Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 27 fHwgtii Útgefandi rtliTíiíiiti hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinssón. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöl innanlands. f lausasölu 25 kr. eintakiö. Óþörf eftirvænting Frá því að Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, flutti ávarp sitt til þjóðarinnar á gamlárskvöld og sagði meðal annars: „Stjórnarflokkarnir munu endurskoða stefnuna á öllum sviðum og leita samstöðu við þjóðina um farsæla fram- kvæmd," hafa menn beðið að- gerða ríkisstjórnarinnar með eftirvæntingu. Forsætisráð- herra ræddi einnig um „end- urnýjaðan stjórnarsáttmála" og að fljótlega sæju dagsins ljós „atriði" sem ætlað væri „að tryggja markvissari stjórn efnahags- og atvinn- urnála". Steingrímur Her- mannsson sagði: „Stjórnar- flokkarnir verða að samein- ast um markvissa stefnu, þar sem vandamálin eru viður- kennd og á þeim tekið. Án slíkra aðgerða má vænta enn nýrrar kollsteypu á næsta ári með enn alvarlegri afleiðing- um fyrir íslensku þjóðina. Að því mun þessi ríkisstjórn ekki standa." Hinn 8. febrúar boðuðu Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, blaðamenn til fundar við sig og afhentu þeim yfirlit yfir efnahagsaðgerðirnar og útskýrðu þær eftir því sem efni stóðu til. í stuttu máli má segja, að eftirvæntingin sem forsætisráðherra skap- aði með áramótaávarpi sínu hafi verið óþörf. Hvorki ráð- herrar né aðrir geta verið þeirrar skoðunar, að það sem kynnt var á föstudaginn sé í samræmi við þau stóru orð sem forsætisráðherra lét falla 31. desember 1984 um nauðsyn markvissra aðgerða. Nýju, haldföstu aðgerðirn- ar sem ríkisstjórnin boðar eru ekki margar. Tíundaðir eru hlutir sem legið hafa lengi á borði ráðherra eða þingmanna. Mál sem mörg hver eru svo sjálfsögð að ekki ætti að þurfa að vera með allt þetta vafstur í kringum þau, heldur hrinda þeim af stað. Sérstök ástæða er til að fagna aðgerðum í þágu hús- byggjenda og kaupenda sem eru í greiðsluerfiðleikum og hafa fengið lán úr bygg- ingarsjóðum ríkisins á tíma- bilinu janúar 1981 til des- ember 1984. Er mikilvægt að staðið verði við þau fyrirheit sem þessu fólki hafa nú verið gefin. Um niðurskurð er- lendra lána er ekki vert að fullyrða mikið fyrr en við uppgjör reikninga. Yfirlýsingar um breytingar á stjórnkerfi, sjóðakerfi, um fækkun banka og annað slíkt, eru góðra gjalda verðar. Þær hafa hins vegar verið gefnar svo oft, að menn hefðu vænst þess að nú yrði stigið skrefi lengra og lýst yfir í hverju breytingarnar ættu að vera fólgnar á grundvelli sam- komulags milli stjórnarflokk- anna. Það hlýtur að valda sér- stökum vonbrigðum, hve yfir- lýsingar ráðherra eru efnis- rýrar um þeim meginatriði sem setja munu svip sinn á þróun efnahags- og atvinnu- mála næstu vikur og mánuði. Þrátt fyrir blaðamannafund- inn eru menn litlu nær um stefnuna í gengismálum, vísi- tölumálum, sjávarútvegs- málum og kjaramálum, svo að drepið sé á þau atriði. Kannski eru það klókindi hjá ríkisstjórninni að segja ekk- ert um þessi mál að svo stöddu. Um áramótin gaf for- sætisráðherra