Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 29 Skólahljómsveit Kópavogs ásamt stjórnanda sínum, Birni Guöjónssyni. Sex hljómsveitir á tónleikum félags einstæðra foreldra Stella Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri hjá Félagi einstæöra foreldra, Edda Ragnarsdóttir, gjaldkeri félagsins, Ingibjörg Jónasdóttir, fyrrverandi varaformaöur, og Björn Guöjónsson, stjórnandi skólahljómsveitar Kópa- vogs. Félag einstæöra foreldra stend- ur að hljómleikum í Háskólabíói næstkomandi laugardag 16. febrú- ar kl. 14. Þar koma fram sex skóla- hljómsveitir frá skólum í Kópa- vogi, stjórnandi Björn Guðjóns- son, frá Stykkishólmi, stjórn- andi Daði Þór Einarsson, úr Árbæ og Breiðholti, stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson, úr Mos- fellssveit, stjórnandi Birgir D. Sveinsson, úr Laugarnesskóla, stjórnandi Stefán Þ. Stephensen, og af Seltjarnarnesi, stjórnandi Skarphéðinn Einarsson. „Þetta ætti að geta orðið hin besta fjölskylduskemmtun því um tvöhundruð hljóðfæraleikar- ar á aldrinum 9 til 15 ára munu taka þátt í þessum hljómleik- um,“ sagði Björn Guðmundsson, stjórnandi skólahljómsveitar Kópavogs, en hann á hugmynd og heiður af undirbúningi hljómleikanna. Hljómsveitirnar munu leika fjölbreytta tónlist og í hléi verð- ur börnum boðið upp á ókeypis hressingu í kaupbæti. Alíur ágóði af skemmtuninni rennur í nýjan byggingarsjóð Félags ein- stæðra foreldra. Miðar á hljómleikana verða seldir á skrifstofu Félags ein- stæðra foreldra í Traðarkots- sundi 6 alla daga fram til laug- ardags og í Háskólabíói kl. 13 á laugardag. „Vísa á bug dylgj- um um óeðlilega viðskiptahættiu — Segir Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, um ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar „ÉG SÉ varla ástæöu til aö elta ólar viö dylgjur af þessu tagi,“ sagöi Jón Kjartansson, forstjóri ÁTVR, er Morgunblaðiö innti hann álits á um- mælum Jóns Baldvins Hannibals- sonar í Morgunblaöinu og Helgar- póstinum nú nýveriö. Jón Baldvin fer þar höröum orðum um skipan áfengismála hér á landi og segir m.a. aö umboösmenn áfengistegunda veröi að koma sér í mjúkinn hjá for- stjóra ÁTVR, verslunarstjórum áfengisverslanna, hótelhöldurum, barstjórum og fleiri aðilum til að koma vörunni á framfæri. „Jón Baldvin fjallar aðallega um þrjú atriði í þessari grein sinni, sagði Jón Kjartansson enn- fremur. „í fyrsta lagi stefnu ríkis- ins í tollamálum á áfengi. í öðru lagi sölu á vöru sem bannað er að auglýsa og í þriðja lagi óeðlilegri afgreiðslu við val á áfengistegund- um. Tvö fyrstu atriðin varða al- menna stefnumörkun yfirvalda í áfengismálum og læt ég öðrum eftir að svara því. Dylgjum um óeðlilega viðskiptahætti hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins visa ég alfarið á bug. Augljóst er að ekki er hægt að taka til sölu allar þær tegundir sem boðnar eru. Hér sem annars staðar er krafist aðhalds í rekstri, meðal annars með takmörkuðu birgða- haldi, og þvi er kostnaði haldið i lágmarki. Að áliti Jóns Baldvins á að leggja ÁTVR niður. Þetta er stefna út af fyrir sig, en endanleg ákvörðun í þessu máli er að sjálf- sögðu í höndum Alþingis," sagði Jón Kjartansson. Eskifjörður: Búið að landa 17 þús. tonnum af loðnu frá áramótum Kskifirrti, II. febrúar. STANSLAUS loönulöndun hefur ver- ið hér síðustu þrjá sólarhringana. Skipin hafa komið hvert á fætur öðru til hafnar. Nú er búið að landa um 17 þúsund tonnum frá áramótum og í höfninni liggja sjö skip með um 4.500 til 5 þúsund tonn. Þessa þrjá sólar- hringa er búið að landa úr 21 skipi. Sjómenn segja óhemju mikið af loðnu á miðunum. Einn skipstjór- inn kvaðst hafa siglt í 20 mínútur i gegnum sömu torfuna á leið í land. Þar sem stutt er á miðin eru menn fljótir að fylla skipin og hafa skip- verjar á Hugin VE til dæmis land- að hér þrisvar á þremur sólar- hringum. Fyrir áramót, á haustvertiðinni, var landað 43 þúsund tonnum hér á Eskifirði. Eftir daginn í dag nemur loðnuaflinn á vertíðinni 64.500 tonnum. /Evar I kjölfar mikillar sölu á siðasta ári S t órkos 11 egavér ð 1 æ kkun Facit ritvéla Já . . . nú komu Svíar skemmtilega á óvart eins og sést hér fyrir neðan Model 7900 Leiðréttingarminni p.in lína DECTAB 10, 12 og 15 stafir á tommu Valslengd 39 cm Verð kr. 33.700 Model 8001 Leiðréttingarminni 330 stafir Miðstilling, feitletur, DEC TAB dálkaminni fyrir þrjú verkefni 10, 12 og 15 stafir á tommu og PS Valslengd 39 cm Verð kr. 39.300 Valslengd 49 cm Verð kr. 44.100 GÍSLI J. JOHNSEN n 1 Model 8101 Leiðréttingarminni ein lína Uppsetningarminni, miðstilling Setningarminni, feitletrun, DEC TAB 10,12 og 15 stafir á tommu og PS Gluggi sem sýnir textann Valslengd 39 cm Verð kr. 55.200 Model 8111 Sama vél og 8101 í öllum aðalatriðum og hefur að auki blaðsíðuminni og getur tengst við diskettustöð. Valslengd 39 cm Verð kr. 68.700 Diskettustöð fyrir 8111 Verð kr. 22.810 TÖLVUBÚNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF SMIÐJUVEGI 8 - P.o. BOX 397 - 202 KÓPAVOGI - SÍMI 73111 SUNNUHLlÐ, AKUREYRI, SlMI 96-25004 Augtýsingastcfa Gunnars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.