Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 52
BTT NORT AllS SHBAR
tttttntltfgiftife
QfiH. W.OO-CQ-30
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Menntamálaráðherra:
Framlengir uppsagnarfrest
kennaranna um þrjá mánuði
*
— Akvörðunin kemur of seint til að teljast lögmæt segir formaöur HIK
„VIÐ höfum undir höndum áliUgerð
lögfræðings, sem dregur í efa aö
menntamálaráðherra geti beitt rétti
sínum svo seint,“ sagði Kristján
Thorlacius, formaður Hins íslenska
kennarafélags, þegar hann var innt-
ur álits á bréfi menntamálaráðu-
neytisins, þar sem segir, að uppsagn-
ir kennara verði ekki samþykktar
fyrr en 1. júní næstkomandi. Kagn-
hildur Helgadóttir menntamálaráð-
herra sagði í samtali við Mbl., að
fráleitt væri að telja ákvörðunina
ólögmæta. „l»að eru skýr ákvæði í
lögum um heimild fyrir frestun upp-
sagna og þar er ekki kveðið á um
neinn frest til þess,“ sagði ráðherr-
ann.
í bréfi menntamálaráðuneytis-
ins segir, að ráðuneytið líti á það
sem meginskyldu sína að halda
uppi eðlilegu skólastarfi í landinu.
Kennarar hafi ekki talið aðgerðir
menntamálaráðuneytisins breyta
afstöðu þeirra til lausnarbeiðn-
anna, þrátt fyrir að þar hafi verið
fjallað um þau atriði, sem kennar-
ar hafi lagt mikla áherslu á í
kjarabaráttu sinni. Því hafi verið
sent bréf til allra kennara sem
leitað hafa lausnar og þeim til-
kynnt, að ráðuneytið muni ekki
samþykkja lausnarbeiðnirnar fyrr
en 1. júní. Enn fremur segir, að
hvenær sem er fram að þeim tíma
sé unnt að draga uppsagnir til
baka.
„Við höfum fengið bréfið í hend-
ur og erum að svara því,“ sagði
Kristján Thorlacius. „I álitsgerð
lögfræðingsins segir, að bréf þetta
þyrfti að hafa borist innan mán-
aðar frá því að uppsagnir voru
lagðar fram til að það sé gilt. Við
getum ekki ábyrgst að fóik hlíti
þessu, ef ekkert rætist úr í kjara-
málum kennara fyrir 1. mars. Ef
kjaradómur verður kennurum
óhagstæður, þá er mér til efs að
þeir taki mark á þessari yfirlýs-
ingu,“ sagði Kristján Thorlacius
að lokum.
Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra sagði enn-
fremur í samtali við Mbl. í gær-
kvöldi: „Ég þekki engan lögfræð-
ing, sem er þeirrar skoðunar að
þessi aðgerð fái ekki staðist.
Ástæða þess að þetta var ekki
formlega tilkynnt fyrr er sú, að
við vildum greiða fyrir málum
Spassky sýnir
Yusupov
heita lækinn
MorKunblaðið/Árni Sæberg
Eitt af því fyrsta, sem Boris Spassky gerði eftir að hann kom til landsins síðdegis í gær til að tefla á afmælismóti
Skáksambands íslands, var að sýna Arthur Yusupov heita lækinn I Nauthólsvík. Nokkrir fastagestir voru í
læknum, þegar Spassky tiplaði á steinum, en Yusupov hlær í baksýn að tilburðum hans.
Hundrað læknar
segja upp störfum
IIM 100 heilsugæzlu- og heimilislæknar af öllu landinu afhentu stjórnvöld-
um uppsagnir sínar í gær. Taka uppsagnirnar gildi eftir þrjá mánuði hafi ekki
náðst samkomulag í kjaradeilu þeirra og ríkisins.
Að sögn Gunnars Inga Gunn-
arssonar, formanns kjararáðs Fé-
lags íslenzkra heimilislækna, taka
uppsagnirnar til um 90% heilsu-
gæzlulækna og 60%. heimilislækna
^fan heilsugæzlustöðva. Voru
uppsagnirnar afhentar heilbrigð-
isráðherra vegna heijsugæzlu-
lækna en Tryggingastofnun ríkis-
ins vegna heimilislækna.
Gunnar Ingi Gunnarsson sagði,
að uppsagnirnar væru vegna
óánægju viðkomandi lækna með
launakjör sín. Rauði þráðurinn í
gegnum kjaramólaburóttu þeas-
ara lækna væri að fá samræmingu
á kjaramálum lækna í landinu.
Læknar, sem störfuðu að heilsu-
gæzlu og heimilislækningum, nytu
ekki jafnstöðu við aðra starfs-
bræður sína hvað laun varðaði og
það yndu þeir engan veginn við.
Enn sem komið væri hefðu þeir
engar úrbætur fengið og því gripið
til þess úrræðis að segja upp störf-
un.
kennara, en það var ekki hægt að
bíða með þessa ákvörðun lengur.