hins vegar til kynna að þeim yrði alls ekki sleppt. Nú hefði verið ástæða til þess fyrir ríkisstjórnina að leggja línur varðandi samráð við aðila vinnumarkaðarins og samstarf við stjórnarand- stöðuflokkanna um þau mál sem þessir aðilar vilja og ætla að ræða saman, ef marka má eldri yfirlýsingar; svo sem á Alþingi 20 desem- ber síðastliðinn, þegar rætt var um þá tillögu Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, um samstarf til að kanna breytingar sem orðið hafa á tekjuskiptingu þjóðarinnar. Þá lýsti Stein- grímur Hermannsson því yf- ir, að hann vildi að slík at- hugun yrði gerð og aðilum vinnumarkaðarins og stjórn- andstöðu boðin aðild að henni. „Ég geri fastlega ráð fyrir að það verði tekið upp á ríkisstjórnarfundi mjög fljótlega," sagði forsætisráð- herra í ræðustól á þingi 20. desember sl. Ekki var minnst á þetta einu orði á föstudag- inn. í stuttu máli þá ber allt að sama brunni, þegar blaða- mannafundur ráðherranna á föstudag er íhugaður: Öll eft- irvænting vegna hans var óþörf. En kemur kollsteypan sem forsætisráðherra boðaði í áramótaávarpinu? Stríð Pólverja við Jaruzelski heldur áfram Sagt frá fyrirlestri pólska útlagans Romans Smigielski á fundi SVS og Varðbergs á laugardaginn EIN milljón manna greiðir enn félagsgjöld til Samstöðu, óháðu verka- lýðshreyfingarinnar í Póllandi, þrátt fyrir að starfsemi hennar sé bönnuð af stjórnvöldum og verði að fara fram með leynd. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Roraan Smigielski talar á fundi SVS og Varðbergs á laugardaginn. Þessar upplýsingar komu m.a. fram í mjög fróðlegum fyrir- lestri um ástandið í Póllandi um þessar mundir, sem pólski útlag- inn Roman Smigielski, félagi í Samstöðu í Danmörku, flutti á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs síðdegis á laugardag. f erindinu rakti Smigielski nokkra mikilvæga þætti úr sögu Póllands frá því að kommúnistar rændu þar völdum í lok síðari heimsstyrjaldar og fram til 1980, að óháða verkalýðshreyfingin myndaðist. Hann nefndi blóð- baðið í Poznan 1956, óeirðirnar í Eystrasaltsborgunum 1970, og hin almennu mótmæli og verk- föll gegn verðhækkun á matvæl- um 1976, sem stjórnvöld voru neydd til að falla frá. Þáttaskil urðu svo í ágúst 1980 þegar megn óánægja almennings með verð- hækkanir á nauðsynjavörum leiddi til víðtækra mótmæla- aðgerða og vinnustöðvana, og verkamenn hertóku fjölmenna vinnustaði og lýstu yfir stofnun verkalýðshreyfingar, sem óháð væri stjórnvöldum; það var upp- haf Samstöðu, sem á máli Pól- verja heitir Solidarnosc. Fyrsta óháöa verkalýðs- hreyfíngin í kommúnistaríki Sjálfstæð verkalýðshreyfing hafði aldrei áður komist á legg í kommúnistaríki, þar sem verk- föll eru bönnuð og „kjarabar- áttu“ stýrt af skriffinnum flokksins. „Við bjuggum við frelsi í 16 mánuði," sagði Smigi- elski í fyrirlestrinum, „en þá voru sett neyðarlög og hernaðar- ástandi lýst í Póllandi." Þetta var 13. desember 1981, sem er einhver myrkasti dagurinn í síð- ari tíma sögu Póllands. Svo mjög hafði hin óháða verkalýðshreyf- ing skekið þjóðlíf í landinu, að talið var nauðsynlegt að