Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRpAR 1985 Molar w Idag er það sitt lítið af hverju. Molar af fjölmiðlaveisluborði helgarinnar ef svo má segja. Fyrst vil ég þar nefna þá ánægjulegu nýbreytni sjónvarpsins að sýna snemma á laugardagskveldi saka- málamynd en sú nefndist Dem- antsrániö. Venjulega er slíkum myndum potað eins og rúsínum í pylsuendann þannig að kvöldsvæf- ir sjónvarpsgláparar missa jafn- vel af þræðinum en slíkt má ekki gerast, þegar flóknar sakamála- myndir eiga í hlut. í annan stað vil ég minnast á þá ánægjulegu þróun sem hefir átt sér stað í Stundinni okkar, en þar sækir vandað innlent barnaefni á. Þann- ig gat nú um helgina að líta í Stundinni hina fagmannlegu sýn- ingu Leikbrúðuiands Ástarsögu úr fjöllunum, sem er unnin upp úr samnefndri sögu Guðrúnar Helga- dóttur. Og ekki má gleyma hinni forkostulegu myndasögu úr undir- heimum Reykjavíkurborgar. Þar leiftrar svo hugmyndaflugið að ég er viss um að slík myndasaga gæti náð verulegum vinsældum á er- lendri grund, en hér nýtur ramm- íslenskur textinn sín í meðferð Harðar Torfasonar leikara. Ég hef áður minnst á þá nýbreytni Stundarinnar að leiða upp á svið krakkahljómsveitir. Það er reglu- lega gaman að sjá krakkana spila hæfilega lengi. Nú á sunnudaginn léku þrír strákar úr Stykkishólmi einskonar þungarokk. Raunar varð tónmyndunin dálítið dular- full í seinasta laginu. Og varð mér þá hugsað til ummæla ungs tón- skálds er lýsti því yfir í blaðavið- tali að eitt merkasta framlag ungra tónskálda hérlendis væri nýjar hljómsamstæður og tónar. Hvískur og hvísl Þannig opnar listin og listum- ræðan glugga á vegg er áður sýnd- ist heill og leikmaðurinn sér óvænt inn í nýja heima. í það minnsta opnaðist þeim er hér stýrir penna ný sýn inn í heim tónlistarinnar er Gluggi Svein- bjarnar I. Baldvinssonar opnaðist inn á tónleika amerísks jassleik- ara, sem mér skilst að sé nýstiginn upp úr „helvíti heróínsins". Bless- aður maðurinn hefir greinilega lært að mynda nýja tóna þar neðra því annað eins hvísl og hvískur hef ég bara aldrei heyrt. Til allrar hamingju var hann um- kringdur séntilmönnum er struku trommur, klöppuðu píanóinu með silkihönskum og snertu bassa- strengi. Þrumuraust valdsins En það eru ekki allir landsins þegnar jafn tillitssamir og fyrr- greindir jazzleikarar. A.m.k. ekki þeir kastalabúar er sjá um seðla- prentun landsmanna. Það er ekki nóg með að menn þessir sneiði af Arnarhólnum í trássi við vilja- yfirlýsingar fjölmennra funda, heldur efna þeir nú til samkeppni um frekara „skipulag" Arnarhóls. Feimnislaust básúna þeir í fjöl- miðlum skipulagstillögur sem náttúrulega streymdu frá arki- tektum enda má sú stétt ekki aug- lýsa sig með öðrum hætti. Per- sónulega held ég að nær hefði ver- ið að leggja laxastiga upp á hól- inn. Slíkt hefði sparað svo sem tvo Range Rover-jeppa og væntanlega dýrmætan tíma hinum háu herr- um og gestum þeirra. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Nýjasta tækni vísindi Blökkusöngvarinn kunni Micahel Jackson. Frístund — Michael Jackson kynntur ■■ Nýjasta tækni 40 og vísindi er á — dagskrá sjón- varps í kvöld í umsjá Sig- urðar H. Richter. Að þessu sinni verða tíu myndir sýndar í allt. Ein er um svokallaða vind- verkfræði en sú grein Sigurður H. Richter um- sjónarmaður þáttarins Ný- asta tækni og vísindi. verkfræði fjallar einkum um það hvernig eigi að hanna mannvirki þannig að gagnkvæm áhrif á milli vinds og mannvirkja verði