Ef beðið hefði verið fram yfir úr-
skurð Kjaradóms, þá hefði ekki
verið hægt að tilkynna öllum
kennurum þetta fyrir 1. mars.“
í 15. grein laga nr. 38 frá 1954
um réttindi og skyldur opinberra
starfsmanna segir m.a.: „Nú vill
starfsmaður biðjast lausnar og
skal hann þá gera það skriflega og
með 3 mánaða fyrirvara, nema
ófyrirsjáanlegar afleiðingar hafi
gert starfsmann ófæran til að
gegna stöðu sinni eða viðkomandi
stjórnvöld samþykki skemmri
frest. Skylt er að veita lausn ef
hennar er löglega beiðst. Þó er
óskylt að veita starfsmönnum
lausn frá þeim tíma sem beiðst er
ef svo margir leita lausnar sam-
tímis eða um líkt leyti í sömu
starfsgrein að til auðnar um starf-
rækslu þar mundi horfa ef beiðni
hvers um sig væri veitt. Getur
stjómvald þá áskilið lengri upp-
sagnarfrest, allt að 6 mánuðum."
Ragnhildur sagði það margsinn-
is hafa komið fram að ráðuneytið
mundi grípa til þessarar laga-
heimildar ef málin leystust ekki.
Sjá bls. 2 um auglýsingu kenn-
ara eftir atvinnu: Ekkert glens
eða brella.
Rudolf Serkin
Rudolf Serkin
heldur tónleika
í minningu
Ragnars í Smára
PÍANÓLEIKARINN Rudolf
Serkin heldur tónleika hér á
landi hinn 11. mars næstkom-
andi. Tónleikana heldur hann í
minningu Ragnars Jónssonar í
Smára, sem var góður vinur lista-
mannsins.
Rudolf Serkin hefur oftlega
komið hingað til lands og síð-
ast árið 1980. Þá hélt hann
tónleika ásamt konu sinni, sem
er fiðluleikari, og dóttur, sem
leikur á selló. Áð auki hélt
hann þá eina tónleika sjálfur.
Ekki hefur verið ákveðið hvar
tónleikar hans verða að þessu
sinni, en Serkin kemur hingað
á vegum Tónlistarfélagsins.
Afmælismót Skáksambandsins hefst í dag:
Margeir mætir Boris
Spassky í 1. umferð
Og Helgi Ólafsson glímir við Bent Larsen
MARGEIR l’étursson mætir Boris
Spassky og Helgi Olafsson Bent
Larsen í 1. umferð afmælismóts
Skáksambands íslands, sem hefst
á Hótel Loftleiðum klukkan 17 í
dag. í gærkvöldi var dregið um
töfluröð og er hún eftirfarandi: I.
Karl Þorsteins. 2. Helgi Ólafsson.
3. Margeir Pétursson. 4. Curt Han-
sen. 5. Guðmundur Sigurjónsson.
6. Jón L. Árnason. 7. Vlastimil
Hort. 8. Van der Wiel. 9. Arthur
Yusupov. 10. Boris Spassky. 11.
Bent Larsen. 12. Jóhann Hjartar-
Aðrir sem leiða hesta sína
saman eru Karl Þorsteins og Jó-
hann Hjartarson, Curt Hansen
og Arthur Yusupov, Guðmundur
Sigurjónsson og van der Wiel,
Jón L. Árnason og Vlastimil
Hort. Mótið er eitt hið sterkasta,
sem hér hefur verið haldið, er í
11. styrkleikaflokki. Til þess að
ná stórmeistaraárangri þurfa
keppendur 7 vinninga og 5 vinn-
inga til alþjóðlegs árangurs. Sex
stórmeistarar taka þátt í mótinu,
fimm alþjóðlegir meistarar og
einn titillaus — Karl Þorsteins.
Allir þátttakendur utan Jón L.
Árnason mættu á Hótel Loftleið-
um þegar dregið var um töfluröð
í gærkvöldi. Jón L. kvartaði und-
an lasleika og er óvíst hvort þann
verður meðal þátttakenda, en
það skýrist í dag.
Sjá „Vorum heppnir að vinna
í.sland á Ólympíuskákmótinu“
bls. 2
Átta tilboð
í Bjarna
Herjólfsson
LANDSBANKI íslands hefur
fengið átta kauptilboð í togara
sinn, Bjarna Herjólfsson ÁK, sem
legiö hefur bundinn við bryggju í
Keykjavik frá því hann var sleginn
bankanum á nauðungaruppboði
fyrr í vetur. Að sögn Stefáns Pét-
urssonar, lögfræðings hjá Lands-
hankanum, er búist við ákvörðun
um það fyrir miðja vikuna hver fái
skipið keypt.
Stefán vildi ekki gefa upp
hvaða aðilar hafa gert tilboð í
Bjarna Herjólfsson, sagði að-
eins að þar væru margir góðir
aðilar sem erfitt væri að gera
upp á milli. Morgunblaðinu er
kunnugt um 5 tilboð í togarann:
Frá Útgerðarfélagi Akureyringa
og Kaupfélagi Eyfirðinga á Ak-
ureyri, Útgerðarfélagi Skagfirð-
inga á Sauðárkróki, útgerð Arn-
arnessins á ísafirði og útgerðar-
félaginu Elliða í Þorlákshöfn.