herinn tæki alla stjórn í sínar hendur: kommúnistaflokkurinn var um hríð settur til hliðar. Jaruzelski hershöfðingi varð æðsti valda- maður landsins. í kjölfar neyðarlaganna voru leiðtogar Samstöðu handteknir og sendir í fangelsi og vinnubúð- ir. Nokkur hópur þeirra komst þó undan og hóf að skipuleggja andspyrnu „neðanjarðar". Til átaka kom víða um landið þegar handtökur hófust og bann var sett við hvers kyns mannfund- um. Að mati Smigielskis er var- lega ályktað, að ekki færri en 50 óbreyttir borgarar hafi fallið í átökum við her og lögregiu á tímabilinu frá því herlögin gengu í gildi og þar til þeim var aflétt í maí 1982. Lág laun, niikil vinna Roman Smigielski fjallaði síð- an um efnahagsástandið í Pól- landi, sem hann kvað afleitt. Laun verkafólks eru lág en vinna mikil og hægt er að gera kröfu til þess, að fólk vinni allt að tólf tíma yfirvinnu án aukagreiðslu. Sums staðar er uppsagnarfrest- ur launafólks 9 mánuðir. Um 30% almennings búa við lífskjör, sem eru fyrir neðan framfærslu- mörk. Húsnæðisvandinn er gíf- urlegur. 80 þúsund manns eru á biðlista eftir íbúðum í verka- mannabústöðum, en aðeins 800 komast að á ári hverju. Enda þótt starfsemi Samstöðu sé bönnuð af stjórnvöldum í Póllandi fer hún fram þar með leynd og er mjög umfangsmikil. Að auki starfa pólskir útlagar og samherjar þeirra að því víða um heim að afla neðanjarðarhreyf- ingunni í Póllandi fjármuna og tækja og er Samstöðunefndin, sem Roman Smigielski starfar fyrir í Danmörku, dæmi um slíkt. Stuðningsstarfið við Sam- stöðu erlendis er samhæft á skrifstofu pólskra útlaga í Brússel, sem auk þess leggur mikla vinnu í að koma á sam- bandi milli verkalýðsfélaga á Vesturlöndum og hinnar leyni- legu Samstöðuhreyfingar í Pól- landi. Stjórnvöld í Póllandi halda því fram, að félagsmenn í hinum opinberu verkalýðsfélögum séu nú fjórar milljónir að tölu, en það eru um 30% af öllu vinnandi fólki í landinu. Roman Smigi- elski sagði að þessar tölur væru fjarri öllu lagi. Hann taldi nær að félagsmenn væru um ein milljón og í þeim hópi væru ekki aðeins almennir verkamenn, heldur einnig verslunar- og skrifstofufólk og fólk, sem starf- ar fyrir kommúnistaflokkinn. „1 flokknum sjálfum eru nú skráð- ar tvær milljónir félaga," sagði Smigielski, og kvað það segja sína sögu um ástandið í Póllandi að aðeins helmingur flokks- manna kysi að ganga í hin opin- beru verkalýðsfélög. „Samt vantar ekki, að reynt er af öllum mætti að fá fólk til að ganga í þessi félög,“ sagði Smigi- elski og nefndi dæmi um að er- indrekar félaganna kæmu með heimilistæki eða jafnvel sjón- vörp til aldraðs fólks og bæðu það að kvitta fyrir móttökunni á blöð, sem jafnframt væru um- sóknareyðublöð fyrir inntöku í félögin. SiðferAilegur stuöningur mikilvægastur Roman Smigielski sagðist vera sannfærður um að ef frjáls- ar kosningar yrðu leyfðar í Pól- landi mundi kommúnistaflokk- urinn aðeins fá um 1% greiddra atkvæða. Kristilegur demó- krataflokkur mundi aftur á móti fá stuðning meirihluta kjósenda. Á fundinum var Smigielski spurður hvers konar stuðningur kæmi Pólverjum að bestu haldi. Hann