Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 kardínáli sakar um áróðursstríð Glemp yfirvöld Varsjá, 11. febrúar. AP. JOZEF Glemp kardínáli, yfirmad- ur kaþólsku kirkj- unnar í Fóllandi, sakaði í dag, mánudag, pólsk yf- irvöld um að heyja „áróðursstríð" gegn kirkjunni. Vísaði hann á bug staðhæfingum stjórnvalda um aö séra Jerzy heitinn Popieluszko, sem var mikill stuðn- ingsmaður Samstöðu, óháðu verka- lýðsfélaganna, heföi gerst sekur um ríkisfjandsamlcga starfsemi. Á fundi með fréttamönnum varði Glemp hlutverk kirkjunnar í Póllandi og vísaði á bug fullyrð- ingum stjórnvalda þess efnis að margir pólskir prestar tækju þátt í „glæpsamlegu athæfi". Kardínálinn vísaði einnig til föðurhúsanna þeirri staðhæfingu leynilögreglumannanna fjögurra, sem sakfelldir voru fyrir morðið á séra Popieluszko, að presturinn hefði fyrir dauða sinn verið búinn að láta undan þrýstingi frá stjórn- völdum um að fara úr landi og þiggja embætti í Vatíkaninu. Glemp kvað það hafa verið reynt í málaferlunum yfir leyni- lögreglumönnunum fjórum að rétta einnig yfir séra Popieluszko og kaþólsku kirkjunni í heild, „ekki á formlegan hátt, heldur með áróðri í fjölmiðlum", sagði kardínálinn. Svíþjóð: Flóttamennirnir höfðu fleygt vegabréfum sínum Lundi, Svíþjóð, 11. Tebrúar. Frá l'étri Péturasyni, fréttaritara Mbl. KKKEKT land í Skandinavíu hefur jafnmikið aðdráttarafl fyrir flótta- menn og Svíþjóð. Frá lokum seinni Aþenu, Crikklandi, 11. Tebrúar. AP. ANDREAS Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, kom í gær í opin- bera heimsókn til Sovétríkjanna og var honum þar tekið með miklum virktum. I IVloskvu mun Grikkinn dvelja í 3 daga og sitja á þeim tíma tvo fundi með forsætisráðherranum Nikolai Tikhonov. Talsmenn stjórnvalda í Grikk- landi staðfestu ekki hvort Papandr- eou myndi hitta Konstantin Chern- enko að máli, en ferð griska leiðtog- I heimsstyrjaldar hefur verið stöðug- ur straumur innflytjenda hingað, | fyrst verkamanna frá Suður- ans hefur ekki síst vakið athygli fyrir að hægt verður að fylgjast með hvort Chernenko birtist og ef hann gerir svo, hvort hann líti vel eða illa út. Chernenko hefur ekki sést opinberlega síðan í desember, þó frést hafi af honum á stjórn- málaráðsfundi fyrir skömmu. Blað- ið „Rizopastis", málgagn harðlínu Moskvukommúnista í Grikklandi greindi hins vegar frá því að Pap- andreou myndi hitta Chernenko á morgun, þriðjudag. Evrópu og nú síðustu ár flótta- manna hvaðanæva að. Nú eru um 800.000 innflytjend- ur og börn þeirra hér i Svíþjóð, eða 10% þjóðarinnar. Um helgina komu til Trelle- borgar frá Sassnitz í Austur- Þýskalandi 138 flóttamenn, aðal- lega frá íran og írak. Þeir höfðu allir fleygt vegabréfum sínum í sjóinn, er þeir komu til Svíþjóð- ar. Þetta gerir það að verkum, að lögregla og yfirvöld verða sam- kvæmt alþjóðasamningum að kanna mál hvers og eins, og get- ur það tekið marga mánuði. Ekki er þó víst, að allir þessir flótta- menn fái landvistarleyfi. Atvinnuleysið hér hefur gert það að verkum, að mörgum finnst nóg komið af útlendingum. Um 4.500 flóttamenn fengu land- vistarleyfi hér síðastliðið ár. Hittir Papan- dreou Chernenko? Á þessum harða snjóa- og frostavetri hafa Svíar tekið upp nýstárlega aðferð við að verja háspennulínur. Þyrlur eru látnar blása snjónum af grenitrjánum næst línustæðinu, svo aö ekki sé hætta á, að greinar þeirra láti undan snjóþunganum og leggist á línurnar. Svíþjóð: Ekkert lát enn á frosthörkunum Lundi, Svíþjóð. Frá Pétri Péturesyni, rréttnritara Mbl. KKKEKT lát er á þeim frosthörkum, sem ríkt hafa hér í Svíþjóð frá þvf fyrir áramót. Samgöngur hafa teppst bæði á sjó og landi. Stóru vötnin Vánern og Vett- ern, sem eru mikilvæg fyrir sam- göngur, eru ísi lögð, og sama er að segja um hafið með ströndum fram, jafnvel við suður- og vestur- ströndina. 22 togarar hafa frosið fastir í höfninni í Simrishamn nú þegar þorskvertíðin er að hefjast, og veldur það sjómönnum miklu tekjutapi. Umferðin á Eyrarsundi er mikl- um erfiðleikum háð. ísbrjótar ryðja ferjunum leið, en rásirnar frjósa jafnóðum aftur. Ekki er ástandið miklu betra á landi. Lestunum frá Norður-Sví- þjóð hefur seinkað um allt að hálfum sólarhring. Stálið í járnbrautunum þolir ekki álagið í gaddinum og hrekkur sundur. Brautarmótin frjósa föst og heml- ar vagnanna einnig. Veðurspáin gerir ráð fyrir sama veðurlagi næstu sólarhringa. Bók Karí Storækre um líf hennar eftir handtöku Arne Treholt: Viðurkennir smygl á bréf- um inn og út úr fangelsinu Osló, II. febrúar. Frá