Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.02.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1985 Afþreying og úrvals skáldskapur í sömu andrá Hljóm nmm? Siguröur Sverrisson Matthías Johannessen Morgunn í maí/Dagur ei meir Fálkinn. Það er ekki oft sem íslenskur Ijóðalestur er festur í plast og gefinn út. Ein slík plata leit þó dagsins ljós á vegum Fálkans fyrir jólin. Er þar um að ræða upplestur Matthiasar Johann- essen á eigin ljóðum við undir- leik starfsfélaga á Morgunblað- inu. Matthías er afbragðsgott skáld, tæpast leikur á því nokkur vafi. Sjálfur uppgötvaði ég hann ekki fyrr en 1978, er ég fékk Ijóðabók hans Morgunn í maí að gjöf. Það er auðvelt að hrífast af ljóðum Matthíasar. Hann hefur ekki aðeins afburða vald á ís- lenskri tungu, heldur hefur hann alltaf eitthvað að segja í Ijóðum sínum og gerir það á skemmti- legan máta. Er ég heyrði þessa plötu upp- götvaði ég, að það er sitthvað að sitja heima í stofu og lesa lóð hans í hljóði og heyra hann sjálfan lesa eigin Ijóð styrkri röddu. Þrátt fyrir góðan kveð- skap held ég að Ijóðalesturinn einn og sér hefði verið þreytandi til lengdar á heilli plötu ef ekki hefði komið til snoturlega sam- ansett tónlist. Ekki aðeins brýt- ur hún efnið upp á köflum, held- ur samtvinnast því skemmtilega á öðrum stöðum. Reyndar eiga Morgunblaðsfé- lagarnir ekki allan heiður af tónlistinni á plötunni. Þar er einnig að heyra stuttar glefsur af plötum frægra listamanna og sérstaklega varð ég undrandi að heyra lítið brot af Satisfaction Rolling Stones á einum stað. Það lag átti hins vegar 100% við í því tilviki. Þessi plata er ekki aðeins góð og gild sem ljóðaplata heldur er hún hin áheyrilegasta fyrir til- stilli tónlistarinnar. Hún gerir það að verkum að það er leikur einn að láta sér líða vel við að renna plötunni undir nálina, hvar og hvenær sem er. í stórum eða smáum skömmtum er þetta í senn góð afþreying og afbragðs skáldskapur. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Trésmíðavélar Mikiö úrval af góðum, notuöum, yfirförnum trésmíöavélum frá Danmörku. Upplýsingar á Hótel Hofi, sími 28866, V. Krist- jánsson. Trésmíðavélar Ný lakkteppavél til afgreiöslu strax. Vinnu- breidd 1300 mm. Upplýsingar á Hótel Hofi, sími 28866, V. Krist- jánsson. Trésmíðavélar Sérfræðingur í brennsluútbúnaöi og sogkerf- um fyrir trésmiöjur ásamt sogbúnaði fyrir vélsmiöjur og bifreiöaverkstæði veröur staddur hér á landi frá 10,—13. þessa mán- aðar. Upplýsingar á Hótel Hofi, sími 28866, V. Krist- jánsson. Kvöldverðarfundur veröur haldinn miövikudaginn 13. febrúar meö Albert Guömundssynl fjármálaráö- herra í veitingahusinu Hrafninum í Skip- holti. Rætt veröur um stjórnmálaviöhorfiö. Félagsmenn eru hvattir til aö fjölmenna og mæta tímanlega kl. 19.00. Kvöldveröur kostar kr. 310. Heimdallur. Hvöt T rúnaðarráðsf undur Vjterkur og ^3 hagkvæmur auglýsingamiöill! Fundur veröur i trúnaöarráöi Hvatar þrlöju- daginn 12. febrúar kl. 18.00 I Valhöll. Gestur fundarins veröur Ólafur G. Einarsson for- maöur þingflokks Sjálfstæöisflokksins og mun hann ræöa þau þingmál sem efst eru á baugi i dag. Stjórnin. Hveragerði - Hveragerði Sjálfstæöisfélagiö Ingóltur heldur félagsfund I Hótel Ljósbrá miö- vikudaginn 13. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Drög aö fjárhagsáætlun 1985. 2. Kaffihlé. 3. önnur mál. Félagar eru hvattir til aö fjölmenna. Stjórnin. Félag Sjálfstæðismanna í Háaleitis og Laugarnes- hverfi SPILAKVÖLD þriöjudaginn 12. februar kl. 20.30 i Valhöll, Háaleitisbraut 1. Reykjavik. Góö verölaun og kaffiveitingar. Fjölmenniö. Almennur stjórn- málafundur Felög sjálfstæöismanna í Reykjavík boöa til almenns stjórn- málafundar fímmtudaginn 14. febrúar kl. 20.30 I Sjálfstæöishúsinu Valhöll. Frummælendur veröa: Þorsteinn Pálsson formaöur Sjálfstæöisflokksins. Friörik Sophusson varaformaöur Sjálfstæöisflokksins. og Birgir Isleifur Gunnarsson formaöur framkvæmdastjórnar Sjálf- stæöisflokksins. Sjálfstæöismenn eru hvattir til aö fjölmenna. Landsmálafélagiö Vöröur, Hvöt, Heimdallur, Málfundafélagið Óöinn. RAFIÐJAN sf. IGNIS-umboðiö Ármúla 8 108 Fteykjavík. Sími 91-19294. H: 144. Br: 60. D: 60. Kr. 11.700 Kr. 16530 Kr. m716 Kr. 14505 Kr. 13570 Kr. 13505 Kr. 15.105 Kr. iai40 Kr. 18500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.