sagði að hinn siðferðilegi stuðningur væri mikilvægastur, að Vesturlandabúar fylgdust með því hvað er að gerast í land- inu og færu ekki leynt með það þegar þeim mislíkaði framferði stjórnvalda. Það hefði haft mikla þýðingu fyrir Samstöðu, að leiðtoga hreyfingarinnar, Lech Walesa, voru veitt friðar- verðlaun Nóbels á sínum tíma. Aðspurður sagðist hann vera sammála þeirri skoðun rússn- eska útlagans Búkovskís, að efnahagslegur stuðningur vest- rænna ríkisstjórna við stjórn- völd í Póllandi, hvort sem væri í formi matargjafa eða hagstæðra bankalána, kæmi almenningi þar að engum notum og yrði að- eins til að draga á langinn stríð Pólverja við Jaruzelski hershöfð- ingja og kommúnistastjórn hans. Það stríð heldur áfram uns sigur vinnst, sagði Smigielski, og kvaðst ekki síst reisa bjartsýni sína á, að þjóð hans fengi frelsi, á þeirri ungu kynslóð, sem nú er vaxa úr grasi í Póllandi og sættir sig ekki við hlekki kommúnism- ans. „Eigum yfir 1.000 matreiðslu- aðferðir á saltfiskinum ykkar“ Rætt viö Fernando Hipolito, forstjóra portúgölsku ferðaskrifstofunnar Presidente Morgunblaðið/FriðþjAfur „Auðvitað finnst mér gaman að kynnast nýjum stöðum — en hvergi vil ég búa nema í Portúgal. Við Portúgalir erum þannig úr garði gerðir, að við viljum njóta lífsins alla daga, en ekki bara á hátíðis- og tylli- dögum, eins og mér sýnist vera lenska hér. Hreinskilnislega sagt, þá held ég að óvíða getum við notið lífsins á sama hátt og í Portúgal." Það er Portúgalinn Fernando Hipol- ito, forstjóri portúgölsku ferða- skrifstofunnar Presidente sem lýsir sér og löndum sínum svo í stuttu spjalli við blm. Morgunblaðsins, en Hipolito annast einmitt móttöku ís- lcnskra ferðamanna í Algarve f Portúgal. Síðastliðið ár fóru um 1.200 farþegar héðan til Portúgal á vegum Útsýnar, og Hipolito segist gera sér góðar vonir um að enn fleiri landar sski Portúgal heim í ár. Ferðaskrifstofa Hipolito tekur á móti um 45 þúsund ferðamönnum á ári, mestmegnis Þjóðverjum og Englendingum. Hipolito er spurð- ur hvernig íslenskir ferðamenn séu, samanborið við aðra við- skiptavini hans. „íslendingar eru afar góðir viðskiptavinir, þægi- legir og elskulegir. Til marks um það, þá get ég upplýst að það er Fernando Hipolito, forstjóri Presidente. sóst sérstaklega eftir því að fá Is- lendinga á hótelin." — Nú eru strendur ykkar í Al- garve rómaðar fyrir hreinleika og fegurð. Hvað fleira en góðar strendur laðar ferðamanninn til Portúgal? „Ja, hvar á ég nú að byrja?" segir Hipolito. „Við eigum einstaklega góða golfvelli í Al- garve, sumir þeirra eru í röðum þeirra bestu í Evrópu. Til dæmis er golfvöllurinn Quinta do Lago talinn þriðji besti völlur Evrópu. Yfirleitt er öll aðstaða til þess að iðka íþróttir, svo sem tennis, sjó- skíði, siglingar o.fl. mjög góð í Ál- garve. Nú, þá er það að sjálfsögðu þýðingarmikið í augum ferða- mannsins, að það er afaródýrt að borða og drekka í Portúgal, auk þess sem gæðin á hótelunum okkar eru mikil. Til þess að gefa hugmynd um verðlag hjá okkur, þá get ég nefnt að flaska af góðu víni kostar innan við 20 krónur. Gott rauðvín