áhuga Japana ætti að vera hægt
að selja þeim allt að 5.000 lestir
héðan. Slíkt magn hefði ekki verið
framleitt hér síðan 1979, en þá
hefðu verið framleiddar 8.800 lest-
ir. Árin þar á milli hefði fram-
leiðsla íslendinga verið nánast
engin. Hins vegar hefði samning-
ur íslenzku umboðssölunnar gert
það að verkum, að hæpið væri að
ná viðunandi verði. í loðnukaup-
um Japana af Norðmönnum og
Kanadamönnum væri ætíð miðað
við sama verð frá öllum kaupend-
um og svo hefði einnig verið með
viðskipti okkar við þá hingað til.
Því teldu Japanir verðið, sem Is-
lenzka umboðssalan byði, eiga að
gilda yfir aðra samninga, sem
væntanlega yrðu gerðir. Hins veg-
ar bæri hinum japanska samn-
ingsaðilja íslenzku umboðssölunn-
ar og stjórnendum hennar ekki
saman um verðið. Eyjólfur sagðist
því mundu snúa sér til viðskipta-
ráðuneytisins og óska þess, að það
athugaði hvað væri rétt í þessu
máli. Ljóst væri það það hefði þeg-
ar skaðað hagsmuni okkar í Japan
og því þyrfti að kippa í lag.
Kröfluvírkjun ekki keyrð
með fullum afköstum
Umframgeta raforkukerfisins kemur í veg fyrir það
Orkuvinnsla Kröfluvirkjunar var
nálægt 140 gígawattstundir árið
1984 og án áfalla gæti virkjunin
afkastað mun meiru á þessu ári ef
markaður væri fyrir hendi en mikil
umframgeta í kerfi Landsvirkjunar
kemur í veg fyrir það.
Frá þessu er skýrt í nýút-
komnu fréttabréfi Rarik. Að
sögn Steinars Friðgeirssonar,
yfirmanns tæknisviðs Rarik, er
áætlað að Kröfluvirkjun gæti
framleitt um 35 gígawattstundir
til viðbótar á þessu ári ef mark-
aður væri fyrir hendi og virkjun-
in fullnýtt.
Útflutningur til
Bandaríkjanna:
Veruleg
lækkuná
ullarverði
Á síðasta ári, 1984, jókst útflutn-
ingur á ullarfatnaði til Bandaríkj-
anna um 13% frá árinu áður, en auk-
ið framboð á ullarfatnaði í Banda-
ríkjunum leiddi til lækkunar á með-
Rarik var falið að annast
rekstur og umsjón með frekari
framkvæmdum við Kröfluvirkj-
un frá og með 1. janúar 1979. Þá
var afl virkjunarinnar aðeins 2
megawött en nú getur virkjunin
skilað um 30 megawöttum.
INNLENTV
Morttunhlaftið/ÓI K.M.
Á hluthafafundinum voru mættir tveir þriðju hlutar eigenda fyrirtækisins.
50 til 60 milljóna
króna tap Hafskips
Hluthafar samþykkja 80 milljóna króna hlutafjáraukningu
Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips, Finnbogi Kjeld og
Davíð Scheving Thorsteinsson ræðast við áður en hluthafafundur Haf-
skips hófst sl. laugardag.
HLUTHAFAFUNDUR Hafskips
hf. á Hótel Sögu þar sem liðlega
tveir þriðju hlutar eigenda voru
mættir samþykkti sl. laugardag
stjórnartillögu um 80 milljóna
króna hlutafjáraukningu, en tap
félagsins á sl. ári mun samkvæmt
bráðabirgðauppgjöri vera á milli 50
og 60 milljónir króna.
Ragnar Kjartansson, formað-
ur stjórnar Hafskips, flutti
skýrslu sína á fundinum og gerði
grein fyrir fjárhagsstöðu félags-
ins, auk þess sem hann rakti
sögu félagsins og þróun í grófum
dráttum. Ragnar sagði að sam-
kvæmt áætlun þá væri tap síð-
astliðins árs á milli 50 og 60
milljónir króna og sagði hann
helstu ástæðurnar vera verkfall
BSRB og óhagstæða gengis-
þróun. Hann sagði að stjóm fé-
lagsins áætlaði að um 80 millj-
ónir króna þyrfti til þess að ráð-
ast í endurskipulagningu og sókn
jafnt heima sem heiman.
Ragnar sagöi að fyrirhugaður
væri niðurskurður á ýmsum
kostnaðarJiðum og að stjórnin
gerði ráð fyrir að góður hagnað-
ur yrði af rekstri félagsins í ár.
Ragnar sagði aö samkvæmt
rekstraráætlun væri áætlað að
velta þessa árs yrði tvöföld á við
veltu síðastliðins árs.
Björgólfur Guðmundsson for-
stjóri Hafskips flutti því næst
sina skýrslu og að svo búnu'voru
umræöur um tillögu stjórnar-
innar. Allmargir tóku til máls,
og voru fylgjandi tillögunni. Svo
fór að lokum að tillaga stjórnar-
innar um hlutafjáraukninguna
var samþykkt samhljóða, en
fundinn sátu um 200 manns.
alverði vörunnar úr 56,70 dollunim
fyrir hvert kfló árið 1983, í 50,80
Reykjagarður í Mosfellssveit:
dollara 1984.
