Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985
15
FLAUTU-
TÓNLEIKAR
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Kolbeinn Bjarnason flautuleik-
ari hélt sérstæða tónleika sl.
sunnudag að Kjarvalsstöðum á
vegum Tónskáldafélags íslands og
voru þessir tónleikar þeir síðustu
í tónleikaröð þeirri er nefnist
Myrkir músíkdagar. Viðfangsefni
Kolbeins voru eftir Robert Dick,
Robert Aitken, Þorkel Sigur-
björnsson, Atla Heimi Sveinsson,
Atla Ingólfsson, Áskel Másson og
Harvey Sollberger. öll verkin eiga
það sammerkt að vera að nokkru
leyti tilraunaverk, þar sem reynt
er til þrautar hversu víkka má
tónmyndunarsvið flautunnar. Það
er ljóst að slíkar tilraunir hafa
þýðingu fyrir viðhorf manna til
nýrra tónmyndunaraðferða og
þar með áhrif á tónskapendur og
hlustendur. Það sem einkum hef-
ur verið deilt um, er að tiiraunin
ein getur ekki þjónað sem list-
rænt markmið, nema að því leyti
að sköpun verks verður ávallt til-
raun, eðli sinu samkvæmt. Þeir
semeinkum telja sig knúna til
andmæla, telja að leitin að hinu
frumlega og framleiðsla tón-
skálda í tónmenntastofnunum,
hafi leitt til ófrjósemi og til að
berja á eigin getuleysi, snúi menn
sér að ræktun nýrra „afbrigða",
með öðrum orðum, hafi gert
frumleikann að markmiði. Að
þessu sinni hefur verið unnið
skipulega og af svo mikilli atorku,
að nú er óhemju mikið til af alls
konar tilraunaverkum og frum-
leikinn þvi tekinn að snúast upp í
leiðinlega endurtekningu á
oftlega misheppnuðum tilraunum.
Auk þessa er því einnig haldið
fram að nýjungastefnan sé ekki
lengur nýjung, heldur kaldhömr-
uð skólaspeki og slík stofnanalist
ófrjór tilbúningur. Hvað sem líð-
ur þessum hugmyndum er víst að
leit manna eftir nýjungum á sviði
tónmyndunartækni hefur mikla
þýðingu fyrir tónskapendur og
Kolbeinn Bjarnason
hefur breytt viðhorfum manna til
tónlistar. Það þýðir þó ekki að öll
slík verk séu listaverk en í þeirri
rýni veldur snilld flytjenda erfið-
leikum. Það hefur þráfaldlega
komið fram, að snillingar í flutn-
ingi slíkra verka hafa í raun skap-
að þau með yfirburða tækni sinni
í útfærslu hljóðanna. Afburða
flytjandi þarf ekki margbrotinn
tónvef til að gleðja hlustendur og
þegar svo er í pottinn búið er erf-
itt að greina milli snilldar flytj-
andans og innviðu verksins. í
þeirri tónlist sem menn þekkja vel
er þessu oftlega á annan veg farið,
að hlustandi er ekki ánægður með
útfærslu flytjandans, jafnvel þó
eigi í hlut frábær listamaður. Allt
um það, tónleikar Kolbeins
Bjarnasonar voru mjög vel út-
færðir og hefur hann aflað sér
töluverðar tækni í ýmsum þeim
nýjungum sem völ er á og verður
eflaust tónskáldum hvatning til
að semja tónlist fyrir flautu.
Jón Ásgeirsson
Ruth
Slenczynska
Einhverjir stystu tónleikar
sem undirritaður hefur hlýtt á
voru haldnir í Austurbæjarbíói
sl. laugardag á vegum Tónverks.
Tónleikarnir stóðu vel á þriðju
klukkustund, voru með tveimur
hléum en samt svo fljótir að líða,
sem einu snæljósi brygði fyrir.
Það var ekki fyrir það að efn-
isskráin væri margbreytileg,
þvert á móti var hún sérdeilis
einlit. Hún samanstóð af öllum
etýðunum eftir Chopin, sem eru
tuttugu og fjórar að tölu og sem
millispil var Carneval eftir
Schumann og lítil Nocturne eftir
Copland.
Rut Slenczynska er stórbrot-
inn píanóleikari og þó leikur
hennar væri ekki gallalaus, eins
og t.d. i fyrstu etýðunni og þeirri
fjórðu og tólftu í ópus 10, þar
sem bassinn var æði loðinn
vegna of mikils „pedals", var
leikur hennar í öðrum hlutum
þessa erfiða stórvirkis með slík-
um glæsibrag, að fátt verður til-
tækt til samanburðar.