er mun ódýrara en vatn. Þá hygg ég að maturinn okkar laði ferðamenn til landsins, því við höfum mjög gott hráefni og verð- lag er lágt. Ef þú ferð á góðan veitingastað og borðar góða þri- réttaða máltíð með góðu víni, þá kostar hún þig svona á bilinu 120 til 150 krónur. Vissulega er fiskur- inn hjá ykkur íslendingum ljúf- fengur, en við höfum einnig mjög góðan fisk í Portúgal. Eins og þið vitið, þá er saltfiskurinn ykkar þjóðarréttur hjá okkur í Portúgal og ég hef heyrt að það séu til yfir eitt þúsund matreiðsluaðferðir í Portúgal á saltfisknum ykkar. Þó að Algarve sé fyrst og fremst sumarleyfisparadís vegna góðrar strandar, góðs loftslags og hreins sjávar, þá höfum við upp á ýmisl- egt að bjóða fyrir þá sem ekki vilja eyða öllum tímanum á ströndinni, heldur kjósa að ferðast um. Náttúrufegurð og gróðursæld er mikil hjá okkur, og ég ráðlegg ferðamönnum eindregið að takast á hendur ferð upp til Monehique- fjalla, en þar er einstaklega fal- legt. Þá vilja flestir ferðamenn sem heimsækja okkur sækja höf- uðborgina Lissabon heim, og þar er margt fagurra bygginga að skoða. Það er um fjögurra stunda akstur frá Algarve til Lissabon.“ Nú lentuð þið í vandræðum í fyrra vegna vatnsmengunar. Má eiga vona á því að slíkt geti komið upp á nýjan leik? „Það er rétt að við lentum í vandræðum með vatnið okkar í fyrra. Ástæðurnar voru þær að lítil sem engin rign- ing hafði verið í Algarve um nokk- urra ára skeið. Það sem gerðist var blásið upp af fjölmiðlum i Skandinavíu, en vandamálið var engan veginn í líkingu við það sem látið var í veðri vaka. Sérfræð- ingar hafa að undanförnu unnið að rannsóknum á vatnsbólum okkar og við höfum nýverið fengið staðfest að ekkert bendi til þess að samskonar vandamál muni koma upp í ár. Auðvitað fögnum við því sem höfum starfa okkar af ferða- mannaiðnaðinum og það má reyndar segja að öll þjóðin fagni þeirri niðurstöðu, því ferða- mannaiðnaðurinn er næststærsta atvinnugrein okkar í Portúgal. Ferðamannaiðnaðurinn er geysi- lega þýðingarmikil atvinnugrein hjá okkur, því hann er uppspretta okkar af erlendum gjaldeyri, sem við notum svo aftur til þess að greiða fyrir innflutningsvörur okkar.“ AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Kosningar í Suður-Kóreu í dag: Efnahagsframfarir og stöðug- leiki er styrkur flokks Chun’s ÞINGKOSNINGAR fara fram í Suður-Kóreu í dag, og er ekki við öðru búist en flokkur Chun Doo Hwan forseta haldi örugglega velii. Síðustu daga hefur kosningabaráttan meira og minna fallið í skuggann fyrir heimkomu stjórnarandstöðuleiðtogans Kim Dae Jung á föstudag frá Bandaríkjunum, enda þótt kóreskum fjölmiðlum hafí verið bannað að skýra frá þeim aðdraganda heimkomunnar og baráttu Kims í Bandaríkj- unum. Hefur Kim barist fyrir lýðræðislegum umbótum, en helzta kosn- ingamálið að þessu sinni er þó gífurleg skuldasöfnun Suður-Kóreu í útlöndum. ríkisins. Er það talið Chun og stjórn hans til tekna. Hagvöxtur nam 7,5% 1984 og er spáð sama vexti 1985. Á núverandi verðlagi þýðir það 88 milljarða dollara þjóðartekjur 1985, eða 2.135 doll- ara á hvern íbúa. Verðbólga verður 