sem minnst. Önnur mynd segir frá gervi- hnettinum Iras sem er nokkurs konar svífandi stjörnukíkir á braut um jörðina, sem fylgist með öllu því sem er að gerast úti í himingeimnum. Jafn- framt tekur hann á móti ýmsum boðum og send- ingum utan úr geimnum sem ekki myndu komast í gegnum andrúmsloft jarðar. Þá er mynd um nýjung- ar í gerð öryggisglers í bíla. Þarna er um að ræða gler sem er í senn hert og lagskipt, en það mun auka öryggi ökumanns og far- þega til muna. Ein mynd- anna er um hjartadælur eða gervihjörtu sem eru tengdar við æðakerfið til að aðstoða hjörtu sem eru alvarlega gölluð. Þá er mynd um litla leiðsögu- tölvu fyrir flugmenn lít- illa flugvéla og er það ein- föld eftirlíking af hinum fullkomnu leiðsögutölvum stóru flugvélanna. ■I Unglingaþátt- 00 urinn Frístund ” er á dagskrá rásar 2 í dag kl. 17. Stjórnandi er Eðvarð Ing- ólfsson en honum til að- stoðar er Anna Birna Snæbjörnsdóttir sem átti að vera í síðasta þætti en forfallaðist. Guðrún Jónsdóttir frá Seltjarnarnesi verður með ýtarlega umfjöllun um blökkusöngvarann sívin- sæla Michael Jackson og leikin verða lög af plötum hans. Þá kynnir Eðvarð alþjóðleg samtök sem nefnast Alþjóðleg ung- mennaskipti. Samtökin starfa að nokkru leyti svipað og skiptinema- samtök kirkjunnar og AFS nema krakkarnir eru mun yngri. Á ári hverju fer hópur íslenskra ungl- inga eitthvert út í lönd og dvelur hjá þarlendum fjölskyldum en síðan koma börn frá þeim fjöl- skyldum með heim til ís- lands og dvelja þá hjá fjölskyldum íslend- inganna. Eðvarð mun ræða við tvo krakka sem fóru þannig utan í fyrra- sumar á vegum samtak- anna og munu þau skýra frá ferðinni og starfsemi Alþjóðlegu ungmenna- skiptanna. Að þessu sinni eru það nemendur 7., 8. og 9. bekkjar Grunnskólans á Bolungarvík sem velja þrjú vinsælustu lög vik- unnar. Er þetta í fyrsta skipti sem nemendur á Vestfjörðum eru með í vinsældavalinu enda ekki langt síðan Vestfirðingar fóru að ná rás 2. Loks verður spjallað við Sigurð B. Stefánsson, 17 ára, en hann hefur á eigin spýtur unnið unglingablað sem út kom í vikunni. í því eru m.a. viðtöl við Ásgeir Tómasson á rás 2 og Jens Kr. Guðjónsson ritstjóra popptímaritsins Hjáguð. Landið gullna Elidor: 5. þáttur, „Einhyrningur“ ■i í kvöld kl. 20.00 00 verður fluttur — 5. þáttur fram- haldsleikritsins „Landiö gullna Elidor" eftir Alan Garner í útvarpsleikgerð Maj Samzelius. Þessi þáttur heitir „Einhyrn- ingur". Þýðandi er Sverrir Hólmarsson. Tónlist samdi Lárus Grímsson og leikstjóri er Hallmar Sig- urðsson. í síðasta þætti tókst Róland, Nikka, Davíð og Helenu að komast heilu og höldnu heim með dýr- gripina frá Elidor sem nú höfðu breyst í stein, sprungna skál, járnstöng og tvær spýtur í kross. Krakkarnir földu dýrgrip- ina uppi á háalofti, þar sem þau ætluðu að geyma þá þar til þau hefðu fund- ið góðan felustað í húsinu sem fjölskyldan var að flytja í daginn eftir. Nokkru seinna þegar Ról- and ætlaði að sækja grip- ina í gamla húsið, sem nú stóð autt, hitti hann þar rafvirkja sem sagðist hafa verið kallaður út vegna mikilla rafmagnstruflana i hverfinu. Hann hefði rekið truflanirnar til auða hússins, en hann hefði ekki getað fundið neitt óeðlilegt. Á meðan Róland var að búa um gripina uppi á loftinu, fór að gneista og braka allt i kringum hann og þegar hann sá tvo skugga á veggnum varð hann ótta- sleginn og hraðaði sér heim þar sem hann faldi gripina í bílskúrnum. Um kvöldið gat fjölskyldan ekki horft á sjónvarpið