Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 Verk eftir Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Svavar Guðnason verða boðin upp á lista- verkauppboði hjá Kunsthallen í Kaupmannahöfn á morgun, mið- vikudaginn 13. febrúar. Uppboðið er helgað nútímalist og verða þar boðin upp málverk og höggmyndir eftir marga þekkt- ustu listamenn norðurlanda, m.a. Asgeir Jorn, Robert Jakobsen og Svend Wiig Hansen. Er alls um 125 verk að ræða og koma þau víðs vegar að, m.a. úr dánarbúum. Islensku málverkin á uppboðinu verða fimm, tvö eftir Kjarval, tvö eftir Jón Stefánsson og eitt eftir íslensk listaverk á upp- boði í Kaupmannahöfn Svavar Guðnason og eru þau met- in á d.kr. 217.000 samanlagt í sýn- ingarskrá Kunsthallen. Myndir Kjarvals á uppboðinu eru landslagsmálverk frá Þing- völlum; Ctsýni yfir Þingvelli í átt að Súlum, 70X150 sm, metið á 80.000 d.kr. og Hraun, 53X58 sm, metið á 20.000 d.kr. Eftir Jón Stefánsson verða boðnar upp kyrralífsmynd frá ár- inu 1921, 35X46 sm, metin á 60.000 d.kr. og landslagsmynd frá því um það bil 1953; Útsýni til Tinda- fjallajökuls 31X41 sm, metin á 50.000 d.kr. Þá verður boðið upp eitt verk eftir Svavar Guðnason, Sjálfs- mynd með fugli, 29X17 sm, unnin í ólíukrít árið 1945 og metin á d.kr. 7.000. RAMMAGERÐIN KRISTALL& POSTULÍN HAFNARSTRÆTI 19 Símar 17910& 12001 Kyrralífsmynd eftir Jón Stefánsson, gerð árið 1921, stærð 35x46 cm. Metin á 60.000 danskar krónur. Nokkrir hestamenn komu lögreglunni til aðstoðar við að bjarga hestin- um upp klettana, sem voru erfiðir yfirferðar vegna klaka. Drukkinn hesta- maður handtekinn LÖGREGLAN í Reykjavík hand tók á laugardaginn ölvaðan mann, sem hafði lent í sjálfheldu með hest sinn við Elliðaár, skamml neðan við Höfðabakkabrúna. Maðurinn hafði áður reynt að teyma hestinn upp grýttann ár- bakkann, en hesturinn átti erfitt með að fóta sig á svellinu og féll niður í klettaurð, en meiddist þó ekki. Nokkrir hestamenn komu lög- reglunni til aðstoðar við að ná hestinum upp og var honum síð- an komið fyrir hjá vörslumanni borgarlandsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.