2—3%, eða sú sama og í fyrra, og takmark stjórnarinnar er að aukning einkaneyzlu og launahækkanir verði minni en í fyrra, en neyzlan jókst þá um 5% og laun hækkuðu um 8%. Þá hefur útflutningsaukningin verið tvöfalt meiri en meðaltals- aukningin fyrir öll ríki heims. í fyrra jukust viðskipti í heimin- um um 8%, en útflutningur Suð- ur-Kóreu jókst um 16%. Spáð er 5—6% aukningu heimsviðskipta 1985, en Kóreumenn búast við 11—12% aukningu útflutnings. Og markaðirnir verða að vera hagstæðir áfram ef S-Kóreu- menn ætla ná meiri viðskipta- jöfnuði, en takmark þeirra er að utanríkisviðskiptin verði óhag- spjarar sig. Talsmenn NKDP bú- ast við a.m.k. 20 þingsætum, sem er lágmark sarakvæmt lögum til að öðlast viðurkenningu sem þingflokkur, og segjast mundu sigra ef kosningunum væri ekki „hagrætt á bak við tjöldin." Lít- ur stjórnarandstaðan á kosn- ingarnar sem prófraun á vin- sældir stjórnar Chun. Krafa þeirra er borgarastjórn í stað herstjórnareinræðis og kjósend- ur hvattir til að hafna ofbeldi, þvingunum og atkvæðakaupum DJP. En stjórnarflokkurinn höfðar til efnahagsframfara og stöðugleika og segir hinn val- kostinn stjórnmálalega óreiðu. Hættulegustu and- stædingar Chun í stofufangelsi En 15 hættulegustu andstæð- ingar Chun eru enn án pólitískra réttinda og allir í stofufangelsi, þ.á m. Kim Dae Jung, sem dæmdur var til dauða 1980 fyrir að æsa til uppreisnar gegn stjórninni, en þær sakargiftir segir hann rangar og undir það hefur Bandaríkjastjórn tekið; Kim Yong Sam, fyrrum formað- ur Nýja lýðræðisflokksins, sem bannaður var, og Kim Jong Pil, Frá Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Gífurlegar efnahagsframfarir hafa orðið í landinu á örfáum árum og hefur aukinn stöðugleiki heimafyrir verið því samfara. Chun Doo Hwan komst til valda í Suður-Kóreu með byltingu 1980, tveimur mánuð- um eftir morðið á Park Chung Hee forseta. Ruddi hann úr vegi bráðabirgðastjórn skipaðri óbreyttum borgurum, lét senda stjórnarandstæðinga í fangelsi og braut á bak aftur uppreisn í borginni Kwangju, höfuðborg æskustöðva Kim. Chun er sagður njóta lítilla persónulegra vinsælda heima fyrir, og dregin eru í efa loforð hans um að greiða götu lýðræðis í landinu með því að hverfa af frjálsum vilja úr starfi er kjör- tímabili hans lýkur 1988. Ástæð- ur fyrir óvinsældum Chun eru einkum áframhaldandi kúgun stjórnarandstæðinga, fjármála- hneyksli, sem samstarfsmenn hans og fjölskyldufólk hafa verið viðriðnir, og einræðislegir stjórnarhættir hans. Þrátt fyrir þetta hefur Chun hins vegar fengið háa einkunn hjá erlendum bankamönnum fyrir að stýra efnahagslegri endurreisn í Suður-Kóreu, sem er athyglisverð. En þrátt fyrir gífurlegar efnahagslegar um- bætur og mikinn hagvöxt eru Suður-Kóreumenn mestu skuldasafnarar í Asíu og fjórðu mestu í heimi, næst á eftir Mex- íkó, Brazilíu og Argentínu. Skuldum safnað Af þessum sökum eru erlendar skuldir eitt heitasta kosninga- málið. Hefur stjórnarandstaðan fengið óvæntan liðsauka frá flestum fjölmiðlum landsins, sem gagnrýnt hafa skuldasöfn- unina á tímum gífurlegs hag- vaxtar. Er slegið á