„Þessi verðmunur milli ára, sem
er 850 þúsund dollarar eða um 27
milljónir króna miðað við meðal-
gengi síðasta árs, veldur mönnum
áhyggjum," sagði Úlfur Sigur-
mundsson, framkvæmdastjóri,
Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar-
ins. „Samkvæmt því sem erlendir
markaðsráðgjafar okkar segja, þá
er ekki hægt að auka söluna á
Bandaríkjamarkaði með verð-
lækkun nema tímabundið.“
10 þús. kjúklingar hafa
drepist úr garnadrepi
— eftir að lyf gegn veikinni var tekið úr fóðrinu
Sjálfstæðismenn
í Reykjavík með
stjórnmálafund
FÉLík; sjálfstæðismanna í Reykja-
vík boða til almenns stjórnmála
fundar fimmtudaginn 14. febrúar kl.
20:30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll við
Háaleitisbraut.
Frummælendur verða: Þor-
steinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Friðrik Sophus-
son varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins og Birgir ísleifur Gunn-
arsson formaður framkvæmda-
stjórnar Sjálfstæðisflokksins.
Að loknum framsöguerindum
verður mælendaskrá opin.
FRÁ því í maí á síðastliðnu ári hefur
verið óeðlilegur dauði á kjúklingum
í kjúklingabúinu Reykjagarði á
Reykjum í Mosfellssveit. Nýlega
kom í Ijós að istæðan er veiki sem
nefnd er garnadrep en dauðinn hófst
þegar hætt var að blanda lyfi gegn
veikinni í fóður kjúklinganna. Alls
hafa drepist um 10 þúsund kjúkl-
ingar og nam tap eigenda búsins
1,7—2 milljónum kr. fram til síðustu
áramóta.
Bjarni Ásgeir Jónsson, einn eig-
enda Reykjagarðs hf., sagði í sam-
tali við Mbl. að i maí í fyrra, þegar
hætt hefði verið að nota lyfið nit-
rovin í kjúklingafóðrið, hefði fyrst
orðið vart við óeðlilegan kjúkl-
ingadauða en áður hefði dauðinn
verið 2—3%, sem ekki telst óeðli-
legt. Kjúklingar hefðu verið sendir
til rannsóknar að Tilraunastöð
Háskólans í meinafræði á Keldum
en krufning hefði ekki leitt dánar-
orsök í Ijós. Dauðinn hefði haldið
áfram, ekki síst í stærstu og fal-
legustu kjúklingunum og hefðu
dauðir kjúklingar verið aftur
sendir til krufningar að Keldum í
janúar sl. jafnframt því sem haft
hefði verið samband við þekktan
danskan dýralækni. Þá hefði kom-
ið í ljós að ástæða dauðans væri
garnadrep sem væri þekktur
sjúkdómur en haldið niðri í ná-
grannalöndunum með lyfjagjöf
með fóðri. Veikin kemur í fuglana
6 vikna gamla og gengur yfir á
viku. I hverju 7.500 fugla hólfi á
búinu drepast oft 10—15% kjúkl-
inganna.
Sagði Bjarni Ásgeir að langbest
væri að gefa fuglunum lyf gegn
veikinni með fóðrinu, eins og gert
væri í Danmörku. Þetta væri
fyrirbyggjandi aðgerð til að halda
fuglunum lifandi í stað þess að
reyna að bjarga þeim eftir að þeir
hefðu tekið veikina. Þetta væri
svipað og gert væri við kindur og
kýr, þær væru bólusettar við
ákveðnum sjúkdómum. Sagði
hann að ekki þyrfti að nota nema
10 hluta á móti milljón í fóðrið og
dygði það til að halda veikinni
niðri. Kjúklingarnir fengju þrjár
gerðir af fóðri: Startfóður á fyrstu
vikunum, vaxtarfóður og lokafóð-
ur. Lokafóðrið væri lyfjalaust og
hyrfu þá öll hugsanleg áhrif lyfja.
Bjarni sagði að þetta gcngi ekki
lengur, eitthvað yrði að gera til að
hamla gegn kjúklingadauðanum.
Hann fer á fund landbúnaðar-
ráðherra á morgun til að óska eft-
ir undanþágu til að nota nitrovin í
kjúklingafóðrið.
Gunnar Sigurðsson, fóðureftir-
litsmaður hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, sagði í samtali
við Mbl. í gær, að öll blöndun lyfja
í kjúklingafóður væri bönnuð,
fyrir utan lyf við hníslasótt. Það
væri hinsvegar erfitt að fram-
fylgja banninu. Komið hefði í ljós
við skyndikönnun í mars 1983 að
verulega mikil lyfjablöndun hefði
verið í innfluttum fóðurblöndum
en vonir stæðu til að því hefði ver-
ið hætt. Sagði hann að æskilegt
væri að losna sem mest við lyfja-
gjafir og nota þær ekki nema í
sjúkdómstilfellum og þá undir eft-
irliti dýralæknis.