Ekki dugir að bera leik hennar
saman við leik ýmissa ná-
kvæmnispíanista, þeytispjalda-
snillinga, eins og einn hljóm-
leikagesta komst að orði, því
leikur hennar er magnaður upp
af þeim grunnþáttum er gerir
leiknina að verkfæri en ekki
markmiði. Af þeim etýðum sem
voru ógleymanlega vel fluttar
mætti nefna nr. 2, 5 og 8 I ópus
10 og nr. 2,6,7,9 og tvær síðustu
Ruth Slenczynska
í ópus 25. Þær tvær síðustu í
ópus 25 eru feikileg pianóverk og
var leikur Slenczynsku, í einu
orði sagt stórbrotinn.
Ekki átti undirritaður jafn
góðar stundir með Schumann,
því þrátt fyrir ágætan leik vant-
aði hina skáldlegu andakt róm-
antíkurinnar í verkið. Hvað sem
því líður var leikur þessa sér-
stæða listamanns mikill við-
burður listþyrstum íslendingum.
Sem aukalag lék Slenczynska La
Capanella eftir Liszt og var leik-
ur hennar þar svo tær og glæsi-
legur að tók til dýpstu tilfinn-
inga, svo að undirrituðum lá við
gráti og „lái mér hver sem vill“.
McAltlsírhXcÁ'it^
Bolholti 6 — Reykjavík
Fjölbreytt námskeiöahald fyrir ung-
ar stúlkur, konur og herra hefjast í
næstu viku.
Sérfr. leiöb. meö...
★ Snyrtingu
★ Hárgreiöslu ★ Borösiöi og gestaboð
★ Hreinlæti og fataval ★ Hagsýni
★ Framkomu ★ Ræöumennsku
★ Kurteisi ★ Göngu
Innritun hefst í dag.
Síminn er 36141.
Síminn í skólanum
er 68-74-80.
Þeir sem eru á biölista þurfa aö hafa samband sem fyrst.
Stutt
snyrtinámskeið
6 í hóp — 3 sinnum.
Handsnyrting — Andlits-
hreinsun.
Dagsnyrting — Kvöldsnyrt-
ing.
Herranámskeið
10 í hóp — 8 sinnum.
Framkoma — Kurteisi
Snyrting
Fataval — Gestaboð
Ræöumennska
Hárgreiösla — Ganga.
Módelnámskeið —
dömur og herrar
12 í hóp — 15 sinnum.
Framkoma — Kurteisi — Ganga.
Hreinlæti — Snyrting — Fatnaöur.
Vinna við myndatökur — Sýningastörf
Fyrsti kennsludagur 18. febrúar. — Námskeiðum lýkur fyrir páska.
LÍKA ÁHUGA Á BÍLUM?
/ samvinnu viö VOLVO umboöiö á íslandi
efna Samvinnuferöir-Landsýn til einstakrar
feröar til Gautaborgar fyrir bílaáhugamenn
og alla þá er starfa viö bílaiönaöinn á íslandi.
FERÐA TILHÖGUN
13. mars. Mi&vikudagur
Flogið frá Keflavík til Gautaborgar. Áætluð lending kl. 15:30.
14. mars. Fimmtudagur
Verkstæðisskoöun. Heimsókn ( eitt fullkomnasta verkstæði á Norðurlöndum,
Bil och Truck í Gautaborg.
15. mars. Föstudagur
Skoðunarferð í VOLVO Verksmiðjurnar.
Fólks- og vörubílaverksmiðjurnar skoðaðar.
Hádegisverður hjá VOLVO.
16. mars. Laugardagur
SÝNINGIN AUTO ’85 í Svenska Mássen skoðuð. Þetta er stærsta sýningin (
Skandinavíu sem fjallar um allt sem við kemur bílum og bílaverkstæðum,
vélaverkstæðum, bifreiðarafmagni, réttinga- og sprautunarverkstæðum,
dísilverkstæðum og dekkjaverkstæðum.
17. mars. Sunnudagur
Flogið frá Gautaborg til Keflavikur. Brottför áætluð kl. 14:30.
Verð: 19.800.- «
Aukagjald vegna eins manns
herbergis kr. 400 pr. nótt.
Innlfalið i verðl: Flug, akstur að og frá flugvelli
erlendis. gisting í tveggja manna herbergi ð Hótel
Scandinavia, morgunveröur, skoöunarferöir og fararsQóm
Flugvallarskattur er ekki mnifalinn I veröi.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 t 28899
SOLUSKRIFSTOFA AKUREYRI. SKIPAOOTU 18 - SIMAR 21400 á 23727
Fararstjóri:
Sighvatur Blöndal.