viðkvæma strengi hjá mörgum S-Kóreu- mönnum, sem fyllast óöryggi þegar skuldir eru annars vegar, minnugir þess að Japanir inn- limuðu ríkið 1910 vegna ógreiddra skulda. ógnar mörgum Suður-Kóreu- manninum skuldirnar, sem námu um 43,1 millarði Banda- ríkjadala við síðustu áramót, eða um 54% af þjóðarframleiðsl- unni. Jukust skuldirnar um 3 milljarða í fyrra og spáð er að þær aukist um 2 milljarða á þessu ári í 45,1 milljarð. Af hálfu ríkisstjórnarinnar er saman- burður við Mexíkó, Brazilíu og Argentínu sagður óréttlátur, enda þótt skuldirnar séu miklar. Efnahagskerfið sé stórt og lánstraustið gott. Greiðslubyrð- in, sem hlutfall af þjóðartekjum, sé aðeins þriðjungur þess, sem hún er hjá framangreindum ríkjum, og viðskiptahalli minnki stórum. Þá hafi S-Kórea staðið í skilum með erlend lán og af þeim sökum fáist ný lán á miklu betri kjörum en ríki rómönsku Ameríku búa við. Mikill hagvöxtur Hefur Suður-Kórea náð sér ótrúlega vel á strik eftir erfið- leikatímabil 1980—1981, þar sem olíuhækkanir, heimskreppa og pólitískur óstöðugleiki í kjölfar morðsins á Park vógu að rótum stæð um ekki hærri upphæð en 500—700 milljónir dollara í ár. Er það langt undir eins milljarðs dollara takmarkinu sem sett var fyrir árið 1984, en ekki tókst að halda. Stjórnarandstaða sameinast Efnahagsframfarir hafa tví- mælalaust leitt til aukins stöð- ugleika heimafyrir og mun það eflaust verða flokki Chun (DJP) til góðs í kosningunum. Hefur flokkurinn 151 þingsæti af 276 og Lýðræðisflokkurinn (DKP) 81 sæti. Enda þótt endurveiting pólitískra réttinda til 84 stjórn- málamanna í nóvemberlok hafi valdið ringulreið í stjórnar- andstöðunni framan af, eins og til var ætlast, hefur nú verið reynt að sameina hana í nýjum flokki, Nýja lýðræðisflokki Kóreu, (NKDP), m.a. til höfuðs Lýðræðisflokknum (DKP), sem þykir hafa komið litlu í verk á fjórum árum í þingi, enda undir hæl hersins, sem leyfði stofnun DKP til að slá ryki í augu fólks, enda Chun með örugg ítök á þingi. Athyglin beinist fyrst og fremst að því hvernig NDKP forsætisráðherra í stjórn Parks. Að öllu óbreyttu fá þeir ekki pólitísk réttindi fyrr en í júní 1988, löngu eftir forsetakosn- ingar í febrúar sama ár. Hefur Chun hafnað áskorun þremenn- inganna um viðræður um lýð- ræðislegar umbætur og aö land- stjórnin verði færð úr greipum hersins og fengin í hendur óbreyttum stjórnmálamönnum. Enda þótt Chun forseti hafi gert ýmsar breytingar, sem þykja stefna i lýðræðisátt, er Kim Dae Jung, sem nú er helzta einingartákn andstæðinga Chun, þeirrar skoðunar að þar sé alltof hægt farið. Meirihluti þjóðar- innar búi enn við harðræði og stjórnmálalega kúgun. Ríkti í reynd það frelsi sem stjórnin léti í veðri vaka, væri ekki ritskoðun við lýði og málfreisi væri ótak- markað. En þó að heimkoma Kim sé ekki aðeins sigur fyrir hann, mun hún og líklega verða Chun og stjórn hans til fram- dráttar og auka trú manna á því að núverandi valdhafar vilji stefna að lýðræðislegri stjórn- arháttum. (Heimildir. AP-Far Eastern Economic Re- new-Herald Tribune.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.