vegna mikilla rafmagns- truflana og þegar bíllinn þeirra fór allt í einu í gang úti í mannlausum bílskúrnum varð krökkun- um ekki um sel. Leikendur í fimmta þætti eru: Viðar Eggerts- son, Emil Gunnar Guð- mundsson, Kjartan Bjarg- mundsson, Kristján Franklín Magnús, Sólveig Pálsdóttir, Guðný J. Helgadóttir og Jón Hjart- arson. Tæknimenn eru Áslaug Sturlaugsdóttir og Vigfús Ingvarsson. ÚTVARP ÞRIÐJUDAGUR 12. febrúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorö: — Svandls Pétursdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Perla" eftir Sigrúnu Björg- vinsdóttur. Ragnheiöur Steindórsdóttir les (7). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þing- fréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr). 10.45 „Ljáðu mér eyra“. Málmfriöur Siguröardóttir á Jaðri sér um þáttinn (RÚV- AK). 11.15 Við Pollinn. Umsjón: Gestur E. Jónasson (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnír. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.20 Barnagaman. Umsjón: Sólveig Pálsdóttir. 13.30 íslensk dægurlög frá ár- inu 1982. 14.00 „Bléssuð skepnan" eftir James Herriot. Bryndls Vlglundsdóttir les þýðingu slna (4). 14.30 Miödegistónleikar. Blokkflautukonsert I F-dúr eftir Giuseppe Sammartini. Michala Petri og St. Martin- in-the-Fields-hljómsveitin leika; lona Brown stj. 14.45 Upptaktur. — Guömundur Benedikts- son. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar. Sinfónia nr. 5 op. 47 eftir Dmitri Sjostakovitsj. Flla- delflu-hljómsveitin leikur; Eugene Ormandy stj. 19J25 Sú kemur tlð Tólfti þáttur. Franskur teiknimyndaflokkur I þrettán þáttum um geim- ferðaævintýri. Þýöandi og sögumaöur Guðni Kolbeins- son. Lesari meö honum Lilja Bergsteinsdóttir. 17.10 Síödegisútvarp. — 18.00 Fréttir á ensku. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Daglegt mál. Siguröur G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Barna- og unglingaleikrit: „Landið gullna Elidor“ eftir Alan Garner. 5. þáttur: Ein- hyrningur. Utvarpsleikgerð: Maj Samzelius. Þýðandi: Sverrir Hólmarsson. Leik- stjóri: Hallmar Sigurösson. Tónlist: Lárus Grlmsson. Leikendur: Viðar Eggerts- son, Emil Gunnar Guö- mundsson, Kjartan Bjarg- mundsson, Kristján Franklln 12. febrúar 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og vlsindi Umsjónarmaður Sigurður H. Richter. 21.20 Derrick Magnús, Sólveig Pálsdóttir. Guðný J. Helgadóttir og Jón Hjartarson. 20.30 „Bangsi og Búlla á góöu skípi". (Slðari þáttur.) Ferðaþáttur meö varðskipi slðastliðið sumar I umsjá Höskuldar Skagfjörð. Lesari ásamt honum: Guðrún Þór. 21.05 iþróttalýsing frá landsleik I handknattleik. Ragnar örn Pétursson lýsir slðari hálfleik íslands og Júgóslavlu I Laug- ardalshöll. 21.40 Utvarpssagan: „Morgunverður meistar- anna" eftir Kurt Vonnegut. Þýðinguna gerði Birgir Svan Slmonarson. Glsli Rúnar 5. Um Genúa Þýskur sakamálamynda- flokkur I sextán þáttum. Að- alhlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Vet- urliði Guðnason. 22.20 Þingsjá 23.20 Dagskrárlok Jónsson flytur (14). 22.05 Lestur Passlusálma (8). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldtónleikar. „Italla I tibrá titrar". Kynnir: Knútur R. Magnússon. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Ut um hvippinn og hvappinn. Stjórnandi: Inger Anna Aikman. 15.00—16.00 Með sfnu lagi Lög leikin af Islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frlstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.