Jan Krik Laure, fréttar. Mbl. EIGINKONA Arne Treholts, sem njósnaði fyrir Sovétríkin og situr nú í fangelsi, kynnti á laugardaginn bók sem hún hefur ritað þar sem hún lýsir lífi sínu eftir að eiginmaður hennar var handtekinn og fyrstu fund- um þeirra hjóna eftir atburðina. í bókinni greinir Kari Storækre, en svo heitir konan, frá því að hún hafi smyglað 30 blöðum sem Arne Treholt ritaði til hennar út úr fangelsinu og margt af þeim bréfum hirtast í bókinni. Kari Storækre og bókaforlagið Gyldendal, sem gefur verkið út, hafa verið gagnrýnd mjög í Nor- egi vegna ritsins. Það eru aðeins tvær vikur uns kveðinn verður upp dómur yfir Arne Treholt og það er margra mál að ýmislegt sem fram kemur í bókinni muni skaða málstað Treholts frekar en hitt. Þeir sem hafa haldið uppi gagnrýni eru allir á eitt sáttir um að ekkert annað en gróðasjónarmið vaki fyrir Kari og útgáfufyrirtækinu, þau séu að hagnast á óförum annarra. Norska rannsóknarlögreglan hefur brugðist ókvæða við þeim tíðindum að Kari hafi smyglað bréfum fyrrum eiginmanns síns út úr fangelsinu og má hún bú- ast við að svara til saka fyrir það. Hún fullyrðir þó að smyglið hafi hún stundað gegn vilja sín- um. „Hann tróð bréfunum á mig, mér fannst ég verða að hafa þau út með mér,“ segir Kari í bók- inni. Jostein Erstad rannsókn- arlögregluforingi segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með framferði Kari, „við tókum ríkt tillit til hennar og af mann- úðarástæðum leyfðum við henni að ræða allmikið við mann sinn einslega. Ef hún hefur í raun smyglað bréfunum út úr fangels- inu þykir okkur hún hafa brugð- ist illa því trausti sem við sýnd- um henni," sagði Erstad í sam- tali við fréttamenn. Hann bætti við, að þetta yrði til þess að eft- irlit yrði mjög hert með heim- sóknum til Treholts. Bókin heitir „Góða ferð til Parísar" og í henni greinir Kari frá því hvernig heimur hennar virtist hrynja er hún fékk tíðind- in um að eiginmaður hennar hafi verið handtekinn grunaður um umfangsmiklar njósnir fyrir Sovétríkin og fleiri aðila svo sem írak. Nafn bókarinnar er dregið af því, að síðast þegar Kari sá mann sinn fyrir handtökuna hafði hann sagt henni að hann Kari Storækre væri á förum til Parísar í emb- ættiserindum á vegum utanrík- isráðuneytisins. í raun var hann á leið til Vínarborgar á fund KGB-foringja. Upphaflega voru prentuð 10.000 eintök af „Góðri ferð til Parísar", en salan hefur verið svo góð, að 10.000 eintök til viðbótar eru í prentun. Kari neitar því að tilgangur bókar- innar sé að græða peninga á óförum annarra, hið sanna í málinu sé, að svo mikið slúður hafi verið og.sé í gangi um Arne Treholt og hana sjálfa, að hún sjái sig knúna til að opinbera sannleikann, líf þeirra saman fyrir og eftir handtökuna, líf sitt eftir handtökuna. Þá hefur einnig komið fram, að Kari hefur komið bréfum áleiðis til Arne frá syni þeirra hjóna og í hinu fyrsta krefst son- urinn þess að fá að vita hvers vegna faðir hans hafi njósnað. Ulf Underland, lögfræðingur Arne Treholts, segir að bókin skaði skjólstæðing sinn ekki, í henni komi ekkert fram sem geti gert það. Underland bætir við, að hvorki hann né Arne sjálfur hafi fengið pata af því að bókin væri í bígerð. Mikil leynd hvíldi yfir útgáfunni og aðeins fáeinum dögum áður en bókin kom út, sagði talsmaður Gyldendal beinlínis ósatt er hann var spurður um orðróm þess eðlis að bók af þessu tagi væri í þann veginn að koma í verslanir. „Við erum með það í athugun, en það er langt í ákvörðun þar um,“ sagði talsmaðurinn. Nokkrum dögum síðar var bókin komin og allt umtalið magnaðist margfalt. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri +4 alskýjaó Amsterdam 4« +4 heiöskirt Barcelona 10 þokum. Berlín +13 +8 heiðskírt Brtlssel +15 +5 heiðskfrt Chicago +8 +2 snjók. Oublin +2 1 skýjað Feneyjar 1 alskýjað Frankfurt +14 +6 heiöskírt Genl +2 6 skýjað Helsinki +19 +17 heiöskírt Hong Kong 14 15 rigning Jerúsalem 9 17 skýjað Kaupm.höln +13 +9 heiðskírt Las Palmas 21 léttskýjað Lissabon 11 15 rigning London +3 0 heiðskírt Los Angeles 5 21 heiðskírt Malaga 21 skýjað Mallorka 15 skýjað Miami 19 21 skýjað Montreal +12 +5 skýjað Moskva +26 +17 heiöskírt New York +5 6 heiðskírt Osló +21 +17 heiðskírt Pan's +6 +1 heiðskírt Peking +4 4 heiöskirt Reykjavík 3 skýjað Rio de Janeiro 22 38 skýjaö Rómaborg 12 16 rígning Stokkhólmur +14 +10 skýjað Sydney 17 24 skýjað Tókýó 5 11 heiðskirt Vínarborg +9 +5 skýjað Þórshöfn 32 hálfskýjað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.